Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.2005, Blaðsíða 15
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 9. apríl 2005 | 15
Kvikmyndir
Borgarbíó, Akureyri:
BeCool
Vélmenni (SV)
In Good Company
Darkness
Smárabíó
Vélmenni (SV)
In Good Company
Hitch (SV)
Spanglish
BeCool
Regnboginn
Der Untergang
The Oxic Avenger
Hotel Rwanda
The Door in the Floor
The Woodsman
Laugarásbíó
In Good Company
Vélmenni (SV)
Gríman 2: Sonur grímunnar
(SV)
Meet the Fockers (SV)
Sjóræningjar á Saltkráku
Danny The Dog
Vanity (HL)
Háskólabíó
The motorcycle diaries
Maria Full of Grace
Don’t Move
A Hole in my Heart
Million Dollar Baby
(HJ)
Life Aquatic (HL)
Les Choristes (SV)
The Mother
The Life and Death of Peter
Sellers
The Mayor Sunset Strip
Sambíóin Reykjavík,
Keflavík, Akureyri
Boogeyman
Svampur Sveinsson m/ísl. tali
Svampur Sveinsson m/ensku
tali
The Ring Two (HL)
Coach Carter (HL)
The Life Aquatic (HL)
Constantine (SV)
Bangsímon og Fríllinn
(SV)
Miss Congeniality2 (SV)
The Life and Death of Peter
Sellers
The Pacifier
Million Dollar Baby
(HJ)
Myndlist
Artótek Grófarhúsi: Að-
alheiður Valgeirsdóttir sýnir.
Til 10. apríl.
Árbæjarsafn: Í hlutanna eðli
– stefnumót lista og minja. Til
5. júní.
Banananas | Metorðastiginn
– Tinna Kvaran sýnir.
Energia Smáralind: Mál-
verkasýning aprílmánaðar.
Ólöf Björg.
FUGL, Félag um gagnrýna
myndlist : Anna Hallin –
Hugarfóstur – kort af sam-
tali. Til 17. apríl.
Gallerí Gangur: Haraldur
Jónsson. Afgangar.
Gallerí Dvergur: Baldur
Bragason. Skúlptúrar. Stend-
ur til 23. apríl.
Gallerí i8: Hrafnkell Sigurðs-
son. Til 30. apríl.
Gallerí List: Daði Guðbjörns-
son kynnir ný olíumálverk í
Hvíta sal.
Gallerí Sævars Karls: Regína
Loftsdóttir sýnir olíumálverk
máluð á striga.
Gallerí Tukt: Erna Þorbjörg
Einarsdóttir – Verk unnin
með blandaðri tækni.
Gerðuberg: Ljósberahóp-
urinn – Hratt og hömlulaust.
María Jónsdóttir – Gull-
þræðir. Til 22. apríl. Klippi-
myndir, verk úr muldu grjóti,
olíumálverk og fleira í Bog-
anum.
Grensáskirkja | Guðbjörg
Hákonardóttir (Gugga) sýnir
málverk í forsal.
Hafnarborg: Jóhannes Dags-
son opnar sýninguna „End-
urheimt“, 9. apríl kl. 15. Á
sýningunni eru verk unnin
með blandaðri tækni. Til 9.
maí. Sýningin Sögueyjan –
Íslandsmyndir danskra og ís-
lenskra málara í 150 ár, opn-
uð 9. apríl. Til 9. maí.
Hallgrímskirkja: Vignir Jó-
hannsson. Sólstafir.
Hoffmannsgallerí í Reykja-
víkurAkademíunni: Á sýn-
ingunni Þverskurður af mál-
verki eru verk eftir u.þ.b. 30
listamenn. Sýningin stendur
yfir til maíloka.
Hrafnista Hafnarfirði: Gerða
Kristín Hammer sýnir akríl-
myndir og fleiri listmuni í
Menningarsal á fyrstu hæð.
101 gallery: Helgi Þorgils
Friðjónsson myndlist-
armaður opnar sýninguna
„Skáhalli tilverunnar (Theo
van Doesburg, Goya og aðr-
ir)“, 9. apríl kl. 17. Til 8. maí.
Kaffi Sólon: Birgir Breiðdal –
eitt verk, ekkert upphaf né
endir.
Kling og Bang: Guðrún Ben-
ónýsdóttir, Lars Laumann og
Benjamin Alexander Huseby
opna sýninguna „Atlantic
Inclusions“, 9. apríl kl. 17.
Íslensk grafík | Nikulás Sig-
fússon, vatnslitamyndir.
