Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.2005, Qupperneq 3
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 9. apríl 2005 | 3
É
g er nú ekkert að leggja
Reykjavík undir mig,“ segir
Helgi Þorgils um sýningarnar
tvær sem hann opnar í dag; á
málverkum og skúlptúrum í
Listasafni ASÍ klukkan 14 og
sýningu á verkum á pappír og skúlptúrum í 101
Gallery að Hverfisgötu 18a klukkan 17.
„Þetta eru ólíkar sýningar. Í ASÍ eru mál-
verk sem ég vann að vissu leyti fyrir salina þar
en í 101 gallery eru verk unnin á pappír, mest
teikningar og skissur sem hafa safnast upp í
kössum hjá mér gegnum árin. Og ný stór graf-
íkmyndröð. Til að þetta hangi allt saman hef ég
litla skúlptúra á báðum sýningunum.“
Frásagnarþátturinn sterkur
– Á sýningunum eru klassísk birtingarform:
málverk, teikningar, grafík og skúlptúrar.
„Það er alltaf gaman að ráðast á það sem kall-
ast klassík og hefð og reyna að
finna nýja fleti á því,“ svarar
Helgi. „Í stað þess að brjóta
upp grunninn, eða listmiðilinn,
að brjóta upp hina fínlegri eðlisþætti. Og koma
einhverskonar samtímalýsingu inní formið.“
– Á síðustu árum hefurðu málað nokkur stór
verk; í Listasafni ASÍ er eitt gríðarstórt.
„Ég málaði annað verk í sömu stærð fyrir
Kristnihátíð, það hékk í Almannagjá sumarið
2000. Þetta í ASÍ er 16 fermetra málverk með
íslenskum dýrum; þarna eru hundur, hestur og
fiskur. Þetta er einskonar heilög þrenning fyrir
Íslendinga. Landbúnaður, fiskveiðar og hug-
vitið eða lífið,“ segir hann og brosir.
– Myndefni sem þetta er algengt í mál-
verkum þínum, einhverskonar íslensk grunn-
atriði: fuglar og dýr, landslag og svo auðvitað
fólk.
„Landið og náttúran virðast mér oft vera
grunnur í íslenskum listum, kannski okkar sér-
staða – ef það má segja það á þessum tímum.
Það er alltaf verið að tala um „global“ þetta og
hitt; ég tel það ofnotað orð og alltof auðvelt að
grípa til þess án sérstakrar merkingar. Það á
kannski við peninga heimsins, sem teygja sig í
allar áttir. Er ekki útrásin til London, ekki til
Reykjavíkur? Ég tók eftir því í myndbands-
gjörningi Ilja Kabakofs og Jean Fabre, hvernig
þeir deildu á markaðsheimsvæðingu listar. Þeir
nefndu að hún gerði allt einsleitt og óáhugavert.
Listin væri eins í New York, London og
Reykjavík, sögðu þeir.
Hluti af þessum myndheimi hjá mér býr í
þeirri sagnahefð sem við búum við og ég tel mig
vera að fást við einhverskonar samruna þess
frásagnarlega og þess sjónræna. Frásagn-
arþátturinn er sterkur og ég hef unnið mark-
visst með hann, sem einskonar svar við hugtak-
inu „listin fyrir listina.“ Stundum er jafnvel
myndbyggingin hluti af framvindu í einskonar
frásögn.“
Íhaldssamur anarkisti
– Þú leikur þér með andstæður milli klassísks
efniviðar og svo myndefnisins, sem getur verið
afar fjölbreytilegt. Þennan samruna myndu
sumir kenna við póstmóderníska hugsun.
„Já, og þarna eru ýmiskonar vísanir í lista-
söguna. Og annað sem ég hef alltaf tekið inní
verkin, eru upplýsingar sem ég fæ úr umhverf-
inu, eins og fjölmiðlunum. Ég hef stundum
sagst vera íhaldssamur anarkisti, þ.e. íhalds-
samur á hefðir og reglu en á sama tíma haldinn
einhverskonar stjórnleysishvöt. Lífið er nú svo-
lítið svona í eðli sínu, við lútum reglu langrar
sögu, en þráum einskonar fyllerísafglöp til að
sleppa undan reglunni. Þetta sést kannski betur
í pappírsmyndunum en liggur líka í málverk-
unum. Það eru ekki síst útlendingar, sem koma
hér og sjá verkin mín í fyrsta og kannski eina
sinn, sem hafa orð á því að í þeim sé samruni
klassíkur og einhverskonar pop eða súrreal-
elementa, sem er náttúrlega ósamræmanlegt í
sjálfu sér.“
– Eru málverkin ekki oft endastöð hugmynda
sem mótast í verkum á pappír?
