Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 30.09.1961, Blaðsíða 12

Frjáls þjóð - 30.09.1961, Blaðsíða 12
Fyrir nokkru síðan tilkynnti ríkisstjórnin, aS hún Kefði ákveSið, að gefa frjálsan innflutning á ýmsum •gerðum bifreiða. Hafa stuðningsblöð ríkisstjórnarinnar óspart hampað þessum aðgerðum og taliS þær bera vott um batnandi efnahagsástand og vilja núverandi ríkisstjórnar, til þess að koma á bæítum verzlunar- háttum. Ekki skal þa'ð lastað hér í blaðinu, þótt menn fái nokkru um það ráðið, hvað- an þeir kaupa vörur sínar. En hins er svo ekki að dylj- ast, að þessar ráðstafanir ríkisstjórnarinnar sanna aíls ekki bættan efnahag lands- manna, né ríkisins, og þær ganga raunverulega í ber- högg við yfir'lýsta stefnu rk- isstjórnarinnar í efnahags- málum. Þar að auki virðast þær framkvæmdir með því endemis flaustri og flumbru- liætti, sem einkennt hefuf. allar efnahagsframkvæmdir Jónasar óðaverðbólguföðurs & Co. „Bæft gjaldeyrisstaða“. Stuðningsblöð ríkisstjórnar- innar tala mjög um bætta gjaldeyrisstöðu þjóðarinnar. — Áður hefur verið um það rætt hér í blaðinu, hversu hæpin sú fuliyrðing sé, til þess að ,,sanna“ hana hafa forráðamenn efna- hagsmála umgengist staðreynd- ir með mikilli varúð ,svo ekki sé meira sagt. „Hin bætta gjaldeyrisstaða“ hefur. fyrst og fremst komist á LITIÐ FRETTABLAÐ Laugarduginn í 24- viku sumars. íHeppinn með veikincSi Tiðindamaður L. F. á Akureyri símar: Hafið þið þarna á blaðinu veitt því at- hygli, hvað núverandi forsætisráðherra Bjarni Benediktsson er heppinn með veik- indi — annarra. Hann liefur blátt áfram atokkið upp mannvirð ingastigann eins og kengúra á veikindum . annarra. Borgarstjóri varð hann „vegna veikinda” ágætis- mannsins Péturs heit- íns Halldórssonar. For /sætisráðherra verður liann og formaður Rjálfstæðisflokksins „vegna veikinda” Ólafs Thors. Og alþm. verður liann vegna jþess, hve Björn Ólafs- l\lýr bancfa- maftur Frá einni deild tSjálfst.flokksins hafa L. F. borizt þau ilðindi, að samtök her liámsandst. hafi ný- verið eignazt nýjan og ötulan bandamann í baráttunni fyrir hiutleysi Islands og úrsögn úr NATÓ. Er það Thor Thors ambassador. Hann telur sig nefnilega hafa átt kost á því heimssögulega hlut- verki að setjast í sæti Dag Hammarslcjöld • á hinum örlagarík- ustu tímum í sögu ■inannkyns — ef fs- fand væri ekki í Nató. Fordæmir ThOr nú jbá skammsýni Bjarna Ben og Ólafs, að sjá það ekki, að hlut- lausu ríkin eru bók- staflega björgunar- . sveit mannkynsins, og har gat Island orðið . jafnoki annarra, þó að það verði aldrei annað en ósköp ó- merkilegur dindill ofan á öðru hvoru •íheimströllinu, ef Það Jhengir sig þar. ] son var veikur -— að I vinsældum meðal kjósenda. Það eru aðeins ein „veikindi”, sem Bjarni hefur verið óheppinn með. Það var þegar vinur hans þýzkur ætlaði að gleðja hann með því að bjóða honum að vera viðstöddum af- töku, en Bjarni missti af því, þar eð aftakan hafði farið fram áður en hann kom til Þýzkalands, að því er hann sjálfur upplýsti í Morgunblaðinu. Vafasöm fræðsla Fyrir nokkru var fluttur í útvarpinu fræðslulestur um Brasilíu, eftir einn alþm. Kunnugur mað ur l>ar vestra gerði síðan 15 athugasemd- ir i einu daghlaöinu við þennan lestur. Höfundurinn „svar- aði” í öðru dagblaði, þar sem hann rengdi 4 athugasemdirnar. En viðurkenndi svo með þögninni, að sá er aðfinnslurnar gerði hafði í