Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 24.10.1959, Qupperneq 6

Frjáls þjóð - 24.10.1959, Qupperneq 6
6 ■ JauCjaJaýnu 24. oltóler 195,9 “ FRJÁLS ÞJDÐ. Mlvmitittn tFónssan: Spjallað við fjarstadda skoðanabræður Baráttan við vindmyllur. Ef athugaðai’ eru allar aðstæð- ur, þá ætti það að verða ljóst, að íslenzkt lundarfar er eins illa til þess fallið að fóstra kommún- isma og íslenzkt veðurfar til að fóstra suðræn pálmatré, og sov- ét-ísland þai'f ekki að óttast án ofbeldis utanfrá, og mundi jafn- vel þá ekki festa rætur. Sjálfir voi’u kommúnistarnir tiltölulega fljótir að átta sig á þessu, og lögðu flokkinn sinn niður aðeins 7 eða 8 ára gaml- an, og hafa þeir ekki sýnt sig síðan í íslenzkum stjórnmálum nema í fylgd með öðrum. Þess vegna er dálítið erfitt að segja, hve fjölmennir þeir eru nú, en sennilegast þykir mér, að þeim hafi fai’ið smáfækkandi. Þó hafa allar yti'i aðstæður verið þeim í vil, ef undan er skilin fi’amkoma þeii-ra eigin trú- bræðra í sjálfu forustulandi kommúnismans. Fálmkennd og oftast hægri- sinnuð forusta Alþýðuflokksins hefur gert þeim auðvelt fyrir um öflun bandamanna úr vinstri armi flokksins. íhaldsöflin hafa jafnóðum sett kommúnistastimpilinn á þessa bandamenn, og jafnframt keppzt um að setja frara sem ógnþrungnastar lýsingar á glæpum kommúnista. Hinir misheppnuðu forustu- menn Alþýðuflokksins hafa ekki aðeins verið þátttakendur í þessurn söng, heldur oft á tíð- um stjói’nendur kórsins, og þótt miður, ef tónsprotinn hef- ur um slnn lent í annarra hönd- um. Þessi Don-Quixote-barátía hefur verið hávær og háð án hvíldar, og því verkað sefjandi á marga eins og draugatrúin forðum. Og sú íslenzka æska sem gengið hefur í liðsveitir Sjálfstæðisflokksins, er af sum- um ráðamönnum hans að minnsta kosti, metin til mann- virðinga eftir framgöngu sinni x vindmyllukrossferð þessari. Straumur æskunnar. Áhrjf þcsrarar baráttu hafa orö'ið kommúnistum í vil að þvj leyti, að umbótasinnuð og þróttmikil æska, sem hefur yf- irstigið alla myrkfælni og trú- ir því t. d. ekki, að margir dug- mestu baráttumenn Alþýðu- flokksins breytist á einni nóttu í óai'gadýr og glæpamenn, hún átti fárra kosta völ, og fór oft að dæmi Þoi’steins Erlingssonar, er hann segir: „Því varð ég svo oft þcgar versnaði að rata að velja þá fylgd, sem þú bauðst mér að hata.“ Hún heftir gengið til samstarfs við erkióvininn“ sjálfa komm- únistana, og er þá kannski stundum óvarkárni með í för- um og litið -á kommana sem „tjóðrað og tannbi'otið ljón, ineð tunguna stýfða við rætur“, svo að ég taki mér aftur orð Þ. E. í munn. Alþýðuflokkurinn liefur stað- ið eins og nátttröll og horft á æskuna streyma framhjá.sér til beggja handa. Þó að ýmsir hafi staldrað við á hlaðinu, og sum- ir gengið í bæinn, hafa þeir flestir haft skamma viðdvöl, en hinir fáu, sem búsetu hafa tek- ið, unað hag sínum illa, og Nýr flokkur. sumir tekið sig upp aftur og leit- að nýrra heimkynna. Þá hefur þó bræðraflokkur Alþýðuflokksins í