Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 30.03.1963, Síða 2

Frjáls þjóð - 30.03.1963, Síða 2
/ ökristilegar sögur JSkull Jakobsson: Nœturheim- sókn. Sögur. — 11. „smábók Mennlngsrsjóðs". — Reykja- vlk 1962. Hann ritar fyrstu sögu bókarinnar tuttugu og eins árs gamall. Hún ber gáfu höfundarins öruggt vitni. Það er frásögn af ungum manni, sem er að fara frá ástmey sinni um nótt til að sigra heiminn, en snýr við á þröskuldinum þegar regnið og kuldinn koma móti hon- um. Þeim ósigri er lýst af minnisverðri snerpu en að auki vefur skáldið tvö stef inn í söguna: um riddarann á myndinni og drykkjulæti gifta mannsins í húsinu. Og Jökli tekst hvorki meira né minna en lýsa ógengnum ferli piltsins, sem hætti við að sigra heiminn, í þeim brotum sem hann segir af ævi hins drukkna. f aðra röndina er þessi æskusaga þó næsta ósjálfstæð. Eins og heyrir manni, sem ætlar að leggja undir sig heiminn á morgun og yfirgefa ástina sína í því skyni, þá er ræða hans öll í skáldlegum tóni. Stúlkan túlkar það raunar á þessa leið: „Þegar menn eru hætt- ir að finna til, fara þeir að tala eins og skáld, sagði hún“. En póesía sögunnar er að- fengin: „Suma hendir það ó- lán að eiga aðeins eitt augna- blik, eina stund, eina nótt. Ævi þeirra síðan er söknuð- ur og þrá“, segir hann. „Dag- ar mínir fá allir birtu af þeirri einu nótt, er ég fann þig“, segir hún — og er líka farin að tala eins og skáld. Þarf ég að nefna íslands- klukkuna í þessu sambandi? Næsta saga segir einnig af misheppnaðri fyrirætlan; þar er þó ckki rigninguna um að saka, heldur dauðann. Sjálf frumlnigmynd sögunnar fcll- ur mér vcl i geð: bóndin’n, scm fluttist í kaupstaðinn, ætlar að panta sér lcgstað heima í gömlu sveitinni sinni. En mér finnst þessi hugmynd verðskulda meiri einlægni af hálfu, höfundar; kaldrani hans í sögunni er ódýr. Og það eru fleiri gallar til dæm- is mistekst skáldinu að gera viðhlítandi grein fyrir flutn- ingi bóndans úr sveitinni og Jökull Jakobsson leggur hann sig þó talsvcrt fram um það. En ég held það sé óþarfi að rekja hverju sinni tildrög þess að bóndi flyzt á mölina. Hann bara fer. Þriðja sagan heitir Farið upp á Skaga. Það er skemmti lega illyrmislegur reyfari, sem ég nenni ekki að eyða frekari orðum að. Þá kemur Herbergi 807. Kristmann hefði sagt, að um- hverfislýsingin væri góð, og maður fær einnig Ijósa mynd af mönnunum tveimur sem sitja um þann þriðja. Hins- vegar þykir mér botninn detta lir sögunni viðbrögð litla mannsins fara fyrir of- an garð og neðan í mínu höfði. í Revúar Nicolai! er skáld- ið aftur komið í umhverfi, sem okkur báðum er geð- felldara. Sú saga og hin síð- asta, Næturheimsókn, bera mjög af hinum um alla veg- semd stílsins. f raun og sann leika er engin sérstakur still á fjórum fyrri sögunum, þær samanstanda svona af orð- um; en hér tekst skáldinu að sefja lesandann með stílnum — gera hvert orð satt og liverja athöfn trúa með í- þrótt stílsins. Þessi saga fell- ur undirrituðum rómantísk- um mannvini einnig sérlega vel í geð af þeim sökum, hve lýsing gömlu konunnar er hlýleg og samúðarrík. Þess gætir víða í sögunum, að skáldið -hcfur góða sjón, læt- ur vel að bregða upp mynd- um. í Revúar Nicolai! fer hann