Frjáls þjóð - 13.10.1966, Page 4
Rit þýzka utanríkisráðu
neytisins, sem gefið er út
á ensku (The German
View) neyddist til að við-
urkenna (19. febr. 1964) að
fyrrverandi yíirsaksóknari
ríkisins, Dr. Fraenkel, hafi
verið „flekkaður nazisti.“
Jafnvel núverandi dóms-
málaráðherra sambands-
ins,. Dr Ewald Brecher,
var meðlimur Nazistaflokks
ins og vann fyrir gullmedal
iu Hitlersæskunnar.“
Þannig segir í þessari
grein eftir Bretann David
Milds, en hann er sérfræð-
ingur í þýzkri nútimasögu
og var frambjóðandi Verka
mannaflokksins í síðustu
kosningum.
Eftirlætisorðtæki póli-
tíkusanna í Bonn er að V-
Þýzkaland sé gerólíkt
Weimarlýðveldinu (1919—
1933). Þeir benda á, að hin
ar efnahagslegu forsendur,
sem voru gróðrarstía naz-
ismans, séu nú allt aðrar;
þeir sýna fram á stöðugt
stjórnarfar og útrýmingu
öfgahreyfinga til hægri og
vinstri á þinginu i Bonn og
á fylkisþinginu. Þótt þetta
sé að vísu aðdáanlegt, er
hér samt um að ræða ein-
földun staðreynda, ef ekki
béina fölsun.
Bonn er ekki Weimar. —
Engu áð síður er óheilsu-
samlegur fjöldi nazista og
þjóðernissinna áberandi á
öllum sviðum þýzks þjóð-
lífs og í þýðingarmiklum'
valdastöðum. Eins og New
York Times komst að orði:
„Skipan fyrrverandi naz-
ista í fjölmörg stjórnarem
bætti heldur áfram að
grafa um sig í Sambands-
lýðveldinu eins og smit-
andi sjúkdómur.“
Einmitt á þeim stöðum,
sem maður skyldi ætla að
hinn nýi lýðræðisandi ætti
helzt griðland, í háskólun-
um, halda die alte Herren
miklum völdum (sjá Die
Zeit 21/6 ’61) og hin þjóð-
ernissinnuðu „bræðralög",
hafa mun fleirl meðlimi en
„stjórnmálafélög stúdenta.
Úr „bræðralögunum"
flykkjast þeir umvörpum
inn í embættismannastétt-
ina, þar sem fjölmennar
sveitir nazista sitja fyrir
„Die Braune Universitát“
(Munchen 1965) er bók eft
ir þýzkan rithöfund, Rolf
Seeliger, þar sem kannað
er, hve margir fyrrverandi
nazistar sitja nú í fremstu
röð við þýzka háskóla og
æðri stofnanir. Samkvæmt
Seeliger unnu mjög margir
háskólaborgarar fyrir Hitl
er. Hins vegar eru margir
úr röðum menntamanna
eindregnir andstæðingar
nazismans, þ. á. m. rit-
höfundar eins og Heinrich
Böll, Gunter Gran, Gunter
Weisenborg, Erich Kastn-
ér og! Hans Werner Risht-
er. Af frjálslyndum blöðum
sem eru einarðlega í and-
stöðu við nazista fyrr og nú
má nefna Die Frankfurter
Hefte, Die Monat, Die Zeit,
Der Spiegel, Konkret. Einn
ig ber í þessu sambandi að
geta um samtökin Das
Deutschc Friedensunion,
þótt ekki séu þau fjölmenn.
En þessir hópar og þessi
rit hafa hvorki skipulagt,
fjármagn né aðstöðu til að
umbuna sínu fólki á borð
við hina „virðulegu herra“
úr hægri klúbbunum og
„bræðralögunum.“
Fyrir nokkru"" árum
vakti það mikinn úlfaþyt
er Martin Sommers. al-
ræmdur SS-foringi, var
dæmdur fyrir stríðsglæpi,
en síðar kom í ljós, að dóm
arinn hafði sjálfur verið
einn af morðdómurum
Hitlers (The Politics of
Post War Germany, ed. W.
Stahl). Þetta er ekki ein-
angraður viðburður, því að
„fyrrverandi" nazistar og
aðrir hægrimenn hafa jafn
an lagt mikla ástundun á
lögvísi og eru fjölmennir
meðal lögfræðinga.
Þegar .1948, rétt eftir
nazistahreinsanirnar, —
skýrði N.Y. Herald Tribune
svo frá (18. nóv.), að 60
prósent dómara á bapda-
ríska hernámssvæðinu
væru nazistar. Hversu
margir nú? Stahl (bls. 24)
hefur eftir Fritz Bauer, yfir
saksóknara í Hesse, að míili
2/3 til 3/4 hinna 15.000
dómara Sambandslýðveldis
ins hafi starfað undir og
fyrir Hitler. Þess ber að
minnast aö 16.000 dauða-
dómar voru kvaddir upp í
Þýzkalandi á seinni styrj-
aldarárunum (fyrir utan
um 10.000 af herdómstól-
um), borið saman við 159 í
Bretlandi á sama tíma. Rit
þýzka utanríkisráðuneytis-
ins, sem gefið er út á ensku
(The German View) neydd
ist til að viðurkenna (19/2
1964) að fyrrverandi yfir-
saksóknari riklsins, Dr.