sveitunum staðið sig betur heima fyi'ir, en svipuð hefur niðurstaðan raun- ar orðið um þann hluta sveita- æskunnar, sem til bæjanna hef- ur flutzt. Erlend ágengni. Stefna kommúnista á lítinn hljómgi’unn hér á landi, eins og áður var sagt. En stefnuna hafa þó aðhyllzt nokkrir duglegir og greindir menn, sem hafa tals- verð persónuleg áhrif, og eru sífelt að bjóða öðrum upp á samvinnu og samstai’f og jafn- vel sameiningu. Sjálfur hef ég ekkert á móti( því að vinna að góðu málefni með mönnum, sem hafa ólíkar skoðanir á ýmsum öðrum mál- um, og eru kommúnistar þar engin undantekning. En aldrei hefur mér þótt fýsilegt að vera með þeim í stjónimálaflokki, þó að sumir kunningjar mínir og skoðanabræður hafi valið þá leið, þegar fárra góðra kosta virtist völ. Ekki get ég heldur talið þá ákjósanlega bandamenn, þegarj um sjálfstæðismál okkar er að^ ræða, því að þótt þeir bei'jisti með okkur af heilum hug gegnj ásælni vestrænna ríkja, þá er ei'fitt að/verjast því, að á hug- ann leiti þessi spurning: „Hvar stæðu þeir, ef ásælnin kæmi að austan?“ Það hlýtur að teljast furðu- legt, að slíkt ástand skyldi geta skapazt hér á landi, að á vett- vangi stjórnmálanna væri ekki liægt að vinna bæði gegn komm- únisma og erlendri hersetu. En þannig var þetta um tíma. ís- lenzkir þegnar áttu um tvennt að velja: fallast á að leyfa her- setuna og fá að taka þátt í kross- ferð afturhaldsins, — eða ganga í flokk með kommúnistum og berjast • þjóðlegri baráttu gegn erlendri hersetu. Ef þetta á- stand hefði staðið lengi, þá hefðu sumir látið af andstöð- unni gegn hernum, af því þeir löldu hann ekki eins hættuleg- an og kommúnisma, en har- átta hinna hefði.verið alvaidega lömuð með kommúnistastinipl- inum- Þetta var ein meginástæðan til þess að Þjóðvarnarflokkui’- inn var stofnaður. Og þó að flokkurinn yrði ekki stór, þá urðu óbein áhrif hans áreiðan- lega meiri en margur liyggur. Erlend ágengni minnkaði og fyrirstaða innlendra höfðingja óx. En nú hafa málin aftur snú- izt við, og skulu ástæður þess ekki raktar hér. Reyndin er sú, að flokkui’inn hefur tapað fylgi við tvennar undanfarnar kosn- ingai’, og strax eftir hinar fyrri létu valdamenn okkar niður falla kröfuna um brottför hers- ins, en eftir hinar seinni óx yfirgangur setuliðsins í sam- búð við Islendinga svo snögg- lega og mikið, að undanlátssöm- ustu stjórnmálamenn fóru að óttast endurreisn Þjóðvarnar- flokksins og tóku í þeim mál- um afstöðu gegn hernum. Tókst þeim að fá Bandai’íkjastjórn til þess að skipta um yfirmann setuliðsins, og sýndi hún meira að segja þann skilning, að láta þess getið, að það væri að beiðni íslenzku ríkisstjórnar- innar sem yfii’maðurinn var látinn fara, en gat þó ekki stillt sig um að veita honum jafn- framt annað og æðra embætti í staðinn. Þó að við þekkjum vel þessa tegund réttarfars heima fyrir, þá vai’ð þetta þó heldur til að rýra gildi hins „glæsilega" sig- urs íslenzku ríkisstjórnarinnar. Hætt er þó við að önnur úrslit og verri hefðu orðið