Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 07.12.1967, Blaðsíða 4

Frjáls þjóð - 07.12.1967, Blaðsíða 4
 ár verið hreppstjóri í sveit sinni, en við lát hans mun Finnbogi tengdasonur Sólrúnar. hafa tekið við þeirri vegtyllu. Sýnir það, að Sólrúnu mun hafa veitzt auðvelt hverju sinni að hafa nokkur áhrif á sveitarmálefni, j)ar eð allir menn hennar voru hreppstjórar og ef'tir lát hins síðasta tók tengdasonur hennar við em- bættinu. Arið 1876 er HjÖrtur Líndal talinn í Króks- fjarðarnesi, en það ár flytzt Elínborg Gísla- dóttir frá Tindum og norður að Víðidalsá í Staðarsókn í Strandasýslu. Var Elínborg þá vanfær eftir Hjört, og 15. júlí 1876 ól hún dreng, er skírður var Rögnvaldur og talinn sonur Asgeirs Snæbjörnssonar vinnumanns á Víðidalsá. Voru þau Elínborg og Asgeir síðan gefin saman í hjónaband um haustið. Þess er hér vert að geta. að meðal skírnarvotta. er Rögnvaldur var skÞður, var Ólafur læknir Sig- valdason. mágur Ingunnar unnustu Gests Pálssonar. Má telja líklegt. að barnsfæðing þessa hafi getað borið á góma milli þeirra Ól- afs og Gests, er hann var heima veturinn 1877—1878. Ekki varð barneign þessi orsök neinna stór- mæla hálfn Sólrúnar. og Elínborg lifði lengi eftir þetta í farsælu hjónabandi og varð lang- líf kona. Sólrúnu mun hafa verið fullkunnugt um faðemi Rögnvalds, þótt kallaður væri hann Asgeirsson. Ekki gekkst þó Hjörtur við þessum syni sínum fyrr en hann var fermdur. Var Sólrúnu mjög í mun, að hann kannaðist við þennan afkomanda sinn. Af svo mikilli friðsemi sem öll þessi mál virðast hafa farið fram. dró nú til örlagaríkari og öllu sögulegri atburða, næst er Hirti Líndal fæddist erfingi. I prestsþjónustubók Garps- dals er Hjörtur talinn flytjast 1877 frá Króks- fjarðarnesi að Felli í Kollafirði í Strandasýslu. Hóf hann þar búskap og var þar staðarhaldari. Þess verður hér að geta, að vorið 1876 höfðu þau hætt búskap á Tindum Finnbogi og IMar- grét systir Hjartar og flutzt til Reykjavíkur. Mun þeim hafa vegnað þar miðlungi vel. og þegar Hjörtur fór að búa í Felli, fór Margrét til hans sem rúðskona, en Finnbogi var þar í húsmennsku. Með þeim fluttist úr Reykjavík Guðbjörg Bjarnadóttir léttastúlka. Guðbjörg þessi fæddist 18. september 1852. og var dóttir Bjarna Magnússonar og Guð- bjargar Jónsdóttur á Stóra-Hrauni í Stokks- eyrarsókn. Sem Guðbjörg gerðist nú vinnu- kona hjá Hirti staðarhajdara í Felli, urðu með þeim tíðleikar slíkir, að Guðbjörg varð barns- hafandi. Vorið 1878 tóku þau á nýjan leik að búa á Tindum Finnbogi og Margrét, og mun Guðbjörg þá hafa farið með þeim þangað. Sá nú brátt stað kunningsskapar þeirra Hjartar, og ól Guðbjörg honum son 17. maí 1878. Var hann skírður Húnbogi. Guðbjörg var skapmikil og áköf. Dvaldist hún með bam sitt þar vestra um sumarið. Vann hún að saumum fyrir Sólrúnu, er þá var komin að Tindum. Að áliðnu þessu sumri, meðan ástkonan