Frjáls þjóð - 30.03.1963, Side 1
Hvenær er mælirinn fullur? Er það óum-
flýjanlegt, að Islendingar þurfi árlega að
horfa á eftir vöskum sjómönnum og fleiri eða
færri fiskiskipum sínum í djúpið í veðri, sem
er sæmilegt á íslenzka vísu og oft jafnvel
gott? Slíkar spurningar ganga nú manna á
milli eftir þann atburð, er vs. Erlingi IV.
hvolfdi og hann sökk svo skyndilega, að tveir
menn drukknuðu en 8 björguðust með naum-
indumí Hér var að endurtaka sig saga, sem
við höfum þurft að skrá oft undanfarin ár,
alltof oft. Er ekki tími til kominn, að við a.
m. k. reynum að gera eitthvað til varnaðar?
FRJÁLS ÞJÓÐ tók þessi
mál til umræ'Su fyrir rúmlega
einu ári, eða þ. 24 febrúar
1962. Birtist hér á forsíðu
grein undir fyrirsögninni Ó-
HJÁKVÆMILEGT AÐ
RANNSAKA RÆKILEGA
ORSAKIR SJÓSLYSANNA,
en sú grein var rituÖ í tilefni
þess, að nokkru áSur hafSi vs.
StuSlaberg farizt meS svipleg-
um hætti, en þaS var ekki
fyrsta slysiS þeirrar tegundar.
Og þessi krafa um rannsókn á
orsökum sjóslysanna kom víS-
ar aS en frá þessu blaSi.
Nokkru áSur hafSi t. d. skrif-
stofustjóri Slysavarnafélags Is-
lands beint þeirri ósk til Skipa-
skoSunarstjóra í blaSagrein,
aS hann beitti sér fyrir rann-
sókn. Uppskeran af þeirri grein
var furSulegt svar SkipaskoS-
unarstjóra. Fjölmargir reyndir
sjómenn hafa og, frá því aS
þetta var, látiS til sín heyra
opinberlega um þessi mál og
lagt áherzlu á þörf á aSgerS-
um. Þá má einnig minna á þaS,
aS Baldvin Þ. Kristjánsson rit-
aSi grein í dagblöSin í sumar
og beindi þar þeirri fyrirspurn
til SkipaskoSunarinnar,. hvort
ekki væri unnt aS framkvæma
hér halla- og sjóhæfnisprófun
á fiskiskipum. SkipaskoSunar-
stjóri svaraSi og taldi öll tor-
prerki á framkvæmd slíkrar
rannsóknar og taldi úr á allan
hátt. Á sama tíma voru Danir
aS framkvæma ýtarlega halla-
og sjóhæfnisprófun á öllum
fiskiskipaflota sínum til aS
forÖast endurtekningu á biturri
reynslu, er þeir höfSu hlotiS í
fyrravetur, er þeir misstu nokk-
ur fiskiskip á sama hátt og viS.
Hér var hins vegar ekkert unnt
aS gera — nema bíSa.
Og biSin varS ekki mjög
löng. Snemma í vetur hvolfdi
v.s. Bergi frá Vestmannaeyjum
í ágætu veSri en mannbjörg
varS. Og enn var ekkert gert
enda þótt vitaS væri, aS hér
var um aS ræSa' þriSja skipiS
eftir næi sömu teikningu, sem
fórst á svipaSan hátt Og nú
fyrir nokkrum dögum fórst svo
fjórSa systurskipiS, Erlingur
IV. meS sama hætti. AuSvitaS
er aldrei unnt aS fullyrSa meS
vissu, aS hjá þessu eSa hinu
slysinu hefSi veriS unnt aS
komast ef þetta eSa hitt hefSi
veriS gert. En viS hvert slys,
sem verSur, væri vart úr vegi
aS reyna aS finna orsakir þess
og grípa til ráSstafana, sem j
líklegt má telja, aS dragi úr j
hættu á endurtekningu Og þaS j
liggur tæplega fjarri aS álykta,
aS sömu orsakir liggi til tapa
þessara fjögurra systurskipa, og
því veriS unnt, ef árvekni ríkti
í þessum málum, aS hefjast
fyrr handa til aS uppræta
meiniS. Of seint er aS fárast
yfir því nú, en þaS hlýtur aS
vera krafa almennings til réttra
yfirvalda í þessum málum, aS
þau láti sér nú loks reynsluna
aS kenningu verSa og taki upp
önnur og ábyrgSarríkari vinnu-
brögS. Enn munu t. d. vera of-
ansjávar tvö eSa þrjú skip
sömu tegundar og umrædd
fjögur, sem þegar eru farin og
finnst okkur ekki úr vegi, aS
þegar verSi gripiS til ráSstaf-
ána til aS forSa því aS þau
fari sömu leiS.
