Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.2005, Side 11
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 9. apríl 2005 | 11
Þ
ótt röklegt samhengi veruleikans sé
á stundum óskýrt og framganga
hans ósvífin er ekki öll von úti. Það
sem skiptir máli, vilja margir
meina, er að þegar skref er tekið til
baka og mannshugurinn í róleg-
heitunum skoðar atburðarásina reynist merking
leynast bakvið óreiðuna. Orsök skýrir afleiðingu,
vísindi beisla náttúruna, réttlæti nær fram að
ganga, mannkynssagan fjallar um framfarir. Og
þótt maðurinn sé kannski ekki
lengur miðjan í hringsóli sól-
arinnar erum við svo sannarlega
ekki tilgangslaus og týnd í gal-
tómum alheiminum. Handahófs-
kennd framrás er bara yfirborðið, handan þess,
fyrir neðan, eða við hliðina er merkingu að finna.
Tilgangurinn er til staðar og bíður þess nánast í
óþreyju að vera afmarkaður og settur í samhengi
sem bæði útskýrir ástæður gjörða okkar og gerir
daglegt líf merkingarbært.
Hugsun þessi hefur um aldir knúið hugsuði,
skáld og heimspekinga til afreka en hana má
einnig sjá sem tilvistargrundvöll og hreyfiafl
sakamálasögunnar. Rökvísin sem staðsetur at-
burði í skiljanlegu samhengi, leiðir í ljós ástæðuna
að baki atburðarins, er einmitt miðjan sem saka-
málafrásögnin hverfist um.
Helgispjöll
„Stundum finnst mér að þegar við hugsum um
þann aflvaka sem knýr mannlegt samfélag áfram
þá séu „ástæður“ úreltar. Þær eru útjaskaðar,
ástæður hafa ekki lengur það til að bera sem
nauðsynlegt er til að vera ástæða fyrir nokkrum
sköpuðum hlut“. Svo skrifaði breski rithöfund-
urinn Martin Amis fyrir allmörgum árum í skáld-
sögu sinni Money (Peningar). Víst er að saka-
málasagan hafnar einróma þessari hugmynd um
ástæðuskort, eða gengisfellingu skýrs orsaka-
samhengis, sem eitt af einkennum nútímans. Eins
og frægt er þarf úrlausn vel heppnaðra sak-
málasagna að gera grein fyrir bæði ástæðu
glæpsins, tildrögum hans og tækifærinu sem
gerði framkvæmdina mögulega. Þetta eru horn-
steinar og hryggsúlur tegundarinnar og svo vill til
að þetta eru einmitt þeir hlutir sem bandaríski
rithöfundurinn Michael Chabon dregur í efa eða
varpar ákveðinni rýrð á í nýlegri sakamálasögu
sinni, The Final Solution: A Story of Detection
(Síðasta úrlausnin: Saga af rannsókn; 2004). Hann
fremur spjöll í helgasta rými sakamálasögunnar
með því að efast um gildi „ástæðunnar“ og hæfi-
leika jafnvel snörpustu rökvísi til að takast á við
veruleikann og sía merkinguna úr óreiðunni.
Í bók þessari varpar Chabon fram þeim mögu-
leika að hlutir séu til, athafnir og viðburðir, sem
ómögulegt er að staðsetja, útskýra eða skilja í
kerfi upplýstrar rökvísi.
Enn ein endurkoma spæjarans
Í afskekktum hluta Sussex-sýslu á Englandi horf-
ir aldraður maður út um gluggann heima hjá sér.
Hugsanir um býflugnarækt víkja fyrir furðu yfir
því sem fyrir augu ber. Gamli maðurinn sér ung-
an dreng ganga eftir Brighton-Eastbourne lest-
arteinunum með litríkan og óvenjustóran páfa-
gauk á öxlinni. Þetta er einkennileg sjón og sker
sig út úr þeirri dagfarslegu rútínu sem vefur
mannleg samskipti í bæjarfélaginu í fyrirsjáan-
legan öryggishjúp.
Í ljós kemur að drengurinn heitir Linus Stein-
man og er níu ára gamall. Hann er þýskur gyð-
ingur, nýkominn til Englands og virðist mállaus.
