Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 10.10.1949, Page 5

Mánudagsblaðið - 10.10.1949, Page 5
Mánudagur 19. sept. 1949 MÁNUDAGSBLAÐIÐ 5 DAVÍÐ LITLI Þessi ógeðslegi peyi er kallaður „krafta- verkadrengurinn". Hann heldur því fram, að hann lækni sjúka, blinda, heyrnarlausa og máUausa. — Þegar hann var níu ára, kveðst hann hafa skroppið til hinma- rílds. Ég hitti nú alveg nýlega ó- geðfelldan amerískan strák- peyja, og myndir af honum eru límdar upp um endilanga Lundúnaborg og er hann þar kallaður „Davíð litli, krafta- verkadrengurinn frá Ame- ríku“. Fyrir 5 árum, þegar hann var 9 ára, segist hann hafa eytt 5 stundum í himna- ríki, og að Kristur hafi sent hann aftur til jarðarinnar til þess að kristna lýðinn. Síðan hefur hann verið á sífelldri ferð og flugi um Ameríku, og hefur hann haft tvær samkomur á kvöldi og fullt hús. Nú er hann hingað kominn til þess að sjá, hvort þessi sami helgislepjuvaðall heppnist í Bretlandi. Vafalaust sækja ekki sann- trúaðir menn þessa fundi, en vindhanar og forvitnis- skjóður koma sjálfsagt. En það, sem er enn þá al- varlegra er, að auglýsinga- skrumarar hafa reynt að vekja falskar vonir meðal hinna blindu og sjúku, því að þeim er sagt, að þeir læknist á yfirnáttúrlegan hátt af bænum Davíðs litla. Vera má, að afsaka megi Davíð litla, því að vel getur verið, að hann hafi lært þessi bellibrögð á bernskualdri. En hvað er að segja um föður hans, sem hvetur hann til þessa viðbjóðslega loddara- leiks? Fyrir mánuði kom faðir hans til Lundúna til þess að annast allar auglýsngar. Hann býr á fínasta hóteli og lætur þaðan rigna stórauglýs- ingum yfir blöð og almenn- ing. Hann leigði Albert Hall í tvær stundir fyrir 161 sterl- ingspund og annað samkomu- hús í viku fyrir 296 sterlings- pund. Og hann tældi villuráf- andi brezka drottins þjóna til samstarfs. Þann dag, sem Davíð litli fór frá Ameríku, flaug faðir hans þangað til þess að undir- búa aðrar ferðir um landið og ginna fleiri sjúka menn og þjáða á fundi þessa. í Bloomsbury gistihúsinu, þar sem Davíð litli býr, átti hann fund með blaðamönu- um, og sagði þeim frá „himna- för“ sinni. „Fram til þess tíma býst ég við, að ég hafi verið heldur ómerkilegur unglingur. Ég fór ekki oft í kirkju. Svo fór ég á bænasamkomu, og þá fór sal mín úr líkamanum. Þá var kl. rétt 9V2 að kvöldi.“ Ég féll aftur á bak og var haíinn upp til himna. Gim- steinum skreytt hurð opnað- ist og skikkjuklæddir englar hófu upp söng. Ég var líka hvítklæddur og söng með þessum englum. Ég býst v:ð, að ég hafi sungið íagurlega.“ Og Davíð litli hóf upp sjón- irnar til himins, er einn bauð honum blíðlega að hverfa til jarðarinnar aftur, „þar sem hann mundi gefa blindum sýn, láta daufa heyra og halta ganga.“ Lækningar hafa síðan verið aðalverk Davíðs litla á fund- um. Ameríkumenn standa í röðurn til þess að láta hann blessa sig. Amerískt blað, sem fylgismenn Davíðs litla gefa út, er íullt af auglýsingum eftir vasaklútum og bæna- böndum, sem Davíð litli sendir um Post Box 9037 í Dallas. „Hið smurða band,“ stend- ur í annarri auglýsingu, „skal leggja á líkama sjúklingsins. Margir hafa holtið miskunn og lækningu með sérstöku kraftaverki og það getið þér lika.