Þjóðvakablaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 3

Þjóðvakablaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 3
3 ----------------------- Framkvæmd GATT-samningsins gengur mjög illa. Á vorþingi voru mikil átök um málið og kom fram hjá stjómarandstöðu. einkum Þjóðvaka og Alþýðuflokld, hörð gagnrýni á frumvarpið eins og það var afgreitt frá Alþingi. Nú er að koma í ljós að varnaðar- orðin voru á rökum reist. Tollar hafa hækkað á ýmsum vörum, skriffinnska er mikil við fram- kvæmdina og seinagangur í af- greiðslu hefur einkennt cdla máls- meðferð. Þingflokkur Þjóðvaka hefur hald- ið þessu máli vakandi í opinberri umræðu í sumar. Landbúnaðar- ráðuneytið gaf nýlega út reglugerð sem m.a. fjallar um ostainnnflutn- ing, en vafasamt er að reglugerðin standist lög. Þingflokkurinn óskaði eftir því við forseta Alþingis, Ólaf G. Einarsson, að hann léti fara fram ó- háða könnun hjá fagaðilum hvort reglugerðin samræmdist lög. Ólaf- ur vísaði málinu frá sér þótt hér sé um að ræða grundvallarmál í sam- skiptum löggjafarvaids og fram- kvæmdavalds. í framhaldi af þessu óskaði Ágúst Einarsson, varéiformaður efncihags- og viðskiptanefndcir, eftir fundi í nefndinni til að ræða frcimkvæmd GATT-samningsins. Fundurinn var haldinn sl. föstudag og þar bar margt til tíðinda. Blaðið leitaði til Ágústs Einars- sonar og spurði hann nokkurra spumingaum þettaefni. Hvaö er þaö sem helst hefur misfarist í framkvœmd málsins? Það kom skýrt fram á fundi efna- hags- og viðskiptanefndar í síðustu Þ J Ó Ð V A K I GATT í sjátfheldu viku að fulltrúar atvinnulífsins, úr verslun, iðnaði og framleiðslu, voru mjög óánægðir. Tollar eru hærri en búist var við, hráefni til iðnaðar sem áður var tollfrjálst er tollað ótæpilega, ákvcirðcmir ráðuneytis koma seint, fyrirtækjum er mismunað, beitt er ítrustu hindrunum, svokölluðum tæknilegum hindrunum, til að hindra innflutning og ekkert sam- ráð er haft við innflutningsaðila eða framleiðendur. Þetta eru nokkur af þeim atriðum sem hcifa verið nefnd. Það er mjög þungt hljóð í mönn- um. Það verður að hafa í huga að ríkisstjórnin lofaði að vöruúrval yk- ist, gjöld lækkuðu og frjálsræði yrði meira. Það er ekki staðið við það. Er reglugerð ráöuneytisins um ostainnflutning ólögleg? Það er skoðun okkar í Þjóðvaka að svo kunni að vera. Reglugerðin mismunar fyrirtækjum og leyfir í reynd einungis ostainnflutning til iðnaðarframleiðslu. Við höfum lát- ið lögfræðinga fara yfir þetta og margt bendir til að þetta eigi við rök að styðjast. Lögin eru greinilega óljós, þannig að vilji löggjafans er ekki skýr. Þetta túlkar ráðuneytið svo að það geti útfært innflutning á þann hátt sem það kýs án þess að hafa bein lagafyrirmæli þar að lút- andi. Einnig er hugsanlegt að reglu- gerðin brjóti í bága við samkeppn- islög og samninginn um GATT. Efnahags- og viðskiptanefnd ætl- ar að skoða þetta mál nánar og kanna einnig hvort og hvemig sé hægt að útfæra annað fyrirkomulag en hlutkesti við úthlutun innflutn- ingskvóta. Hvað er til ráöa? A fundinum kom fram hörð gagn- rýni á ráðneytin, einkum landbún- aðarráðuneytið. Ýmsir fundar- menn töldu að forræði málsins ætti ekki að vera í landbúnaðarráðu- neytinu heldur í fjármálaráðuneyt- inu, þar sem hér er um tollamál að ræða. Það þarf að hafa meira samráð við aðila en þess má geta að ein af breytingartillögum mínum á vor- þinginu við GATT-málið var að við framkvæmd málsins yrði haft sam- ráð við Neytendasamtökin, Bænda- samtökin og aðra þá sem tengjast málinu. Þessi tillaga var felld af stjórnarmeirihlutanum. Er Þjóövaki fyrst