Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.2005, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.2005, Side 1
H eimur ljóðsins nefnist rit sem kom út nýlega hjá Bókmennta- fræðistofnun Háskóla Íslands en það inni- heldur 26 greinar byggðar á erindum sem flutt voru á ráð- stefnunni „Heimur ljóðsins“ sem stofnunin hélt með liðsinni Hugvísindastofnunar skólans í apríl síðastliðnum. Greinarnar fjalla um ljóð út frá ýmsum sjónarhornum, yngri jafnt sem eldri, innlend og útlend. Í tilefni af útkomu bókarinnar hitti blaðamaður ritstjóra hennar, Ástráð Eysteinsson, Dagnýju Kristjánsdóttur og Svein Yngva Egilsson, sem öll kenna bók- menntir við Háskóla Íslands, til að ræða um stöðu ljóðsins í samtímanum. Úr varð áhuga- verð samræða sem fer hér á eftir. Ástráður gerir stöðu ljóðsins að umræðuefni í inngangi sínum að bókinni. Hann er ekki á því að ljóðið hafi látið undan síga sem bók- menntaform og segir að það sé ekki skortur á góðum ljóðum á íslensku. Hins vegar sé ljóst að sagnalistin hafi fengið meiri athygli fræði- manna á undanförnum áratugum. „Stundum er sagt að á tímum nýrýninnar hafi ljóðið verið aðalrannsóknarefnið en síðan hafi komið fram nýjar kenningar sem miðist frekar við sagnaskáldskap,“ segir Ástráður. „Þetta er ákveðin einföldun en líklega höfum við ekki verið nægilega dugleg að yrkja nýja þætti í fræðunum gagnvart ljóðum. Auðvitað er margt ágætlega skrifað um ljóð hérlendis en þó alltof lítið. Sjálfur hef ég mest verið að fást við sagnagerð og auðvitað höfum við átt frábæra sagnamenn en á nítjándu öld og langt fram eftir þeirri tuttugustu er ljóðið það form sem ber hæst.“ Blm.: „Þú heldur því beinlínis fram í inn- ganginum að ljóð hafi staðið „með breiðustum blóma allra bókmenntagreina á Íslandi á síð- ustu tveimur öldum.“ Ástráður: „Já, maður fullyrðir kannski síð- ur um síðustu tvo áratugi því það er erfiðara þegar dregur nær manni í tíma en að mínu mati áttum við fleiri góð ljóðskáld en sagna- skáld á síðustu tveimur öldum.“ Dagný: „Ég held að það sé óumdeilt að gull- öld ljóðsins var nítjánda öldin. Síðustu fimmtíu árin hafa verið róstu- samari. Þegar ljóðskáld gátu farið að gefa út ljóðabækur sínar á áttunda áratugnum jókst útgáfan mjög og hópar skálda eins og „lista- skáldin vondu“ fylltu Háskólabíó. Ljóðið náði nýjum hæðum í vinsældum. Það kom ákveðið bakslag á tíunda áratugnum en núna finnst mér ljóðið aftur hafa náð sér á strik. En það endurspeglast kannski ekki í fræðunum.“ Blm.: „Er einhverjar skýringar að finna á litlum ljóðaáhuga fræðimanna Ljóðið er lífseigt Eftir Þröst Helgason | throstur@mbl.is Fjölmargar ljóðabækur koma út í haust en nýlega var gefin út bók með 26 greinum fræðimanna um ljóð sem nefnist Heimur ljóðsins. Í tilefni af þessu var efnt til sam- ræðna um stöðu ljóðsins með ritstjórum bók- arinnar, Ástráði Eysteinssyni, Dagnýju Krist- jánsdóttur og Sveini Yngva Egilssyni sem öll kenna bókmenntir við Háskóla Íslands.  4 Morgunblaðið/Kristinn Laugardagur 5.11. | 2005 [ ]Ljóð | Ort af Dan Masterson, Steinunni Sigurðardóttur og Sölva Birni Sigurðssyni | 3–5Uppruni tegundanna | Eigingjarnir erfðavísar og andmæli vitshönnunartilgátunnar | 6–7Søren Ulrik Thomsen | Danska skáldið sem afneitar neitunarhugsuninni | 10 LesbókMorgunblaðsins 80ára19252005 edda.is Ný ljóðabók frá Þórarni Eldjárn Hagmælisgrey um ljóðið Víst er það löngu ljóst og bert að ljóðið ratar til sinna. Samt finnst mér ekki einskisvert að ýta því líka til hinna. Ný og fjölbreytileg ljóðabók eftir eitt vinsælasta skáld þjóðarinnar, Þórarinn Eldjárn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.