Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.2005, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.2005, Page 12
12 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 9. apríl 2005 Í Kastljósinu á fimmtudaginn fjölluðuÓlafur H. Torfason kvikmyndagagnrýn-andi og Laufey Guðjónsdóttir for-stöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Ís- lands um vanda íslenskrar kvikmyndagerðar. Það sem var einkum merkilegt við umræðurnar var að Sigurður Valgeirsson stjórnandi Kast- ljóssins skyldi telja ástæðu til þess að ræða ekki aðeins um fjárhagsvanda íslenskr- ar kvikmyndagerðar, sem talað hefur verið um í fjöldamörg ár, heldur og það öngstræti sem hún er lent í með efni og efnistök. Sjálfur skrifaði undirritaður Sjónarhorn í Lesbók 9. október síðastliðinn þar sem því var haldið fram að það væri erfitt að sjá út á hvað íslenskar kvikmyndir gengju nú orðið, í þeim væri hvorki að finna ævintýralegan uppspuna eins og í Hollywoodframleiðslunni né hina raunsæislegu jarðnánd sem einkennir danska kvikmyndagerð nú um stundir og Ólafur minnt- ist á í Kastljósinu. Í þessari grein var talað um að danska undrið væri staðreynd og helsta ein- kenni þess væri ákveðin jarðbinding, Dönum hefur nefnilega tekist að skírskota til reynslu- heims hins vinnuþjáða, veruleikaþrúgaða, til- finningaþjakaða og eilíft sakbitna fjöl- skyldufólks á aldrinum 25 til 70 ára í myndum sínum. Vissulega gætu íslenskir kvikmyndagerð- armenn lært ýmislegt af ótrúlegum uppgangi hjá dönskum starfsbræðrum sínum undanfarin ár. Það væri satt að segja óhemjulega for- vitnilegt að sjá áhugaverða og skarpa kvik- myndaleikstjóra á borð við Hilmar Oddsson, Baltasar Kormák eða Kristínu Jóhannesdóttur glíma við að segja samtímasögu af því tagi sem Danir eru að kvikmynda. En lausnin er auðvitað ekki svona einföld. Ís- lenskar kvikmyndir þurfa að hafa eitthvað fram að færa til þess að ná máli á hinu alþjóðlega sviði. Laufey nefndi að íslenskar kvikmyndir byggju yfir einhverjum séríslenskum karakter. Hvað hefur maður oft heyrt talað um þennan karakter? Og hver er þessi karakter? Er hann kannski einhvers konar Gísli á Uppsölum eins og Ólafur benti á? Það er ekki hægt að treysta á hið séríslenska í alþjóðlegri kvikmyndagerð. Íslenskir kvik- myndaleikstjórar þurfa að geta tekið vitrænan þátt í þeirri samræðu sem alþjóðleg kvik- myndagerð er, bæði hugmyndafræðilega og kvikmyndasögulega. Því miður fær maður það oft á tilfinninguna að þeir geri það ekki og í því felst ef til vill hinn séríslenski karakter, út- nesjamennskan. Það er oft eins og íslenskar kvikmyndir séu ekki sprottnar af neinni hefð, verði til í kvikmyndasögulegum og hug- myndafræðilegum afdal. Hér hljóta að vakna spurningar um kvik- myndauppeldi. Síðustu tvo áratugi hafa íslensk kvikmyndahús séð til þess að hér hefur nánast ekkert verið sýnt nema Hollywoodframleiðsla. Hér hefur vaxið upp kynslóð sem þekkir fátt annað. Það mun krefjast mikils átaks að leið- rétta kúrsinn. Bókmenntafræðiskor við Há- skóla Íslands hefur unnið mikið verk með kennslu í kvikmyndafræðum undanfarin ár og hefur nú stofnað til sérstakrar kvikmynda- fræðigreinar innan sinna vébanda. Aukin flóra kvikmyndahátíða er sömuleiðis til bóta þótt telja verði kaldhæðnislegt að kvikmynda- húsaeigendur og dreifingaraðilar Holly- woodframleiðslunnar síðustu áratugi skuli fyrst nú sjá