Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 02.01.1950, Qupperneq 4

Mánudagsblaðið - 02.01.1950, Qupperneq 4
MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 2. janúar 1950. iiiiHmiiiinmmiHHimmiiiHiiDwttwHHatiimmiiiöHMiwimHttwmmiDHHHinwmHHMmiinmmMHtttJflwimwtiJ* MÁNUDAGSBLAÐIÐ BLAÐ FYRIR AILA Ritstj óri og ábyrgðarmaöur: Agnsr Bogason Blaðið kemur út á mánudögum. — Verð 1 króna í lausa- sölu, en árgangurinn, 52 blöð, 48 krónur Aígreiðsla: Kirkjuhvoli, 2. haeð, opin á mánudögum. Sími ritstjóra: 3975. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. <ÆuiHBumraniHiiiiiiinimiiiiiiiii:iHiiiiiiiiiinimiiiimi:jiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiHM»iHiimminmiimiiiinHHiiHiHiniimimHi&í> Hið illa læKr en drottins íangiuntfar- geð er ntikið Bæjarstjórnarkosningarnar u M r Nú er Reykvíkingum íarið að Jvetöa tíðrætt um bæjarstjórnar- 'kosningarnar, sem fram eiga að fara í lok janúarmánaðar n. k. Og alls staðar heyrist sama spurningin: „Tekst Sjálfstarðis- flokknum að halda meirihluta aínum í bæjarstjórn?“ Ef dæma íkal eftir úrslitum Alþingiskosn- ánganna síðustu, virðist það hæp- ið. Þá hafði 5. maður á lista kommúnista þremur atkvæðum meira en 8. maður á lista Sjálf- stæðisflokksins. Kosninginj verður því áreiðanlega ákaflega spennandi. Að vísu er þaðfyrir- framvitað, að Framsóknarflokk- urinn fær einn fulltrúa kjörinn og Alþyðuflokkurinn tvo, en bar- attan milli 8. manns Sjálfstæðis- tnanna og 5. manns kommún- ista verður geypihörð. Sumir halda, að allmargir Þjóðvarnar-! menn og vinstri Framsóknar-' menn, sem kusu Rannveigu síð-| ast, muni nú kjósa kommúnista til að reyna að hnekkja meiri- hluta Sjálfstæðismanna. Á hinn bóginn er það ekki óhugsandi, að eitthyað af Eysteinsmönnum kjósi Sjálfstæðisflokkinn, einkan- lega cf Framsóknarlistinn verður mjög rauður. Að sumu leyti hefur Sjálfstæðisflokkurinn betri aðstöðu við bæjarstjórnarkosn- ingarnar en við Alþingiskosn- ingar. Að vísu hefur Sjálf- .stæðismeiriblutinn í bæjarstjórn Reykjavíkur márgar syndir og miklar á samvizkunni, og nægir hér áð benda á ófremdarástandið tf húsnæðismálum og sjúkrahús- málum bæjarins. Það væri synd að segja, að reykvískir skattgreið- 'endur hefðu fengið mikið í aðra hönd fyrir hin ofsaháu útsvör,| aem þeir hafa orðið að greiða á undanförnum árum. En Sjálf-! stæðismenn hafa eitt tromp á! flrendjnni í bæjarstjórnarkosning-: unum í Reykjavík. Þeir segja:i ,,Ef við missum meirihlutann íi bæjarstjórn, verður upplausn og ringulreið, því að andstæðingar Sjálfstæðisflokksins geta ekki unnið saman“. Og sennilega er þietta alv.eg rétt. Engar líkur virð- ast á því, að kommúnistar, Al- þýðuflokksmenn og Framsóknar- menn geti komið sér saman um að stjórna Reykjavíkurbæ. Að, vísu eru Jil sterk öfl í Framsókn, sem mundu vilja vinna með jtommúnistum, en andstaða gegn slíkri samvinnu yrði líka mikil í flokknum. Enn ólíklegra virð- ist, að nokkur samvinna geti tekizt með Alþýðuflokksmönn- um og kommúnistum. Á hinn bóginn munu Alþýðuflokks- menn ekki þora að ganga til samvinnu við Sjálfstæðismenn um bæjarmálin vegna hræðslu við fylgistap tii kommúnista. Ef Sjálfstæðisflokkurinn missir meiri hlutann, verður því að öllum lík- indum enginn starfhæfur meiri- hluti í bæjarstjórn Reykjavíkur. Yrði þá annaðbvort að kjósa á' ný eða ráða ópólitískan borgar- stjóra, en það yrði varla eftirsókn- arvert embætti. Þessar staðreynd- ir munu ieiða til þess, að