Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 17.10.1949, Síða 4

Mánudagsblaðið - 17.10.1949, Síða 4
4 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 17. okt 1949 Templarar og áfengísmálin .1» Ég hef verið andbanningur allan timann frá því, er ég greiddi bannlögunum at- kvæði hérna á árunum (glappaskot, sem ég hef aldrei getað fyrirgeíið mér og ætla lítils háttar að bæta úr með þessu skrifi). Áfeng- islöggjöfin hefur alla leið frá því verið ein samfelld, óslitin keðja af óhappaspor- um. Fyrstu eitt, tvö árin gekk allt þolanlega. Afengis- neyzlan var lítil á mann, og menn drukku lítið, enda þótt karlmennirnir drykkju skammt kvenfólksins, sem þá aðeins bragðaði vín, því að annað var ekki „fínt“. En svo tók nú annað við. Fyrst kom „læknabrennivínið“ og „reseptin“ og svo smyglið. Reykvíkingar létu ekki „Kristin í apótekinu“ í friði nótt né nýtan dag, og þjóð- kunnir menn urðu uppvísir að því að „falsa“ resept — bættu einu núlli aftan við „hundaskammtinn“. En einn góðkunnur læknir taldi sig tekinn við embætti sankti Péturs og að nú hefði hann lyklana að himnaríki. Svo komu „Spánarvínin“. Löggjafarnir, sem voru orðn- ir dauðþyrstir og himdleiðir á öllu banni, og allur al- menningur sömuleiðis, tóku feginshendi hinni útréttu hönd þeirra spönsku og kenndu svo saltfiskinum, steindauðum þorskinum, um þetta ólán, að verða að „losa um höftin.“ Og svo kom los- ið. Og svo kom kogespritt og „glussi“ og ótal margt fleira, vegna þess að menn vildu „eitthvað sterkara11. Svo kom eitur í kogesinn og eitur á kompása, og svo dóu þó nokkrir menn af þessari ólyfjan. En alltaf hömuðust templarar á að „herða bann- ið“. Og það komu takmark- anir, og það komu höft, og ekkert dugði. Og það komu ofstækisfullar prédikanir of- stækisfullra manna og gerðu allt helmingi vitlausara. Og svo endaði allt með því, að verzlun með áfengi varð ein aðaltekjulind ríkissjóðs og þjóðarskútan getur ekki flot- ið nema að okra svo á þess- ari vöru, að með fádæmum er, og að þetta okur er skjól og skjöldur allra annarra okrara, sem eru eins og syk- urvatn án kjarna bomir saman við þessa stofnun. Og enn hrópa ofstækisfull- ir „leiðtogar“ templara á meira bann, algert aðflutn- ingsbann á áfengi. Það er eins og þessir hálf- eða al- blindu náungar sjái ekki eða skilji ekki, að við erum komnir í slík tengsl.við um- heiminn, að slíkt er ómögu- legt. Þeir tímdu ekki á íyrstu bannárunum að verja fé til löggæzlu og létu nægja, að fáeinar hræöur „pössuðu“ þriðjung þjóðar- innar, ólman í að fá sér „í gogginn“. Hvað mundi þá nú? Það veitti áreiðanlega ekki af fjölmennri Gestapo- sveit. Feður yrðu að njósna um syni, mæður um dætur, dætur um mæður og synir um feður o. s. frv. Eintómir „þefarar“, líka til þess að lykta úr vitum templara sjálfra, sem stimdum eru „brotlegir bræður1'. Hviiik endemis fjarstæða og vit- leysa! Templarar eru búnir að skapa óheilbrigt almennings- álit í áfengismálunum. Þetta er bláber, auðsær sannleikur, — en enginn segir hann. En það er mál1 til komið, að hann sé sagður og að margir segi hann. Það er mál til komið, að hafin sé heilbrigö ■ bindindissókn hér á landi, en ekki hálfvitlaus áróður og múgsefjunartilraunir. Síðasta dæmið um þessa vitleysu var afstaða templara og þeirra, sem þeir eru búnir að æsa upp til hugsunariauss fylgis gegn tilbúningi á „áfengu“ öli. Annars var tæplega unnt að kalla þenn- an bjór áfengan, og auðvitað var harm skaðlaus með öllu og hefði ekki gert nokkurn að drykkjumanni, sem gat farið beina leið í „ríkið“ og keypt sér vín eða brennda drykki, sjerrí eða djinn, svartadauða eða púrtvín. Þetta máttu allir vita, og enn minni ástæða í voru kalda landi var að óttast, að ölsvelgir yrðu svo teljandi væru. Hins vegar mörgum kunnugt, að bjór er ágætur „afréttari11 sem forðar mörg- um frá því að „halda áfram.