Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 01.05.1964, Blaðsíða 6

Frjáls þjóð - 01.05.1964, Blaðsíða 6
THOR GEGN KRISTMANNI: OFURLÍTID UM HEIMSBÓK- ENNTASÖGU STEFNANDA Nr. 30. Lagt fram á bæjar- þingi Reykjavíkur, 1964. Greinargerðarkafli: ofurlítið um Heimsbókmenntasögu stefnanda dskj. nr. 27 og nr. 28. Sérstæðasta rit sinnar tegundar Heimsbókmenntasaga stefn- anda er vafalaust eitthvert sér- stæðasta rit sinnar tegundar og ekki víst að aðrar þjóðir geti teflt fram hliðstæðum fræði- manni á þessu sviði sem hafi hlotið tiltrú ríkisvaldsins, ef til- trú ræður þeirri ráðstöfun að láta stefnanda rita téða bók, fyr ir ríkisútg. annarsvegar og hins- vegar gegna því starfi opinberu í sambandi við skóla landsins sem áður hefur verið vikið að. Það verður að ætla hér meðan annað er ekki vitað þótt vandséð virð- ist á hverju hún byggist. Mér hefur borizt vitneskja um að á sínum tíma hafi legið fyrir Menntamálaráði tillaga um að þýða Heimsbókmenntasögu eftir Norðmanninn Francis Bull sem hafði einmitt lent í fangabúðum nazista vegria þessarar Heims- bókmenntasögu að því er hann sjálfur telur. Það má líta svo á að stórmannlegra hafi verið að fá hæfan íslending til að semja slíkt verk að því tilskyldu að völ væri á trúverðugum fræðimanni sem væri þeim kostum búinn að geta samið eða stjórnað samn- ingu slíks verks. Þurfti sá maður ekki að vera óvenjulegu atgervi búinn sem falið væri að semja heimsbókmenntasögu fyrir gamla og gróna bókmenntaþjóð einsog íslendinga? Hér var reyndar verkefni sem hefði kraf izt beztu krafta meðal fræði- manna þjóðarinnar og hefði mátt ætla að yrði ekki unnið nema á löngum tíma með mikilli trú- mennsku og kostgæfni margra manna. Að minni hyggju getur sá maður ekki borið mikla virð- ingu fyrir bókmenntum sem tek ur að sér slíkt verkefni á svo skömmum tíma. Þegar hefur komið fram í dskj. nr. 12, nr. 13, nr. 14, nr. 15, og að nokkru, í dskj. nr. 19 hvernig þetta stór- virki var unnið. Torvelt var að skilja hversvegna stefnanda var fahð ofangreint verkefni. Ennþá erfiðara er að skilja hvernig höf undur þessa verks getur verið áfram trúnaðarmaður ríkisins í bókmenntafræðslu. Fyrir ntan það sem kemur fram í dskj. nr. 12 og nr. 13 um þátt hins norska píslarvottar nazista (sem Mennta málaráð lét víkja fyrir stefnanda) í verkinu er verkið allt svo mein- gallað að það má beinlínis telj- ast skaðlegt „ófróðum lesend- um“. Jafnframt því sem enn er vísað til ofangreindra dskj. skal ég bæta ofurlitlu við. Franskar bókmenntir Ég leyfi mér að byrja á því að nefna nokkur nöfn höfuð- skálda og rithöfunda samtímans sem ekki þýðir að leita að í Heimsbókmenntasögu stefnanda og vil taka það fram að það eru nöfn sem lcoma fyrst í hugann þegar honum er rennt til þess skeiðs sem II. bindi Heimsbók- menntasögu (dskj. 28) fjallar sér lega um. Kannski ég byrji á Frakklandi með leyfi dómarans. Og nefni nokkra höfunda sem eiga það sammerkt að allir þeir sem eitthvert skyn bera á fransk ar bókmenntir á þessari öld kann ast við þá og í þessum hópi eru þeir sem hafa borið uppi fransk- ar bókmenntir á þessari öld. Þó eru ekki nefndir hinir yngri höfundar sem eru í sviðsljósinu í dag og þess alls ekki krafizt að stefnandi hafi nokkra hug- mynd um það sem er að gerast í dag í Frakklandí enda kom um- rætt bindi út 1956. Hér koma þá nokkur nöfn: Ijóðskáldin Eluard, Aragon, Apollinaire, Max Jacob, Tristan Tzara, René Char, Blaise Cendras, Cocteau, Michaux, — það er alveg þýðingarlaust að minnast á ljóðlist í Frakklandi á þessari öld og þykjast gera grein fyrir henni án þess að nefna þessi nöfn. .. góður vinur Guðs ...