Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.2005, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.2005, Síða 2
2 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 9. apríl 2005 ! Með tilliti til aðstæðna í hin- um íslenska menningar- og listaheimi sé ég mér ekki fært að halda áfram ritun þeirrar skáldsögu sem ég hef verið að vinna að undanfarna mánuði og mun ég því ekki skrifa undir útgáfusamning þar að lútandi. Eins og þjóð veit því þrír vita þá er hér átt við þá skáldsögu sem „Túristi“ átti að heita og stóð til að a) fjallaði um, b) afhjúpaði og c) gerðist í hinu svokallaða bókmenntaumhverfi á Ís- landi, sem í raun sam- anstendur af þremur mönnum með hatt og tveimur í fríi, svo reynt sé að vera með útúrsnúning og grín. Hér var um svokallaða „tví- sögu“ að ræða, það er að segja sögu sem annars vegar segir frá höfundi sem reynir að skapa sér tilvist með því að skrifa sjálfan sig inn í þekkt sögu- svið, og hins vegar sögusvið sem af- neitar skapara sínum, fellir hann af stalli höfundarins og étur hann lifandi. Inn í þetta blandast síðan langdregin eintöl sálarinnar og einstaka prent- villur. Ég hóf ritun sögunnar á jafnræð- isgrundvelli og án þess að vera til þess hvattur af alþýðufólki eða menning- arvitum og ekki í umboði eins eða neins, hvorki eigin sannfæringar, efa eða utanaðkomandi niðurrifsafla. Hef ég ítrekað tranað mér fram og tjáð mig um bók þessa á óskýran og sjálfhverfan hátt, einungis til að fá yfir mig holskeflu vangaveltna, umfjallana og túlkana ýmiskonar, sem ég hef jafn- an vísað aftur til föðurhúsanna, en án árangurs þar sem utanáskrift var ábótavant. Þrátt fyrir að svona hafi verið vegið að fjölmiðlapersónu minni með eðlilegum hætti, skáldsjálf mitt upphafið með hæpnum fullyrðingum, hreinum skoðunum haldið á lofti og mér allt að því hótað frekari umfjöllun, ákvað ég engu að síður að láta sem allt undanfarið hafi ekki verið undan eigin rifjum runnið og rembast áfram eins og rjúpan við staurinn, með það að leiðarljósi að það sem ekki geti valdið mér ritstíflu geri mig bara hrokafyllri. Í svívirðilegum útúrsnúningi á dokt- orsritgerð minni um kaffiþamb utan þéttbýlis, sem birtist í Lesbók, það er útúrsnúningurinn, það er að segja, og reyndar doktorsritgerðin einnig, var því haldið fram að ég a) drykki ekki bjór og annað áfengi, b) þyrði ekki einn í sund á Akureyri og c) gerði hvorki mynd- né vitrænan greinarmun á jórtrandi sauðfé við jötu annars veg- ar og bjórsötrandi smásálum við hring- borð hins vegar, og er svona rógburð- ur með öllu sannur og langt fyrir neðan virðingu til dæmis DV, sem ekki hefði birt svona svívirðu án gruggugra ljósmynda, nafnalista og frekari að- dróttana. Svona ópersónulegar árásir eru mér ekki að skapi. Þetta var kornið sem fyllti mælinn. Hver man ekki eftir sögunni um manninn sem lenti í því að það sprakk á bílnum hans og hann rölti að næsta bóndabæ (Akureyri) til að fá lánaðan tjakk, en á leiðinni þangað náði hann að sannfæra sjálfan sig um að bóndinn (bæjarstjórinn) myndi neita sér um tjakkinn til láns, og endar sagan þann- ig að maðurinn æpir fyrirvaralaust á bóndann: „Þú getur átt þinn helvítis tjakk!