Þjóðvakablaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 5
ÞJÓÐVAKI
5
Bréftil blaðsins
Málakunnátta í ferðaþjónustu
Kynningarrit og upplýsingar á
erlendum málum, sem er dreift
víðs vegar um landið til erlendra
ferðamanna eru oft til háborinn-
ar skammar. Þar eru málvillur
mjög algengar, sem og stafsetn-
ingarvillur. Oftast er enski text-
inn á barnaskólaensku og sama
máli gegnir um hinn danska. Þeg-
ar kemur að þýsku og frönsku er
oft leitað í orðabókum eða ein-
hver spurður sem kann eitthvert
hrafl í málinu. Þetta er síðan sett
í prentsmiðju og prentað í
nokkru upplagi. Islendingar sem
kunna vel erlend mál finna mjög
oft afskaplega slæma texta, sem
eru málfræðilega alveg út í hött.
Hvernig þætti Islendingum að
lesa eftirfarandi texta?: „Kirkja er
opinn manudagur þangað til
laugadagur klukkuna 13-19.“
Þetta er bein þýðing á texta á
þýsku á einni kirkju hérlendis til
upplýsingar fyrir ferðamenn. Út-
lendingar brosa vitaskuld að
þessu, en þeim finnst þetta
einnig vera lítilsvirðing við móð-
urmál sitt. Ferðamálaráð ætti að
geta rekið þannig þjónustu, að
ferðamálaaðilar gætu snúið sér
þangað með íslenskan texta og
fengið hann þýddan almennilega
á þau mál sem viðkomandi vill
kynna starfsemi sína á. Það er
dæmi um lélega ferðaþjónustu
þegar ekki er hægt að kynna
starfsemina rétt á viðkomandi
tungumáli í bæklingum eða á
skiltum.
Þjóðvakamaður.
Framtíð vestnor-
rænnar samvinnu og
breytingar á starfi
Norðurlandaráðs
Þingmenn í vestnorræna þing-
mannaráðinu ræddu framtíð
samvinnu þeirra í ljósi breyt-
inga á norrænu samstarfí og
fyrirhugaðrar samvinnu rílga
sem liggja að norðurheim-
skautssvæðum. Samþykkt var
að óska eftir áheymaraðild að
þingum Norðurlandaráðs og
aðild að ráðstefnu um norður-
málefni í Kanada á næsta árí.
Sæti eiga í ráðinu af íslands
hálfu þingmennirnir Árni John-
sen, Ásta R. Jóhannesdóttir,
ísólfur Gylfi Pálmason, Kristín
Ástgeirsdóttir, Rannveig Guð-
mundsdóttir og Steingrímur J.
Sigfússon, sem er formaður Is-
landsdeildarinnar. Steingrímur
tók við formennsku í vestnor-
ræna þingmannaráðinu af Jon-
athan Motzfeldt í lok fundarins.
Vinnuhópur starfar að tillögu-
gerð um framtíðarfyrirkomulag
Steingrímur J. Sigfússon, formaður íslandsdeildar vestnorrœna þingmannaráðs-
ins, flytur tillögur um framtíðarstarfsvettvang ráðsins á fundinum í Qaqortoq.
Nœstur honum situr Jonathan Motzfeldt, fráfarandi formaður ráðsins, en Stein-
grímur tók viö formennskunni í lok fundarins. Yst er Lisbet Petersen, formaður
Fœreyjadeildarinnar og borgarstjóri í Þórshöfn.
Breytingar á
Norðurlandaráði
Geir H. Haarde, forseti Norður-
landaráðs, var gestur fundarins
og kynnti hann breytingar þær
sem fyrirhugaðar eru á starfsemi
Norðurlandaráðs. Þær felast í
því að fastanefndir þær sem
starfað hafa hjá Norðurlanda-
ráði verði lagðar niður og í stað
þeirra verði málefnum skipt nið-
ur í þrjá meginflokka eða nefnd-
ir. Þær eru; hin fyrsta um Norð-
urlandamálefni, önnur um Norð-
urlönd og Evrópumálefni (ESB
og EES) og hin þriðja um Norður-
lönd og málefni nærliggjandi
svæða, s.s. Eystrasaltslöndin,
Barentshafið og vestnorrænu
löndin. Stærsta breytingin verð-
ur sú að í stað landsnefndanna
verða það flokkahópar sem fjalla
um málin. Áhrif landsdeildanna
verða minni, meðan áhrifin
aukast eftir flokkslínum þvert á
þjóðirnar.
vestnorrænu þjóðþingasamvinn-
unnar. Hann skilar tillögum sín-
um á næsta fundi ráðsins, sem
haldinn verður að ári á íslandi.
TOKUM
UMFERÐAR
RAÐ
»■
Þingmenn Fœreyja, Islands og Grœnlands, sem sátu fund Vestnorrœna þingmannaráðsins, fyrir framan fund-
arstaðinn í Qaqortoq.
Léttöl í nýjum umbúðum
sama góða Beck's bragðið í nýjum umbúðum, fæst í öllum stórmörkuðum!
I y k i I I i n n aó g ó ð u b r a g ð i