“ Af ljóðskáldum á þessari öld í Frakklandi er aðeins að finna í Heimsbókmenntasögu stefn- anda: Paul Géraldy, Paul Valéry og PauJ Claudel. Þetta er snaut- leg afgreiðsla á ljóðlist sem hef- ur staðið með miklum blóma. Vissulega eru Valéry og Claudel meðal tindanna. Lesendur eru litlu nær um stöðu þeirra og á- hrif í bókmenntum fremur held- ur cn flestra annarra sem nefnd ir eru í þessu riti. Um Claudel segir að hann hafi verið: „. .. góður vinur Guðs, og eru mörg af kvæðum hans sprottin af þeirri vináttu.“ (Bls. 326 II). Þarna er visSulega sérkennilega komizt að orði. Eina verk Valéry sem stefnandi nefnir er La jeune Parque, náttúrulega getur hann ekki haft það rétt heldur nefnir það „La jeune parqui“ og þýðir þetta heiti: „Garðurinn græni“ og er það athyglisverður græn- ingjaháttur. „Jeune“ þýðir ung- ur. Parque er alls ekki garður heldur örlagagyðja. Hún er ekki græn heldur ung. Þetta er svo sem ekki verra en annað í vinnu brögðum stefnanda. Géraldy (bls. 326 II) mun vera eitthvert steingleymdasta skáld, sem hugsast getur í þessu sam- bandi. Að vísu er maður þessi nefndur í vandaðri og ítarlegri Thor Vilhjálmsson. heimsbókmenntasögu ítalskri sem hefur líklega einar 6—7000 bls. framyfir bæði bindi stefn- anda samanlögð, þar hefur hann hlotið 1V2 línu sem hljóðar svo: „... e Paul Géraldy (n. a. Parigi nel 1885), di cui „Toi et moi“ (1913) ottenne un successo spro- porzionato al suo valore intrin- seco;“, Paul Céraldy (f. í París 1885), en bók hans „Toi et moi“ (1913) hlaut hylli sem var í röngu hlutfalli við raunverulegt gildi hennar. Þennan mann nefnir stefnandi, eitt. þriggja skálda Frakka á þessari öld. Ekki Elu- ard. Ekki Apollinaire. Einhver áhrifamestu Ijóðskáld Evrópu á undanförnum áratugum. Né hina sem ég nefndi sem allir hafa hlotið heimsfrægð. í dag þekkja fáir Géraldy kannski nokkrar liræður í Noregi vegna þess að Norðmaðurinn Wilden- vey hefur þýtt þessa einu bók mannsins á norsku að því er seg- ir í þessum franska kafla Heims- bókmenntasögu stefnanda (bls. 326 II). Einnig kemst stefnandi að þeirri niðurstöðu að Géraldy svipi dálítið til Wildenvey. Endalaust mas Ekki er André Breton, súrrea- listapáfinn alþekkti, heldur nefndur í Heimsbókmenntasögu stefnanda né talað um súrreal- ismann, þessa fyrirferðarmiklu listastefnu sem svo mjög hefur sett svip sinn á þetta tímabil hvað sem hverjum sýnist per- sónulega um þá stefnu eða þá sundurleitu einstaklinga sem hana hafa aðhyllzt lengur eða skemur. Kannski hefur súrreal- isminn ekki haft minni áhrif á snjöllustu höfunda tímabilsins en það sem stefnandi kallar „kennd arstefnuna" á öldinni leið. Stefn- andi mun eiga við rómantísku stefnuna og skýrir hana svona kröftuglega upp. Súrrealisminn