Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 19.12.1959, Blaðsíða 9

Frjáls þjóð - 19.12.1959, Blaðsíða 9
tjdfluqarclacjinn /9. des. 1959 FRJÁLS ÞJDÐ Skrudda Ragnars Ásgeírssonar Búnaðarfélagið hefur gefið út þriðja bindi Skruddu Raga- ars Ásgeirssonar, og mun það vera lokabindið. Þó mun sagna- sjóður Ragnars vart tæmdur. í þessu bindi kennir mjög margra grasa. í því eru stuttar sögur og sagnir, ásamt vísum, af öilum landshornum, sumt frá fyrri timum, en annað svo til alveg nýtt af nálinni. Meirihluti sagnanna er um fyrirburði af ýmsu tagi, svipi og aðsóknir, heyrnir og sýnir, en líka eru þar gamansögur, minningabrot um ýmsa menn og frásagnir um atburði, stóra og smáa. Það eru margs konar grös, sem Ragnar hefur haldið til haga á ferðum sínum um landið fyrr og síðar, og fátt, sem hann hefur látið fram hjá sér fara, er hann heyrði í gisti- stað af fróðleikstagi. Skrudda Ragnars hefur orðið vinsæl, og margur mun líka glugga í þetta bindi. Aðeins hef ég rekið mig á prentvill- ur í því, einkum í nöfnum, og ekki kann ég við, að ég sé haft í vísum, þegar stuðlarnir heimta eg og svo hefur bersýnilega verið kveðið. En slíkt hefur víða borið fyrir augu mín í bókum í seinni tíð, jafnvel þeim, er komnar eru undan handarjaðri háskólaprófessora. Merkir Borgfirðingar Merkir Borgfirðingar heitir bók eftir séra Eirík Albertsson, sem Leiftur gefur út. Eru í henni þættir um tíu þekkta Borgfirðinga — Bjarna Péturs- son á Grund, Daníel Fjeldsted í Hvítárósi, Guðmund á Hvítár- bakka, Halldór Vilhjálmsson, skólastjóra á Hvanneyri, Jón Bjarnason, lækni á Kleppjárns- reykjum, Jón Blöndal, lækni í Stafholtsey, Ólaf Davíðsson á Hvítárvöllum, Runólf Sveins- son, skólastjóra á Hvanneyri, Teit Símonarson á Grímsstöð- ’-m. ” 'V ÞA”í Guðmundsson, Kennara á Hvanneyri. "’’f bessara manna séu að nokkru rakin og sumra nokk- uð rækilega, þá má samt segja, að þetta séu frekar mannlýs- ingar en ævisögur. Aftur eru ættir sumra þeirra raktar langt aftur í aldir. Séra Eiríkur Albertsson var sem kunnugt er um langt skeið prestur á Hesti. Þeir menn, sem hann segir frá, voru sóknar- börn hans, svo að hann hafði af þeim mjög náin kyrjni í daglegu umhverfi þeirra og kastaði að síðustu á marga þeirra rekunum. Og glöggt má finna, að þeir hafa verið hon- um kærir, ekki aðeins vegna athafna sinna og yfirburða við framkvæmdir og umsvif, held- ur og mannkosta. Þetta er sá bautasteinn, sem hann hefur viljað reisa vinum sínum og fyrirmönnum sókna sinna og héraðs á meðan. dag- ur var til. (jtektey jólt % Uarsœtt lomandi árt Ro&i s.f., leirbrennsla og verzlun, Laugav. V4. ddarsœft lomandi árl Hreiðar Jónsson, klseðsLeri, Laugavegi 1 1. •-Xi íXi ijtj jXi vAj iXk ’XÍ 1X1 lAr jíi Oi vAi jXj 1X1 yU vju >Xi yti iXi tXi éméMééééééééMmMmMmmmmm X Prentsmiðian Oddi. ^,14. ^14. .$14. ^14. ^>14. ^14, ^14. ^14. aj4. ^14. ^14. ^14. ^14. ^14. ^14. ^14. ^4. ^14. ^14. 4SJ4. ^\[4. ^J4. iót! eöLtecý jo\ ddarsœtt lomandi árf Sveinabókbandið. ^14/^14. ^14. ^14. ^14. ^14, ^\»4. j,V'4. j>!4. ^'4. ^14. ^14. ^14. ^14. ^.14. ^14. ^14. ^'4- ^'4. ^'4. ^4. ^[4. iól! \eOLtecj- fo\ ddarsœtt lomandi ár! •4 Verzl. Hamborg, Laugavegi 44, — Vesturveri. Bílasala Guðmundar, Klapparstíg 37. c^'4. eM4- e>'4- j^'4. ^'4. ^14. jS'4. ^\|4. ^,14. ^14. ^14. ^14. ^14. ^14. ^,14. ^14. ^14. ^sJ4. ^>'4- ^'4. ^'4- Regio h.f. ^14, ^14. ^14. ^4. ^14. ^14. ^14. j.14. ^14. ^>4. ^4. ^14. ^14.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.