Frjáls þjóð - 30.03.1963, Síða 3
FRJÁLS ÞJÓÐ
Ötgetandi: Þjóðvarnarflo.kkur tslands.
Framkvæmdastjóri: Jafet Sigurðsson
Ritstjórn: Ingimar Erlendur Sigurðsson (ábm.), Gils Guð-
mundsson, Bergur Sigurbjörnsson og Þorvarður Ornólfsson.
Áskriftargjald kr. 100,00 fyrir 1/2 ár, í lausasölu kr. 5,00.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 8. Sími 19985. Pósthólf 1419.
Prentsmiðjan Edda h.f.
Einangrunarstefna
í blöðum stjórnarflokkanna hefur því þrásinnis
verið haldið fram að undanförnu, að þeir, sem ekki
vildu að íslenzk þjóð afsalaði sér sjálfsforræði sínu
í fjárhags- og efnahagsmálum, atvinnu- og verka-
lýðsmálum með því að tengjast Efnahagsbandalagi
Evrópu órjúfandi böndum með einu eða öðru móti,
væru einangrunarsinnar og fylgdu einangrunar-
stefnu. Hefur tónninn í skrifum stjórnarblaðanna
í þessum efnum verið svo ofstækisfullur og svo
þrunginn algerri fordæmingu, að ókunnugir gætu
haldið, að af hálfu íslenzkra stjórnarvalda væri í
dag litið á það sem hinn hroðalegasta glæp, ef ein-
hverjir leyfðu sér að hafa aðra skoðun á innlimun
kotríkisins íslands í E.B.E. en núverandi stjórnar-
flokkar.
Nú vita allir landsmenn, að enginn einasti íslend-
ingur hefur nokkru sinni haldið því fram að ís-
land ætti að einangra sig frá öðrum þjóðum eða
viðskiptum við þær, hvort sem er um menningar-
leg eða efnahagsleg viðskipti að ræða. Hér hefur
sem sé ekki fyrirfundizt einn einasti einangrunar-
sinni öldum saman og mjög vafasamt að slíkur
maður yrði talinn normal, ef hann kæmi fram á
sjónarsviðið. En þrátt fyrir þessa augljósu stað-
reynd, sést nú orðið einangrunarsinni oftar í for-
ystugreinum stjórnarblaðanna en flest orð önnur.
Það fer þá heldur varla framhjá neinum, að það
er algjörlega ný merking lögð í þetta orð. Þar heitir
það nú einangrunarstefna að vilja ekki braska með
stjórnarfarslegt sjálfstæði íslenzkrar þjóðar fyrir
von í einhverju, sem kallað er „fjárhagslegt öryggi“,
svo notað sé orðalag úr Þjóðminjasafnsræðu Gylfa
Þ. Gíslasonar, og þeir menn kallaðir einangrunar-
sinnar, sem ekki vilja „selja“ frumburðarréttinn
fyrir baunadisk, svo notað sé orðalag biblíunnar á
sama athæfi. Og það er ekki aðeins að stjórnarblöð-
in skrifi þannig, heldur æpa þau þetta eins og ó-
kvæðisorð að hinum verstu skaðræðismönnum.
Nú hljóta allir þeir sem hafa rósemi hugans til að
bera, þegar þeir sjá þessi móðursýkisskrif stjórnar-
blaðanna að spyrja í fyllstu alvöru. Hvað meintu
þeir menn, sem í raun og veru bera ábyrgð á þess-
um glórulausu blaðaskrifum, þegar þeir greiddu at-
kvæði með því að ísland gerðist sjálfstætt ríki 1944?
Var ætlun þeirra þá strax sú, að rjúfa sambandið
við Danmörku til þess eins að geta innlimað landið
í stærri ríkisheild nokkrum árum síðar?
í þessum efnum tjóar það ekki fyrir valdamenn
núverandi stjórnarflokka að afsaka sig með því. að
í ritstjórastörf hjá stjórnarblöðunum hafi valizt sál-
sjúkir ofstækismenn, sem ekki megi taka alvarlega.
