Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 07.12.1967, Blaðsíða 7

Frjáls þjóð - 07.12.1967, Blaðsíða 7
 rná að hún hafi ekki síður ráðið fyrir Birni Ól- afssyni, sem hún hafði áður haft sem vinnu- mann. Þá hafði hún og alla stjóm fyrir búskap þeirra Jóns Sigmundssonar, var enda oft hvass- yrt, er henni þótti slóðaskapur á háttum bónda. Þar sem talað er í Kærleiksheimilinu um afskipti Þuríðar af sveitarmálefnum, þótt ekki væri hún kjörin hreppsnefndarfulltrúi, má benda á þá hliðstæðu í æviferli Sólrúnar, að allir menn hennar vom hreppstjórar. Þá er lýsing Þuríðar í Kærleiksheimilinu: „ ... hún var lág vexti, föl í andliti, en þó þykkleit og liafði verið lagleg kona á yngri árum, en var nú orðin töluvert feitlagin með aldrinum." Magnús F. Jónsson og Jón Ólafsson hafa báðir lýst Sólrúnu á sama hátt, nema þeir telja, að hún hafi verið meðalkona á hæð. A sömu lund er lýsing Ingibjargar Þorgeirsdóttur frá Höllustöðum, en henni sögðu margt af útliti Sólrúnar og háttum gamlar vinnukonur hennar, Guðrún Guðbrandsdóttur og Valgerð- ur Egilsdóttir. f Kærleiksheimilinu segir: „Þuríður var kona vel fjáð, bæði að fast- eign og ganganda fé. Auk jarðarinnar Borgar, sem var stærsta og bezta jörð þar um sveitir, átti hún aðrar minni jarðir. Mest fé sitt hafði hún grætt eftir dauða manna sinna, og sýnir það röskleik hennar og búshyggju.“ Hér nægir að benda á hliðstæðu, sem er jarðatal Sólrúnar í kaupmála þeirra Jóns Sig- mundssonar. Og auðlegð Sólrúnar var til orðin með ekki ósvipuðum hætti. Hún kom fátæk vinnukona í Hnausakot til Benedikts Einars- sonar. Við lát hans erfði hún hann að lögum, og við skiptin var vísað fram gjafabréfi, er fékk bömum Sólrúnar fjórðungsgjöf. úr ó- skiptu búi. Enn græddist Sólrúnu fé í sam- búðinni við Björn, og örugglega var um alla hnúta búið í kaupmála þeirra Jóns Sigmunds- sonar. Þá kemur í Kærleiksheimilinu lýsing á því, er Þuríður skipaði fyrir verkum, hve stór- mannlega henni fórst það. Minnir það nokkuð á vinnuhörku Sólrúnar. Jakobína Jakobsdóttir, sem var vinnukona Sólrúnar, sagði þá sögu, að eitt sinn hefði hún farið út að læk til þess að greiða hár sitt. Kom Sólrún þar að henni og bannaði henni að hafast slíkt að, meðan hún ætti að vera að vinna. Kvaðst Jakobína hafa svarað henni fullum hálsi og hótað að ganga úr vistinni, ef henni væri meinað að snyrta sig. Var Sólrún óvön slíkum svömm vinnukvenna sinna, en lét sér vel líka og leyfði Jakobínu að halda áfram greiðslunni. Þar sem í sögunni er lýsingin á uppeldi Jóns, sonar Þuríðar, mun furðunærri farið uppeldis- aðferðum Sólrúnar. Ó1 hún Hjört upp í miklu eftirlæti. En sá var munur þeirra Hjartar og Jóns, að Jóni er lýst um flest sem lítilmenni, en Hjörtur hafði í fullu tré við móður sína, því að hann var engu síður skapríkur og mik- ill fyrir sér en hún. Þótt Hjörtur hefði þannig höfðinglegar tilhneigingar, verSur ekki sagt, að honum færist stórmannlega við þær bams- mæður sínar, er að framan getur. Skal