Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 27.03.1950, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 27.03.1950, Blaðsíða 2
MÁNUDAGSRLAÐIÐ Mánudagurinn 27. marz 1950. Framh. af 1. síðu. bandi fordæmdu þeir skil- yrðislaust hinn utanaðkom- andi „sæðisgjafa", þriðja ðæ ilann, þekktan eða óþekktan sem hefði það hlutverk, að gefa sæðið í stað eigin- mannsins. Á hinn bóginn leyfðu þeir að „fyrirgreiðsla' væri veitt barnlausum hjón- um, ef barnleysið stafaði af líkamlegu ásigkomulagi, ekki náttúrlegu getuleysi annars hvors aðilans. Pafinn reisir læknum enn íandið, þar sem „sæðisgjafar" þrer.gri skorður en enski bisk- upinn. Samkvæmt formúlu, sem menn hafa kallað spá- sag.iarkennda, en sem ekki væi'i auðhlaupið að orða öllu grcinilegar, gerir hann kunn- ugi , að í stað „hins virka þátt- ar“ geti aldrei komið „að ferðir, sem stríði á móti nátt- úrunni“. Þar með er ekki sagt að kaþólskum læknum sé gert ókleift að koma barnlausu fólki til hjálpar. — En það bindur þá við leiðir, sem eru allmiklu erfiðari og stundum jafnvel enn óviður- kvæmilegri en hin einfalda aðferð óbundinna vísinda. Kirkjurnar hafa tekið af- stöðu og siðapoijtular hafa fylgt þeirra fordæmi. En eft- ir er að vita, hvort það geti heft framgang málanna. Staðreynd er, að vísindaleg frjóvgun breiðist óðfluga út. Hinar opinberu deilur, sem hún vekur, og jafnvel for- dæmingar, verka eins og vind urinn á laufið. Þær bera hana áfram. Árið 1935 vissu menn ekki nema um eitt tilfelli slikr ar fi’jóvgunar í Englandi. Nú vita menn um tugi og aftur tugi — og það af versta tagi: hinar svo kölluðu Artificial Insemination by Donor. Ekk- ert land, að undanteknu Þýzkalandi, eftir blóðbað styrjaldarinnar, er eins illa komið sökum fjöldamunar karla og kvenna eins og Stóra Bretland, og það er ekki und- arlegt, að í átthögum kven- réttindahreyfingarinnar skuli heyrast háværar raddir, sem hrópa: „Enga eiginmenn, já! Engin börn. nei!“ í Bandaríkjunum hafa menn reynt að kasta tölu á „mæli- glasa börnin“. Árið 1941 tald- ist mönnum svo til, að þau væru 3.649. Enda þótt þessi tala sé þegar all-álitleg, er hún þó ekki nema lítill hluti af hinum raunverulega f jölda, þar eð foreldrarnir halda þessu leyndu og læknarnir eru að sjálfsögðu bundnir þagn- arheiti samkvæmt stöðu sinni. Varlega áætlað hafa 20.000 amerísk börn, eða. scm svarar íbúum meöalstórs þorps, fæðzt eftir vísindalega frjóvg- un. (Miðað við ca. 1.000 í Frakklandi). ' .... 30 þusund börn fæðast karímaður kemur hvergi nærri Vísináaleg frjóvgun færist í aukana en HÆTTA Á FERÐUM: SIFJASPELL Bandaríkin eru líka fyrsta hafa risið upp sem stétt við hlið „blóðgjafa". Þessi mann legu þarfanaut fá frá 10 til 20 dollara fyrir hvert „inn legg“. Jafnvel með hóflegri starfsemi getur hver þeirra, fræðilega séð, frjóvgað 400 konur á viku. Ef slík frjóvgun kæmist undan takmörkunum þeim, sem enn halda henni í skef jum, gæti hætta sú, sem Merriman lávarður brýndi fyrir brezku lávarðadeildinni, orðið að veruleika: Sifjaspell í stórum stíl væru óhjákvæmi leg. Því að reglan er sú, að lconan, sem leitar hjálpar, veit ekki hver sæðisgjafinn er, og ekki heldur maður hennar, sé hann til. í Frakklandi fer vísindaleg frjóvgun fram á stöðum eins og Lariboisiere, Broca og á ýmsum einkaspítölum. Þókn- un sæðisgjafa fer hins vegar ekki fram úr svo sem 7 doll- urum. Þó má geta þess, að erfiðara er að finna slíka sæð- isgjafa þar en í Ameríku, enda þótt þeir fái aldrei að vita, hvort sæðing er ætluð til tilrauna á rannsóknarstof- nm eða til raunhæfrar notk- unar. Gagnstætt því, sem