Þegar skrifum eins og þeim, sem hér eru gerð að
umtalsefni er ekki mótmælt opinberlega af ráðherr-
um og flokksformönnum, hlýtur almenningur að
draga þá hina sömu valdamenn til ábyrgðar og líta
svo á með fullum rétti að þeir séu þessum skrifum
sammála í einu og öllu.
Dean Acheson
leysir frá skjdðunni
Dean Acheson, fyrrum ut-
anríkisráðherra Bandaríkj-
anna, flutti ræðu um ástand-
ið i alþjóðamálum við her-
skólann í West Point 5. des-
ember 1962. Þessi ræða hans
hefur vakið athygli.
Acheson sagði:
„Við fyrstu sýn virðist sem
bygging sovézkrar kjarnorku-
herstöðvar á Kúbu varði í
fyrsta lagi Bandalag Amer-
íkuríkja, en aðeins í öðru lagi
Atlantshafsbandalagið. En
það viðhorf stenzt ekki nán-
ari athugun.
Átök á Kúbu geta bersýni-
lega hrundið af stað átökum
umhverfis Kúbu. En auk þess
kynni, auðveldlega og ekki ó-
sennilega, að gæta verkana
þeirra annars staðar — t. d.
1 í Bandaríkjunum eða í Berl-
ín, Tyrklandi, Kóreu eða á
Formósusundi, Suður-Viet-
nam eða á allmörgum þessara
staða samtímis..við höf-
um fengið áhrifamikla lexíu
um gildi þess að eiga sem
flestra kosta völ andspænis
aðgerðum, andvígum hags-
munum okkar. Ef ríkisstjórn-
in hefði átt þann kost einan
til að ná íram brottflutningi
sóknarvopna frá Kúbu að
hefja árás á Ráðstjórnarríkin
með kjarnorkuvopnum, hefði
Kúbu-kreppan án efa orðið
miklu hættulegri en hún
reyndist....
Meginverkefni Norður-At-
lantshafsbandalagsins eru
varnir Norður-Atlantshafs-
svæðisins... Og til þess
liggja gildar ástæður. Metin
á mælistiku grundvallarþátta
valds, — þ. e. samkvæmt nátt-
úruauðæfum, framleiðslugetu
og þjálfuðum mannafla —
stendur Vestur-Evrópa nokk-
urn veginn jafnfætis Ráð-
stjórnarríkjunum. Þar sem
Bandaríkin, sem nokkru
1 færra fólk byggir heldur en
Ráðstjórnarríkin eða Vestur-
Evrópa, hafa tvöfalda fram-
leiðslugetu á við þau er auð-
velt að sjá, að samanlagt
hefði bandalag Norður-Am-
eríku og Vestur-Evrópu tvö-
faldat mannafla 05 þrefalda
framleiðslugetu á við Ráð-
stjórnarríkin.....
Á okkar dögum hefur hinn
stöðugi og gamalkunni heim-
ur nítjándu aldarinnar horfið
og við höfum þeytzt út í
heim byltingarkenndra, og
oft ofbeldiskenndra, breyt-
inga. Gömlu stórveldin, stm
drottnuðu yfir heiminum,
hafa hrunið í tveimur heims-
styrjöldum, og tveir ríkjahóp-
ar virðast vera að koma fram
á sjónarsviðið. Annar ér sá
kínversk-sovézki ásamt fylgi-
rikjum. En hinn nær yfir þau
bandalög, sem mynduð hafa
verið umhverfis Bandaríkin,
eitt við Vestur-Evrópu, ann-
að við Suður-Ameríku og hið
þriðja við eyríkin á Kyrra-
hafi. Hið langsamlegasta öfl-
ugasta þessara bandalaga er
ásinn milli Norður-Ameríku
og Vestur-Evrópu .... Eins
og sakir standa er hann ríkur
af þeim Jráttum valdsins, sem
ég hef rætt um, — náttúru-
auðæfum, framleiðslugetu og
mannafla..... Þótt varnir
Evrópu séu meginviðfangs-
efnið samkvæmt stofnsamn-
ingi Norður-Atlantshafs-
bandalagsins, eru Jrær engan
veginn hið eina (sameigin-
lega) viðfangsefni Vestur-
Evrópu og Norður-Ameríku.