hér og vikið að atburðum, er líklegt má telja, að hafi valdið því, að Gestur hafi dregið fram þá þætti fyrirmyndar sinnar, semi sízt væru til sóma. Þess er áður getið, að Hjörtur var í Stykk- ishólmi til náms hjá lyfsala. Filip>pía Filippus- dóttir Blöndal segir mér eftir Ingunni fóstru sinni, að þær Bæjarsystur Ingunn og Sigríður vom í Stykkishólmi að nema htannyrðir, að hana minnir 1874. Þá var Hjörtw þar einnig, og tókst nú kunningsskapur með honum og þeim systrum. Kvað Ingunn Hjört mjög hafa leitað eftir ástum sínum. Ragnhildur Einarsdóttir segir mér eftir Mar- gréti móður sinni, dóttur Hjartar,, að þau Ing- unn og Hjörtur hafi verið trúloi’uð, áður en þau Gestur urðu ástkunnug. Haiði verið góð vinátta milli Gests og Hjartar, en eftir að Gestur hafði náð ástum Ingunnar, var henni lokið. Hvor gerð þessarar sögu, sem er sannleik- anum samkvæmari, munu þær báðar geyma þann kjama, er hér skiptir máli, að þeir vom um skeið meðbiðlar til Ingunnar Jónsdóttur Gestur og Hjörtur. Hefur gengið gylfmm vin- áttan fyrir minni sakir. Þó að enginn skáldskapartilgangurr eða sögu- mið hefðu komið til með lítilmenmsku Jóns, hefði mannleg afbrýðisemi ein geátað valdið því, að Gestur drægi fremur frarn þá þætti í fari Hjartar, sem honum máttu s®ur til sóma verða, ef hann hefur valið bameigndr hans sem kveikju sögunnar. I Kærleiksheimilinu er séra Eggerti svo lýst: „Hann var maður hniginn að aldri, kominn um sextugt, en þó heilsugóður eniu Hann var kallaður góður ræðumaður og virltur mjög og elskaður af flestum sóknarbömunu sínum. En ráðríkur þótti hann nokkuð um ílest héraðs- mál, og hin síðustu ár hafði haim orðið að standa í mesta stímabraki í hrep]psnefndinni; hann var nokkuð uppstökkur og' bráður, ef einhver hafði á móti skoðunum hans, enda hafði hann áður verið óvanur því.'“ Nú er öll lýsing sögunnar á atferE séra Egg- erts á þá lund, að hann er tungixmjúkur og vinnur mál sín með lagni og ýtni. Þá hefur hann glöggt auga fyrir fjármálum og leiðir m. a. Jóni fyrir sjónir, að hann hafi engan rétt haft til að fleygja frá sér arfahlut jrinum. 4 öll sú lýsing mætavel við ýmsa eðlisþaetti sr. Frið- riks Eggerz. Þá var og, a. m. k. á stundum, hlýtt með þeim Sólrúnu og Friðriki, þótt vart. væri svo innilegt sem lýst er samhandi þeirra Þuríðar og Eggerts. Þótt séra Friðrik Eggerz væri harðdrægur í veraldlegum sökum og þætti á stundum þjónustusamur um of við Mamm.on, var hann um margt í röð merkustu kennicnanna. En í lýsingu klerksins í Kærleiksheimilinu kemur fram gagnrýni Brandesarstefnurmar á kirkju og klerkdómi, og auk þess gátu legið aðrar og persónulegri ástæður til jiess, að Gestur drægi einkum fram hina verslegu hlið Friðriks Egg- erz. Skal að því vikið fáum orðum. A Reykhólum bjó um þessar mundir Bjarm Þórðarson, er áður hafði verið vinnumaður hjá séra Friðriki i Akureyjum. Bjami var fyrir margra hluta sakir hinn merkasti maður. Hann var smiður góður og mikill búhöldur. Jafn- framt var hann þó enginn