Mánudagsblaðið - 10.10.1949, Page 3
Mánudagur 10. okt. 1949
MÁNUDAGSBLAÐIÐ
3
Vaðstígvélaleysi og
steypiregn.
„Haustrigning, haustrigning
hellist niður allt í kring,“
„Haustrigning, haustrign-
ing, hellizt niður allt í kring,“
sungu þeir í revýunni í garnla
daga. Og hvenær hefur það
átt við að syngja þennan óð,
ef ekki einmitt nú, þegar
rigningin steypist miskunn-
arlaust yfir okkur hér dag
eftir dag og nótt eftir nótt?
Ekki alls fyrir löngu minnt-
ist ég á það hér, hve mikil
vandræði væru með að fá
vaðstígvél og regnkápur á
börn. Nú hafa mér borizt þrjú
bréf frá mæðrum, sem eru
alveg í vandræðum með
krakkana sína í allri þessari
rigningu. Þær biðja mig að
ítreka það, að þetta vaðstíg-
véla-, og regnkápuleysi sé
óviðunandi, og geri ég það
hér með. Satt að segja get ég
ekki með nokkru móti séð, að
þessar nauðsynlegu flíkur séu
lúxus, og sé því varla ástæðu
til þess að banna innflutning
á þeim, þegar nóg er flutt af
alls konar óþarfa inn í landið.
En það er kannske ekki von,
að heimskingjar eins og ég
skilji allar hinar undarlegu
ráðstafanir innflutningsyfir-
valdanna.
Ein móðirin skrifar meðal
annars: „Ég á þrjú börn á
aldrinum frá þriggja ára til
átta ára. Nú eru þau öll kvef-
uð, og kenni ég því eingöngu
um, að þau eru sífellt blaut í
fæturna, því að þau eiga
engin vaðstígvél. Og regn-
kápur eru líka ófáanlegar.
Og það hróplega er, að mér
er kunnugt um, að einn skó-
sali bæjarins á sendingu af
vaðstígvélum liggjandi á
hafnarbakkanum, sem hann
hann fær ekki að taka upp!
Það gengur ekki svona stirð-
lega, þegar verið er að flytja
vínið og tóbakið inn í landið,
þó menn skyldu halda, að það
væri ekki nauðsynlegra en
hlífðarflíkur á börnin.
Ég veit satt að segja ekki
hvernig fer fyrir krökkunum
mínum (og að sjálfsögðu
börnum annarra líka), ef þau
eiga að komast í gegn um
veturinn án þess að fá vað-
stígvél eða regnkápur. Ég sé
ekki fram á annað en að
heilsa þeirra muni líða við
það, því að auðvitað vilja þau
alltaf vera úti hvernig sem
veðrið er, eins og önnur táp-
mikil börn.“
Eru olívur og cocktailber
nauSsynleg?
En það er svo margt skrítið
í harmóníum, eins og þar
stendur. Eða hvað segið þið
t. d. um það, að nú eru allar
búðir fullar af ólívum, cock-
tailberjum, óætu tómat-gumsi
í dósum og öðrum slíkum
„bráðnauðsynlegum" vörum,
en niðursoðnir eða þurrkaðir
ávextir sjást ekki frekar en
glóandi gull? Síðan hvenær
eru kryddaðar ólívur (sem
almenningur hér þekkir tæp-
ast) heilnæmari eða nauðsyn-
legri en ávextirnir? Og hvers
vegna má ekki flytja inn rús-
ínur eða sveskjur í stað
rándýrra kirsuberja í glösum,
sem nota á út í cocktail?
Þurrkuöu ávextirnir eru að
mínum dómi nauðsynjar, en
cocktail ætti fólk að geta
drukkið án berja út í, og því
ástæðulaust að vera að eyða
gjaldeyri í þau. Krydduðu
ólívurnar eru einnig ætlaðar
til þess að borða með cocktail.
Því virðist svo sem allt gangi
út á það að gera mönnum
kleift að fá sér cocktail með
öllu tilheyrandi, en nauðsynj-
arnar látnar sitja á hakan-
um!