Listasafn ASÍ: Helgi Þorgils
Friðjónsson. Olíumálverk og
skúlptúrar unnin í leir og
máluð með olíulitum. 9. apríl
kl. 14.
Listasafn Íslands: Íslensk
myndlist 1930–1945. Rúrí –
Archive – Endangered wat-
ers.
Listasafn Kópavogs – Gerð-
arsafn: Fjórar glerlistasýn-
ingar. Stendur til 1. maí.
Listasafn Akureyrar: Erró.
Jónssonar.
Slunkaríki: Jón B.K. Ransu –
Virðingarvottur til staðgeng-
ilsins: Hluti I – Kenning um
skynjun.
Suð-suðvestur, Reykja-
nesbæ: Ásmundur Ásmunds-
son.
Thorvaldsen: Ásta Ólafs-
dóttir – Hugarheimur Ástu.
YZT Gallerí: Kristín Þorkels-
dóttir – Nánd. Elísabet Olka
– Svipir.
Þjóðminjasafnið: Ljós-
myndasýningarnar Í Vest-
urheimi 1955 – ljósmyndir
Guðna Þórðarsonar og Ís-
lendingar í Riccione – ljós-
myndir úr fórum Man-
fronibræðra. Til 5. júní.
Leiklist
Austurbær: Ávaxtakarfan,
sun.
Borgarleikhúsið: Alveg
brilljant skilnaður, fim, fös.
Draumleikur, lau. sun. fim.
Riðið inn í sólarlagið, fim. fös.
Segðu mér allt, lau. Svik, lau.
Terrorismi, fös.
Hugleikur: Patatz, lau.
Loftkastalinn: Ég er ekki
hommi, lau.fös.
Þjóðleikhúsið: Koddamað-
urinn, mið. fim.Grjótharðir,
lau. fim. fös. Klaufar og
kóngsdætur, sun. Mýrarljós,
lau. fös.
Til 6. maí.
Listasafn Reykjanesbæjar:
Erlingur Jónsson og sam-
tímamenn. Til 24. apríl.
Listasafn Reykjavíkur – Ás-
mundarsafn: Maðurinn og
efnið. Yfirlitssýning. Til 2006.
Listasafn Reykjavíkur –
Hafnarhús: Nían – Mynda-
sögumessa. Brynhildur Þor-
geirsdóttir – Myndheimur.
Til 24. apríl.
Listasafn Reykjavíkur, Kjar-
valsstaðir: Markmið XI
Hörður Ágústsson – Yfirlits-
sýning í Vestursal. Helgi
Hjaltalín Eyjólfsson og Pétur
Örn Friðriksson – Markmið
XI í miðrými. Kjarval í Kjar-
valssal.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur:
Bára ljósmyndari – Heitir
reitir. Stendur til 22. maí.
Norræna húsið: Farfugl-
arnir, sýning sex norrænna
myndlistarmanna frá Finn-
landi, Danmörku og Íslandi.
Til 24. apríl.
Nýlistasafnið: Egill Sæ-
björnsson og Magnús Sig-
urðsson – Skitsófrenía –
Skyssa og Frenía – Skits og
Frenja. Leen Voet – Limbo.
Til 10. apríl.
Safn, Laugavegi 37: Ingólfur
Arnarsson og listamenn frá
Pierogi-galleríinu.
Safn Ásgríms Jónssonar:
Þjóðsagnamyndir Ásgríms
REGÍNA Loftsdóttir er útskrifuð úr mál-
aradeild Myndlista- og handíðaskólans 1998
og kennaramenntuð frá LHÍ 2003. Að því er
ég best fæ séð er þetta fyrsta einkasýning
Regínu. Myndefni hennar er af andlegum
toga, myndskreyting á hugmyndum um æðri
verur, fengnum að mestu leyti úr bókunum
Hvíta bræðralagið – Helgistjórn jarðarinnar
og Þráðurinn gullni. Fjögur stór málverk eru
á sýningunni og nokkur minni. Stóru mál-
verkin þrjú af þeim Kwan Yin, Hinni hvítu
Töru og Ísis náðu mest til mín, þær eru góð-
legar og mildar og minna á Maríu mey með
barnið. Nú þekki ég ekki fræði þau sem
nefnd eru hér að ofan og vitnað er til í sýn-
ingarskrá en það skiptir varla meginmáli, það
er túlkunin sem hér er til skoðunar. Hlutverk
þessara þriggja kvenvera felst í verndun
mæðra og barna, þetta eru eins konar helgi-
myndir. Fjórða stóra málverkið sýnir Þöglan
varðmann og er ekki eins markvisst og kven-
myndirnar þrjár. Regína málar með olíulitum
en blandar þá með einhverju grófkornóttu,
ek. sandi. Litirnir eru mattir og eykur það á
jarðtengingu myndanna en gullinn bak-
grunnur skapar helgiblæ. Nokkur minni mál-
verk eru einnig á sýningunni, sömuleiðis
ímynduð portrett af helgum verum. Það er
svonefnd Helgistjórn jarðar sem hér birtist
og hefur yfirbragð barna og geimvera. Um
þessa Helgistjórn segir í sýningarskrá að
eru ljúfar myndir og það hvílir yfir þeim
kyrrð og ró. Að mínu mati þjónar það litlum
tilgangi að setja verk sem þessi undir mæli-
ker samtímalista, markmið þeirra er einfald-
lega annað, sem um leið veltir upp þeirri
spurningu hvort Gallerí Sævars Karls sé
hentugasti sýningarstaður þeirra.