„Jú, grunnur málverkanna getur verið á
hverskyns snifsum. Ég teikna mjög mikið. Það
liggja oft um tíu teikningar og einhverjir textar
fyrir framan mig þegar ég byrja á stóru mál-
verki. Svo kemur ellefta myndin úr samrun-
anum; málverkið er ekki stækkun á einni teikn-
ingu. Enda er ég oft í vikutíma að draga
myndina upp á strigann með kolum, áður en ég
byrja að mála. Svo breytist hún líka eitthvað í
málunarferlinu og lýtur þá eigin lögmálum.“
Túlkun er aldrei lærð
– Í pappírsverkunum birtist gríðarleg fjöl-
breytni. Þetta eru myndir með blýanti, penna,
vatnslitamyndir, myndir á hverskonar pappír.
Hugmyndirnar virðast vella fram.
„Mér finnst teikningin eiginlega vera miðill-
inn sem sameinar allar tegundir lista, þar á
meðal bókmenntir og tónlist. Það er áhugavert
að skoða handrit rithöfunda og nótnaskrif tón-
listarmanna; þetta handverk er grunnþáttur í
listinni og þessvegna finnst mér að leggja eigi
skissulegum, ég gat svo ekki verið í svona sam-
þykkjandi umhverfi til lengdar. Fljótlega uppúr
1980 fór ég því að leita í aðra myndheima, eins
og í brunn Pre-Rafaelítanna. Það tók mig ein
tvö, þrjú ár að safna kjarki og trúverðugleika í
að breyta til en þannig hefur það alltaf verið. Ég
hef alltaf málað eina og eina uppstillingu en það
að setja ljósglampa á ávexti og slíkt tók langan
tíma. Ég gerði ítrekaðar tilraunir sem mér
fundust alltaf vera tilgerðarlegar og misheppn-
aðar. En um leið og maður nær tökum á svona
löguðu og getur notað það án þess að það virki
sem stælar, þá verður þetta manni tamt og
spennandi og þróast svo yfir í eitthvað enn
nýrra.
Vissulega hefur karakter málverkanna
breyst. Á meðan aðrir málarar á þessum tíma
höfðu tilhneigingu til að afmynda hlutina, þá
langaði mig að vera búinn með afmyndunina,
gera þá svo rétta aftur; afhelga afhelgunina.“
Kenjarnar liggja í samfélaginu
– Svo er þessi stóra grafíksería, rúmlega fimm-
tíu myndir, sem þú hefur unnið að í vetur.
„Hún hefur þróast á nokkuð löngum tíma. Ég
held ég hafi nefnt hana fyrst við Ingibjörgu Jó-
hannsdóttir, sem prentar myndirnar, fyrir ein-
um þremur árum. Í vetur fórum við í verkið af
alvöru. Þessi sería er byggð á Kenjunum eftir
Goya. Frumaðdráttaraflið er það að mér finnst
þessar sömu kenjar ennþá liggja í samfélaginu,
þótt þær hafi aðrar birtingarmyndir. Það hefur
verið mjög gaman að vinna þessa seríu. Æting-
in hefur alltaf heillað mig sem efni, svo hefur
samstarfið við verkið verið gefandi varðandi
niðurstöðuna.
Annað aðdráttarafl fyrir mig er að listheim-
urinn hefur svolítið hafnað grafíkinni sem miðli;
að minnsta kosti auglýsingaparturinn af hon-
um. Í stað þess að vinna grafík kjósa listamenn
að vera með vídeóvélina á lofti. Það hefur alltaf
heillað mig að nota efni sem hefur eiginlega ver-
ið ýtt fram af hengifluginu. Þessi hefðbundnu
efni hafa mikið aðdráttarafl, það verða flestir
upptendraðir þegar þeir sjá þau í sinni eig-
inlegu og einlægu mynd.“
– Þú vinnur stöðugt í málverkinu og ert sí-
teiknandi, en ferð svo af og til í aðra miðla. Eru
það einskonar hvíld fyrir þig?