á kostum í því efni. Eg nefni blaðsíðu 63 — það er eins og myndir á tjaldi líði fyrir augu manns við lestur- inn. En má ég spyrja: er ekki þremur seinuslu línum sög- unnar ofaukið? Eg gat um stílinn á sein- ustu sögunni, Næturheim- sókn — sem samkvæmt lög- málum satírunnar liefði mátt heita Endurfundir: maður kemur i leigubíl upp í sveit að hitta fyrrveraúdi unnustu sína og barnsmóður, en gall- inn er sá að hann liggur í drykkjudái og tungan sækir út i munnvikið á honum. Þetta er skörp lýsing á stutt- um atburði, sem opnar út- sýn til liðins tíma í lífi per- sónanna. Skáldinu tekst hér sú margþreyða list að segja æðilanga sögu á skammri stund, með fáum orðum. Hann framkvæmir í sögunni þá list hinnar hálfkveðnu vísu, sem lætur lesandann geta í eyðurnar og mikla söguefnið fyrir sér á allar lundir. Það eru engin stór- merki lengur, þótt stúlka eigi barn í lausaleik á fömum vegi og hverfi síðan aftur heim til föðurliúsa. Nætur- heimsókn gerir þó sögiína af því að talsvert miklu máli. Jökli Jakobssyni lætur bezt að fjalla um inisheppn- Frh. á bls. 6. bókmenntir Reykjavik 10.3. 1963. 9 Kæri Slgurður. Mikið kenni ég í brjóst um þig, að þér skuli leiðast svona mikið. En það eru fleiri sem hafa sömu sögu að segja. Svona er þessu t. d. varið með mig, mér finnst orðið óbærilega leið- inlegt á íslandi nú í seinni tíð. Annars ættir þú ekki að hafa svona hátt um þetta. Það gct- ur heyrst til þín og þar sem þú ert nú dyggt hjú hjá mangara- og peningavaldi landsins og vinnur í sjálfri höfuðborg þess, Morgunblaðshöllinni, gæti það haft alvarlegar aflciðingar. Þú hefir nefnilega brotið af þér áð- ur með því að tala á móti sjón- varpi. Það var ekkert minna en argvítur heimskommúnismi. Þegar Tíminn fór að nöldra um þetta í sínum alþekkta sveita- mennskustíl, lýstu húsbændur þínir því yfir. Og svo vogar þú þér að rísa upp á afturfæt- urna og brúka munn gegn þessu miida menningartæki.Kananna. Ólíkt hafist þið að, þú og and- legir bræður þínir hjá Vísi, dr. Schram og Ilersteinn, sem leggja sig alla fram að manna hina púkalegu Islendinga með Kaná- sjónvarpi. n snúum okkur að leiðindutn þjóðfélagsins. ís- lenzkt peningavald, þ. e. þínir menn, er án efa það leiginleg- asta og menningarsnauðasta sinnar tegundar á norðurhveli jarðar. Það var miklu bctra í gamJa daga. Þá var það í opin- berum fjandskap við öll and- legheit og barðist gegn flestum framförum til almenningsheilla svo sem verkalýðshreyfingunni, samvinnufélögum og almennri menntun. En það mega peninga SigurSur A. Magnússon menn þeirra tíma eiga, að þeir rcyndu aldrei að kaupa skáld og listamenn til fylgilags við sig. Þeir skoðuðu alla sllka sem óhjákvæmilega andstæðinga sína. Þetta var að vísu ólíkt því sem gcrðist erlendis, því þar hafa löngum fundist margir menningarunnendur meðal pen ingamanna. íslenzkir auðhyggju menn í þá daga líktust mest afdalamaurapúkum, sem söfn- uðu skyldingum í hrútspunga og bundu fyrir og földu undir koddanum. En þeir létu menn- inguna í friði. Mikið var nú annars gaman að lifa í þann tíð. Þá máttu allir sprella eins og þeir vildu. Skáldin voru öfga full en hugsjóna- og litrík. Þau höfðu engu að tapa, lifðu hvort niUlU> i>Ui'Jt| <§ eð var við sult'Ogi'seyrU. 