“ En „bóndinn“ skilur ekkert í þessu, enda var maðurinn einungis kominn til Dalvíkur en ekki alla leið til Akureyrar, og eins og allir vita er eng- inn tjakkur á Dalvík, og hefur aldrei verið. Svona geta fordómar alið af sér einelti ef ekki er að gáð. Ég hlakkaði til að fá að skrifa það sem mér sýndist um hvað sem væri í friði og ró minnar skemmdu tilveru, þar sem ég nýt trausts og er þekktur fyrir málefnalegan innri hugsanagang. Það er því með kúk í buxum og kjökri í hjarta að ég lýsi yfir að vænt- ingar mínar til eigin yfirburða á sviði almannahylli voru á misskilningi byggðar. Með trega Eftir Stefán Mána stefan.mani @simnet.is Höfundur er rithöfundur. Lesbók Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins ABBA og Carola, Herreys-bræður,Lena Philipson og nú Martin Sten-marck. Íslendingar þekkja sumþessara nafna en ekki öll. Þetta eru heimilisvinir Svía í gegnum allar Evrópu- söngvakeppnirnar sem eru þeirra ær og kýr. Svíar eru sérfræðingar í júróvisjón. Melodifestivalen er ár- viss viðburður hér í Sví- þjóð. Hér færi allt á annan endann ef þær hugmyndir heyrðust að júróvisjónlagið yrði valið einhvern veginn öðruvísi en með forkeppni sem kölluð er Melodifestivalen. Og það er ekki bara ein forkeppni heldur fjórar og svo æsispennandi lokaúrslitakeppni þar sem sigurlagið er valið. Þetta er allt búið að eiga sér stað hér í Svíaríki og allt er þetta feikivinsælt sjónvarpsefni þar sem það er útlitið sem skiptir máli en varla innihaldið. Herlegheitin hefjast strax í janúar þegar blöðin byrja að fjalla um hverjir muni kynna í sjónvarpsútsendingunum t.d. frá Gautaborg eða Växjö. Það eru til dæmis þátttakendur frá í fyrra, þekktir uppistandarar, leikarar eða tón- listarmenn. Viðtöl við þetta fólk fylla blöðin og það þykir ekki lítil upphefð að fá að kynna tón- listarmennina á svið og segja brandara á milli. Í febrúar er fyrsta forkeppnin og margföld íbúatala Íslands límist fyrir framan sænska skjái og dillar sér í takt við nútíma Diggiloo. Stemning. Á hverju laugardagskvöldi fjórar vikur í röð velja áhorfendur tvö lög í úr- slitakeppnina og nokkur fá m.a.s. annað tæki- færi í sérstökum samnefndum þætti. Hápunkturinn er úrslitakeppnin í Globen í Stokkhólmi í mars. Hún er eiginlega mikilvæg- ari en sjálft „Schlager-EM“ eins og Svíar kalla aðalkeppnina sem haldin verður í Kiev í Úkra- ínu þetta árið. Og þótt ég hafi misst af Globen í sjónvarpinu hef ég upplifað keppnina í gegn- um aðra fjölmiðla. Martin Stenmarck og lagið Las Vegas voru sem sagt valin til að keppa í Kiev fyrir hönd Svíþjóðar 21. maí. Og Svíarnir eru bara nokk- uð ánægðir held ég. Honum er ekkert endilega spáð sigri en frændur okkar eru álíka ánægðir með sig og Íslendingar þegar kemur að Evr- ópusöngvakeppninni. Í Göteborgs-Posten er Stenmarck sagður skera sig úr og hann fær næsthæstu einkunn á eftir eistneskri stelpna- hljómsveit sem keppir fyrir Sviss og sést á myndum í bolum merktum Icelandair. Hnatt- væðing í hnotskurn. Maður þarf nefnilega ekkert að vera sviss- neskur til að keppa fyrir Sviss eða sænskur til að keppa fyrir Svíþjóð eins og sannaðist í for- keppnunum þar sem talsvert fór fyrir ensku- mælandi fyrrverandi poppstjörnum. Í Kiev keppir líka Norðmaður fyrir Finnland og Svíi fyrir Grikkland. Lagahöfundarnir eru það sem málið snýst um þótt annað gæti virst miðað við alla áhersluna á