maður í fyrstu gæti haldið, er þetta starf fyrir fullroskna menn, en ekki öldungis unga. Góður sæðisgjafi er meira en hálffertugur, líkamlega óveill og faðir tveggja eða þriggja barna, sem getin eru í „gömlu vanasyndinni." Hvað viðkemur aðgerðinni sjálfri, er hún einföld, en snyrtileg, segja sérfræðingar, kostar kringum 20.000 franka og heppnast í eitt skipti af hverjum tíu. En það má end- urtaka hana óteljandi sinn- um. FÖLSUN BARNS- FAÐERNIS OG AFLEIÐINGAR ÞESS / Samvizkuspursmál það, sem hin vísindalega frjóvgun vék- ur, snertir læknastéttina fyrst og fremst. Ekki er hægt að segja, að ræða páfa hafi kom- ið þeim í mikinn vanda, því að yandinn var þegar fyrjr. En hún eykur hann og gerir al- varlcgri. Ákyöi'ðun, læknipins fqr yf- irleitt eftir því, hvers konar tilfelli um er að ræða. Níu af hverjum tíu læknum mundu líklega neita að framkvæma aðgerðina á ógiftri konu. Ef til vill neitar einn af hverjum tíu að frjóvga gifta konu með „sæðisgjafa". En í hvort- tveggja tilfelli taka þeir á sig ábyrgð fyrir lögum: Þeir falsa faðerni, og þeir eiga það á hættu, að verða kallaðir fyr ir rétt af skjólstæðingum sin- um og látnir sæta ábyrgð fyr- ir val á „sæðisgjafa“. Sé ,,sæðisgjafinn“ eiginmað- urinn sjálfur, hverfa mótbár- ur læknisins sjálfkrafa. Fað- ernið, sem þeir dæla inn, er þá ekki frá einstaklingi, sem þeir hafa valið og bera ábyrgð á. Þeir eru óhultir fyrir lög- unum. Því að lögin eru eins og martröð. Allmargar vísinda- legar frjóvganir hafa orðið að réttarmálum. Sumar hafa haft dramatískan endi. Og það er að minnsta kosti alltaf eitt fórnarlamb: barnið. Undarlegt er mál Antons Strands frá Oklohama í Bandaríkjunum. Hvað sem það kostaði, vildi hann eign- ast barn. Þegar konan hans eftir eina slíka frjóvgun hafði alið honum litla dóttur — með skriflegu leyfi hans sjálfs, samkvæmt ófrávíkjan- legri reglu — tók hann að fyllast brennandi afbrýðis- semi gagnvart hinum ókunna „sæðisgjafa". Hann reyndi að hafa upp á honum, en honum hefði verið hægara að hand- sama ský á himni. Reiði hans snerist þá að konunni, sem að lokum flýði frá honum og tók barnið með sér. Hann fann barnið aftur og stal því, því að á því hafði hann fengið heitustu föðurást, þótt ekki hefði það dropa af hans blóði. Málið olli illvígum deilum fyr- ir amerískum dómstólum. I Englandi hafa síðastliðið ár állmörg „mæliglasa börri“ verið lýst óskilgetin af dóm- stólunum. Oft eru það mæð- urnar, sem heimta þennan úr- skurð, vegna þess, að þær vilja eiga börnin einar, þótt það kosti að láta lýsa þau ó- ætti að veita. En mannsins hjarta er margbrotið og flók ið. JAFNRÆÐI KARLA OG KVENNA EE EKKI TIL En allmörg dæmi skapa ekki reglu. Þó að skjalasöfn dóm- stólanna þyngist, þá fyllast líka bækur lækna þeirra, sem við þetta fást. Það cr stað reynd, að þeir geta sýnt þakk lætisvottorð frá foreldrum, sem eiga vart nógu sterk orð til að lýsa Iiamingju sinni. ■ Einn af aðalformælendum vís- indalegrar frjóvgunar í Am- eríku, læknirinn Abraham Stone, segir: „Eg hef gert þessa aðferð fyrir hundrað hjón. Tíu komu aftur eftir öðru barni og tvö eftir hinu þriðja.“ Stone sýnir einnig bréf frá eiginmönnunum: „Barnið er stórkostlegt, og það er mitt barn.