Þjóðvakablaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 7

Þjóðvakablaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 7
Ekki er langt síðan þeir hjá B&L tóku yfir Rover- umboðið, en það fengu þeir með BMW-pakkan- um. Fari sem horfir, þá er líklegt að þeir láti sér ekki nægja að vera bara með Rover-umboð. Telja verður víst að reynt verði að fá viðunandi verð á þeim bílum sem British Leyland á Englandi fram- leiðir í dag. Spennandi kostur er Rover 400, sem er samnefnari Honda Civic, en er með breskri vél. Við sem höfum verið aðdáendur breskrar bíla- smíði í gegnum tíðina getum því jafnvel átt von á að bílum framleiddum á Englandi fari hér fjölgandi. Meðal nokkurra bíltegunda sem nú eru fluttar inn frá Englandi má nefna Civic og Accord, sem koma frá Honda. Micra og Primera koma frá Nissan. Frá British Leyland hefur Hekla hf. flutt inn Range Rover og Discovery. Það er ekki á allra færi að eignast þá, en þó hafa stöku bíiar verið fluttir inn til landsins. Rover 416i Japönsk yfirbygging, ensk vél. Það var í mars 1968 sem millj- ónasti Lincoln bíllinn kom af færiböndum Ford-verksmiðj- anna. Lincoln hefur verið vand- aðasti og dýrasti bíll sem frá Ford-verksmiðjunum kemur síð- an árið 1922, en hafði verið fram- leiddur af óháðum aðilum í tvö ár þar á undan. Forsetar Banda- ríkjanna hafa haldið nokkurri tryggð við Lincoln, en einna þekkastir þeirra forsetabíla voru Sunshine Special árgerð 1939, í notkun hjá Roosevelt forseta, svo og Lincoln sá er Kennedy notaði, en hann var árgerð 1961. Bíllinn hefur þótt nokkuð stór og nokkuð dýr í gegnum tíðina, en þeir fyrir vestan voru ekki að súta það, rými, vélarafl og sú í- mynd auðs og velgengni sem fylgdi því að aka í svona tæki var það sem máli skipti. Ekki hefur farið mikið fyrir þessari tegund hér á landi, en nokkrir hafa þó verið fluttir til landsins. Fyrir utan bíla sem hafa komið á vegum sendiherra og vöktu fádæma athygli, þá er ekki hægt annað en minnast á bílinn sem Nóbelsskáldið flutti hingað til lands. Þetta var ljóslit- ur bíll með eftirtektarverðum fersklofts plaststrokkum, sem komu upp undir afturrúðu, skinnklæddur að innan og með öllu því rafverki sem hugur þráði. Vélin var að sjálfsögðu átta strokka með sjálfskipingu, vökvastýri og skriðstilli, og ein- hver sagði að kæli mætti finna í bílnum. Þeir voru margir sem hefðu þegið að kynnast bílnum nánar, en hann vakti mikla at- hygli þegar hann sigldi um götur bæjarins. Orkukreppan og áróður sá sem kom í kjölfar hennar varð stóru sófunum þungur og einn af öðrum hafa þeir minnkað og State President Coupe 1938 Ekki er hægt að standast þá freistingu að birta hér mynd af þessum einna fcdlegasta bíl sem hefur verið sendur á markað úr smiðju þeirra hjá Studebaker. Bíllinn er árgerð 1938, tvennra dyra, og fjögurra manna útlitið dregur nokkurt dám af Pierce Arrow sýningabíl sem mikla athygli vakti á árunum 1933 - 1935. Þrátt fyrir þá erfiðleika sem við var að etja hjá Studebaker-verksmiðjunum árið 1933, sem riðu þeim nærri að fullu, vantaði hvorki kjark né stórhug þegar að hönnun og framleiðslu þessa bíls kom. lést. En hvað um það; nokkrar tölur fyrir okkur sem höfum á- huga á aflmiklum, stórum, þung- um og dásamlegum bílum. Lincoln Continental árgerð 1966 í öllu sínu veldi: Hjól- haf 3,2 m, heildar- lengd 5,61 m, breidd 2,02 m, hæð 1,39 m. Þyngdin var nálægt 2500 kílóum. Vélin að sjálfsögðu átta strokka, hestöflin 340 og viðbragð úr kyrr- stöðu í 100 km hraða 10,8 sek. Hámarks- hraði um 200 km á klst. Hvað eyðslu varðar, þá er það magn sem látið er milli hluta, enda verið að huga að öllu öðru en henni þegar menn eru á draumabíl. imiíKD Þegar rætt var um Bugatti sportbílana við bílaáhugamenn hér áður fengu menn blik í augu og töldu að goðsögnin yrði vart endurvakin. Einhverjar tilraunir voru gerðar til endurvakningar Bugatti bílanna, en allar runnu þær út í sandinn því að fjármun- ir þeir er nauðsynlegir voru til þessa verkefnis lágu ekki á lausu. Skiljanlegt, því miklu yrði að kosta til svo hægt yrði að standa undir þeim væntingum sem gerðar yrðu til þeirra bíla sem bæru Bugatti-nafnið. Það var því með biendnum hug sem fylgst var með þeirri til- raun sem síðast var gerð til þess að koma þjóðvegaskelfinum í framleiðslu á ný. Myndir sem birtust af frumgerðinni lofuðu þó góðu, útlit bílsins sýndu metnað og djörfung og gaf til kynna að í engu yrði vikið frá því markmiði að framleiða vandað- an og hraðskreiðan ofurbíl. Þeg- ar bíllinn var kynntur önduðu ýmsir aðdáendur léttar. Goð- sögnin setti ekki niður, hvort sem litið var á útlit bílsins eða vélbúnað, og því miður fyrir okk- ur meðal-Jónana mátti segja það sama um verðið. Einn Bugatti kostaði jafnmikið og 10 stykki af Buick Avenue, en þrátt fyrir þá staðreynd fá færri tækifæri til þess að fjárfesta í bílnum en vilja. Við hér á klakanum höldum áfram að láta okkur dreyma, en eina vonin til þess að berja grip- inn augum virðist vera fólgin í því að sjá honum bregða fyrir ör- skotsstund á hraðbrautum eða á stærri bílasýningum. En hvað um það, hér eru nokkrar tölur og staðreyndir um Bugatti sem hægt er að ylja sér við. Hjólhaf er 2,55 m, lengd er 4,39 m, breidd er 1,96 m, hæð 1,12 m og þyngdin tæp 2000 kíló. Vélin er 60 ventla og skilar 560 hestöflum miðað við 8000 snún- inga með forþjöppu og millikæli. Bíllinn er 6 gíra handskiptur. Hann er tæpar 4 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km hraða og há- markshraði er í kringum 320 km á klukkustund. Hagfræðingur Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti óskar eftir að ráða hagfræðing í stöðu deildarsérfræðings. Starfssvið hans verður m.a. á sviði gengis- og vaxtamála. Reynsla af erlendum samskiptum er nauðsynleg. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist ráðuneytinu í síðasta lagi 31. ágúst nk. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, 26. júlí 1995.

x

Þjóðvakablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðvakablaðið
https://timarit.is/publication/312

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.