jafnaðarmaður og ágengur bæði til fjár og landa, ef því var að skipta. Átti hann í miklum málaferlum út af landamerkjum Reyklióla. Meðal þeirra, er í þeim málum áttu við Bjarna, voru þeir feðgar, Páll, faðir Gests, og Jón, bróðir hans. Var það svokallað heytökumál, sprottið út af landa- merkjum Reykhóla og Miðhúsa. Mál þetta stóð ævalengi og lauk svo, að því var vísað frá vfirrétti heim í hérað, en ekki tekið þar up]i aftur. Skulu þau málaferli ekki rakin liér, en í þeim naut Bjami sem endranær óskoraðs fulltingis séra Friðriks. Hefur séra Friðrik samið vamarskjöl fyrir Bjarna í málinu. Með því að heytökumálið var sótt og varið af ákafri hörku á báða bóga, má ganga að því vísu, að þeim Mýrartungufeðgum hafi lítt ver- ið um séra Friðrik gefið. Hafa þeir þar þótzt kenna á lagaklækjum hans og ríkri málafylgju. Þó að annað hefði ekki komið til en þessi af- skipti séra Friðriks, var það nægileg fyrirmynd að ráðríki séra Eggerz í Kærleiksheimilinu. í sögunni er barnsmóðir Jóns munaðarlaus vinnukona. Svo mátti kalla báðar bamsmæð- ur Hjartar. Raunar verður ekki sagt, að barn- eign þeirra Hjartar og Elínborgar geti verið fyrirmynd sögunnar að öðm leyti en því, að einkasonur efnaðrar ekkju átti þar bam í lausaleik með vinnukonu. Af þeirri barneign leiddi enga válega atburði, og Sólrún kom sízt fram af hrottaskap í því máli. Á liinn bóginn verður hliðstæðan allglögg, ef litið er til bam- eignar Hjartar með Guðbjörgu Bjarnadóttur. Tímaröð er þar hin sama og í sögunni. Bamið fæddist að vorlagi, Hjörtur giftist siðla sum- ars, og barnið dó um haustið. Þá varð þar einnig togstreita um uppeldi bamsins, þótt Sól- rún næmi það ekki á brott sem Þuríður í sög- unni. Loks dó bamið snögglega skömmu eftir rimmuna um yfirráðaréttinn. Auðvitað er i einskis manns valdi að kveða upp þann læknis- fræðilega úrskurð, hvort dauða bamsins hafi mátt rekja til flutningsins til Reykjavíkur. Það mun þó hafa verið skoðun Sólrúnar. Um staðfræði sögunnar er þess að lokum að geta, að örnefnin Borg, Bakki og Laxá em öll í Reykhólasveit og Geiradal, á æskuslóðum Gests. HELZTU HEXMILDARMENN: Magns P. Jónsson, Reykjavík. Ragnhildur Hjartardóttir Wiese, husfreyja, Reykjavík. Jón Ólafsson, Króksfjarðamesi. Ragnhildur Einarsdóttir, húsfreyja, Reykjavík. Ingibjörg Þorgeirsdóttir frá Höllustöðum. Hjörtur Halldórsson, menntaskólakennari, Reykjavík. Evfemia Waage, húsfreyja, Reykjavík. HELZTU HEIMILDARRIT: Prestsþjónustubækur og sóknarmannatöl. Skiptabaekur, afsals- og veðmálabæknr, bréfasöfn. ÍlÍ>j>Í>»»»»»»»»Í>Í>Í»Í>Í>Í>»»»»»»»»»»»»»»Í»»»»»»»»>MI *»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»» FRJÁLS ÞJÓÐ Útgefandi: HUGINN HF. Rltstjóm: Gunnar Karisson (ábm.), Einar Hannesson, Haraldur Henrýsson. Áskrtftargjaid kr. 400.00 ó órl. Ver3 l lausasölu kr. 10.00. Prentsmlðian Edda prentaðl >limilÍ>ÍlÍ>ÍlÍ>Wi>Í>Í>Í>Í>Í>ÍlÍ>Í>Í>Í>ÍlÍlÍ>ÍlÍ>»»M»MM»M>MMl Frjáls þjóð — JÓLABLAÐ 1967 7

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.