Fraenkel, væri flekkaður
nazisti („compromised
nazi“). Jafnvel núverandi
dómsmálaráðherra Sam-
bandslýðveldisins, Dr. Ed-
ward Mucher, var meðlim-
ur Nazistaflokksins og
vann fyrir gullmedalíu
Hitlersæskunnar (Die Zeit,
5/6, 1964). Þó tók út yfir
allan þjófabálk, er forstöðu
maður „Alríkisstofnunar til
rannsóknar á stríðsglæpum
nazista" — sem var sett á
laggirnar af rikisstjórninni
í Bonn — Dr. Erwin Schute
var neyddur til að viður-
kenna eftir að Austur-Þjóð
verjar höfðu haldið uppi
árásum á hann, að hann
hefði verið meðlimur í SA-
brúnskyrtunum og, seinna
meir, háttsettur meðlimur
í Nazistaflokknum. (Der
Spiegel, 17/2, 1961 og The
Guardian sama dag).
Eitt hundrað fjörutíu og
þrír lögfræðingar voru sett
ir á eftirlaun árið 1962, að
mestu vegna uppljóstrana
frá A-Þýzkalandi. Tveir
þeirra höfðu árið 1942
dæmt þýzkan vagnstjóra til
dauða fyrir að hafa keypt
hanzka, sem stolið hafði
verið af herbirgðum. Der
Spiegel (8. febr. 1965) seg-
ir frá hroðalegum ferli
nokkurra Wehrmacht dóm-
ara, sem dæmdu fjölda föð
urlandsvina í Luxemburg
til dauöa á hernámsárun-
um, en áttu í engum erfið-
leikum með að hljóta, em-
bætti og frama í Rheinland
Pfalz eftir stríð. 12. júlí
1964 segir sama rit frá því
Adenauer
að dómsmálaráðherra
Rhine Westfalia, dr. Fleh-
inghaus, hafi frætt Bonn-
þingið um að 10 dómurnra
hafi verið vikið úr starfi
vegna stríðsglæpa. En sam
kvæmt sömu heimild áætla
yfirvöld í Bonn að um 60—
70 prósent starfandi dóm-
ara í Sambandslýðveldinu
hafi kveðið upp dauðadóma
fyrir nazista.
Þegar einstakir borgar-
ar í Vestur-Þýzkalandi
sýna það huarekki að fletta
ofan af nazistadómurum,
rata þeir ekki ósjaldan í
vandræði. Dr. Elmar Herter
ich, taugasjúkdómasérfræð
ingur frá Wuertsburg, af-
hjúpaði feril héraðsdómara
á staðnum, og saksóknara,
dr. Kolbs, á strlðsárunum.
Þeir'voru um síðir «et.t.ir af,
en dr. Herterich varð að
þola sífelldar hötanir hátt
settra manna og neyddist
að lokum til að flýja land
og settist að í Svíþjóð (Die
Zeit, 22/2 1963).
Þegar þess er gætt, hve
margir nazistar hafa hreiðr
að um sig í réttarfarskerf-
inu, er ekki að undra, þótt
fórnarlömb nazismans hafi
orðið að þola margvíslega
lagakróka og tálmanir í
tilraunum sínum til að fá
skaðabætur dæmdar. (sbr.
Der Spiegel, 13/5 1964). Það
þykir ekki tíðindum sæta
þótt nazistamorðingjar fái
milda dóma eða séu sýkn-
aðir. í einu slíku máli á-
lyktuðu dómararnir, að
fyrrverandi liðsforingi
Fischer, gæti vel hafa hald
’ið, að fjörutíu menn, kon-
ur og börn, sem voru skot-
in til bana að skipun hans
í Rússlandi, væru njósnar-
ar og skemmdarverka-
menn. Fischer var sýknað-
ur. (The Guardian, 14/5
1964. Öllu óþokkalegri voru
mái tveggja aðstoðar-
manna Eichmanns, Krum-
eg og Hunsche, sem sáu um
framkvæmd flutninga á
gyðingum frá Budapest í
gasofnana. Hunsche var
sýknaður en Krumeg fékk
5 ár. (Der Spiegel, 10/2,
1965).
Embættismannaráðin,
sem eiga að fjalla um eft-
irlaunaréttindi hafa hvað
eftir annað gert sig ber að
meira örlæti við gamla naz
ista en andnazista. Konu
hins alræmda forseta
hinna svokölluðu „fólks-
dómstóla“ nazista, Freis-
hers, sem sendu m. a. upp-
reisnarherforingjana gegn
Hitler 1944 út í dauðann,
var skenkt 1000 mörk á
mánuði. Ekkja eins her-
foringjans sem drepinn var
mátti hins vegar gera sér
að góðu 170 mörk á mán-
uði. (Deutsche Volkszeit-
ung, 29. maí 1964). Þetta
eru engan veginn einangr-
uð dæmi. Meðal þeirra sem
nú þiggja rausnarleg eftir
laun frá ríkisstjórn Sam-
bandslýðveldisins, eru
fyrsti yfirmaður sjálfs
Gestapo, Rudolf Dills og
Herta Ehlert, fyrrum,
fangavörður við hinar ill-
ræmdu Belsen útrýmiu'rar
stöðvar (Helmut Hamm-
erschmidt: Der Kurs ist
Falsch).
„BRÆÐRALAG" NAZISTA
í VESTUR-ÞÝZKALANDI
4
Frjáls þjó'S — fimmtudaginn 13. október 1966