Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.2005, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.2005, Side 6
6 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 9. apríl 2005 Á ður var hægt að gera við heim- ilistækin, taka þau í sundur, skipta um varahluti og raða saman aftur. Menn gátu jafn- vel gert við bílana sína sjálfir. Nú má ekki snerta á vélinni eftir handbókunum að dæma – og jafnvel fag- lærðir geta ekki gert við heimilistækin og ráð- leggja fólki að kaupa bara ný. Gildir ef til vill það sama um kristna siðfræði – er hún orðin texti handa sérfræðingum? „Maður þarf að vita svo óskaplega mikið áð- ur en maður getur tekið afstöðu í siðfræðilegri umræðu,“ segir dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson sem skrifaði bókina Kristin siðfræði í sögu og samtíð og Hið íslenska bókmenntafélag gaf út. „Maður er dæmdur til að vera í hálfgerðri pattstöðu í mörgum mál- um.“ Sigurjón Árni er héraðsprestur í Reykjavík- urprófastsdæmi eystra og stundakennari við guðfræðideild Háskóla Íslands. Hann fór því að velta fyrir sér hvað hann gæti gert til að gera grein fyrir grundvallarlínum í siðfræði, og valdi að skrifa um sögu boðorðanna. „Það er svo merkilegt við boðorðin að þau segja ekki hvað eigi að gera, heldur vísa þau til þeirra marka sem manninum ber að virða,“ segir hann. Boðorðin sýna landmæri: „Þú skalt ekki stela, þú skalt ekki drýgja hór, þú skalt ekki bera ljúgvitni gagnvart náunga þínum, þú skalt ekki morð fremja.“ Ef menn fara yfir þessi mæri skapa þeir sjálfum sér og öðrum mikil vandræði. Þetta eru allt atriði sem flestir geta samþykkt. Boðorðin eru rammi Boðorðin eru opin að mati Sigurjóns Árna, boðorðið „Þú skalt ekki drýgja hór“ gildir bæði fyrir einkvæni og fjölkvæni, það segir ekki hvað hjónaband er, aðeins hvað ekki skuli gera ef manneskja er í hjónabandi á annað borð. Hann líkir þessu við áttundir píanósins sem veita frelsi til tjáningar. Boðorðin setja ramma sem fólk getur lifað innan. „Þegar við athugum boðorðin kemur í ljós að þau skiptast í tvennt, annars vegar þau sem snúa að guði og hins vegar þau sem snúa að náunganum,“ segir hann. Eitt til þrjú snúa að guði, skilgreina per- sónu mannsins og verk hans, þau taka mið af sjálfsskilningi mannsins og reyna að svara spurningunni: „Hver ert þú?“ Hin sjö snúa að náunganum og breytni gagnvart honum eða setja rammann í mannlegum samskiptum, þ.e.a.s. þau tjá hvernig ábyrgð mannsins á að koma fram í umgengni við náungann. Virði menn mörkin mun það tryggja farsæld fyrir náungann og einstaklingana sjálfa. Boðorðin fjalla um lögmál lífsins og þetta „ekki“ í boð- orðunum er ekki neikvætt heldur verndandi. Sigurjón Árni skoðaði söguna á bak við boð- orðin til að brjótast út úr hinni æ sérhæfðari umræðu og kannaði hvað hefur verið kennt í gegnum tíðina. Ekkert heildstætt íslenskt verk um kristna siðfræði eftir íslenskan höf- und hafði komið út síðan Helgi Hálfdanarson skrifaði Kristilega siðfræði eptir lútherskri kenningu sem kom út fyrir rúmri öld. Verk Sigurjóns Árna er yfirlitsverk og skrifað í þeim tilgangi að draga fram helstu útlínur kristinnar siðfræði og þeirrar heimsmyndar sem hún endurspeglar. „Fyrsta siðfræðin sem hins vegar var skrif- uð innan evangelísk-lúterskrar kirkju var Um góðu verkin eftir Martin Lúther, en þar lagði hann út af boðorðunum tíu,“ segir Sigurjón og að Lúther hafi einnig gert það í Fræðunum minni og Fræðunum meiri. „Boðorðin hafa æ síðan átt fastan sess í heimilisguðrækni og fermingarkverum lúterskrar kirkju. Útlegg- ing á þeim hefur því mótað siðfræði guðfræð- innar í 500 ár.