“ Templarar hafa nú starfað hér í bæ í eitthvað 70 ár eða lengur. Þeir hafa, eins og Mánudagsblaðið benti á, fengið styrki úr ríkissjóði og þeir hafa fengið happdrætti — og þeir hafa fengið fleira. Þeir hafa t. d. fengið undan- þágur frá skemmtanaskatti til þess að halda dansskröll til ágóða fyrir húsbyggingu, sem aldrei ætlar að verða úr að komist upp, hundrað til tvö hundruð þúsund krónur a. m. k. Og reikningsskilin, endurskoðun á öllu þessu? Engin nema frá þeim sjálf- um! En þetta er ekki eins- dæmi. Það ættu allir, og öll félög, sem styrkt eru með framlögum úr ríkissjóði að vera undir opinberu eftirliti og endurskoðun. Og svo framlögin frá þeim sjálfum? Þau nema varla hálfri sjerrí- flösku á mann! Það væri sannarlega ekki til of mikils mælzt, að þeir legðu al- mennt andvirði einnar svartadauðaflösku á ári fram fyrir hugsjón sína og „mál- efnið“, annað eins og þeir spara á því að kaupa ekki áfengi! En svo við sleppum öllu gamni og hálfkæringi, þá er ekki nema sanngjarnt, að ég sem gagnrýni templara svona harðlega, sé spurður um, hvað eigi að koma í staðinn og hvernig heilbrigð bindindissókn eigi að vera. Hún á fyrst og fremst að byggjast á því að berjast á móti misnotkun áfengis, en ekki notkun þess. Og það á að leggja á þetta sama mæli- kvarða sem gert er í öðrum siðuðum löndum, ofstækis- laust. Það á ekki að leggja skilning templara í orðið misnjotkun, heldur venjulegan borgaralegan mælikvarða eins og á annað í þjóðfélaginu, sem aflaga þykir fara. Það á að hegna þeim, sem hegða sér öðrum til óþæginda eða miska undir áhrifum áfengis og framkvæma þetta vel og hlutlaust. Og þar á einnig að nota sama mælikvarðann og við áðra framkomu gagn- vart öðrum af öðrum ástæð- um. Það á að lækna drykkjusjúka menn og svipta þá fjárráðum og umsjónar- rétti heimila, sem mundu verða sviptir þessu aj öörurm ástœðum með sömu fram- komu og hliðstæðum verkn- aði. Það á að sitja okkur á bekk með öðrum siðmennt- uðum þjóðum, þannig að veitingahúsum sé frjálst að veita áfenga drykki með því skilyrði, að þau haldi uppi röð og reglu, en séu svipt þeim leyfum ella og refsað fyrir. Það á ekki að nota „Hótel Borg-fyrirkomulagið“. Yfirleitt á að sanna, að við séum meiri Skrælingjar í þessum efnum en aðrar þjóðir og meiri drykkju- menn og kunnum verr með vín að fara. Þessu er kastað fram, ósannað og órökstutt. Drykkjuskapur hefur alls staðar vaxið á stríðsárunum og eftir þau. Afbrot í ölæði eru sennilega tiltölulega færri hér en annars staðar og ekki drukkið meira á mann en víða annars staðar. Þangað til annað sannast með opinberum skýrslum á ekki að bera fram slíkar ásakanir á íslendinga. Og ef farnar væru einhverjar slík- ar leiðir, sem hér er bent á, mundi almenningsálitið breytast og ekki þola drykkjulæti og drykkjuskap eins og nú. Ofstæki skapar ofstæki á móti og menn taka vægt á yfirsjónum í þessum efnum, sem þeim virðist öfgamennirnir hálfpartinn hafa stofnað til. Senior. Templarar og happdrættin Reykjavík, 14. okt. 1949. Hr. ritstjóri! I 35. töiublaði blaðs yðar er grein undir fyrirsögninni: happdrœttin í Reykjavík piága á bœjarbúum. Eg geri ráö fyrir, að margir muni vera yður samála um það, að meira en nóg sé um happ drætti í höíuðborginni. Her siaið þér þvi á viðkvæman streng, enda mun ieikurmn tii þess gerður. A það mætti þó minna í þessu sambandi, að þau íéiög sem efna hér til happdrætla með ærinni fyrirhöfn og mikl um umsvifum, munu undan- tekningalítið vera félög, sem vinna að mannúðar- og menningarmáium. Starfsemi