ástæðu til að efna til slíks viðburðar. Og síðan þarf Kvikmyndamiðstöð Íslands að vakna til lífsins með markvissara starfi, ekki aðeins við úthlutun styrkja til kvikmyndagerðar held- ur og við að efla kvikmyndauppeldi og íslensk kvikmyndafræði. Hvað skyldi mikill hluti styrkja sem miðstöðin veitir fara til þessara þátta, svo sem til útgáfu á fræðiefni um kvik- myndir? Vandi íslenskra kvikmynda ’Og síðan þarf Kvikmyndamiðstöð Íslands að vakna til lífs-ins með markvissara starfi, ekki aðeins við úthlutun styrkja til kvikmyndagerðar heldur og við að efla kvikmyndaupp- eldi og íslensk kvikmyndafræði. ‘Sjónarhorn Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is H ún fjallar um stutt ástarsam- band milli ungs pars. Þau elskast, fara á tónleika, elsk- ast meira, tala saman, elskast, fara á tónleika, elskast, rífast, elskast, fara á tónleika, elsk- ast og elskast svo aftur. Með öðrum orðum þá er viðfangsefni 9 Songs ofurvenjulegt, en þessi mynd hefur þó samt vakið meira umtal og deil- ur í heimalandinu Bretlandi, þar sem hún var frumsýnd í mars, en nokkur önnur síðustu misseri. Ástæðan? Það er allt sýnt. Opinskárri kynlífslýsingar hafa ekki verið sýndar í hefðbundnum kvikmyndahúsum í Bretlandi. Dónalegasta mynd allra tíma? Bresku götublöðin hafa eins og við mátti búast velt sér heil ósköp uppúr þessari umdeildu mynd og þeirri staðreynd að breska kvik- myndaeftirlitið skyldi hafa lagt blessun sína yf- ir hana. Birtar voru stríðsfyrirsagnir á borð við þessa: „Dónalegasta mynd allra tíma komin í bíó“, og Winterbottom úthrópaður dónakarl og klámhundur. Leikarar myndarinnar hafa heldur ekki farið varhluta af þessari móðursýk- islegu, fordómafullu og yfirlætislegu hneyksl- an. Kieran O’ Brien hafði áður getið sér orð fyrir að vera frakkur leikari, ævintýragjarn og kæra sig kollóttan um stóryrði fjölmiðla en at- hygli þeirra kom meira við hina 22 ára gömlu bandarísku leikkonu Margo Stilley. Hún var fyrirsæta og með öllu óreynd leikkona þegar hún tók að sér hlutverk í myndinni. Stilley er komin af guðhræddu fólki í Suður-Karólínu. Upphaflega óskaði hún þess að nafni hennar yrði haldið leyndu við kynningu á myndinni en síðar viðurkenndi hún að það hefðu að öllum líkindum verið mikil mistök því það hefði virk- að sem olía á eldinn, magnað upp forvitni fjöl- miðla. Í febrúar lýsti hún því fyrir blaðamanni Guardian hversu mikið áfall það hefði verið fyrir sig er breska pressan tók að herja á hana. Ekki aðeins hefði hún sjálf engan frið fengið síðustu mánuði heldur hefði fjölskylda hennar í Suður-Karólínu, móðir hennar og ætt- ingjar, átt í vök að verjast gegn ágengni blaða- manna og ljósmyndara. En hvorugur leik- aranna sér eftir því að hafa leikið í myndinni og hafa stutt hana heilshugar í viðtölum. Og Winterbottom hefur lýst því yfir að hann vilji aftur vinna með hinni hugrökku Stilley. Hið holdlega stílbragð Vafalaust var þessi úlfúð að hluta tilgangurinn með gerð myndarinnar, að kanna hver við- brögðin yrðu, kanna hversu langt væri hægt að ganga innan hins listræna ramma, og um leið ganga í berhögg við helsta tabú kvikmyndanna. Meginhugmyndina aðmyndinni fékk Winterbottom eftir að hafa lesið bók Michels Houellebecqs Áform. Í fyrstu var ætlunin að byggja handritið á bókinni, þar sem Houellebecq kannar kynlífstúrismann og hið skaddaða kynlífssamband milli vestrænna karla og