og fremst aÖ ganga erinda neytenda en hugs- arekkert um hagsmuni bœnda? Nei. Við höfum alltaf Scigt að hagsmunir bænda og neytenda fari saman til lengri tíma. Við viljum vemd fyrir landbúnað á aðlögunar- tíma, þó þcinnig að lágmarksinn- flutningur sem nemur 3-5% af mark- aðinum verði á eðlilegum tollum. Umframinnflutningur á að vera hátt tollaður að okkar mati í byrjun en síðan eiga tollamir að lækka. Þarna skilur t.d. milli okkar og Alþýðu- flokksins, sem vildi lækka tollana á umframinnflutningi verulega strax í upphaifi. Við viljum að samhliða GATT- samningnum verði kvótakerfi í landbúnaði afnumið, beingreiðslur gerðar óháðar framleiðslumagni, frjáls verðmyndun tekin upp, end- urmenntun aukin og gerðir mynd- arlegir starfslokasamningar við bændur. Þetta em allt nauðsynleg- cir endurbætur á landbúnaðarstefn- unni. Við höfum verulegcir áhyggjur af því að gjaldþrotastefna stjómvcilda og sinnuleysi ráðuneytis og hags- munasamtaka reki fleyg milli bænda og neytenda í þessu landi til frambúðar. Það má ekki gerast. Þeir aðilar sem fara nú með þessi mál eru fyrst og fremst að gæta hagsmuna liðins tíma. Þeir em sannkallaðir varðhundar kerfisins. Hvernig muniö þið fylgja þessu máli eftir? Þingflokkur Þjóðvaka er nú að vinna að málatilbúnaði fyrir haust- þingið og landbúnaðarmál eru eitt þeirra mála sem þar er tekið á. Við viljum fá úr þvi skorið hvort reglu- gerðin stcmdist lög. Af hálfu Alþing- is þarf að efla eftirlit með reglugerð- um ráðuneyta. Alþingismenn virðast oft gleyma því að þeir fcira með löggjafcirvcildið en ekld frcunkvæmdavaldið. Það vantar skýrari skil milli löggjafar- Vcdds og framkvæmdavalds og ekki hvað síst í hugsunarhætti þing- manna eins og sést vel í þessu máli. Vitaskuld er það stórmál ef vafi leikur á að reglugerð sé í samræmi við lög. Hér bera alþingismenn einnig sök ef þeir orða lög ekki með nægjanlega skýmm hætti. Við munum fylgja því fast eftir að tollcir á lágmarksinnflutningi verði lækkaðir og að nauðsynlegar end- urbætur verði gerðar á landbúnað- arstefnunni. Þar berst hæst vanda sauðfjárbænda, en við megum ekki hverfa aftur til kerfis útflutnings- uppbóta. Bændur verða að endurskipu- leggja sölumál sín betur og geta lært margt af sjávarútvegi, t.d. hvað varðar sölu á erlendum mörk- uðum. Ýmsa landbúnaðarfram- leiðslu er hægt að selja á uppboðs- mörkuðum eins nú er gert á fisk- mörkuðum. Heimaslátrun skekkir líklega myndina meira en talið er. í ljósi minnkandi neyslu á lambakjöti er ekki hægt Emnað en að minnka framleiðslu, auka framleiðni, fækka störfum í greininni, svo að þeir sem eftir eru hafi mannsæmandi laun. beld n Vllhjálmur Ingi Ámason Vernd gegn „hvítflibbaglaepum" Það er ekki ýkja langt síðem við Islendingar hentum gamem að þvi hvernig einum cd „sonum þjóðarinnar" tókst með klækjum að selja útlendum mönnum norðurljósin og þúfu í Borgarfirði. Þá vorum við í sporum fátækra kotbænda, hlakkandi yfir óförum ríkra og auðtrúa manna einhversstaðar langt úti i heimi. Nú er öldin önnur og fáum dettur í hug að dást að „snilli og kænsku“ þess manns sem selur eitthvað sem hcmn á ekki, jafnvel þótt kaupandinn sé auðtrúa út- lendingur. Það sem einu sinni voru spaugi- leg tilvik í útlöndum og hent var gaman að meðcil admennings heima á Fróni er orðið að vandamáli á Islandi í dag. Til okkar sem vinnum að neytendamálum leitar stöðugt fleira fólk sem hefur orðið fórnarlömb óheiðarlegra viðskipta. Þá á ég ekki við fólk sem óvænt hefur fengið gcillaða smávöru eða þjónustu, heldur einstaklinga sem á skipulagðan hátt hafa verið hlunnfarnir í