sunnlenzka saumaði lín Sólrúnar á Tindum, festi Hjörtur Líndal ráð sitt. Ivvæntist hann 18. ágúst 1878 Guðfinnu Bjamadóttur frá Núpsdalstungu í Húnavatnssýslu. Engum get- um skal hér leitt að hugrenningum hinnar stórlyndu saumakonu þetta síðsumar. En er haust fór að, lmgðist hún leita til Reykjavík- ur og hafa með sér barn sitt. Barnið var um þessar muudir veikt, og vildi Sólrún. sem var yfirsetukona og lagin við lækningar, ekki sleppa því. Bað hún Guðbjörgu að lofa sér að hafa barnið, unz það væri orðið frískt. Það vildi Guðbjörg ekki, og sló í allharða nmmu á milli þeiri’a af þessu efni. Svo lyktaði þeirri deilu, að Guðbjörg fór með barn sitt. Asakaði Sólrún sig ætíð síðan fyrir að hafa sleppt barn- inu sjúku. Kvað hún það ekki mundu þola ferðalagið. Það kom og á daginn, að barn þetta varð ekki langlíft. Elnaði því sóttin við ferðina, og í prestsþjónustubók Reykjavíkur er sagður dáinn 14. okt. 1878 Húnbogi Hjartarson, „óekta ungbarn við Austurvöll (í Waageshúsi) fætt fyrir norðan, nýkomið hingað “ h jórum dögum eftir lát barnsins skrifaði Ami Þorsteins son, síðar prestur, Finni Jónssyni tíðindin til Kaupmannahafnar, og með þeim klæmna níð- vísu, sem gárungar Reykjavíkur höfðu sett saman um Guðbjörgu i tilefni þessarar barn- eignar. Þá voru þeir Finnur og Gestur herberg- isfélagar á Garði, og mátti níðið vel verða til að rifja upp fyrir honum ógæfusögu hinnar umkomulitlu vinnukonu Sólrúnar á Tindum. Er nú raunar sögð sú saga, sem mestu máli skiptir fyrir þessa athugun á fyrirmyndum Gests að Kærleiksheimilinu. Af Guðbjörgu er það að segja, að hún flutt- rt»»»»»>»»»»»»»»»»»»»»»l»»»»»»»»»»»»»»>»»»>»l>»ll»»>»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»» ^V.V.'.VAV.V.V.V.V.'.V.V.V.V.V.V.V'.V.V.V.V.V.V.V.V.'i QLkLc} joLÍ .3ariœtt nt ítt f ari ☆ ☆ ☆ ZS. Verkamannafélagið i ý.V.WAV.WAV.V.V.V.V.V.VAW.VWW.VW/W.V.VAVWAV.'. il 5 Cjlekletj jó(! U'a.ricelt ny VIÐSKIPTIN ítt 1 ar: í í í V.VVV.VVVV.W.VV.VVVVVVVVVVVVVVVVVVV.VVVVVVVVVVWV.VW.VVVVV ■; s í J; — , í | LANDSBANKIISLANDS } Austurstræti 11 — Reykjavík — Sími 17780 í I ÚTIBÚIREYKJAVÍK: ;. ■ ■ =: I; Austurbæjarútibú, Laugavegi 77, sími 21300. / Langholtsútibú, Langholtsvegi 43, sími 38090. í; í; Múlaútibú, Lágmúla 9, sími 83300 j; jl Vegamótaútibú, Laugavegi 15, sími 12258. »; Vesturbæjarútibú, Háskólabíói við Hagatorg, sími 11624. v í. ÚTIBÚ ÚTI Á LANDI: I; AKRANESI í AKUREYRI < ESKIFIRÐI ;. GRINDAVÍK Í: ■: HÚSAVÍK HVOLSVELLI ÍSAFIRÐI SANDGERÐI SELFOSSI AFGREIÐSLUR: KEFLAVÍK RAUFARHÖFN ÞORLÁKSHÖFN I I: Bílasala Guðmundar i ____________________________ V.VVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVV.VVVVVV.VVV.VVVVVVW.VVVVVVVVVVV’. ■; Annast öll venjuleg bankaviðskipti innanlands og utan. ■: VV.W.'AVV.VW.VVW.V.V.V.V.VAVV.V.V.V.WAVV.V.W.V .vvw' 4 ^riáls þjóð — JÓLABLAÐ 1967

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.