Árið er 1944 og seinni heimsstyrjöldin er enn óút-
kljáð þótt farið sé að halla á Öxulveldin í stríðs-
rekstrinum. Páfagaukurinn fylgdi drengnum á
flóttanum undan nasistum.
Á þessum fyrstu blaðsíðum bókarinnar leggur
Michael Chabon grunninn að síðasta sakamáli
frægasta einkaspæjara bókmenntasögunnar.
Gamli býflugnabóndinn er enginn annar en Sher-
lock Holmes en þegar sagan hefst hefur þessi
ógnvaldur alþjóðlegra glæpamanna setið um ára-
tugaskeið í helgum steini. Moriarty er allur,
Lundúnir eru fjarri, Watson er látinn, veröldin
sem var er horfin. Árið 1944 er Holmes minn-
isvarði um liðna tíma, tímaskekkja sem sögur
ganga um en virðist lítið erindi eiga á öld sem
þegar er kennd við tækni og innan skamms við
gervihnetti. Áhugamálin snúast ekki lengur um
lausnir flókinna sakamála heldur um söfnun hun-
angs og það að vera látinn í friði.
Sú staðreynd að tími Holmes er liðinn er gefin í
skyn á fleiri máta en einn í skáldsögunni. Hann
hefur vissulega dregið sig í hlé og sagt skilið við
viðburðaríkt sakamálalíf sitt og sú veröld sem
hann byggði í þekktum smásögum Arthurs Conan
Doyle er horfin, tvær heimsstyrjaldir hafa afmáð
með öllu hæverskulega rómantík Viktoríutímans.
En Holmes þarf einnig að horfast í augu við
nærtækari birtingarmyndir þess að tíminn býður
engum grið. Háaldraður og hrumur lítur hann í
kringum sig, og þótt það sé e.t.v. viðsættanlegt að
líkaminn sé farinn að láta á sjá, enda er Holmes
kominn á níræðisaldur, er einn af eftirminnileg-
ustu þáttum bókarinnar sá að hugur rannsókn-
armannsins er ekki jafn skýr og áður. Þetta veld-
ur Holmes ómældum áhyggjum.
Sundurgreinandi gáfur hans sem í tærleika sínum
og framleiðni líktust helst fullkominni tölvu, vél
sem skynjaði og vann upplýsingar úr umhverfinu
á ólíkindalegan hátt, gengur nú aðeins með erf-
iðismunum. Það slær út í fyrir Holmes, stundum
gleymir hann orðum og þekkir ekki hversdags-
lega hluti sem hann sér. Ellin hefur leyst glæpa-
menn og undirheima Lundúnaborgar af hólmi
sem erkióvinur frægasta rannsóknarmanns bók-
menntasögunnar.
Sviðsetningin
Yfirgefinn drengurinn og sjaldgæfur páfagauk-
urinn fanga þó athygli hins fræga spæjara en það
er ekki fyrr en morð er framið á gistiheimilinu
þar sem Linus dvelur og páfagauknum er rænt
sem Holmes kynnir sér baksögu drengsins og að-
stæður hans fyrir alvöru – á þann hátt sem les-
endur Doyle þekkja, stækkunarglerið er dregið
fram og skriðið er eftir jörðinni, en í þetta skipti
reynist öldruðum einkaspæjaranum rannsóknin
líkamlega sársaukafull á máta sem við sem fylgst
höfum með Holmes höfum ekki séð áður.
Eins og við er að búast skartar gistiheimilið lit-
ríku úrvali hugsanlegra sökudólga. Fórnarlambið,
Richard Shane, var nýkomið í bæinn en við hon-
um tók fjölbreytilegt úrval einkennilegra ein-
staklinga og víst er að einn þeirra ber ábyrgð á
grunsamlegum dauðdaganum.
Fyrst ber að nefna rekstraraðila gistiheimilis-
ins. Eigandinn er hr. Panicker, blökkumaður sem
gegnir embætti bæjarprests og sker sig á aug-
ljósan og dramatískan máta úr einsleitu og eins-
litu bæjarlífinu. Þá virðist eiginkona hans, sem er
ensk og hvít í húð og hár, hafa verið skotin í
Shane. Afbrýðisemi er því framsett hér sem hugs-
anleg ástæða glæpsins en ætla má að um eins
konar tálsýn sé að ræða því eins og Amis hér fyrir
ofan benti á eru ástæður þreyttar og ótraustverð-
ugar og Chabon virðist að mörgu leyti sammála
þeirri staðhæfingu.