Sjálf- stæðisflokkurinn fær atkvæði fjölda kjósenda, sem annars eru sáróánægðir með stefnu hans í bæjarmálunum. Þeir vilja held- ur lélega stjórn á bænum en alls enga stjórn. Bæjarstjórnarkosningarnar cru einnig spennandi víða utan Reykjavíkur. Sennilegast er, að Alþýðuflokkurinn missi meiri- hluta sinn í Hafnarfirði. Vinna Sjálfstæðismen þar að öllum lík- indum eitt sæti frá Albvðu- flokknum, og verður bæjarstjórn Hafnarfjarðar þá skipuð 4 Sjálf- stæðismönnum, 4 Alþýðuflokks- mönnum og 1 kommúnista. Líklega verður erfitt að koma þar á samvinnu um bæjarmálin, því að Hermann Guðmundsson, hinn þrautreyndi meðalgangari og sáttasemjari Sjálfstæðismanna og kommúnista, er nú oltinn út úr pólitíkinni. í Vestmannaeyj- um hefur verið samvinna milli Alþýðuflokksins og komipén- ista á síðasta kjörtímabili. Nú er talið, að annaðhvort vinni Sjálf stæðisflokkurinn meirihlutann á ný eða Framsókn fái oddaað- stöðu. A Akranesi óttast Sjálf- stæðismenn mjög um meirihluta sinn. A ísafirði verður kosning- in mjög spennandi. Að líkindum missa kommúnistar sinn eina bæjarfulltrúa, en það veltur sennilega á örfáum atkvæðum, hvort Alþýðuflokkurinn eða Sjálfstæðisflokkurinn fær hrein- an meirihluta á ísafirði. í Nes- kaupstað hafa kommúnistar hreinan meirihluta í bæjarstjórn, en margir ætla að fylgi þeirra sé í rénun. T0!ir er óhugsandi að( I fyrri daga var góður og vingjarnlegur maður. Hann j átti gnótt af þessa heimsi gæðum og hafði marga^ þræla í þjónustu sinni. Og þrælarnir voru hreyknir af húsbónda sínum og sögðu: „Það er ekki til betri hús- bóndi en okkar undir sól- unni. Hann fæðir okkur vel og klæðir, og hann veitir okkur þá vinnu, sem bezt hæfir kröftum okkar. Hann erfir aldrei neitt við okkur og talar aldrei styggðaryrði við neinn okkar. Hann er ekki eins og aðrir húsbændur, sem fara með þrælana eins og búfé, og refsa þeim hvort sem þeir eiga það skilið eða ekki, og segja aldrei eitt vin- gjarnlegt orð við þá. Hann vill okkur vel og talar vin- gjarnlega við okkur. Við æskjum ekki betri ævi.“ Þannig lofuðu þrælarnir húsbónda sinn. En djöfuil- inn sá þetta og gramdist stórum, að þrælarnir skyldu lífa í slíkri ást og eindrægni við húsbóndann. Hann fékk því Abel, einn af þrælunum, á sitt vald og skipaði honum að freista hinna þrælanna. Og einn dag, þegar þeir sátu saman og voru að hvíla sig og tala um gæzku húsbónda síns, hóf Aleb upp raust sína og sagði: „Það er fávislegt að gera svona mikið veður út af gæzku húsbónda okkar. Fjandinn sjálfur mundi vera góður við ykkur, ef þið gerð- uð það, sem hann vildi. Við þjónum húsbónda okkar vel og gerun ailt sem hann vill. Jafnskjótt sem honum hug- kvæmist eitthvað, þá gerum við það. Við sjáum fyrir fram allt, sem hann óskar. Hvað annað getur hann gert en vera góður við okkur. Reynið þið bara, hvernig fer, ef við gerum honum illt í stað þess að láta allt eftir honum. Þá fer honum eins og öllum öðrum, og geldur illt með illu, eins og verstu húsbændumir gera.“ Hinir þrælarnir tóku að neita því, sem Aleb sagði og að lokum veðjuðu þeir við hann. Aleb íofaði að geraj Sjálfstæðismenn fái hreinan meiri hluta í Keflavík og á Sauðarkro'ki, I en á Siglufirði, Ólafsfirði, Akur-| eyri og. Seyðisfirði getur enginn einn flokkur gert sér vonir uni meirihlutaaðstöðu. A HusávSt fara nú fram bæjarstjórnarkosn- ingar í fyrsta sinn. Þar er náin samvinna með Sjálfstæðismönn- um og Framsóknarmönnum undir forystu Karls Kristjánsson- ar, sem hefur stjórnað Húsavík eins og einræðisherra undanfar- inn áratug, enda í gamni nefnd- ur „Hitler Húsavíkur“. 