Frjáls þjóð - 30.03.1963, Side 5
frændi“. Ef þeir hefðu að-
eins haldið sig þar, sem þeir
þá voru, hefðu þeir alltaf
getað fengið sitt daglega
brauð við eldlnisdyrnar að
húsi hins hvíta manns. En
svo hófu Harriet frænka og
Tommi frændi skólagöngu,
þau lærðu að skilgreina eina
setningu og að elska guð,
þau voru þá kölluð „séra“,
„biskup“ og „prófessor“, en
aldrei „herra“ og „ungfrú“.
Tímarnir breyttust og
mennimir með. „Tommi
frændi“ varð ,dr. phil. Tóm
as“. Og hið mikilvæga hlut
verk hans, var að fá negr-
ana til að skilja, að allt
væri í himnanna lagi.
Allt þetta krafðist sér-
stakrar hstar, mjög athygl-
isverðrar listar. En nú-
tíma-negrinn verður að
hætta að ljúga. Hann verð-
ur að geta staðið uppréttur
frammi fyrir bömum sín-
um og frammifyrir veröld-
inni. Þessu trúðs-tímabili
.verður að ljúka. Tími hins
hugsandi negra er runninn
upp. Hann verður að kom-
ast að kjama málsins og
setja vandamál negrans í
samband við heimsástandið
og kreppu alls mannkyns.
Nútíma-negrinn verður
að vita, hvað hann segir.
Hann má ekki halda, að
það sé nokkur ávinningur
að ógnunum, en láta sér
skiljast, að ef bandaríski
negrinn nær fullum mann
réttindum án þjáninga, er
hann eina mannveran á
jörðinni, sem hefur tekizt
það.
Listin að yera negri
krefst skilnings á því, hvað
maðurinn er, hvaða stöðu
og þýðingu hann hefur.
Listin að vera negri
krefst auk þess eðlislægs
söguskilnings, því sé það
svo, að hæfileikinn ,til að
hugsa skapi manninum al-
gjöra sérstöðu meðal teg-
undanna, verður að beina
sjóninni að sögunni.
Burt séð frá öllum þeim
fullyrðingum og and-full-
yrðingum, sem hafa mynd-
að grundvöll svo margra
styrjalda, getum við sagt
með vissu, að ástandið í
heirninum sé betra nú en
það hefur nokkru sinni áð-
ur verið. Fólk hefur meira
að borða, betri húsakynni,
fleiri bækur til að leita upp
lýsinga í ,fleiri lyf til að
linna kvalir. Fleira fólk
vinnur að mannúðarmá]-
um, það er meira að lifa
fyrir, og vísindin lengja líf
mannsins. Allir eru sam-
mála um þetta. En svo er
talað um, að maðurinn sé
ef til vill ekki jafn siðferði-
lega þroskaður og áður.
Mig grunar, að þetta sé að-
eins siðræn rómantík, kær
minning tim eitthvað, sem
aldrei hefur verið.
Minnist hjátrúar frum-
mannsins, þrælahaldsins í
Hellas, heimsveldisstefnu
Rómverja, leiguliðanna á
lénstímanum, stéttarskipt-
ingarinnar á renesanstíma-
bilinu, valdasýkinnar á upp
lýsingatímabilinu, hags
verkamanna í iðnbylting-
unni og kreddutrúar puri-
tanismans (hreintrúarstefn
unnar), sem barst til Am-
eríku vegna trúarbragða-
ófrelsis í garnla heiminum.
Sá sem vill hugsa sjálfstætt
— og vill gjarna eiga langt
og þægilegt líf til þess —
getur aðeins komizt að
þeirri niðurstöðu, að við
séum betur sett en nokkru
sinni áður.
Listin að vera negri felst
einnig í því. að hafa eðlis-
lægan skilning á sögu
Bandaríkjanna.
Það er einnig betra að
búa í Bandaríkjunum en
áður. Þrælahaldið tilheyrir
ekki eingöngu fortíðinni —
það getur aldrei komizt á
aftur. Kynþátta vandamál-
ið hefur ekki verið leyst. En
Bandaríkin sjálf eru eins
og negrinn hætt að þurfa
að vera með yfirdrepsskap.
Þjóðin verður að vera heið-
arleg. Hún verður að láta í
ljós, hvað hún lifir fyrir,
og hún verður að vera fús
tll að deyja fyrir það. —
Því hefur Rússland komið
til leiðar. Það er ekkert ein
kennilegt, þótt bágstatt og
kúgað fólk vænti meir af
Bandaríkjunum. Banda-
ríkjamenn gera meiri kröf-
ur til sjálfra sín.