Án þess að skemmt sé fyrir lestrinum er því
óhætt að ætla þau hjónin saklaus. Glæpurinn á
rætur að rekja annað þótt hjónabandið sjálft sé í
huga ýmissa sögupersóna hálfgerður glæpur.
Grunsamlegur er þó líka sonur þeirra skrítnu
hjóna, óstýrilátur unglingur sem ekki einvörð-
ungu er þekktur fyrir að vera lögbrjótur heldur
lenti hann líka í slagsmálum við Shane skömmu
fyrir morðið. En lesandi getur reyndar sýknað
soninn líka því „góð og gild“ ástæða er hér allt of
berlega borin fram sem orsök atburðarins.
Þá er hr. Parkins, langreyndur leigjandi, líka
grunsamlegur þótt á annan hátt sé. Hr. Parkins
hefur allt frá því hann settist að á gistiheimilinu
veitt páfagauknum mikla athygli.
Svo vill nefnilega til að ástæða er til að ætla að
páfagaukurinn sjálfur tengist málinu. Í ljós kem-
ur að fuglinn er bráðskarpur og á afar auðvelt
með að leggja mannamál á minnið. Að hætti páfa-
gauka endursegir, eða endursyngur, gaukurinn
svo það sem hann heyrir og kann. Einn allra
skemmtilegasti kafli bókarinnar er einmitt sá sem
sagður er frá sjónarhorni páfagauksins – bók-
arhluti sem er ákaflega fyndinn og ber sköp-
unargáfu og ímyndunarafli höfundar skýrt vitni
og er, liggur við að hægt sé að segja, einstakur í
raunsæislegri upplýsingu dýrslegs hugarheims í
heimsmynd sakamálasögunnar.
En það sem páfagaukurinn öðru fremur segir,
eða syngur, eru langar talnarunur á þýsku. Talna-
runur sem virðast ástæðu- og orsakalausar. En
þegar sest er að kvöldverði á gistiheimilinu, og
páfagaukurinn situr á sinni stöng og syngur í stof-
unni, sést til hr. Parkins skrifa þýsku tölurnar í
vasabók af umtalsverðum áhuga. Enginn veit
hvers vegna hr. Parkins veitir talnarunu páfa-
gauksins svo mikla athygli en þegar Sherlock
Holmes fréttir af þessum ávana fuglsins, og við-
brögðum Parkins, vaknar hann svo sannarlega til
lífsins, samanrekinn líkaminn réttir úr sér og það
sem eftir er skáldsögunnar á hann eftir að sýna
örlögum og orðræðu páfagauksins meiri áhuga en
aðstæðum og sorglegum örlögum hins myrta
fórnarlambs. Þetta er einkennilegt, finnst mörg-
um persónum bókarinnar, en lesandi hefur áttað
sig á því að páfagaukurinn og þýsk talnarunan
eru í raun það sem máli skiptir í úrlausn saka-
málsins.
Hér byrjar þó að glitta í þá miðju sögunnar sem
er spurningin hvort ástæður og orsakir fyrir
mannlegum gjörðum séu ávallt greinanlegar, auð-
veldlega fundnar ef rökvísin er nægilega kraft-
mikil. Hvort ramminn sem við búum til að út-
skýra mannlega hegðun sé ekki á stundum of
þröngur.
Tölur og söngvar
Er talnarunan lausnin að dulmáli þýska hersins?
Er um að ræða upplýsingar um svissneska banka-
reikninga? Nokkuð víst er að talnasöngur fuglsins
er ástæða glæpsins og kjarninn í leyndardómi
bókarinnar.
Hér skiptir baksaga Linusar umtalsverðu máli.
Í ljós kemur að faðir hans var mikilsmetinn sál-
fræðingur sem háttsettur, en taugaveiklaður nas-
istaforingi taldi nauðsynlegan eigin sálarheill.