viðskiptum. Margur gæti haldið að einföld lausn væri innan seilingar, nefnilega sú að leita til opin- berra stofnana eða dómstóla og fá þann sem hin óheiðar- legu viðskipti stundaði skikkaðan eða dæmdan til að bæta fyrir misgjörðir sínar. En málið er ekki svona einfalt. Seina- gangurinn innan íslenska stjórnkerfisins er iðulega svo mikill, að erindum er ekki sinnt svo mánuðum skiptir, ef þeim er þá yfir höfuð svarað. (Það eru fleiri en nefndir Sameinuðu þjóðanna sem hafa ástæðu til að kvarta yfir sinnuleysi íslenskra stjórnvalda). Ekki tekur betra við ef leitað er til dómstóla, þar geta málin þvælst fram og til baka í mörg ár og hlaðið á sig ó- mældum lögfræðikostnaði. Vegna þessa mikla seinagangs og kostnaðar hafa sum fórnarlambanna ekki þrek eða fjár- muni til að bera hendur fyrir höfuð sér og leggja hreinlega árar í bát. Önnur leita til neytendafélaganna og biðja þau að aðstoða sig. Fagmenn með kusk á hvítflibbanum Þegcir farið er að reyna að hjálpa þessu fólki kemur mjög oft í ljós að það hefur orðið fyrir barðinu á ófyrirleitnum einstaklingum, sem beinlínis spila á það ástand sem ríkir í íslenskum viðskiptaheimi. Fyrir mörgum svikahrappinum snýst matið á glæpnum eingöngu um hlutfallið miili áhættu og ávinnings. Hcmn veit sem er, að ef upphæðin sem svikin er út úr náunganum er ekki því hærri, þá eru sterkar líkur á því að fólk treysti sér ekki til að fórna mikl- um tíma og peningum til að ná fram rétti sínum. Stórtækustu svikahrapparnir búa yfirleitt yfir eða hafa aðgang að sérþekkingu í að þvæla málum fram og aft- ur. þeir athafna sig á gráu svæðunum við jaðra þess sið- lausa og ólöglega og verjast með málþófi og lögfræðileg- um útúrsnúningum ef upp um þá kemst. Slík mál tcika nær alltaf mörg ár og enda oftar en ekki með því að fórnar- lömbin gefast upp og svikahrappurinn stendur eftir með páimann í óhreinum höndunum. En af hverju er svona fyrir okkur komið í þessu „velferðarþjóðfélagi?" Sinnulitlir alþingismenn íslenskt réttcirfar var meira og minna lát- ið danka í áratugi. Fyrir og eftir viðskiln- aðinn við hinn danska kóng hafa íslenskir alþingismenn haft litla sinnu á því að leyfa réttarfarsmálefnum að þróast á eðli- legan hátt. Alþingismenn hafa að mestu látið reka á reiðanum og reyndar gengið svo langt að ákveða formlega að réttar- farskerfið skyldi vera í andstöðu við stjómarskrána vegna þess að breytingar væm „hvorki þingi né þjóð neitt áhuga- mál.“ Það þurfti því ekki að koma neinum á óvart þegar hið ís- lenska löggjafarvald var gripið með buxumar á hælunum þegar mannréttindanefnd Evrópu staðfesti formlega það sem margir vissu, en enginn hafði haft sinnu á að bæta úr, að aðskilnaður dóms- og framkvæmdavalds var ekki í samræmi við stjórnarskrána. Ekki bætti það heldur úr skák þegar íslenskar dómsniðurstöður í mannréttindamál- um voru ítrekað dæmdar dauðar og ómerkcir. Með skottið á sínum stað hefur alþingi íslendinga síðcin verið að berja í brestina (samkvæmt hinu útlenda boði), en vinnubrögðin því miður bæði hæg og slorleg, enda hafa viðkomandi ráð- herrar gjarna verið uppteknari af sjávarútvegi og fiski en dómsmálum og fólki. Vanburða og glæpahvetjandi kerfi Afleiðing þess að réttarkerfinu hefur ekki verið sinnt sem skyldi og því leyft að þróast í samræmi við þörf og að- stæður er sú, að upp hefur hlaðist hjá flestum dómstólum landsins fjöldi óleystra mála, - mála sem verða að bíða úr- lausnar jafnvel árum saman. Þó að hefðbundnir smá- krimmar og glæpamenn fái á færibandi sínar venjulegu á- minningar og dóma, sem ekki er hægt að fullnusta fyrr en eftir