Þessar innflutningsreglur
okkar eru öllu venjulegu
fólki alveg óskiljanlegar —
en menn verða víst að gera
ráð fyrir að í allri vitleys-
unni felist einhver speki! (—
þó venjulegu fólki gangi illa
að koma auga á hana!).
Hm!
Þrír farandsalar sátu inni
á bar og röbbuðu saman. Einn
þeirra seldi áfengi, annar
niðursoðinn mat og sá þriðji
undir-sængur.
Þá sagði vínsalinn: „Ég
hata að sjá konu drekka
eina.“
Niðursuðusalinn sagði: „Ég
hata að sjá konu borða eina.“
Og madressu-salinn sagði:
— — — „Jseja, það er nú
meiri fádæma rigningin, sem
verið hefir undanfarið.“
(Ha, ha! Hvað hélztu að
hann rnundi segja!)
ganga um með hringlandi
ambáttar-öklabönd í Paris.
Þrælar tízkunnar eru sem sé
farnir að ganga með fóthlekki
eins og aðrir þrælar!
Kom vel á vondan.
Konurnar voru að skegg-
ræða það sín á milli, hvað
væri bezta ráðið til þess að
halda eiginmönnunum heima
á kvöldin.
„Ég veit ekki hvort mitt ráð
mundi duga ykkur eða ekki,“
sagði frú Jónsson, „en ég skal
segja ykkur hvernig ég vandi
hann Jón minn af því að vera
alltaf að flækjast úti á
kvöldin án mín. Hann var
vanur því að fara út á hverju
einasta kvöldi og kom þá ekki
heim fyrr en kl. 10 eða ellefu.
Eitt kvöldið hafði hann
gleymt einhverju og kom
aftur heim nokkrum mínút'
grunnlitinn og annan við-
eigandi lit, t. d. á kjóla-
skrauti, tösku, hönzkum o. s.
frv. Sé þriðji liturinn einnig
notaður, má ekki vera nema
ofurlítið af honum — vasa-
klútur eða lítill kragi.
Bezt er að velja grunnlitinn
þannig, að haxm fari vel við
lit augnanna eða hársins.
Ljóshærð stúlka ætti að
velja sér blátt, svart eða
dökk- fjólublátt. Hún ætti að
varast gult og rauðgult.
JEtauðhærðar stúlkur ættu
að vara sig á ýmsum græn-
um litum. Græni liturinn er
oft eftirlætislitur rauðhærð-
ra stúlkna, en margir grænir
litir gera það að verkum að
hörundslitur þeirra sýnist
ljótur. Þær ættu að vera á-
ræðnar og reyna að tíðka
rauða liti. Brúnt, svart,
hvítt og grátt eru einnig góð-
ir litir fyrir þær.
Jarphærðar stúlkur geta
notað flesta liti. Grænt,
gult, brúnt og ljósblátt eru
þeirra litir fyrst og fremst.
Við mjög ljóst eða grátt
hár fara þessir htir vel:
grænt, blátt, rautt. Lillablátt
um eftir að hann hafði farið|er mJ°S kiæðilegt fyrir eldri,
út. Hann læddist aftan að g^hæroar dömur.
mér, tók höndunum fyrir Paö seSir si§ s^álft> að lrt'
augu mér. Þá sagði ég: „Ertu urinn á varallt> andlitsfaroa
kominn, Tommi minn?“ °§ ^gialakki verður að falla
Jón hefur ekki farið út eitt vei viö Ut íatanna' Ef Þlð not'
einasta kvöld síðan!‘
Um liti.
Öllum er okkur líklegast
iö fleiri en einn lit á fotunum,
þá veljið andlitsfarðann
þannig, að hann falli vel við
þann lit, sem er næstur and-
liti yðar. Ef þér eruð t. d. í
ljóst, hve mikilvægt það er, gráhrúnni dragt, þá veljið
að velja sér föt í litum, sem
fara vel litarhátt okkar.
Hyggin stúlka hugsar sig
tvisvar um, áður en hún vel-
ur sér lit á fötin sín.
Góð regla er það, að nota
aldrei meira en tvo liti í einu,
Nýjasta nýtt!