í þessum málum, ef kosningar hefðu ver- ið um garð gengnar og litli flokkurinn með stefnuna „burt með hei’inn" beðið þriðja kosn- ingaósigurinn. En í þessu efni þarf ekkert að óttast, ef þeir menn, sgm geng- ið liafa til samstarfs við komm- únista vegna hægrimennsku Alþýðuflokksforustunnar, vilja1 taka afstöðu sína til nýrrar yf-1 irvegunar í ljósi fenginnar! reynslu, því að það hygg ég, að einn maður í Þjóðvarnarflokkn-j um verði málstaðnum að meira liði, ef þar er vel unnið, en þrír1 menn eða meira, sem eru í skotlínu Don Quixotes. LokaorS. Nú hlýt ég að ljúka þessu spóalli mínu að sinni, og vona, að ég sé búinn að opna svo hug minn, að þið, sem hafið á annað boi’ð haft þolinmáeði til að lesa þetta rabb mitt, séuð búin að átta ykkur á því hvort við eigum samleið eða ekki. Ég hefði átt að skrifa þetta miklu fyi’r, og hefði að sjálfsögðu gert það, ef mér hefði dottið það í hug. En satt bezt að segja, þá var ég oi’ðinn svartsýnn eftir kosningarnar í vor, og gerði ekki ráð fyrir, að um framboð yrði að ræSa hjá Þjóðvarnar- flokknum í haust. Og ég vissi ekki, á hvern hátt ég gæti orðið málstáð okkar að líðí, : En flökkurinn reyndist ríkari en ég hugði. Þar leyndist sú seigla og þrek, sem ekki slær undan þó á móti blási, heldur beitir hiklaust upp j vindinn. Þess vegna hika ég ekki við að skora á alla skoðanabræður mína að koma til samstarfs í Þjóðvarnarflokki Islands, því að þótt ykkur hafi e. t. v. ekki að öllu leyti fallið yfirborðið, þá getur það staðið til bóta, og tjáir ekki um að sakast, því að undir niðri munuð þið finna: „... svip þeirra seintekna . bóndans, hins sagnfáa verkamanns og sjómannsins svarakalda,11 og við getum tekið undir það með Erni Ai’nar, að þar „býr saga og framtíð vors lands.“ En eins og ég sagði í upphafi máls míns, þá er Þjóðvarnar- flokkui’inn í sköpun, og við skulum ekki sleppa tækifærinu til að gera hann að öfluguirt flokki, sem er ósveigjanlegur í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar, og róttækur og raunsær, en öfgalaus, í öllum innanlands- málum, — en það er hlxítverkið, sem honum var upphaflega ætl« að. Hittumst svo heil til starfa, og látum ekki okkar hlut eftir. liggja, því að verkefnin eru óþrjótandi. En okkur mun vel vinnast, ef við erum hugsjón- um trú og sýnum málefnum skilning. rl Hermann Jónsson. fisland fyrir íslendinga Tilvera íslenzku þjóðarinnar er byggð á þrá manna eftir því að fá að lifa í friði og óháðir öðrum þjóðum. Þeiri’i hugsjón hefur íslenzka þjóðin verið trú í þúsund ár. Hún hefur aldrei sýnt nokkurri þjóð ágengni eða siglt skipum sínum til landvinninga en aft- ur á móti til landafunda. Allt fram á síðustu ár hefur það vei’ið innsta þrá hennar og von að geta í allri framtíð lif- að samkvæmt þessai’i lífshug- sjón sinni, en það fær engum dulizt, að vafurlogar stríðsár- anna glöptu mörgum íslend-: ingum sýn og það svo illilega, að þeir virðast ekki greina á milli hagsmuna íslenzku þjóð- arinnar og erleridrar