kvenna. En saga Houellebecqs gengur út á annað og meira en hispurslaust kynlíf og kannski af þeim sökum sagði Winterbottom um síðir skilið við hana að öllu öðru leyti en því að hann tileinkaði sér hina umbúðalausu nálgun; hvort sem er í lýsingum á kynlífsathöfnum, eit- urlyfjaneyslu eða kvöldstundum á tónleikum eða nektarbúllum. Úr varð að Winterbottom vildi, að eigin sögn, segja einhliða ástarsögu út frá hinu holdlega sambandi milli tveggja ein- staklinga. Hann vildi nota kynlífið sem stíl- bragð sem lýsti sambandinu í hnotskurn; losta- fullu kynlífi fyrstu kynnanna, blíðlegu og ástríðufullu kynlífi ástfangins pars og óhjá- kvæmilegum endalokunum, er konan telur sig fá meira út úr því að gæla við sig en að vera með karlinum. Stuttmynd með tónleikaupptökum Nær einu atriðin sem brjóta upp ástarlífssen- urnar í myndinni eru tíðar ferðir skötuhjúanna – sem eru satt að segja fremur leiðinlegir og óspennandi indíkrakkar – á rokktónleika með svölum sveitum á borð við Primal Scream, El- bow, Dandy Warhols, Von Bondies, Franz Ferdinand, Black Rebel Motorcycle Club o.fl. Þetta skýrir titil myndarinnar: 9 lög. Og skír- skotar til umfjöllunarefnisins: 9 laga ástarsam- bandsins. En það skýrir líka hvers vegna myndin er 70 mínútur að lengd en ekki 40 mín- útur. Lögin eru leikin í heild sinni svo nærri liggur að hér sé á ferð tónlistarmynd; heimild um indísenuna í Lundúnum árið 2004 – þótt valið á hljómsveitum sé reyndar svolítið gam- aldags og vísi frekar til 10. áratugar síðustu aldar – þegar breska indísenan, og greinilega Winterbottom sjálfur, voru í mestum blóma. Þetta er því nokkurskonar stuttmynd. Hálf- gerð stílæfing. Tilraun. Jafnvel innsetning. Og virkar því svolítið á mann eins og Idioterne eftir Von Trier, fremur en Last Tango In Paris eftir Bertulucci. Kynlíf en ekki klám Rómantíkin er þannig ekki mikil, ástríðan ekki heldur. Myndin er ekki erótísk þótt hún sé uppfull af kynlífi. En nálægðin er aftur á móti næsta óbærileg. Þarna er jafnvel einnig ein- hver innileiki. Og hispursleysið er algjört, blá- kalt. Rétt eins og manni hafi verið þröngvað inná gafl til þessa fólks, í orðsins fyllstu merk- ingu, rétt eins og einhverjum óforskömmuðum gluggagægi. Þannig læðist líka að manni ein- hver undarleg sektarkennd – sem hæpið er að nokkur geti fundið fyrir við að horfa á alvöru klámmynd. Sektarkennd yfir því að horfa uppá bólfarir ókunnugra, venjulegs fólks sem klár- lega er ekki neinir kynlífsfíklar eða stríparar, heldur venjulegt fólk í „venjulegum“ ást- arleikjum, fólk sem myndi örugglega ekki kæra sig um að nokkur fengi að horfa á sig í raun og veru væri það spurt. Þetta er heldur engin klámmynd enda er megintilgangurinn greinilega ekki sá að koma áhorfendum til – eins og breska kvikmyndaeft- irlitið ályktaði réttilega. Hér er enginn af- brigðileiki á ferð, ekkert ofbeldi. Heldur ekk- ert sem telja mætti til ónáttúru eða óeðlis. Þvert á móti fjallar 9 Songs um frumhvöt mannsins og á ekki að vera skaðleg nokkrum manni. Spurningin er svo hvort íslenska kvik- myndaskoðunin líti myndina öðrum augum eða feti í fótspor breskra kollega sinna en til stendur að sýna myndina á Alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni á Íslandi – IIFF sem hófst fyr- ir helgi. Kynlíf, eiturlyf og rokk og ról – og svo meira kynlíf Nýjasta mynd breska kvikmyndagerðarmanns- ins Michaels