flytjendur, framkomu þeirra, frammistöðu og útlit, hvort sem er í Svíþjóð eða annars staðar. Í GP er líka minnst á Selmu sem er sett í þriðja sæti ásamt fleiri flytj- endum. Þetta er allt voða skemmtilegt og allir farnir að hlakka til 21. maí hér eins og á Íslandi. Mel- odifestivalen og Schlager-EM á einhvern sér- stakan sess í hjarta Svía. Enda ekki nema von eftir alla ABBA-söguna. Veturinn yrði tómur án Melodifestivalen. Tómarúmið núna frá mars og fram í maí er nógu mikið. Til að minnka tómarúmið á haustin er búið að finna upp Lilla Melodifestivalen sem er vettvangur yngri kynslóðarinnar. Á haustmánuðum troða krakkar og unglingar upp með tónsmíðar sínar og er það næstum orðið að jafnstórri skemmt- un og fullorðinskeppnin. Og úrslitakeppni á Evrópuvísu er í burðarliðnum. Slagarakeppnin hefur gengið eins og smurð í sænsku sjónvarpi og Svíarnir kunna þetta greinilega. Nú er Svíi orðinn yfirmaður Evr- ópusöngvakeppninnar. Sá vann áður hjá sænska ríkissjónvarpinu og er einmitt sá sem átti hugmyndina að fyrirkomulaginu með fjór- ar forkeppnir og eina úrslitakeppni sem hefur hlotið hylli sjónvarpsáhorfenda. Það verður hans hlutverk að endurvinna hylli annarra áhorfenda í Evrópu með einhverri svipaðri formúlu, þar sem annað sjónvarpsefni eins og Idol er farið að stela áhorfendum frá Júró- visjón. Það á nú aldrei eftir að gerast í Svíþjóð. Sænskir slagarar ’Slagarakeppnin hefur gengið eins og smurð í sænskusjónvarpi og Svíarnir kunna þetta greinilega. ‘ Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@mbl.is Áundangegnum árum hefur margsinnis verið talað um að bókmennt-irnar séu orðnar að sjálfskapandi kerfi. Hins vegar datt engumtískumenningarvitanum í hug að líkja ríki skáldskaparins við sjálfs- þurftarbúskap í sveit: Rafmagnið kemur frá dísilmótor í nálægum skúr, sauðfjárrækt sér um að framboð á næringarefnum sé fullnægjandi og við- hald fjölskyldunnar í fámenninu er í nauðum tryggt með sifjaspellum. Skáldskapurinn sem smáalheimur af holdi og blóði sem verst aðsókn eyð- ingaraflanna með öllum ráðum – líklegast verður maður að koma frá land- nemalandi eins og Íslandi til að sjá að hjarðsæl heimkynni skáldskaparins geta líka leynst í harðneskjuheimi landbúnaðarins. Það kemur vissulega á óvart að sjá skopmyndateiknarann, málarann og rithöfundinn Hallgrím Helgason bregða sér í líki landbúnaðarhagfræðings, en það er ekki síður óvænt að sjá að hinn 600 síðna doðrantur Höfundur Íslands er í öllum grein- um fullkomin andstæða skáldsögunnar vinsælu 101 Reykjavík. Þar reisti Hallgrímur hinum náttúrufirrta eðalslæpingja og dekadent borgarhetju tí- unda áratugarins verðugt minnismerki sem reyndar var höggvið í íslenskt eldfjallagrjót, eins og fram kemur í bókarlok. Þar situr hetjan ein með fjar- stýringuna sína úti í hrauni. […] Hallgrímur fer hér í lopapeysuna og smitar textann með fjósalykt og fiskifýlu en það er ekki gert til að lesendum sem eru orðnir vanir borg- arsögum bregði. Hér er heldur ekki á ferð menningarþreytt smáskáld sem prédikar bókmenntalegt afturhvarf til náttúrunnar. Höfundur Íslands er annað, hún er hylling á íslenskri bókmenntasögu: Hún lýsir hvernig heims- vís fagurfræði nútímaskáldskapar etur stöðugt kappi við ósveigjanlegt raunsæi sveitanna, en í þeim liggja rætur íslenskrar menningar.