Tízkuhúsið fræga, Moly-
neux, hefur tekið upp þá nýj-
ung, að láta dömurnar ganga
með breið perlubönd um ökl-
ann, líkt og ambáttirnar í
tyrknesku kvennabúrunum
forðum. Þessi öklabönd eru
líka oft alsett steinum og
palliettum, og aðallega notuð
við hálfsíða kvöldkjóla.
Eins cg venjulega gleypa
tízkudömurnar við öllum nýj-
ungum, sem stóru tízkuhús-
unum þóknast að fyrirskipa,
og eru þær þegar farnar að
vara- og naglaliti þannig, að
þeir fari aðallega vel við
ölússuna. Ef hún er t. d. ljós-
bla, þá veljið hárauðan vara-
lit; aðeins lillabláan, ef þer
hafið mjög ljósa húð. Vara-
litur og kinnalitur verða að
vera í sama ht.
Fraickar hauia ajram ao jinna
upp nýjar gerðir af hötium.
Þeita er sú nýjasta.
m _.
Hausttízkan er nú í algléym-
ingi. Tízkudömur í París
klœðast nú svona frökkum,
en þeir þykja voða „smart“.
í strœtó.
„Heyrið þér frú, þér verð-
ið að borga hálft fargjald
fyrir þennan dreng.“
„Já, en bílstjóri, hann er
aðeins fjögurra ára.“
„Jæja, hann lítur út fyrir
að vera sex ára.“
„Nei, heyrið þér nú, ég hef
aðeins verið gift í fjögur ár.“
„Frú mín, ég var ekki að
biðja yður að skrifta fyrir
mér. Ég var bara að biðja
um hálft fargjald.“
Nýtízka
Ferðamaðurinn vildi fara
snemma á fætur, svo að hann
sagði við þjóninn: „Viljið þér
vekja mig kl. 5?“
" ij ' „Ég býst við“, r;agði þjónn
inn, „að þér þekki'5 ekki þess-
ar nýju uppfyndi ngar. Þegar
þér viljið vakna á. morgnana,
þá styðjið þér bfira á hnapp
uppi yfir höfð alaginu. Þá
komum við og -vekjum yð-
ur“.
Að eyða tímamnn
Gömul kona var að lesa
blað. „Ja-jæja, aldrei hef ég
vitað, að slökkviliðsmenn
væru svona barnaiegir.
Éiginmaðurinn: „Hvern
skrattann áttu við?“
„Blaðið segir, að þegar bú-
ið varað slökkva eldinn, þá
létu þeir vatnið leika á rúst-
unum klukkustundum sam-
an“.
öergmálið
„Það er dásamlegt berg-
mál hérna“, sagði fylgdar-
maðurinn við ferðamanninn.
„En þú verður að kalla mjög
hátt. Nú skaltu bara æpa
upp „tvo potta af bjór, og
sjá, hvað þá verður“.
Ferðamaöúrinn kallaði, og
hlustaði því næst.
„Ég heyri ekkert berg-
mál“, sagði hann.
„Nú, já“, sagði fylgdarmað-
urinn, „hér kemur þó að
minnsta kosti þjónninn með
tvo potta af öli“.
Sjónhverfingarmaðurinn gat
ekki vakið guðmóð hjá áhorf
endunum.
„í næsta bragði, sem ég
leik, ætla ég að nota þetta
barn sem er mér alveg bráð-
ókunnugt. Er það ekki satt,
drengur minn?“
„Jú, pabbi“, sagði barnið.
CLIO.
Mánudagsþankar
Framh. af 2. síðu.
Konurnar gengju sokka-
lausar og börnin skólaus.
Ungu stúlkurnar liefðu
margar ekki snotra kápu
eða fínan kjóí til að fara
í á mannamót. Viðskipta-
ráðið, sem er sá raun-
verulegi smiður í aftök-
unni, neitar um innflutn-
ing til að fullnægja eftir-
spurninni, og svarti mark-
aðurinn kemur í staðinn.
Ef ráðið léti flytja svo
mikið inn sem rétt og
hæfilegt er, þá hyrfi sá
svarti eins og dögg, og
alþýðan yrði að kjósa sér
nýjan djöful.