Kaldhæðni bókarinnar gerir þegar vart við sig.
Þar sem sálfræðingurinn var gyðingur, og því
réttdræpur, ákveður hinn háttsetti nasisti að
halda hlífðarskildi yfir honum og fjölskyldu hans.
Hann flytur þau heim til sín og gerir föður Linus-
ar að sínum einkatherapista en það er einmitt
þessi færsla að miðju nasíska veldisins sem út-
skýrir mikilvægi talnarunusöngs páfagauksins,
en að öllum líkindum lagði gaukurinn á minnið
leynilegar upplýsingar sem bárust honum til
eyrna undir þessum kringumstæðum.
Þess vegna er páfagauknum rænt og einhvern
veginn skynjar Holmes undir eins að lykilinn að
ráðgátunni, morðinu á Shane, er að finna í dul-
arfullri útlenskurullu fuglsins. Lögreglumenn-
irnir sem sinna rannsókn málsins eru undrandi á
áhuga Holmes á því sem þeim virðist vera auka-
atriði í morðrannsókn en framvinda söguþráð-
arins sýnir svo sannarlega að gamli refurinn hef-
ur rétt fyrir sér.
En það er ekki alltaf nóg að hafa rétt fyrir sér
þegar að smáatriðum kemur. Smáatriðin þarf að
setja saman í stærra púsluspil til að lausn málsins
birtist opinberuð í allri sinni frásagnarlegu og
heildrænu dýrð, til að sannleikurinn birtist.
Holmes fylgir réttri slóð en ráðgáta talnanna er
ekki jafnauðleyst og morðgátan. Hann finnur
morðingjann en sagan er þó ekki fullsögð.
Ráðgáta tuttugustu aldarinnar
Hver er hin sanna ráðgáta tuttugustu aldarinnar?
Smekklegt og auðskýranlegt morð á sveitasetri
hefur augljóslega ekki merkilegar sögulegar skír-
skotanir. Þegar glæpur sem er útskýrður, festur í
viðjar röklegs samhengis – þegar ástæða, tæki-
færi og jafnvel aðferð eru þvert gegn vilja sínum
dregin fram í dagsljósið – er auðvelt að líta svo á
að ekki hafi einvörðungu réttlætið náð fram að
ganga heldur er því óbeint haldið fram að glæpir
tilheyri rökvísi hins siðmenntaða og hversdags-
lega veruleika sem öllum er kunnugur. Hið ógn-
vænlega er þannig tamið, ófreskjan er gerð að
húsdýri. Hið óþekkjanlega er afvopnað og gert
hversdagslegt með tilvísun til auðþekkjanlegra
hvata.
Chabon hafnar þessari sýn á mannlega hegðun
og ósigur snjallasta spæjara bókmenntasögunnar,
sem hér stendur frammi fyrir hinum „endanlega“
glæp, hinni sönnu ráðgátu tuttugustu aldarinnar,
hefur ákveðin skilaboð fram að færa. Rökvísin er
þeim takmörkunum háð að hún getur ekki gert
ráð fyrir hinu órökvísa, þess sem er ástæðulaust.
Síðasta ráðgátan
Sakamálasagan er einn af erindrekum klass-
ískrar rökvísi; tilefnið er ávallt opinberað að lok-
um og orsök skýrir afleiðingu. Í sinni nýjustu
skáldsögu, þar sem frægasti einkaspæjari bók-
menntasögunnar er endurvakinn, varpar banda-
ríski rithöfundurinn og Pulitzer-verðlaunahaf-
inn Michael Chabon fram þeim möguleika að
atburðir séu til sem ómögulegt er að skilja, út-
skýra eða staðsetja í kerfi upplýstrar rökhugs-
unar.
Eftir Björn Þór
Vilhjálmsson
vilhjalms-
son@wisc.edu
Höfundur leggur stund á doktorsnám í bókmenntum í
Bandaríkjunum.
Michael Chabon The Final Solution: A Story of
Detection er nýjasta skáldsaga hans.