„Það er gott öðru hvoru að breyta til. Að
vinna skúlptúr finnst mér svolítið eins og að
skrifa, ég er ekki alvöru atvinnumaður á þeim
sviðum. Samt kallar þetta meira og meira á
mig. Flest mín skúlptúrverk eru unnin sem
einskonar skissur, sem ég vildi gjarnan vinna
frekar í og stækka. Ég hef nú nokkur stór og
vegleg skúlptúrverk í huga, en þetta er dýr mið-
ill og þar sem ég er ekki vanur tækninni þá verð
ég stundum að láta mér nægja að teikna skúlp-
túrana eða útfæra í léttri mynd. Ég legg alúð í
textana sem ég skrifa og eins skúlptúrana, en
ég nota þessa hluti hálfpartinn til hvíldar.
Skúlptúrarnir eru oft byggðir á einhverjum
hlutum sem ég finn og svo bæti ég við þá. En
teikningin, grafíkin og málverkið bæta hvert
annað upp. Ég held að ég myndi ekki þróast
jafn ört í málverkinu, og mér finnst vera raunin,
ef ég væri ekki að sýsla í hinu líka.
Flestir myndu líklega kalla mig málara en ég
sel mest myndir á pappír. Að hluta til vegna
þess að þær eru ódýrari og svo geta menn
djammað svolítið í gegnum þær. Þær eru eins
og sólmúsíkin eða frumdjassinn í Bandaríkj-
unum, einhverskonar hjartsláttur í kerfinu sem
dælir blóði í málverkin.“
mikla áherslu á teikninguna. Þarna eru fing-
urgómarnir í beinni snertingu við heilann.
Varðandi ólíkan pappír sem ég nota, þá hef
ég mjög gaman af að vinna á umslög og notaðan
pappír, og að nota hverskonar drasl í grunninn.
Þarna birtist kannski abstrakt eða strúktúríski
þátturinn í mér, undir teikninguna get ég búið
til einhverskonar líf sem er annars, ekki mitt
eigið. Þetta hefur heillað marga myndlist-
armenn, þar á meðal Kjarval. Eftir því sem
pappírinn var ómerkilegri virðist hann oft hafa
haft meiri unun af verkinu.“
– Á pappírsmyndunum má sjá hugmynda-
vinnu og vinnubrögð eins og einkenndu verkin
þín fyrst þegar þú komst fram, á meðan mál-
verkið hefur þróast frá þeim myndheimi.
„Saga mín sem listamanns er í grófum drátt-
um þessi: Ég kom í Myndlistaskólann til-
tölulega lítið upplýstur um myndlist, fyrir utan
að ég hafði séð sitthvað af þessu íslenska dóti,
ásamt því algengasta úr listasögunni og lesið
ævintýralegar lífssögur van Goghs og fleiri. Svo
sá ég svotil allt annað á stuttum tíma þegar ég
kom í skólann.
Þar var mér vel tekið af kennurum, sem
bendir til þess að ég hafi verið frekar flinkur;
þ.e. með góða grundvallarfærni. En svo gerðist
það hægt og rólega að ég varð leiður á vinnu-
brögðunum sem ég hafði lært og tamið mér,
einhverskonar expressjónisma, túlkun í mynd-
um. Ég fór að hugsa um að túlkun er aldrei
lærð. Um leið og hún er lærð, þarf að leita nýrr-
ar túlkunaraðferðar, og hún getur stundum haft
hógvært yfirbragð og stundum ærslalegt. Lær-
dómurinn er sem sagt nauðsynlegur, en maður
þarf að læra að aflæra hann.
Ég ákvað þegar þarna var komið sögu að ein-
falda þetta og málverkin sem ég fór að gera
voru eins einföld og unnt var. Ég reyndi að
vinna þau nánast eins og skissurnar.
Einum tveimur, þremur árum eftir þetta
varð svokallað Nýja málverk frægt og þá
stækkaði ég málverkin mín og hélt þeim áfram
Hjartslátturinn í kerfinu
Málarinn „Við lútum reglu en þráum fyllerísafglöp til að sleppa undan reglunni,“ segir Helgi Þorgils.
Helgi Þorgils Friðjónsson myndlistarmaður
er stórvirkur sem endranær og opnar tvær
sýningar í Reykjavík í dag. Í Listasafni ASÍ
verða ný málverk en fjölbreytilegt úrval
verka á pappír í 101 gallery. Þá sýnir hann
skúlptúra á báðum stöðum.
Eftir Einar Fal
Ingólfsson
efi@mbl.is
Morgunblaðið/Einar Falur