“ Davíð litli heldur því fram, að margar þúsundir hafi læknast á fundum hans. Hann heldur því fram, að eftir eina för hafi 50 dauf- dumbir fengið heyrn og mál. En ekki vildi Davíð litli sýna nein lœknisvottorð. Þau hajði hann skilið eftir í Am- eríku. Síra Hoeskra, sem fylgir honum á ferðum hans, kennir honum líka, því Davíð litli gengur ekki í skóla og á ekki neitt fast heimili því að hann er alltaf á ferðalagi. Orðin streyma af vörum hans viðstöðulaust, svo að hann þarf ekkert að skrifa. Peninga? Davíð litli segist ekkert hugsa um þá. Allur ferðakostnaður er þó greidd- ur. Samt játaði hann, að 10000 dala menningarsjóður hefði verið stofnaður fyrir sig. Þá sneri Davíð litli sér að myndasmiðunum. Hann tók fram sessu og sagði: „Langar rkkur til að taka mynd af mér á bæn?“ Hann setti sig fjölda blessunarstellinga. Svo fór hann úr fötunum og í náttföt og lét taka af sér mynd í rúminu, alveg eins og Mickey Rooney. Loks tók hann til s'tarfa til þess að koma sér niður á að- ferð til þess að frelsa sálir okk ar vesalings syndum spillíra Kosningarabb Framh. af 4. síðu. þingi verður litlausara og svipminna, þegar hann hverf- ur þaðan. Jónas Árnason fer fram fyrir kommúnista, og er hreint ekki óhugsandi, að hann geti fengið uppbótar- sæti. Jónas er glórulaus of- stækismaður eins og flestir þeir, sem skyndilega hafa snúizt frá íhaldi til Komm- únisma. Frambjóðandi Fram- sóknarmanna, Vilhjálmur Árnason, er sagður góður drengur, en heldur lítill karl. Líklega á frændi hans, Hjálm- ar sýslumaður, að halda til haga Framsóknarfylginu á Seyðisfirði. — íslenzka kjör- dæmaskipunin er enn afkára- lega ranglát. Á Seyðisfirði eru um 400 kjósendur, en þeir höfðu síðasta kjörtímabil tvo þingmenn, einn aðalmann og einn uppbótarmann. í Reykjavík kjósa 33.000 kjós- endur 8 þingmenn (og oftast fær bærinn 3 uppbótarmenn að auki). Hver Seyðfirðing- ur hefur þannig næstum tuttugu sinnum meiri áhrif á stjórn landsins en hver Reykvíkingur. Þó að flestir Seyðfirðingar séu sjálfsagt greindir menn og gegmr, verður að draga það mjög í efa, að dómgreind hvers þeirra sé að me ðaltali tutt- uguföld á við dómgreind hvers Reykvíkings. Suður-Múlasýsla. Sennilega verða þeir Ey- steinn Jónsson og Lúðvík Jósefsson þingmenn kjördæm isins áfram. Framsókn legg- ur mikið kapp á að fella Lúð- vík og fá bæði sætin, en litlar líkur eru á, að þeim takist það, nema Sjálfstæðismenn láni þeim hundruð atkvæða. Vilhjálmur á Brekku, annar maður Framsóknarlistans, er hörkulaus maður og ekki vænlegur til sigurs. Lúðvík er duglegur og hefur um sig harðsnúið fylgi, einkum í Nes- kaupstað. Listi Sjálfstæðis- amnna er vonlaus um að fá mann kjörinn. Bæði er það, að margir íhaldssamir kjós- endur munu kjósa Eystein, og auk þess er efsti maður list ans, séra Pétur í Vallanesi, af almenningi eystra talinn gasprari og ekki tekinn alvar- lega. Listi Alþýðuflokksins fær líklega lítið fylgi eins og síðast. Englendinga. Þótt það kunni ekki