ViS getum ekki sætt okkur
viS aSgerSarleysi í þessum
efnum á þeirri forsendu, aS
hvaSa skip, sem er geti sokkiS,
eins og SkipaskoSunarstjóri
lætur hafa eftir sér í viStalinu
viS AlþýSublaSiS á sunnudag,
sem hér er sagt frá í blaSinu
í dag.
Þetta er v.s. Srlingur IV, sem hvolfdi og sökk á dögunum i veðrl, sem ekki getur talizt óvenjulegt við ísland
í marzmánuði. Enn munu t>riú skip sömu tegundar vsra ofansjávar, en upphaflega voru þessi skip 8.
„Hvaða skip sem
er getur sokkið”!!
í Alþýðublaðinu s.l. sunnudag
birtist viðtal við Hjálmar Bárð-
arson, skipaskoðunarstjóra.
vegna þess atburðar, er Erlingur
IV. fórst. Telur FRJÁLS ÞJÓÐ
þetta vlðtal staðfesta betur en
flest annað ásakanir manna um
sinnuleysi og sofandahátt þelrra
opinberu aðila, er eiga að hafa
umsjón og eftirlit með öryggls-
málum sjómanna. Hér talar æðsti
maður Skipaeftiriits ríkisins og
í augum þessa blaðs eru ummæli
hans furðuleg. Að loknum lestri
vlðtalsins draga menn m. a. eftir
farandi ályktanir: í fyrsta lagi,
að skipaskoðunarstjóri telji, að
þar .eð .það .sé .staðreynd, að
hvaða skip sem er geti sokkiö",
þá sé engin ástæða til að huga
að því, hvort rekja megi skips-
tapa til þess, að bygglngu viö-
komandi skips hafi verið áfátt.
Hér sé um að ræða örlög, sem
hvert skip hljóti ætið að eiga
á hættu. Verður þetta óneitan-
lega talin einkenniieg afstaða
yfirmanns Skipaskoðunarinnar,
sem á að vaka yfir öryggi allra
skipa. í öðru lagi, að Skipaskoð-
unin reyni á engan hátt að kynna
sér á eigin spýtur, hverjar or-
sakir kunna að liggja til sjóslysa
og draga ályktanir þar af. Jafn-
vel þó nokkur skip, byggð eftir
sömu teikningu, farist á sama
hátt, finnst Skipaskoðuninni það
ekki gefa tilefni til neinna grun-
semda og fylgist reyndar ekki
með slíku. Og að lokum spyrja
menn: Hvert er verksvið Skipa-
skoðunarinnar? Sé það ekki nú
lögum samkvæmt í hennar verka
hring að hagnýta fengna reynslu
til að reyna að fyrirbyggja slys,
þá hlýtur það að vera skylda
löggjafans að tryggja, að það
verði gert í framtíðinni.
..TiI þess að lesendur blaðsins
geti sjálfir dregið sínar álykt-
anir af umræddu viðtali þá verð-
ur það birt hér í heild.
— Teljlð þér, að það sé um
að kenna byggingu þessara báta,
sem smíðaðir voru í Svíþjóð 1946,
hve ilia hefur farlð fyrir mörg-
um þeirra?
— Hvaða skip sem er getur
sokkið. . , ^
— En veðrlð var ekki sérstak-
lega vont.
— Að því er þeir segja, var
stórsjór og 8—9 vindstig. Annars
veit ég ekkert meira um þetta
en það, sem stendur í blöðun-
um.
— Leitar Skipaskoðunin sér
engra upplýsinga, þegar slíkt
sem þetta gerizt?
— Nei, það er ekki I okkar
verkahring. Sjóréttur dæmir I
málinu og síðan fáum við gögn
frá honum.
— Voru þeir 7 eða 8 bátarnlr,
sem smíðaðir voru í Svíþjóð 1946
eftir sömu teikningunni?
Þessir bátar voru ekki smið-
aðir algjörlega eftir sömu telkn-
ingunni.
— Hvað margir eru eftlr af
þessum bátum?
— Eg man það nú ekkl svo
nákvæmlega. ...
Fylgist skipaskoöunin ekki meS
slíku?
— Nel, ég hefi ekkl svo ni-
kvæmar skýrslur yflr þaS.