þeirra miðar að því að efla líístrauma þessarar þjóðar og skapa börnum landsins í nú- tíð og íramtíð frelsi og ham- ingju. Ef mörg þessara félaga létu starísemi sína niður falla, væri það starf ekki unnið af öðrum, og íslenzka þjóðin yrði fátækari af ýms- um þeim menningarverðmæt um, sem hún má sízt án vera. En peningarnir eru afl þeirra hluta, sem gera skal. Mannúðar- og menningarfé- lög verða að hafa fé til starf semi sinnar, jafnvel þótt þau leggi fram geysi-mikið sjálf- boðastarf. Og það hygg ég mála sannast, að ýmis þess- ara félaga hafi gefið þjóð- inni góðar gjafir, mikil verð mæti, — en stór verkefni krefjast mikilla fjármuna. Fyrir því er leitað þeirra fjáröflunarleiða, sem beztan árangur gefa. Og ríkisvald- ið hefur skilið hvað hér er um að ræða og þess vegna veitir það, að sjálfsögðu, þess um félögum leyfi til að hafa happdrætti. Þessari hlið málsins má eigi gleyma, þegar rætt er um happdrættin, en það virðist þér, hr. ritstjóri, yfirleitt hafa gert. Þess vegna sjáið þér aðeins fjárgræðgi bak við happdrættisfyrirtækin, þér teljið happdrætti allra félaga í Reykjavík, nema hapdrætti S. í. B. S., óalandi og óverjandi fyrirtæki. „En út yfir allt taka þó happ- drættisfyrirtæki stúknanna,“ segið þér. Sleggjudómum yð- ar um Regluna hirði ég ekki að svara. Yður skortir alla þekkingu á Reglunni til þess að geta fellt um hana réttláta dóma. Og skortur yðar á raunsæi og hlutlægri. athug- un, þegar um er að ræða áfengisvandamálið og starf- semi templara, veldur því, að ástæðulaust virðist að ræða málið við yður að sinni. Ég vil lofa yður að lifa áfram í þeirri trú yðar, „að bindindisfólkið hér sé of blint á staðreyndir í þessum málum og því ekki hægt að ræða við það af sanngirni og heilbrigðri hugsun um þessi mál“. Nokkra úrlausn skal ég þó veita yður. Þér spyrjið af mikilli vandlætingu, hvert tekjuafgangur af happdrætti templara renni og þér heimt ið reikningana á borðið og óskið að fá aðgang að bók- haldi þess. Sjálfsagt er að gefa yður upplýsingar um þetta allt. Hér er um ekkert leyndarmál að ræða. í þingtíðindum Stórstúku íslands er árlega ítarleg skýrsla um happdrættið, m.a. hvernig fénu er varið, og þar eru birtir reikningar þess. Þingtíðindin eru send öllum dagblöðum borgarinnar, en auk þess ýmsum fleiri, t. d. dómsmálaráðuneytinu og fjár veitinganefnd Álþingis. Annars mætti yður vera það vel kunnugt, að happ- drættisfénu er varið til ým- iskonar menningarstarfsemi á vegum Reglunnar. Það veit raunar öll þjóðin. Eink- um hefur féð runnið til þess að koma upp myndarlegu sumarheimili að Jaðri, rækta þar og prýða. Enn fremur til sjómannaheimilis á Siglu- firði og sjómannaheimilis, sem nú er í smíðum í Vest- mannaeyjum. Bókhald happdrættis templ ara er heldur ekkert leynd- armál. Þér getið fengið að kynnast því, hvenær sem þér óskið, og væri okkur ánægja af að sjá yður á skrifstofu stórstúkunnar. Hver veit, nema auga yðar opnuðust þá fyrir því, að heldur ber að hafa það, sem sannara reyn- ist varðandi áfengisvanda- málið og starfsemi templara — eins og allt annað. Með virðingu Kristinn Stefánsson Grein þessi verður rædd betur seinna hér í blaðinu. Ritstj. Hvor var vitlaus? Bóndi nokkur ók framhjá vitleysinga-spítala með full- an hestvagn af húsdýra- áburði. Einn vitleysingurinn hallaði sér út um gluggann og kallaði: „Hæ! Hvað ertu með í vagninum?“ „Mykju,“ svaraði bóndinn. „Hvað ætlarðu að gera við hana?“ „Setja hana á jarðarberin mín!“ „Heyrðu góði, ég held, að þér væri hollast að sækja um vist hér hjá okkur,“ sagði vitleysingurinn. „Við setjum þó sykur og rjóma á jarðar- berin hjá okkur.“

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.