“ Umfjöllunin og túlkunarsagan reyndist vera svo viðamikil að Sigurjón taldi vonlaust að gera grein fyrir henni í einu verki og því skipti hann því í tvennt og er þessi bók um fyrstu þrjú boðorðin sem snúa að guði. Eru boðorðin ennþá í gildi? „Það sem gerir boðorðin svo mikilvæg er að þau eru ekki með beinar ábendingar um hvað maðurinn eigi að gera, heldur vísa til þess hvað hann á að forðast,“ segir Sigurjón og að þau séu sígild vegna þess hversu opin þau eru fyrir túlkunum. Boðorðið um að ekki skuli bera ljúgvitni gagnvart náunganum var t.d. fyrst túlkað sem ekki ætti að ljúga upp á náungann fyrir rétti. En í túlkunarsögunni merkir það að manneskjan eigi að vera sannleikans megin og ganga ekki lyginni á hönd. Boðorðið hefur einnig verið túlkað tilvistarlega eða að menn eigi ekki að lifa í blekkingu. Það býður því óneitanlega upp á marga möguleika. „Boðorðið „Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns“ vísaði til þess að í fornöld lögðu menn mikla áherslu á að lífæð ættarinnar var móðirin. Sá sem svaf hjá giftri konu eða gat af- kvæmi með henni rauf lífæð ættarinnar,“ segir hann og að seinna sé boðorðið túlkað með því móti að ekki skuli ryðjast inn í tilfinninga- samband annarra. „Kristin siðfræði byggist mikið á túlkun ritningarinnar,“ segir Sigurjón Árni, „að miðla hinum biblíulega boðskap áfram. Ég fjalla því í fyrsta hluta bókarinnar um hvernig guðfræð- ingar vinna. Guðfræði er alltaf tilvistarglíma vegna þess að það er ekki hægt að skilja þann sem rannsakar eða spyr frá spurningunni sem hann ber fram. Guðfræðingur er alltaf að leita að réttum mannskilningi, og leitin á sér stað í glímunni við að túlka texta ritningarinnar.“ Tvöfalda kærleiksboðorðið Evangelísk siðfræði hefur mikið fengist við túlkun á boðorðunum í mjög víðu samhengi. Sigurjón Árni fer því í gegnum helstu þætti í siðfræðiumræðu á 20. öld og dregur fram meg- inágreiningsefni innan þeirrar umfjöllunar. Greinilegt er einnig að boðorðin eru mjög miðlæg í umræðunni á öðrum öldum, reyndar strax hjá Lúther. „Þegar maður fer í gegnum þessa sögu kemur í ljós að hún er nátengd rit- skýringu eða útskýringum á ritningunni og þá verður maður að átta sig á því hvaða aðferðir menn notuðu til að túlka ritninguna á hverjum tíma,“ segir hann og að hann endi kaflann um túlkunarsöguna undir áhrifum frá Hans- George Gadamer sem tekur hefðina inn í túlk- unina, því maður talar aldrei hefðarlaust. Gadamer afneitar í raun aðgreiningu skilnings og notkunar (109–110). Sigurjón Árni staðsetur síðan kristna sið- fræði almennt innan siðfræðilegrar umræðu. Þá kemur í ljós að tvöfalda kærleiksboðorðið: „Elska skaltu Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum. Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig“ hefur alltaf verið miðlægt. Hann skiptir höf- uðmælikvörðum innan siðfræði í þrennt. 1. Hamingjan eða gæfan sem Forn-Grikkir fjalla Kristin sið Boðorðin segja fólki ekki hvað það eigi að gera eða hvernig það eigi að hegða sér. Ef til vill fer það í taugarnar á einhverjum, en þetta er einmitt kosturinn við þau. Boðorðin sýna landamæri mannlegrar hegðunar. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson hefur ritað bók um kristna siðfræði í sögu og samtíð, og styðst við boðorðin tíu og túlkunarsögu þeirra. Eftir Gunnar Hersvein gunnars@hi.is Í Hafnarborg verður opnuð í dag sýn- ing sem undirbúin var í samstarfi við Johannes Larsen-safnið í Kertem- inde á Fjóni og Sopihenholm-safnið í Kaupmannahöfn. Þar má sjá lands- lagsmyndir sem nokkrir danskir listamenn máluðu og teiknuðu í Íslandsferðum sínum auk verka eftir íslenska samtíðarmenn þeirra. Allmargir danskir listamenn komu til Ís- lands á nítjándu öld og framan af þeirri tutt- ugustu til að leita innblásturs eða til að taka þátt í að skrá og kynna upp- lýsingar um þetta stórbrotna land sem Danir eignuðu sér lengst norður í hafi og hafði löngum haft á sér goðsagnablæ, þar tókust á eldur og ís og þar bjó undarlegt fólk sem enn kunni fornald- arsögur af norrænum þjóðum sem löngu höfðu fyrnst með siðmenntuðu fólki á meginlandi álf- unnar. Þeir kölluðu þetta Sögueyjuna – Sagaøen – og það er engin tilviljun að nafnið minnir á æv- intýri því í eyrum Dana munu lýsingar frá Ís- landi hafa hljómað ámóta framandi og frásagn- ir Sjerasade í Þúsund og einni nótt eða jafnvel eins og ævintýri eftir Hans Christian And- ersen. Danskir vísindamenn komu gjarnan í hópum til Íslands og höfðu með sér listmálara. Þeir kölluðu þessar ferðir leiðangra og listmál- ararnir voru hafðir með til að teikna upp þær furður sem á vegi vísindamannanna urðu. Okkur kann að virðast nú sem þessar ferðir lýsi öðru fremur viðhorfi herraþjóðar til fjar- lægrar nýlendu, að land og þjóð hafi kannski ekki verið metin að verðleikum heldur höfð eins og sýnisgripir. Engu að síður áttu ferðirnar stóran þátt í því að móta sjálfsskilning Íslend- inga, ekki síður en umfjöllun erlendra manna um landið gerir nú. Á sýningunni er sjónum beint að verkum fjögurra danskra listamanna sem komu til Ís- lands gagngert til að teikna og mála náttúru landsins og kynna síðan fyrir löndum sínum þegar heim væri komið. Þetta eru þeir Jo- hannes Klein sem kom til Íslands 1898–99, Jo- hannes Larsen (1927 og 1930), Sven Havsteen- Mikkelsen (1952 og síðar) og John Olsen (1984). Fyrsta ferðin var farin meðan Ísland var enn undir stjórn Dana og íslenskir listamenn voru sjálfir lítt farnir að gefa sig að landslaginu en í þeim síðari má sjá hvernig nálgun dönsku lista- mannanna tengist því sem Íslendingarnir sjálf- ir máluðu og er sýningin því um leið eins konar leiðsögn um landslagsmálverkið eins og það þróaðist hér í landi í samhengi við alþjóðlega liststrauma og myndhugsun. Á fyrri hluta tuttugustu aldar blómstraði landslagsmálverk á Íslandi og átti eflaust sinn þátt í því að Íslendingar fóru að gefa meiri gaum að fegurð og mikilleik náttúrunnar. Ferðir um óbyggðir urðu tíðari, sú hugmynd kviknaði að ferðast mætti um landið til þess eins að njóta náttúrunnar og upplifa hrifmagn hennar. Íslenskir listmálarar þróuðu með sér aðferðir til að fanga það sem einstakt væri í landslaginu og til að túlka undursamlega og sí- breytilega birtuna hér norður frá. Larsen og síðar Havsteen-Mikkelsen voru báðir vel kunn- igir íslenskum listmálurum og myndir þeirra frá Íslandi voru innlegg í það mótunar- og rannsóknarstarf sem innlendir listamenn höfðu tekið sér á hendur. Með vali verka á sýninguna er teflt saman verkum þessara dönsku listamanna og ís- lenskra samtímamanna þeirra. Með því gefst óvenjulegt tækifæri til að íhuga hvernig þær listrænu stefnur sem hæst bar voru lagaðar að náttúru Íslands og hvernig hér varð til sérstök sýn á landið, sumpart mótuð fyrir erlend áhrif en sumpart sjálfsprottin, sköpuð uppúr þeirri sannfæringu að Íslendingum bæri sérstök skylda til að gera landi sínu skil. Eftir Jón Proppé proppe@art.is Þessa mynd málaði Harald Moltke (1871–1960) af norðurljósunum eins og þau birtust honum á Ak- ureyri nálægt áramótunum 1900. Á sýningunni eru sjö slíkar myndir eftir Moltke. Að gera landi sínu skil Höfundur er listfræðingur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.