[…] Undir lok bókarinnar gefur svo Hallgrímur í botn og sýnir glögglega hversu stórkostlegur írónisti hann er. Meira að segja borgarfríkið hans birtist á ný, nú sem skopstæling „með tyggjó í trantinum, ormatónlist í eyr- unum, klámmyndir fyrir augunum, kraftalyf í blóðinu og bjánaglott á vör“. En lesandinn kemur ríkari til baka eftir langa dvöl í grýttum heimkynnum sagnamennskunnar. Því þegar allt kemur til alls eiga sögur borganna líka þangað rætur að rekja. Andreas Rosenfelder Frankfurter Allgemeine Zeitung www.edda.is Morgunblaðið/Jim Smart Íslenskur strúktúralisti. Hallgrímur í lopapeysunni I Í upphafi er allt upprunalegt, segir JeanBaudrillard og í kjölfarið kemur rök- leiðsla sem fær suma til að kalla þennan Fransmann fáráðling frekar en fræðimann: Veröldin á sér ekkert jafngildi. Þessi full- yrðing gæti verið skilgreining á veröldinni. Hún gæti líka verið skilgreiningarvandi hennar í hnotskurn. Veröldin á sér ekkert jafngildi, engan tvífara, enga táknmynd, enga spegilmynd. Speg- illinn myndi vera hluti af veröldinni sjálfri hver svo sem hann væri. Og það er ekki nægilegt rými fyrir bæði veröldina og tvífara hennar. Sökum þessa er ekki til nein staðfesting á því að veröldin sé til. Þetta er ástæðan fyrir því að „raunveru- leikinn“ er blekking. Veröldin er tálsýn þar sem það er ekki hægt að staðfesta að hún sé til. Þessi óvissa um tilveru veraldarinnar hefur lengi verið eitt af meginviðfangsefnum mannsandans sem hefur átt erfitt með að trúa því að það væri eitthvað til fyrir utan hann sjálfan – orðið ver-öld er jú hugtakið maður tvítekið. Margir hafa styrkst í trúnni en aðrir veita því stöðugt meiri athygli hvernig maðurinn vinnur jafnt og þétt að því að ræna veröldina upprunaleikanum. Fjallað er um veldi hins tilbúna táknheims manns- andans í grein Jóns Karls Helgasonar á mið- opnu Lesbókar í dag. II Ef lýðræði þýðir að lýðurinn eigi að ráðaþá hlýtur það að vera andlýðræðislegt að lýðurinn megi ekki andmæla ráðagerðum ráðamanna, jafnvel þótt þeir hafi verið lýð- ræðislega kjörnir til þess að ráða fyrir mál- um lýðsins. Eða er það ekki allt að því óþægilega afhjúpandi dæmi um umskipti á ágætri hugmynd að setja fólki stólinn fyrir dyrnar í kerfi sem snýst um almenning og er á allan hátt haldið uppi af almenningi? Nei, það er eins og að hafa sporð fyrir haus þegar manni er sagt að mótmæli – og jafn- vel þótt það séu harkaleg mótmæli – hins al- menna vinnandi manns séu óþörf og meira að segja algerlega óæskileg afskipti af því hvernig hlutirnir eiga að vera. Og þá vaknar enn einu sinni spurningin sem ennþá hefur ekki tekist að svara svo vel sé: Hverju á rík- ið að ráða? Fjallað er um ríkið í grein Torfa H. Tuliniusar á baksíðu Lesbókar í dag. III Við erum afurð fortíðarinnar, sagðiforveri Baudrillards í franska stór- skotaliðinu, Michel Foucault. Í hugsunum okkar og orðum býr allt það sem þegar hef- ur verið sagt og gert. Spurningin er að geta bætt einhverju við. Til þess þarf að þekkja hefðina til hlítar. Sjö rithöfundar skrifa um helsta áhrifavald sinn á næstu opnu. Á for- síðunni eru birt nöfn áhrifavalda í listum og menningu. Þar vantar mörg nöfn, eitt þó sérstaklega. Neðanmáls

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.