Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 17.10.1949, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 17.10.1949, Blaðsíða 3
Mánudagur 17. okt. 1949 MÁNUDAGSBLAÐIÐ 3 Bréf Starf umferðarlögreglunnar ófulluægjandi Æskilegt að lögreglustjóri skipuleggi og bœti umferðareftirlitið Hr. ritstjóri! í síðustu viku var þess getið, að milli 40 og 50 á- rekstrar hefðu orðið hér í Reykjavík á tveim dögum. Astæðan fyrir þessum á- rekstrum var talin sú, að um ógætilegan akstur væri að ræða. Má efalaust telja, að þar sé átt við bæði of hraðan akstur, akstur undir áhrifum víns og þaðan af ýmis brot á settum umferðarreglum. En mig langar til þess að spyrja viðkomandi lögreglu- stjóra að því, hvort ekki megi að nokkru leyti kenna slælegu starfi umferðarlög- reglunnar, að menn aki bif- reiðum sínum um bæinn í misjöfnu ástandi og brjóti umferðarlög, fyrir framan nef þeirra manna, sem eiga að gæta öryggis bæjarbúa á götunum? Hefur lögreglu- stjóri nægan mannafla til þess að sjá um, að vörður sé á öllum aðalgötunum, eða er stjórn hans á lögreglulið- inu ekki nægileg til þess að menn þessir gæti verks síns? Daglega geta reykvískir vegfarendur horft á bifreiða- stjóra brjóta umferðarregl- urnar á aðalgötum bæjarins og það beint fyrir augum umferðarlögreglunnar. Bif- reiðar bíða mannlausar á að- algötunum án þess að nokk- ur þeirra geri sér far um, að eigendur flytji þær í burt eða sæti þungum sektum fyrir að trufla eða jafnvel stöðva umferðaræðarnar. Yegfarendum hefur verið tjáð, að þeir hafi réttinn til þess að fara yfir götur, þar sem gulu strikin eru. Ef þeir ætluðu að notfæra sér þann rétt, þá myndu fæstir þeirra segja frá leikslokum, því að telja má þá bifreiðastjóra, sem fara eftir settum reglum um rétt vegfarenda. Raun- verulega má segja, að veg- farendur séu ekki hótinu betri en bifreiðastjórar, hvað reglur snertir, en lögreglan skiptir sér sjaldnast af þess- ari „óyfirlýstu styrjöld,“ sem háð er milli þessara tveggja aðila. Lögreglan og listin að leggja bíl. Við skulum nú fyrst ræða dálítið um, hvernig bifreið- um er lagt hér 1 bænum. Al- gengasta aðferðin er sú, að bifreiðastjórinn reynir að finna dálitla eyðu milli bif- reiða, sem liggja við gang- stéttina. Enda þótt plássið sé hvergi nærri nógu stórt til þess að leggja bílnum, þykir bifreiðastjóranum nóg, ef hann getur troðið framenda bílsins milli hinna tveggja, þannig að afturendinn stend- ur út á miðja götuna, svo að iilfært er stórum bifreiðum að komast leiðar sinnar. Þetta má gleggst sjá í Aust- urstræti, við Austurvöll og víðar í miðbænum. Nú er raunin sú, að í Austurstræti ætti vissulega að banna að leggja bíl nema á vissum tímum sólarhringsins, en banna ætti með öllu að leggja bifreiðum þeim megin Austurvallar, sem Lands- símahúsið er annars vegar og prentsmiðja Mbl. hins vegar. Hvað viðvíkur Aust- urstræti og jafnframt Lauga- veg, þá ætti ekki að leyfa bifreiðum að stoppa þar nema til þess eins að skila farþegum eða sækja þá. En þá er það „listin að leggja bifreið“. Öllum mun nú þeg- ar vera ljóst, að þeir, sem kenna mönnum og konum að stýra bifreið, láta alveg ógert að kenna, hvernig leggja skuli bifreið, þannig að hún sé jafnhliða gangstéttinni og sem næst henni. Hér tíðkast að reyna að keyra beint inn í það bil, sem myndast milli tveggja bifreiða og láta kylfu ráða kasti um, hvort vel tekst að koma bifreiðinni í