Winterbottoms heitir 9 Songs og er einhver umdeildasta mynd sem sýnd hefur verið í almennum kvikmyndahúsum í Bretlandi í lengri tíma. Eftir Skarphéðin Guðmundsson skarpi@mbl.is Níu laga tilraun Í kvikmyndinni 9 Songs fær áhorf- andinn tækfæri til að sitja á gaflinum og verða vitni að stuttu ástarsambandi tveggja ungra einstaklinga. Samstarf þeirra George Clooneysog Steven Soderberghs hefur getið af sér nokkrar góðar og í versta falli áhugaverðar myndir, eins og hina frábæru Out of Sight, at- hyglisverðu Sol- aris og ekki eins athyglisverðu Ocean’s Eleven og Twelve. Þeir reka líka saman framleiðslufyr- irtækið Section 8. Nú hafa þeir ákveðið að gera aðra mynd saman, Soderbergh sem leikstjóri og Clooney aðalleikari. Myndin heitir á frummálinu The Good German og verður rómantísk spennumynd sem fjallar um bandarískan blaðamann sem sendur er til Berlínar undir lok seinni heimstyrj- aldarinnar. Í stað þess að sinna starfinu ákveður hann að reyna að hafa uppi á týndri fyrrverandi ást- konu sinni og flækist við það í dul- arfulla morðgátu. Handritið er byggt á myndasögu eftir Joseph Kanon og mun Cate Blanchett leika hina týndu ástkonu. Áður en tökur geta hafist þarf Clooney að klára sitt annað leikstjórnarverk- efni; Goodnight, And Good Luck. Sú mynd fjallar um sjónvarps- fréttamanninn Edward R. Murrow og tilraun hans til að afhjúpa hinn alræmda öldungardeildarþingmann og siðgæðisvörð Joseph McCarthy. David Strathairn leikur Murrow en Clooney mun sjálfur fara með stórt hlutverk í myndinni ásamt Patriciu Clarkson, Robert Downey yngri, Frank Langella, William Hurt og fleiri góðum skapgerðarleikurum.    Á meðan ætlar Soderbergh aðklára litla ódýra tilraunamynd sem hann kallar Bubble og þykir svipa svolítið til hinnar mjög svo erfiðu myndar hans Schizopolis. En annað verk- efni sem hann virðist ætla að klára áður áður en hann snýr sér að Þjóðverjanum góða með Cloon- ey er mynd um Che Guevara. Eins og kunnugt er þá fjalla Mótorhjóladagbækurnar eftir Walter Salles, opnunarmynd Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar sem nú stendur yfir, um Guevara á yngri árum, áður en hann varð að hinum sögufræga byltingarleiðtoga. Mun mynd Soderbergh, sem á ein- faldlega að heita Che, á hinn bóg- inn taka upp þráðinn þar sem frá er horfið í Mótorhjóladagbókunum og rekja feril hins fræga Guevara; allt frá þætti hans í innrás hinna útlægu uppreisnamanna á Kúbu 1956, til þess hvernig hann komst til metorða sem byltingarleiðtogi í Bólivíu og um gervalla Rómönsku- Ameríku og var síðan að endingu ráðinn af dögum árið 1967, aðeins 39 ára að aldri. Benicio del Toro mun leika Guevara en aðrir leik- arar í myndinni verða Javier Bard- em, Benjamin Bratt, Ryan Gosling og Franka Potente.    Aðrir félagar sem mikið hafaunnið saman, leikarinn Denzel Washington og leikstjórinn Spike Lee, hafa ákveð- ið að vinna sam- an enn á ný, í fjórða sinn (Mo’ Better Blues, He Got Game and Malcolm X.), í myndinni The Inside Man. Verður þar á ferð glæpasaga þar sem Wash- ington leikur grjótharðan lögreglu- mann sem glíma þarf við útsmog- inn bankaræningja, sem tekur starfsmenn og viðskiptavini gísl- ingu. Lee á í viðræðum við Bretann Clive Owen um að taka að sér hlut- verk ræningjans. Benicio Del Toro Denzel Washington George Clooney Erlendar kvikmyndir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.