hernaðar- þjóðar. Meinþi’óun sú, sem skapaðist. við það að ei’lendir stríðsmenn, stigu hér fæti á land, hefur auk-1 izt ár frá ári, valdið truflun á' efnahagskerfi þjóðarinnar, spillt siðgæðishugsjóninni og íuglað hugtökum svo, að athafn- ir, sem taldar voru fyrir tveim áx-atugum í ætt við landráð, láta æði’i sem lægri sér sæma, hve- nær og hvpi’ sem er, ef hyllir undir peninga eða ,,snobb“ á bak við þær. Allt frá fyrstu tíð hefur það verið einn meginþáttur ís- lenzkrar sjálfstæðisvitundar og sjálfstæðisbaráttu aðláta hvorki kúga sig né kúga aðra, en nú er svo komið, . að Islending- ar leggjast í svaðið með út- bi’eidda limi og auðmjúkir fram í hvei’n fingurgóm fyrir óbreytt-j um stríðsmanni hvenær og hvarj sem hann skipar þeim það, ef ekki í bókstaflegri merkingu þáj í oi’ðum og athöfnum á ýmsum sviðum. Þessum illu áhrifum og ógnvaldi er enginn óhultur fyr- ir, hvoi’ki ráðherrann né sóp- arinn á Keflavíkui’flugvelli. Jafnvel löggæzlumenn land- helgisgæzlunnar leggjast svo lágt að hlýða fremur erlend- um sjóræningjum en sínum eigin yfirboðurum. Vér, sem staddir vorum á Þingvöllum 1930, hefðum ekki trúað því þá, að skapazt gæti „það ástand, sem nú ríkir“ í ís- lenzku þjóðlífi. „Frjálsir menn í frjálsu landi“ og „íslánd fyrir íslend- inga“ voru kjörorðin, sem heyr- ast of sjaldan nú, enda ekki von til þess, þar sem margir ráðvandir menn og fjöldi folks hefur ábata af hersetunni og yfirráðum erlendrar hernaðar- þjóðar, en slíkt var algei’lega óþekkt fyrirbrigði áður, að ís- lenzkir menn gei’ðu sér neyðar- ástand þjóðarinnar að féþúfu. Vonir standa þó til að ís- lenzka þjóðin sé ekki öllum heillum horfin. Enn þá eru til menn, sem lifa í sama anda og þeir, er fyrstir stigu fæti hér. á land, lifa í þeim anda, sem hefur alla tíð verið lífsandi ís- lenzkrar sjálfstæðisbaráttu. Þjóðvarnai’flokkur íslands berst ótrauðri og óeigingjarni’i baráttu gegn hvers konar yfii'- gangi ei’lendra þjóða á sjó og landi og gegn undirlægjuhætti íslendinga fyrir öðrum þjóðum, en vill heiðarleg og óþvinguð viðskipti við hvaða þjóð sem ei', eins og sæmir fi’jálsum mönn- um í frjálsu landi. Þeim flokki er gott að fylgjá að málum, á meðan svo horfii', og samboðið hverjum þeim, sem er heiðarlegur íslendingur. Guðjón B. Guðlaugsson. Hernámsand- stæðingur FYRIR kosningar 1956 lofaði Alþýðuflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og’ Alþýðubandalagið ÞÉR því, að herinn skyldi fara af íslenzkri gTund. — ÞtJ greiddir einhverjum af þessum flokkum at- kvæði þitt í trausti þess, að staðið yrði við gefin lof- orð. 1 nær þrjú ár voru ÞESSIR flckkar einráðir um stjórn íslands og gátu á þeirn tíma vísað hern- um brott hvenær sem var. EN ÞEIR SVIKU ÞIG ALLIR. A sunnudaginn er það í þínum verkahiing að kvitta fyrir þessi svik og GREIÐA ATKVÆÐI ÞITT Þ JÓÐ V ARN ARFLOKKN - UM, eina flokknum sem hefur hreinan skjöld í and- stöðu við hersetu á Is- landi. — ÞU kýst X F :

x

Frjáls þjóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.