öðrum tilfell- Slyii'laldarverð Þó Tíminn hafi þagað um það hnefa- högg, sem ríkisstjórn- in rétti bændum með úrskurði gerðardóms- ins um verðlagsgrund völl búvara á þessu hausli, liefur ýmis- legt verið rætt þar um mánna á meðal. T.d. hefur það spurzt út, að verðið á ullinni hafi af gerðardómn- um verið ákveðið samkv. bréfi frá ein- hverjum afgreiðslu- manni hjá Garðar Gíslason h.f., þar sem hann hefur uppi skáldlegar bollalegg- ingar um, hvað ullin mundi hækka i verði, ef heimsstyrj- öld skyldi brjótast út. Hér er sem sagt fengin sönnun fyrir því, hvernig dóm- stólar eigá að meta staðreyndir á „við- reisnarvísu”. Og nú spyrja bændur: Ællar ríkisstjórnin að borga þetta styrjaldarverð fyrir ullina, ef éngin heimsstyrjöld skeliur á, eða hvað? um haft rétt fyrir sér. Fræðsla alþingis- manna getur stund- um verið viðsjál. Jólabækyo' Nú nýverið hafa blöðin byrjað að kynna olckur, hvaða bækur muni verða helztar á jólamarkað- num í ár. Er þetta góðra gjalda vert, þar sem kaupgetan er nú af mjög skornum skammti hjá almenn- ingi, svo ekki veitir af að hugsa vandlega sinn gang, áöur en kaupin eru gerð. I lista þeim, sem Mbl. birti um væntan- legar jólabækur hafa margir saknað einnar bókar, sem þeir áttu von á nú um jólin. Er það bókin, Biblíu- tilvitnanir eftir Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra. Er þetta þeim mun und- arlegra, sem það er augljósara, að þetta mundi verða metsölu- bók aldarinnar. Annars segir sagan, að von sé á miklu verki eftir Helga Sæmundsson, sem annað hvort eigi að lieita Hlaupa-Geiri eða Reisubók topp- krata. Birgir Kjaran ku ætla að gefa bók- ina út, enda er hann þögull eins og frí- múrari um sínar bækur. vegna gífurlegs samdráttar í öllum verklegum fiamkvæmd- um og vegna þess, hversu kaup- máttur fólks hefur minnkað. „Sérfræðingar" ríkisstjórnar- innar gleymdu reyndar að gera ráð fyrir þessu, þegar viðreisn- arplanið fræga var gert, eins og öllum er í fersku minni. Gjaldey-risstaðan hefur „batn- að“, vegna versnandi afkomu fólksins í landinu og jafnframt vegna versnandi afkomu ríkis- sjóðs. Þess vegna er nú gripið til þess ráðs að reyna að gefa frjálsan innflutning á nokkr- um tegundum bifreiða og mikil auglýsingaherferð sett af stað af blöðum stjórnarinnar (hér er ekki átt við innflytjendur) tii þess að kaupa hiha nýju bíla. Bágborið ásíand rikíssjoðs. Ríkisstjórnin gerir sér vonir um, að með auknum bílakaup- um komi nokkuð fé í ríkis- kassann, svo unnt verði að rétta nokkuð við hið bágborna á- stand ríkissjóðs. Þó virðast hin nýju lög hafa verið samin í því endemis flaustri, að vafasamt er, að ríkissjóður eigi lagalegan rétt á öllum þeim tolluni og gjöldum, sem hann áður átti, því í lögunum um hið háa og' illa þokkaða leyfisgjald segir, að það eig'i að greiðast um leið og leyfi er veitt. Með niðurfell- ingu leyfisins virðst því svo sem þetta gjald sé ekki lengur kræft, og fer þá að minnka um tekjulindirnar! Fjáríestingarmálin. Það hefur verið i yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálum að draga stórlega úr allri fjárfestingu. í því skyni hefur féiitlu fólki verið gert allt til bölvunar við að koma sér upp þaki yfir höfuðið..' Sú við- leitni hefur borið góðan árang- ur, því auglýsingar um nauð- ungaruppboð fylla nú allar síð- ur Lögbirtings, blað eftir blað. í miklum bílakaupum felst geysilcg f jáifesting. Þess