stæðið. Af þessu leiðir, að bifreiðalínan er í miklu ó- samræmi við gangstéttina og afturendinn er oft á miðri götu. Erlendis tíðkast mjög strangar reglur um „parker- ingar“. Ef tvær bifreiðar með t. d. 5 metra millibili eru við gangstéttina, þá er ógerningur að leggja þriðju bifreiðinni milli þeirra, án þess að hún standi út á göt- una. Ef bifreiðastjórinn vill leggja bifreið sinni á milli þeirra, er bezta aðferðin sú, sem hér greinir. Hann ekur þar til bifreið hans er nokk- urn veginn á móts við miðja fremri bifreiðina, en síðan „bakkar“ hann sinni bifreið inn í bilið sem næst aftari bifreiðinni. Með þessu móti fær hann pláss til þess að færa sína bifreið frarn dá- lítið, þannig að ef vel er gert er bifreið hans í sömu línu við gangstéttina og hinar tvær. Þetta er í raun og veru afar auðvelt og talið nauð- synlegt í hverri borg, sem hefur mikla bifreiðaumferð. Sérstaklega yrði þetta til mikilla bóta hér í bæ, þar sem aðalgöturnar eru allar þröngar. Slysin og umferöalögreglan. Þá eru það hin tíðu um- ferðarslys. Þótt okkur sé kannske illa við að játa það, þá er það staðreynd, að meirihluti þeirra, sem aka bifreiðum, kunna lítt með þessi farartæki að fara. Of hraður og á annan hátt ó- gætilegur akstur er mjög á- berandi hér í bæ. Hættuleg- astir eru þó þeir, sem aka bifreiðum undir áhrifum víns. Gerir lögreglan sitt til þess að slysum sé afstýrt hérna í Reykjavík? Flestir munu svara þeirri spurningu þannig, að lögreglan geti ekkert gert að því, þótt menn aki of hratt eða fullir. Það er að vísu satt, að starf lögreglunnar takmarkast við það að sækja og setja í „kjallarann“ drukkna menn eða bíða á stöðinni, þar til hún er kölluð eitthvað til þess að skakka leikinn milli hjóna eða ólátabelgja. En við skyldum ætla, að nú væri hlutverk hennar dálítið meira og þá m. a. að gæta götuumferðarinnar á nóttu jafnt sem degi. Það er ekki létt verk fyrir lögregluþjón, sem hefur ekki jeppa eða móturhjól til umráða, að stöðva bifreiðar, sem aka of hratt eða hafa drukkinn mann við stýrið. Það er næstum ómögulegt, því að fæstir mundu skeyta merkj- um hennar um að nema staðar, heldur reyna að „stinga af“. Nú hefur ís- lenzka lögreglan móturhjól til umráða, en örsjaldan sjást. lögreglumenn á þeim hér á götunum í þeim erindum að fylgjast með umferðinni og hafa hendur í hári umferðar- þrjóta. Væri t. d. ekki gott að vita til þess, að í Reykja- vík væru 6—10 lögreglu- þjónar, sem ekki gerðu ann- að en að keyra um göturnar eða taka sér stöðu á þjóðveg- unum, sem liggja úr Reykja- vík til þess að hafa auga með umferðinni? Ef svo væri, að umferðarþrjótar yrðu þess varir, að strangt eftirlit væri með allri um- ferð og eftirlitsmönnum gæti skotið upp þá og þegar, þá væri ekki að efa, að margir þeirra mundu hugsa sig um tvisvar áður en þeir „spýttu í“, eins og það er kallað. Mér hefur verið sagt, að sú aðferð hafi tíðkazt um skeið, að lögreglan sæti fyrir druklmum moruium, þ. e. a. s. biöi eítir þeim íyrir fram- an eittbvert baunusið eöa Borgina og tæki þá, þegar þeir væru setztir upp i bil- reið sina og túbúmr að aka af stað eöa heiöu íarið stutt- an spoi. Þetta er vaiasom aö- lerö og gæti reynzt hættu- leg. Baynsamlegra væri, aö logregiumenn krelðust lyki- anna af eigandanum og segöu viðkomanda aö sækja pa a stooma aagmn eftir. Pa mætti setja sektir og gera aörar nauösynlegar raöstat- anir. Þess mun þó varla aö