Vegna sjálfs veldis þeirra,
hnattstöðu og -^ögu er þeim
brýn nauðsyn að viðhalda
heilbrigðu umhverfi, sem
frjáls Jrjóðfélög geta í lifað,
vaxið og dafnað. — Stefna í
hermálum er aðeins einn
þeirra þátta, sem flétta þarf
saman til að mynda starfhæft,
sterkt og dugmikið bandalag.
Herafli og hernaðaráætlanir
um beitingu hans, — Jrótt góð
séu til sinna nota, — koma
ckki að gagni nema í banda-
laginu sé gengið lengra um
samkomulag og einingu ....
Um hernaðarlega Jráttinn
mun ég einungis setja fram
nokkrar niðurstöður án rök-
stuðnings.... Hernaðarað-
staðan, sem nú blasii við er
sú, að aðeins tvær þjóðir. við
og Ráðstjórnarríkin, eiga
kjarriorkuvopn að nokkru
ráði. Vopnin og tækin til að
koma þeim á áfangastað eru
um tæknilega fullkomnun og
magn komin á Jrað stig, að
hömlulaus notkun þeirra
gæti hæglega haft í för með
sér gagnkvæma eyðileggingu.
Þótt kjarnorkumáttur Banda
ríkjanna sé um þessar mund-
ir talsvert miklu meiri en
Ráðstjórnarríkjanna getur
Jrað breytzt.
Hins vegar ráða Ráðstjórn
arríkin yfir hefðbundnum
herafla til notkunar í Evr-
ópu, sem er miklum mun
stærri en sá, sem bandamenn
hafa Jrar til staðar eða geta
með skömmum fyrirvara
kvatt til vopna. Af staðreynd-
um Jressum, eins og ég hef
gert grein fyrir Jreim, dreg ég
Jiessar ályktanir:
í fyrsta lagi, nauðsyn ber
til að auka verulega hefð-
bundinn herafla banda-
manna f Vestur-Evrópu og
bæta útbúnað hans.
í öðru lagi, skilyrði þess,
að því verði komið í kring
er, að Evrópa og Norður-Am-
eríka verði á eitt sem bezt
sátt um viðkomandi stefnu í
stjórnmálum og herstjórnar-
málum til varnar Evrópu.
1 þriðja lagi, að banda-
menn okkar eigi fulla hlut-
deild í mótun stjórnarstefnu
og herstjórnaráætlana, sam-
drætti nauðsynlegs herafla og
í ákvörðunum um, hvenær og
hvernig kjarnorkuvopnum
skuli beitt.
Upp er runnin sú stund,
er ná þarf einingu um þær
leiðir, sem fara skal, og stofn-
anir til að varða hana. Þótt
Atlantshafsbandalaginu sé
ekki ætlað að fylgjast með
einhug i efnahagsmálum, er
Jiað vettvangur, þar sem mik-
ilvægustu iðnaðarlöndin geta
í trúnaði hafizt handa um
framfylgd samræmingar fyrir-
ætlana sinna í fjármálum og
efnahagsmálum í þágu vaxt-
ar. Aðrar stofnanir gætu sfð-
ar tekið við.“
Þessi ræða Acheson hefur
verið talin boða stefnu Banda
ríkjanna á myndun einhvers
konai ríkjabandalags, efna-
hagslegs og stjórnmálalegs,
sem næði til allra ríkja að
Norður-Atlantshafi og et til
vill fleiri landa. Þótt stefna
þessi hafi beðið gífurlegan
hnekki við írávísun upptöku-
Frh. á bls. 5
i
Frjáls þjóð — laugardaginn 30. marz 1963.
3