'Þá voru ekki tilkomin félög ný- ríkra kaupsýslumanna er byðu skáldum verðlaun fyrir réttar hugsjónir. Eða hugsaðu þér bara Háskólann á þessum ár- um. Stúdentarnir blátt áfram ólguðu af allskonar djúpsettum og spaklcguni hugdettum. Þá héldu þcir aldrei skemmtanir með cinskonar löggiltum skemmtimönnum og spurninga- þáttum við hæfi seinþroska 7 ára barna. Og 1. desember var nú aldeilis fjör, maður minn. Allir skcmmtu sér sáman. Heim dellingar og eldrauðir Stalínist- ar, herskáir nazistar og sauð- meinlausir Framsóknarmenn skáluðu hverjir við aðra í inni- legu bróðerni. Menn gleymdu blátt áfram kalda stríðinu sem raunar var engu ómerkara þá en nú. En kannski hefir hefnd- in komið síðar yfir þessa létt- lyndu og kærulausu stúdenta. Ef til vill fengu þeir ekki vega- bréfsáritun til hins fyrirheitna lands cða Varðberg bauð þcim ekki að sjá raúrinn í Berlín. Þínir menn, Sigurður minn, vildu ekki láta við svo búið standa. Þeir gátu ekki séð menn inguna í friði, vildu verða menn ingarflokkur. Þeir áttu mikla peninga og peningar er afl til allra hluta og þó. Og þínir menn fundu upp „lýðræðið'* og komm únistahættuna. Stór spjaldskrá var sett upp niður í Sjálfstæð- ishúsi. Ilún náði yfir alla Iands- menn og skoðanir þeirra. Og samkvæmt þessari þjóðskrá er mönnum nú úthlutað embætt- um, styrkjum og verðlaunum. Hafin var vel skipulögð sókn í nær öllum samtökum og stofn- unum Iandsins: Jafnvel skemmti atriði á kvöldvökum slysavarn- arkvenna varð að vera lofsöng- ur um peningavaldið, þ. e. þína menn. Ymsir af leiðinlegustu og lélegustu rithöfundum og skáld- um landsins voru skyndilega komnir í lögskipuð hásæti og köstuðu þaðan skarni að stétt- arbræðrum sínum, er ekki höfðu hið rétta hugarfar. Og hvernig fór svo með intelligensinn, há- skólamennina? Þú hefir kannski hlustað á útvarp frá samkund- um þeirra síðustu árin. Ber það ekki menningaráhrifum þinna manna fagurt vitni? Já það er sama hvar við berum niður: Þín- ir menn hafa lagt undir sig svo að segja alla menningu lands- ins. „Flatur með mínum herra", sagði Sumarliði Klemensson, sýslumaður, er hann drakk til vini sínum Oddi lögmanni. Þetta gætu verið einkunarorð íslenzkra menningaroddvita í dag, svo trúir eru þeir flestir herra sínum, peningavaldinu með sína þúsundkalla í heila- búi og túkalla í augnatóttum. Og svo kvartar þú um leið- indi dveljandi obban af degin- um í húsi Moggans innan um aðal hugsjónamenn peninga- valdsins, sem alla daga hugsa um almenningshlutafélög, vinnu hagræðingu og aukna fram- leiðni. Og gleymdu ekki öllu því sem þessir miklu hugsjóna og athafnamenn hafa gefið þér. Danssalir um allan ba: með brennivíni, Pekingöndum og hrossakjöti. Já, þeir bjóða þér meira að segja súra hrútspunga og selshreyfa á þorranum. Eða þá öll bingóin og happdrættin. Þetta e- nefnilega hin nýja menning. Menning þinna manná. Vonandi lærirðu að meta hana að vcrðleikum og þá hættir þér að léiðast. Þú minnist á að austur í Garðaríki væri jafnvel eitthvað skemmtilegt að ske í menning- armálum. Gaman að athuga það Framh. á bls. 6. BRÉF til s.a Frjáls þjóíS — laugardaginn 30. marz 1963.

x

Frjáls þjóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.