Það gæti samt verið að hér komi einmitt
saman efnið og andinn og ef til vill eru við-
skiptavinir Sævars vænlegir kaupendur, enda
er hér um fallegustu myndir að ræða þó að
markmið þeirra sé ekki framsækin rannsókn
á möguleikum málverksins.
Stefnumót efnis og anda
Ragna Sigurðardóttir
Ekki framsækin rannsókn „Að mínu mati þjónar það litlum tilgangi að setja verk sem þessi undir mæli-
ker samtímalista, markmið þeirra er einfaldlega annað.“
MYNDLIST
Gallerí Sævars Karls
Til 20. apríl. Opið á verslunartíma.
Málverk, Regína Loftsdóttir
Morgunblaðið/Árni Torfason
hún sé Bræðralag sem er ríki í áru hnattar-
ins, nefnt kærleika- eða viskuríkið og vinni að
velferð jarðar og mannkyns. Í ríki þessu eru
þúsundir vera en fáar þeirra þekktar með
nafni.
Mér líst bara vel á hugmyndina um slíkt
ríki og megi þeir vera sem flestir sem vernda
okkur og börn okkar daga og nætur. Þegar
litið er á tilgang þann sem málverk af þess-
um toga þjóna er varla annað um þau að
segja en að þau séu ágætlega gerð og gefi
fólki hugmyndir að styðjast við þegar tilvist
okkar og gátur hennar eru hugleiddar, vænt-
anlega út frá fyrrgreindum fræðum. Þetta
DREIFA þurfti fjölda aukastóla á hádegistón-
leikunum í Hafnarborg á miðvikudag sakir
bullandi aðsóknar þrátt fyrir norðangarrann.
Elín Ósk Óskarsdóttir hafði
forfallazt á síðustu stundu,
og hljóp Ólafur Kjartan
Sigurðarson því í skarðið. Í
stað boðaðra óperuaría eft-
ir Mozart, Verdi og Puccini
komu aríur eftir efst-
greinda höfunda, og kynnti
Ólafur sjálfur megininntak
söngtextanna.
Á boðstólum voru fimm
söngvar um ástina frá ólík-
um sjónarhornum. Piacer d’amor eftir Martini,
kontrapunktkennara Mozarts í Bologna, er
kunnari undir franska heitinu Plaisir d’amour,
enda flutti Ólafur hann á frönsku; hægt og
innilega í samræmi við angurværa eftirsjá. O
del mio dolce ardor eftir Gluck var einnig
tregafull aría, tónsviðsfrek að auki og sungin
af sterkri tilfinningu. Sama gilti um Donizetti-
aríurnar þrjár úr Don Pasquale, þótt ást-
arharmur viki fyrir réttlátri (að maður segi
ekki þórðarglaðri) reiði í Lu trademiento og
blíðskaparyndi í La conocchia á annars furðu-
breiðum tjáningarskala. Hin kunni ástarvals
sama höfundar, Amore marinaro, var gáska-
fullur og kraftmikill, sem og raunar und-
angengnu atriðin, og hefði að ósekju mátt hafa
flygillokið á hálfopnu í stað lægsta ops, því
söngþróttur Ólafs dugði stærstu óperuhúsum
og vel það.