vegna er hér um afturhvarf frá „viðreisninni“ að ræða. Auk þess er hér um óarð- bæra fjárfestingu að ræða. Aukinn bílakostur lcrefst meira benzíns, aukinna vara- hlutakaupa, og síðast en ekki sízt, NÝRRA OG BETRI VEGA. Þess vegna er bið' nýja „frelsi“vindhögg út í loftið, örvæntingarfullt vindbögg manna, sem siglt hafa „við- reisnar“ skútu sinni í strand. Laugardaginn 30. september 1961. Fyrir rúmri viku var opnuð ný cg glxsiieg búsgagna- vcrzlun á Laugavegi 28. (Sjá grein). Laust fyrir síðustu helgi tóki ný og stór húsgagtraverzlun tiL starfa að Laugavegi 26 í Reykja- J vík. Nefnist verzlun þessi Iiús- j búnaður h.f. og er rekin af samnefndu hlutafélagi. Hvata- menn að stofnun fyrirtækisins jvoru allt viðurkenndir fagmenn í húsgagnaiðn, húsgagnasmiðir, j jbólstrarar og húsgagnaarki- tektar, og eru félagsmenn nú liðlega 30. J Félagið var stofnað seint á síðasta ári, en undirbúnings- starfsemi hófst um síðustu ára- mót. Félagið beitir sér fyrir því að reka umboðsverzlun og al- menna verzlun innanlands og utan með framleiðsluvörur fé- lagsmanna og annarra, að ann- ast kaup á efnivöru og síðast en I ekki sízt að gæta hagsmuna neytendanna, með því að koma á gæðamati á húsgögnum. Gæðamatið er ekki ennþá haf- ið, en vonir standa til, að það komist á innan skamms, og verða þá húsgögnin merkt framleiðendum og gæðaflokki. Verzlunarstjóri verður Páil Guðmundsson húsgagnaarki- tekt, og mun hann leiðbeiha kaupendum um margskonar atriði ,er varða híbýlaprýði, og einnig er fyrirtækið í nánum tengslum við Svein Kjarval hús- gagnaarkitekt, sem einnig mun veita viðskiptavinum upplýs- ingjr og leiðbeining-nr, eftir sainkomulagi. Verzlunin hvetur viðskipta- vini til þess að koma kvörtun- um og umvöndunum, ef ein- hverjar verða, á framfæri, og kveðst munu kappkosia að gera þeim til geðs, eftir þvi sem mögulegt verður. Stjórn fyrirtækisins skipa þessir menn: Guðmundur Pálsson, form., Emii Hjartarson, varaform., Ingvar Þorsteinsson, Ragnar Haraldsson og Sveinh Kjarval meðstjórr.endur. — Varastjórn: Guðmundur O. Eggertsson og Jónas Sólmundsson. Framkvæmdastjóri fyrirtæk- isins er Helgi Bergsson. Þetla blað er 12 síður og verð- ur næsta blað það einnig. I næsta falaði birtist síðari hluti greinar dr. Björns Sigfús- sonar uin Irland, sem hefst í opnu blaðsms í dag. Þá verður þar einnig sagt frá kornrækt og grasmjölsframleiðsiu á Rangár- völlum. Blaðinu hefur borizt Rit Þing- vallafundar, sem geí'ið er út af ; Samtökum hearnámsandstæð- inga. Eins cg nafnið gefur til kynna er bér um að ræða rit um Þingvallafund samtakanna, | og hefur Bjarni Benediktsson frá Hofteigi séð um útgáfuna. | Meðal efnis ritsins má nefna: Viðtal við Einar Braga um ferð- , ir hans út um land í erindum samtakanna, ávarp prófessors « Að lokum viljurn við minna síuðningsnienn i Rvík á pökk- unina á fimrrttydagsíivöldum! Guðira Jónssonar við setningu Þi n g v a 1) afim d a r, kvæði eltir Þórodd Guðmundsson og ávörp eftir Sigfús Daðason, Berg Sig- urbjörnsson og Magnús Toría Olafsson, ræður eftir Þórarin Haraldsson, Sverri Kristjáns- son og Gils Guðinundsson, ávörp úr landsfjórðungum, flutt á Þingvallafundi og svo endurminningar þjóðkunnra manna og kvenna, sem fund- inn sátu, auk ýmslegs annahs efnis. Eitið er prýtt miklum fjölda mynda og prentað á vandaðaa pappír,

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.