Áður en Alexander McCall Smithsló í gegn með bókum sínum um
kvenspæjarann Precious Ramotswe
hafði hann gefið
út smásagna-
safnið Portu-
guese Irregular
Verbs eða
Óreglulegar
portúgalskar
sagnir þar sem
hinn sérvitri en
skemmtilegi
þýskuprófessor
Dr. Moritz-Maria
von Igelfeld er í aðalhlutverki. Í
framhaldinu fylgdu The Finer Points
of Sausage Dogs, eða Innsta eðli
Pulsuhunda, og At the Villa of Re-
duced Circumstances, eða Á fátæk-
lega sveitasetrinu. Allar komu bæk-
urnar út í takmörkuðu
upplagi, en voru ný-
verið endurútgefnar í
ljósi óvæntra vinsælda
höfundar. Að mati gagnrýnanda The
New York Times er hér um að ræða
ljúfar sögur uppfullar af kímni. Þó
um sjálfstæðar smásögur sé að ræða
fléttast þær allar saman upp að
ákveðnu marki, en samt er hver bók
sjálfstætt verk sem hægt er að njóta
á eigin forsendum. Prófessorinn von
Igelfeld er sem fyrr segir í aðal-
hlutverki í sögunum, en einnig kynn-
ast lesendur samprófessorum hans
við Regensburg-háskólann í Þýska-
landi. Er þetta háskólasamfélag sem
einkennist af miklum formlegheitum
og því að mikið er gert úr smávægi-
legum atburðum, en allt er þetta þó
gert á afar gamansaman hátt að mati
gagnrýnanda.
Leikarinn Antony Sher helduruppteknum hætti í nýjustu bók
sinni, Primo Time eða Tími Primo,
og skrifar sem
fyrr um glímu
sína við leik-
persónu á sviði.
Að þessu sinni er
það nálgun hans
og glíma við
Primo Levi, unn-
um upp úr end-
urminningum
Levis sem Sher
sýndi við gríðargóðar undirtektir í
Þjóðleikhúsi Breta sl. haust. Levi var
einn þeirra fáu sem komst lífs úr
Auschwitz-útrýmingarbúðunum og
skrifaði um þessa reynslu sína í end-
urminningarbók sinni If This is Man.
Áður hefur Sher sent frá sér hina
mjög svo fróðlegu Year of the King
þar sem hann skrifaði um nálgun sína
á Ríkarði þriðja í uppfærslu Royal
Shakespeare Company á samnefndu
verki árið 1984 og Woza Shakespeare
árið 1996 þar sem hann fjallaði um
uppsetningu sína á Títusi Andróni-
kusi í Suður-Afríku. Sher hefur hing-
að til þótt góður penni og veita
áhugaverða innsýn inn í æfingaferli
leikarans. En ef marka má Ian
Thomson, gagnrýnanda breska dag-
blaðsins The Guardian, fatast Sher
þó heldur betur flugið í þessari nýju
bók sinni og veitir, að mati gagnrýn-
anda, einfaldlega of miklar upplýs-
ingar. Thomson lætur vel að ein-
leiknum sjálfum og þykir Sher hafa
tekist vel til við að holdgera Levi.
Öðru máli gegni hins vegar um skrif
Shers um Levi. Thomson finnur ým-
islegt að og telur Sher á köflum
hreinlega misskilja Levi illilega. Tek-
ið skal fram að sjálfur skrifaði Thom-
son ævisögu Levis og telur sig því
eðlilega hafa betri innsýn í hug-
arheim mannsins en margur.
Sænska skáldkonan KaterinaJanouch sækir að stórum hluta í
eigin reynslu í hinni mjög svo átak-
anlegu skáldsögu Anhöring eða Að-
standendur. Bókin fjallar um ástina,
umhyggjuna og helvítið sem fylgir
því að búa með alkóhólista og þykir
Janouch skrifa um málefnið af miklu
innsæi. Hún lýsir þannig algjörri nið-
urlægingu manneskju sem komin er
áfengis- og kókaínneyslunni full-
komlega á vald og hvernig neysla fík-
ilsins stýrir ekki aðeins hans eigin lífi
heldur einnig öllu fjölskyldulífi. Í við-
tali segir skáldkonan bókina alls ekki
vera heimildarverk þó svo að tilfinn-
ingar verksins byggist á hennar eigin
reynslu.
Erlendar
bækur
Alexander McCall
Smith
Antony Sher