Það er freistan*'
negra að draga sii
verri hliðar bandai , <íí
sögu. En í rauninni er saga
Bandaríkjanna — einkum
með tilliti til kynþátta-
vandamálsins — í eðli sínu
jákvæð. Hvíti maðurinn
kom þrælahaldinu og kyn-
þáttaaðskilnaðinum á. En
það var einnig hvíti mað-
urinn, sem barðist harðast
gegn þrælahaldinu og að-
skilnaðinum. Þótt margar
aðrar ástæður væru fyrir
borgarastyrjöldinni, ber
fyrst og fremst að líta á
hana sem stríð milli hvítra
manna um frelsi til handa
hinum svörtu.
Listin að vera negri felur
í sér eðlislægan skilning á
sögu negrans.
Bandaríski negrinn er
maður. Líffræðilega er
hann blandaður, og trúar-
lega byggir hann á um-
myndun gyðinglegra-krist-
inna kenninga. Staðreynd-
in er sú, að negrinn er eina
mannveran, sem er skapað-
ur að sál og líkama af hin-
um nýja heimi. Bandaríski
negrinn heyrir til hinum
vestræna heimi fremur en
nokkur önnur mannvera.
William
Caldwell
Dean Acheson
Frh. af bls. 3.
beiðni Bretlands í Efnahags-
bandalag Evrópu, mun hún
vart úr sögunni. Ef til vill
verður hún nú miðuð við
myndun bandalagsríkis ensku
mælandi þjóða og fáeinna
annarra.
Acheson hélt áfram:
„En allt gefur ekki tilefni
til svartsýni í herbúðum
Norður-Atlantshafsbanda-
lagsins Styrkur okkar og von
eru fólgin í þeirri þróun i
átt til samruna í Vestur-Evr-
ópu, sem fram hefur undið
í liðlega áratug. Að baki þess-
ari stefnu framsýni og hug-
myndaauðgi standa vissulega
öfl uppbyggingar í framtíð-
inni, sem vonir okkar og
stefna eru tengdar við.
Þegar hefur mjög mikið á-
unnizt Ef borin er saman
staðan í Evrópu í júní 1947, '
þegar Marshall hershöfðir.gi
flufti ræðu sína í Harvard,
við stöðuna í Evrópu nú,
fimmtán árum síðar, fæst
nokkur hugmynd um það,
sem áunnizt hefur.
Ennfremur vitum við af
eigin reynslu, sem kemur
heim við reynslu annarra
bandaríkja, að fyrirkomulag
bandaríkisins stendur aldrei
í stað. Það annað hvort berst
í átt til aukins styrks, er í
vaxandi mæli stjórnað af
miðstjórn, eða þvf hættir til
að glata styrk og flosna upp.
Ef komið verður í veg fyrir
hið síðarnefnda, mun hið
fyrrnefnda eiga sér stað.
Um þessar mundir stendur
Evrópa samtíðarinnar á tírna-
mótum sakir umsóknar
brezku ríkisstjórnarinnar um
að vera tekin inn í Samein-
aða markaðinn. Ef fallizt
verður á upptökubeiðni þess,
hefui enn eitt skref, og hið
mikilvægasta, verið stigið
fram á við.... Bandaríkjun-
um ber að gera grein fvrir
stefnu sinni varðandi næstu
skrefin, sem þau hyggjast
stíga ásamt evrópskum banda
mönnum sínum. Og til þess
telst að setja fram tillögur í
þeim málum, sem Bandaríkin
hljóta að hafa forystu fyrir....
Einar þessara tillagna hljóta
að vera að ná samkomulagi
um og hrinda í framkvæmd
áætlun um varnir Evrópu.
Áætlunin sjálf og hliðarráð-
stafanir varðandi framkvæmd
hennar hljóta að vera liðir í
tillögum. ^Aðrar tillögur
nrundu fjalla um efnahags-
nrál og fjármál,---um brott-
nám tálmana á vegi við-
skipta, sem yrði öllum hin-
um frjálsa heimi til hags-
bóta, og um samræmingu
landsmálastefna í efnahags-
málum og fjármálum, eins
og nauðsynlegt er til að
knýja fram þá aukningu
framleiðslu, sem er skilyrði
þess, að rnynda megi það
umhverfi, sem frjálsar þjóðir
Frh. á bls 6.
Frjáls þjóð — laugardaginn 30. marz 1963.
I
5