er bam síns tíma: 20. aldarinnar eins og Sturm-und Drang var síns, það nefnir stefnandi „ham- farastefnu“ en gæti reyndar al- veg eins átt við vissa þætti súr- realismans eða eitthvað allt ann- að. Einsog flestar nafngiftir stefnanda og skilgreiningar sem hvergi afmarka neinn hlut né einkenna, sérkenna. Þetta renn- ur áfram í endalausu masi. Hér á Iíka við að nefna hið mikla franska ljóðskáld Saint John Perse sem er ekki minnst á í Heimsbókraenntasögu stefn- anda, hann fékk Nóbelsverðlaun in nýverið. Hans fyrsta ljóðabók kom út 1912: Eloges (ný útgáfa 1924), síðan Anabase 1926 sem gagntók marga mætustu skáld- bræður hans, ekki lakari menn þýddu hana strax á sín tungu- mál en T. S. Eliot og Ungaretti, sem margir líta á sem nestor ítalskrar ljóðlistar í dag, einn úr því þrístyrni sem þar drottnar í ljóðheiminum. Fleiri höfuðskáld hinna ýmsu landa sneru strax Anabase. En inn í þá veröld hefur stefnandi aldrei skyggnzt. Sjálfur Camus hefur í^leymzt Ef ætti að rannsaka meinlok- urnar í Heimsbókmenntasögu stefnanda til hlítar og furður hennar myndi væntanlega fæð- ast einn doðranturinn enn og hann digur. En það leyfir hvorki tími dómarans né minn. Þó skal ég spretta fingri að nokkrum dæmum enn. Víkjum enn að frönskum höfundum sem vantar í Heimsbókmenntasögu stefn- anda. Þar þýðir ekki að leita að leikritahöfundunum sem allir þekkja sem hafa þefað af frönsk um bókmenntum og reyndar flestir sem hafa pata af leiklist: Giraudoux, Anouilh, Marcel, Aymé. Né Montherland sem hef ur líka skrifað skáldsögur. Ekki Bernanos né Celine svo að tveir andstæðir afburðahöfundar séu nefndir. Ekki Valery Larbaud né Ponge né Desnos. Og áfram. Þá er engin furða þó vanti avant- garde höfunda sem hæst ber á þeim vettvangi einsog Samuel Beckett, Ionesco og Adamov sem allir voru orðnir frægir þeg ar Heimsbókmenntasaga stefn- anda kom út, þrír útlendingar sem skrifa á frönsku og bók- menntir þeirra teljast franskar. Auðvitað hefur stefnandi ekki frétt af þeim og það er eins gott þegar maður lítur á hverskonar tiltal T. S. Eliot fær, svo grand- vart skáld sem í dag telst klass- ískur. Ekki Saint Exupery né Simone de Beauvoir. Og svona mætti telja en látum það eiga sig, bætum bara við einu dæmi úr frönskum bókmenntum: sjálf- ur Camus hefur gleymzt. Hins- vegar eru nefndir í Heimsbók- menntasögu stefnanda einhver Edouard Estaunié (324 II) sem ég hef því miður ekki getað afl- að mér upplýsinga um þó ég hafi leitað. Um hann eru 10 lín- ur. Einnig er nefndur Jacques Chardonnes (bls. 324 II) og tek- ið fram að hann sé ekki mikið skáld og hafi lært mikið af rúss- neskum rithöfundum, ritað um ástii- hjóna af sálfræðilegri þekk- ingu og mannlegum skilningi, frásögn hans sé geðfeld en frem ur þunglamaleg. Engin bóka hans er nefnd og ekkert meira um hann sagt. Þetta er eitt af ótal dæmum um hvemig mönn- um skýtur upp á sviði þessarar bókar án þess nokkur skýring sé gefin og lesandinn fær ekki að vita deili á þeim. Það er ekki einu sinni hægt að hafa nafnið rétt á þessum manni því hann heitir: Chardonne en ekki Char- Frjáls þjóð — föstudaginn 1. maí 1964.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.