dúk og disk vegna húsnæðisskorts, er langt frá því að nóg sé að gert, því ekki hefur verið brugðist nægilega við hinum vaxandi fjölda hvítflibba- eða skrifborðsglæpa. Skrifborðsglæpamenn eru ekki ósjaldan menntaðir „fag- eða embættismenn“ sem gerast áræðnari með hverju ódæði, vegna þess að þeir vita að kerfið sem á að vernda borgarana hefur takmarkað bolmagn til að bregðast við og skerast í leikinn. Misjafn sauður í mörgu fé Það er að sjálfsögðu mikil einföldun að taka eina stétt manna og úthrópa hana sem blóraböggul, en því miður og af mörgum gefnum tilefnum tel ég mig geta nefnt til sög- unnar lögfræðingastéttina, sem ég hef orðið að verja mikl- um tíma í að kljást við í starfi mínu að neytendamálum. Ég tel að gera verði meiri kröfur um siðferðisstyrk og vönduð vinnubrögð cif löglærðum manni en ólöglærðum, því sér- staða lögfræðinga er sú, að þeir hafa í gegnum nám sitt og starf öðlast þekkingu umfram aðra í mögulegum klækjum og refilstigum, en jcifnframt stcmda þeir öðrum oftcir frcimmi fyrir tækifærum til að fcilla í freistni. Sá vcindi og niðurlæging sem lögfræðingastéttin á við að glíma er að mínu mati sjálfsköpuð, tilkominn vegna afskipta- og sinnu- leysis starfsbræðra, sem hafa horft með blinda auganu á endurteknar misgjörðir kollega sinna. Fagfélög lögfræð- inga virðast ekki vinna samkvæmt virkum siðareglum, líkt og fagfélög lækna telja sig gera, þannig að svið óheiðar- legra starfandi lögfræðinga á Islandi spannar cdlt frá þjóf- um sem stela frá öryrkjum og gömlu fólki upp í dæmda stórglæpamenn. Að slíkum kveður svo rammt, að forseti hæstaréttar gefur í skyn að tilteknir lögmenn hindri eðli- legan framgang dómsmála með því að beita málþófi og áfrýja málsmeðferð í tíma og ótíma til hæstaréttar. Hvað er til ráða? Það er ekki að ófyrirsynju að forseti hæstaréttar hefur nokkrar áhyggjur ai seinagcmginum í dómskerfinu og leiti sökudólga meðal kollega sinna. Með aukinni tímaeyðslu í óvandaðan og óþarfan málaflutning innan dómskerfisins skapast síaukið svigrúm fyrir glæpamennina. Ég tel, að auk þess að sinna betur dómstólum og réttcirfarskerfi, verði að gera neytendafélögum landsins fjárhagslega kleift að hafa á sínum snærum fagmenn á ýmsum sviðum, ekki síst lögfræðinga sem kunna að láta krók koma á móti bragði og leysa mál áður en til málaferla þarf að koma. (ís- lensk stjórnvöld verja því miður hlutfallslega minni fjár- hæðum í þágu neytenda en stjórnvöld í nokkru nágranna- landi okkar). Hérlendis sem erlendis hafa kvörtunarnefndir, skipaðcir fulltrúum úr hinum ýmsu starfsgreinum ásamt fulltrúa neytenda, gefið góða raun. Nú þegar eru nokkrar slíkar nefndir starfandi á vegum Neytendasamtakanna, en nauð- synlegt er að fjölga þeim. Það er hinsvegar álitamál, en engu að síður vert nákvæmrar skoðunar, hvort ekki megi einfalda dómstólaleiðina með því að hafa einskonar „smá- máladómstól,“ þar sem tekinn væri fyrir allur sá aragrúi smámála sem er að flækjast um og tefja fyrir í dómskerf- inu, en þyrfti í raun mjög einfalda afgreiðslu og úrskurð til að báðir málsaðilar létu þar við sitja. Á sama hátt og hægt er að takmarka hvaða hagsmunir þurfa að vera í húfi til að hægt sé að áfrýja máli til hæstaréttar, hlýtur að vera hægt að setja leiðbeinandi mörk á lægra dómsstigi. Vilhjálmur Ingi Ámason, formaður Neytendafélags Akur- eyrar og nágrennis og varaþingmaður Þjóðvaka í Norður- landskjördæmi eystra.

x

Þjóðvakablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðvakablaðið
https://timarit.is/publication/312

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.