'Ajax. húsbónda þeirra reiðan. Ef honum mistækist það, átti hann að missa heigidagaföt sín. Þar að auki lofuðu þeir að verja hann fyrir hús- bóndanum, og leysa hann, ef 'hann yrði lagður í bönd eða settur í fangelsi. Þegar öllu þessu hafði verið ráðið til lykta, féllst Aleb á að gera húsbóndann reiðan morgun- inn eftir. Aleb var fjárhirðir, og átti að sjá um fjölda dýr- mætra kinda af frábæru kyni, og þótti húsbónda hans mjög vænt um þetta fé. Morguninn eftir, þegar hús- bóndinn kom meðð nokkra gesti að girðingunni til þess að sýna þeim þessar dýr- mætu kyndur, drap Aleb titlinga framan í félaga sína, eins og hann vildi segja: „Sjáið þið nú, hve reiðan ég geri hann“. Allir hinir þrælamir komu og litu inn um hliðið eða yfir girðinguna, og fjandinn klifraði upp í tré rétt hjá til þess að sjá hvernig þjónn hans ynni verkið. Húsbónd- inn gekk í kring um girð- inguna og sýndi gestunum ærnar og lömbin, og brátt langaði haim til þess að sýna þeim fegursta hrútinn sinn. Allir hrútarnir eru dýr- mætir, sagði hann, en ég á einn með snarsnúnum ’horn- um, sem er ómetandi. Harm er augasteinninn minn. Kindurnar styggðust af ó- kunnu mönnunum og hlupu um girðinguna, svo að gest- irnnir gátu ekki séð hrútinn vel. Þegar hann stanzaði, þá kom Aleb kindunum af stað eins og af tilviljun, og þær fóru allar á ringulreið aft- ur. Loks leiddist húsbónd- anum þetta. „Aleb minn, góði vinur, sagði hann, blessaður náðu í bezta hrútinn fyrir mig, þann með snarsnúnu hornin. Náðu í hann, en farðu var- lega og haltu honum litJa hríð.“ Húsbóndinn hafði varla sleppt orðinu, þegar Aleb hljóp inn á milli kindanna eins og Ijón, og greip ómet- anlega hrútinn. Hann hélt í ullina á 'honum, greip vinstra afturfótinn annarri hendi og fyrir augum húsbónda síns lyfti hann honum og hnykkti svo að hann brotn- aði eins og þurr kvistur. Hann hafði brötið fót hrúts- ins, og skepnan datt á hné jarmandi. Svo greip Aleb hægra afturfótinn, en hinn hægri snerist og hékk mátt- laus. Gestir og þrælar æptu upp hræddir, cg djöfullinn sat uppi í trénu og fagnaði, hversu vel Aleb hafði tekizt verkið. Það sortnaði yfir húsbóndanum, hann hleypti brúnum, laut höfði og sagði ekki eitt orð. Gestir og þræl- ar þögðu 'iíka og biðu þess, er verða vildi. Þegar hús- bóndinn hafði þagað um stund, hristi hann sig eins og til þess að varpa af sér einhverri byrgði. Þá leit hann upp. Hann horfði til himna um stund. Svo hurfu hrukkurnar af andliti hans og hann-Ieit á Aieb og sagði brosandi: „Aleb, Aleb! Húsbóndi þinn skipaði þér að reyta mig til reiði, en húsbóndi minn er sterkari en. þinn. Eg er ekk- ert reiður við þig, en ég ætla að gera húsbónda þinn reiö- an. Þú ert hræddur um, að ég muni refsa. þér, og þú hefur verið að óska þér frelsis. Vit þú þá fyrir víst, að ég ætla ekki að refsa þér, en úr því þú vilt verða frjáls, þá gef ég þér hér, fvrir augum gesta mihna, frelsi. Farðu hvert, er þú vilt, og hafðu helgidagaföt þín með þér!“ Og húsbóndinn góði sneri heim með gestum sínum. En djöfullinn gnísti tönnum, datt niður úr trénu og sökk í jörðu niður. Myndin er af fráfarandi borgarstjóra London Sir George Alwen t. b. og nýkjörna borgarstjóranum Sir Frederick Raw- land t. v. Þeir eru í viðhafnarklæðum þelm er notuð eru v»ð opínber tsekiíæri.

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.