að vera ómaksins vert, vildi ég þó gjarna frelsa eina sál, og það er sál Davíðs litla. Það verk mundi hefjast á útiæfingum og — sparki í sitjandann á honum. , Rangárvallasýsla. Þar verður allt eins og áð- ur var, og atkvæðatölur Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknar verða mjög svipaðar. Ingólfur Jónsson og Helgi Jónasson verða þingmenn Rangæinga áfram, en þeir eru báðir í röð betri þing- manna. Varamennirnir, Sig- urjón í Raftholti og Björn sýslumaður, eru líka fram- bærilegir menn. í Rangár- þingi er nú mjög rætt um af- stöðu séra Sveinbjarnar Högnasonar í þessum kosn- ingum. Hann hefur færzt mjög til hægri síðustu árin og mun nú standa nærri Hriflu-Jónasi. Ekki hefur hann opinberlega sagt skilið við Framsóknarflokkinn, en sumir halda jafnvel, að hann muni kjósa Sjálfstæðisflokk- inn í þessum kosningum. Er mágsemdogvinátta með þeim séra Sveinbirni og Gísla Hall- dórssyni, og kvað Sveinbjörn hafa orðið Framsóknarmönn- um ævareiður út af árásum þeirra á Gísla í ískápamálinu. Kommúnistar og kratar halda, að Ragnar Ólafsson lögfræðingur muni draga til sín eitthvað af atkvæðum, en það er fjarstæða. Ragnar mun ekki einu sinni fá atkvæði nánustu ættingja sinna íi Rangárvallasýslu. Vestmannaeyjar. Jóhann Þ. Jósepsson verður án efa endurkjörinn. Svo virðist sem brottför Einars Sigurðssonar úr flokknum hafi ekki sakað Sjálfstæðis- menn í Eyjum verulega. Næstur að atkvæðamagni verður ísleifur Högnason. Hann er fremur vinsæll í Eyjum og fær líklega nokkru fleiri atkvæði en Brynjólfur Bjarnason síðast. Eyjakomm- únistar afsögðu nú Brynjólf svo sem kunnugt er. ísleifur hefur afsalað sér uppbótar- sæti, svo að engar líkur eru á því, að hann komist á þing. Er það að sumu leyit leiðinlegt, því að ísleifur er prúðmenni og einn hinn hugnanlegasti af foringjum íslenzkra kommúnista. Fylgi Alþýðu- flokksins í Eyjum mun standa í stað eða jafnvel minnka, enda mun frambjóðandi hans, Hrólfur Ingólfsson, vera lítill atkvæðamaður. Framsókn býðu" fram milljónamæring- inn Helga Benediktsson, en hann er typiskur fulltrúi þeirra stétta, sem Tíminn kall ar einu nafni braskara og skammar nú hvað mest. Ajax. Illlltllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllltll Útbreiðið Mánudagsblaðið iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiu Mánudagsblaðið er eina blaðið, sem er algjörlega óháð stjórnmálaflokkum og birtir staðreynd- irnar eins og þær eru. Mánudagsblaðið flytur greinar um margvísleg efni — bæði fróðlegar oo O c* skemmtilegar. Mánudagsblaðið tekur á móti aug- lýsingum, og hafa auglýsendur komizt að raun um, að aug- lýsingar hjá okkur hafa borið árangur. Mánudagsblaðið birtir í hverri viku hina vinsælu og um- ræadu dáika Jóns Reykvíkings og kvennasíðu CLIOS, sent á sífeílt auknurn vinsældum að fagna. Mánudagsblaðið tekur á móti aðsend- um greinum, ef fuílt nafn fylgir þeim. — Nafni höfundar er haldið leyndu, ef hann óskar þess. — G r e i n a r sendist fimm dögum fyrir útkomu blaðsins. — Mánudagsblaðið Blað fyrir alla

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.