Ólafur sýndi frábær leikræn tilþrif með
söngnum, ekki sízt þegar efnið snerti ein-
hverja kómíska hlið, þó að staka hátónn virtist
ofurlítið þvingaður. Enda var oft óþarflega
mikið gefið í, líkt og til að fylla jafnvonlausan
söngsal og Gamla bíó, í stað þess að nýta sér
mun hagstæðari hljómburð Hafnarborgar til
fulls og ágóða fyrir fíngerðustu blæbrigðin. Á
móti var söngstílsvörumerki Ólafs – að
„forslá“ fyrsta atkvæði stakra áherzluorða, og
hnykkja á endasamhljóðum í hendingalok (du-
lítið eins og fyrir ofstuðning) – hófstilltara en
stundum áður. Fór vel á því, enda sterkt krydd
og hætt við að trufli í stórum skömmtum.
Antonia Hevesi fylgdi söngvaranum eins og
skuggi með nánast lýtalausum en safaríkum
píanóundirleik. Undirtektir voru með bezta
móti og framkölluðu enn aðra aríu úr óperu
Donizettis um gamla nirfilinn sem aukalag við
bráðskemmtilega hádegistónleika.
Heitar ástir
í kuldakasti
TÓNLIST
Hafnarborg
Óperuaríur eftir Martini, Gluck og Donizetti. Ólafur
Kjartan Sigurðarson barýton, Antonia Hevesi píanó.
Miðvikudaginn 6. apríl kl. 12.
Hádegistónleikar
Ríkarður Ö. Pálsson
Ólafur Kjartan
Sigurðarson
EFTIR seinustu myndir byggðar á handriti og
framleiddar af franska kvikmyndamógúlnum
Luc Besson, dró ég lappirnar á eftir mér á leið-
inni á Danny the Dog. Ég bjóst við enn einni
kvikmyndinni sem hvorki heldur vatni né vindi.
En Danny the Dog er ekki alveg svo slæm.
Hún segir frá Danny sem hefur verið alinn
upp sem slagsmálahundur af Bart nokkrum frá
því í æsku. Bart er glæpon í Glasgow sem lætur
Danny berja hvern þann til óbóta sem ekki
borgar Bart. Líf Dannys breytist hins vegar til
muna þegar hann kynnist blindum píanóstilli
sem á unga frænku í píanónámi.
Með Jet Li í aðalhlutverkinu má vænta glæsi-
legra bardagaatriða og þau fær maður. Þau eru
flott, frumleg og spennandi. Jet Li er sannkall-
aður bardagasnillingur. Það sem ég kunni svo
afskaplega vel við var að bardögunum var stillt í
hóf, þeir voru fáir en flottir. Þess á milli er
Danny the Dog drama mikið og frekar væmið,
með kunnuglegu stefi um tamningu villta
barnsins. Reyndar er dramað grunnt og ekki
jafn vel heppnað og bardagahlutinn. Þannig
verður myndin eiginlega hvorki almennileg bar-
dagamynd né drama.
Persónur myndarinnar eru mjög grunnar og
ófrumlegar. Það er villimaðurinn sem drepur án
tilfinninga og litla sæta saklausa stelpan í
sokkaleistunum, með einlægt bos og koss á
kinn. Það er vondi glæponinn og góði mentor-
inn. Einhvern veginn minntu þær mig á aðra og
betri mynd Bessons – frá þeim dögum þegar
hann vandaði enn til verka og lét ekki einungis
gróðasjónarmið ráða ferðinni – Léon. Í þeirri
mynd voru persónurnar mun dýpri, áhugaverð-
ari og þar af leiðandi betur leiknar. Bob Hosk-
ins nær að standa sig vel í hlutverki Barts, en
Morgan Freeman og Kerry Condon eiga erf-
iðara með að gera eitthvað úr sínum væmnu
hlutverkum sem píanóstillirinn Sam og píanó-
neminn Viktoría. Jet Li er bara ágætur sem
Danny, þótt seint verði sagt að hann sé hæfi-
leikaríkur leikari.
Tónlist Massive Attack og slagsmálaatriðin
voru ljósu punktarnir í mynd sem annars er
bæði væmin og ófrumleg.
Fríða og dýrið
Jet Li og Bob Hoskins í Danny The Dog.
KVIKMYNDIR
Regnboginn, Smárabíó og Laugarásbíó
Leikstjórn: Louis Leterrier. Handrit: Luc Besson.
Kvikmyndataka: Pierre Morel. Tónlist: Massive At-
tack. Aðalhlutverk: Jet Li, Morgan Freeman, Bob
Hoskins og Kerry Condon. BNA/Frakkl./Bretl./
Hong Kong. Europa Sales 2005.
Danny the Dog Hildur Loftsdóttir