“ — Skýlaus staðfesting. Kannske full.... Þeir, sem líta á þessi mál eingöngu með tilliti til hins góða árangurs og hamingju, sem fengizt hefur í einstök- um tilfellum, hafa ef til vill rétt til að álykta, að þeirra hlutur sé þyngstur á metun- um. Ekkert óeðlilegt hefur komið fram hjá börnum þess- um ennþá, þó að enn séu flest þeirra of ung til þess að leyfi- legt sé að draga altæka álykt- un. Tala þeirra, sem komið hafa af stað hneykslismálum, er hverfandi í samanburði við hina áætluðu 'heildartölu fyrir Bandaríkin ein: Tuttugu þús- undir barna, sem orðið hafa til við vísindalega frjóvgun. En skoðanir kirkjunnar eru yfirgripsmeiri, ná lengra fram, rista dýpra. Þær byggja dóma sína á ákveðinni mann- lífskenningu og þjóðfélags- skilningi, sem þær hafa öðl- azt við reynslu og opinberun. Þær hugsa um framtíðina. Geigvænlegum kenningum hefur skotið upp og skýtur enn upp. Og vísindin eru kom- in á það stig, að ekki er hægt að kalla þær heilaspuna. — Hitler sagði, að það væri eng- ,in ástæða til þess að ekki væru mannkynbætur, ekki síð ur en dýrakynbætur. Hann hafði stórkostlegar fyrirætl- anir á prjónunum á þessu sviði, sem hann hafði gaman af að lýsa fyrir nánustu vin- um sínum í Berchtesgaden. Orvalið úr stormsveitum hans átti að vera fyrirmynd- skilgetin. Kaldhæðni örlag-i in, og þeim var ætlað að vera anna kemur fram í þessu, að nokkurs konar þarfadýr í því leyti sem aðalorsök þess, j sannkölluðum mannlegum að gripið var til vísindalegrar| stóðhöfnum. — Hann hefði frjóvguriar var einmitt sú, að hvorki látið lögmál hjóna- treysta hjónaböndin, sem bandsins eða ástarinnar aftra skorti þQttabapd, gQp barnið, sðr, og ekki er vafí á því, að hann hefði hagnýtt sér hina vísindalegu frjóvgun til þess að koma áformum sínum í framkvæmd í stórum stíl, ef hann hefði sigrað. Hitler ér horfinn af sjónar- sviðinu, en ennþá eru við líði ríkisstjórnir, sem eru jafn- harðsnúnar og hans, og kenn- ingar, sem eru jafnróttækar. Jafnvel í lýðræðisrikjunum eru menn með bollaleggingar og ráðagerðir um framtíðina. Ekki eru meira en nokkrir mánuðir síðan Gertrude Ath- herstone, margorður og mas- gefinn, en stundum skemmti- legur rithöfundur, lézt í San Fransisco. Hún hélt því fram, að jafn- ræði karla og kvenna væri ekki annað en hugarburður. „Jafnræðið,“ sagði hún, „er aldrei annað en hið hverfula augnablik, þegar það kynið, sem er á leið upp, mætir hinu, sem er á niður leið.“ Að áliti Gertrude Ather- stone erum við í þann veginn að koma að þessum tímamót- um. Konan fer upp, maðurinn niður. En það er hégilja að halda, að þau muni nú nema staðar bæði og lifa saman í sátt og samlyndi framvegis. Öll framför hjá öðru kyninu er á kostnað hins. Konan feræ hærra, karlmaðurinn sekkur æ dýpra. Gertrude Ather- stone segir þann tíma ekki langt undan, þegar karlmað- urinn verði kominn á sama stig og konan var til skamms tíma: útilokaður frá stjórnar- stöðum, prestsembættum, hernum, dómaraembættum, öllum virðingarstöðum, svipt- ur fjárráðum og völdum, m. ö. o. konan muni gjalda hon- um líku líkt. Hún þóttist sjá enn lengra: Karlmaðurinn var orðinn sníkjudýr, geitungur, hun- angsfluga. Hann truflaði hið flekklarisa, vel skipulagða, friðsamlega og iðjusama þjóð félag bíflugnanna. Hann át of mikið af hunangi, en lagði ekkert af mörkum sjálfur. ÍGULKER LÖBS OG KANÍNUR PINKUSAR Lokastig þróunar af þessu tagi væri auðvitað það, að dauðinn hyrfi. Þjóðskipulag- inu yrði þá háttað alveg eins og bíkúpunni, en hún er, þeg- ar á allt er litið, ekki annað en þraut-þróað og þraut-þjóð nýtt þjóðfélag. Ef einn ein- stakur karlmaður getur frjóvgað 400 konur á viku, ef hann framleiðir 50 til 60 þús. af spermatósa á hvern rúm- sentimeter af sæði, hvaða gagn er þá í þessu tölujafn- ræði karla og kvcnna, sem felst í hjónabandinu? Nokkr- ar tylftir af frjóvgurum mundu nægja öllum- heimiri- um. • v . : FramhaW^á S. sÍSh - j ; :

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.