vænta, meöan lögreglan er aimennt á þeirri skoöun, að allir drukknir menn séu kjallaramatur. Hins vegar liggur geysi- mikið verkefni íyrir um- ferðalögregluna, ef hún vill koma í veg fyrir daglega árekstra og slys á götum bæjarins og nágrenni. í sambandi við öll þau slys og árekstra, sern við daglega lesum um í blöðum bæjarins, hafa margir velt því fyrir sér, hvort ekki megi talsvert um kenna af- skiptaleysi lögreglunnar af ökuníðingum og afglöpum, sem með bíla fara hér í Reykjavík. Lögreglan undir stjórn lögreglustjóra verður að skilja, að hún er í okkar þjónustu til hjálpar og til- sagnar um þessi mál, en alls ekki refsivöndur eða óghun, sem fer með verkefni sitt eins og hefndarráðstafanir. P. G. Ú. Blaðið er í aðalatriðum sammála þessari grein. Það er margs vant, hvað snertir umferðareftirlit lögreglunnar, og þess er vœnzt, að lögreglustjóri geri viðeigandi ráðstafanir hið bráðasta. Okkur hafa borizt greinar um það, að lögreglan hafi „setið fyrir“ mönnum eftir dansleiki, en þótt ástœðulaust að birta þœr að svo stöddu. Hins vegar finnst okkur of djúpt tekið í árinni, þar sem rœtt er um, að „meiri íhluti þeirra, sem fara með bifreiðar, kunni ekki með þcer að fara“. Þetta er of- sagt. Hitt er víst, að meira ber á ökuníðingum en þeim gœtnu á götunum, og allt of margir þeirra hafa ökuleyfi enn í dag. Ritstj. Ný bók: Eðlisfræði lianda framhaldsskólum J. K. Eriksen: Eðlis- fræði handa framhalds- sltólum I. hefti. Lárus Bjarnason, fyrrv. skóla- stjóri þýddi. ísafoldar- prentsmiðja h/f, Rvík, 1949. Það þykir hneyksli að kenna eðlis- og efnafræði áhalda- og tilraunalaust, enda mun það óvíða gert, nema hér á landi. Þegar Möðruvallaskóli var fluttur til Akureyrar (1902), sá doktor Þorkell Þorkelsson um, að tilraunastofa væri gerð og tæki fengin til skól- ans. Þessu hélt Lárus Bjarnason áfram eftir Þ. Þ., og nutu báðir stuðnings Stefáns Stefánssonar, skóla- meistara, og eftirmanns hans, Sigurðar Guðmundssonar, skólameistara. L. Bj. tókst að fá fé til fleiri áhaldakaupa til skól- ans, og studdi J. M. ráðherra það af alefli og skilningi á nauðsyn skólans. Síðan kenndi L. Bj. efna- og eðlis- fræði með tilraunum, eins og tíðkaðist erlendis. Fór all- mikið orð af þessu, og komu dánskir kennarar til Akur- eyrar skömmu eftir 1920 og fannst svo mikið til um áhaldasafn skólans, að þeir rituðu um það í dönsk blöð og luku á það miklu lofsorði. Nú, þótt L. Bj. hefði ekki háskólamenntun í þessum vísindum, stimdaði hann efna- og eðlisfræðinám og tilraunir í kennaraháskólan- um í Kaupmannahöfn um þriggja ára skeið og nam þar mikið, eins og nærri má geta, er kennarar voru ágætir og L. Bj. námgjarn í bezta lagi. Nú hefur L. Bj. þýtt á ís- lenzku danska eðlisfræði eft- ir alkunnan kennara, Erik- sen rektor. 1 formála fyrsta heftis segir L. Bj.: „Tel ég, að margt mæli með þeirri bók, enda hafa bækur þessa höfundar hlotið ágæta dóma og eru kenndar í fjölmörgum skólum, æðri sem lægri, í Danmörku. Einnig hafa eðlisfræðibækur hans og stjörnufræði handa stærðfræðideildum og eðlis- og efnafræði handa mála- deildum verið kenndar í menntaskólum hér hin síðari ár.“ Málið á bókinni virðist mér gott, og er það þó engan veginn vandalaust að þýða hana á íslenzkt mál, því að það er mjög fátækt yfirleitt af vísindanöfnum, enda hef- ur þýðandi búið til allmörg Framhald á 8. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.