Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.2005, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.2005, Qupperneq 8
8 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 5. nóvember 2005 A ð lesa dagblöð dagsins orð fyrir orð yfir morgunverð- inum gæti tekið drjúgan tíma. Dagblaðaútgáfa er nú líflegri en hún hefur verið í áravís; fjögur dagblöð koma út daglega eða alla virka daga, hvert og eitt þeirra með gjörólíkum áherslum. Undanfarin misseri hefur blaða- og tímaritamarkaðurinn sannarlega blómstrað. Tímaritin eru mörg og fjölbreytileg og bjóðast flest í áskrift. Sífellt spretta upp ný og sérhæfðari blöð til þess að sinna margvíslegum hugðarefnum og áhuga- málum manna. Rekkarnir við kassana í kjörbúð- unum eru fullir af mannlífstímaritum með hróp- andi fyrirsögnum. Sjónvarpsdagskrárnar hafa þróast út í hálfgerð tísku- og dægurmálablöð, netsíður á borð við femin.is gefa út lítil tímarit til þess að auka umferð um síður sínar og útgáfa blaða á netinu hefur einn- ig aukist gríðarlega. Í nú- tímasamfélagi verðum við stöðugt fyrir marg- víslegu skynrænu áreiti og upplýsingar streyma til okkar úr öllum áttum. Allt er þetta í svo miklu meira magni en við getum nokkurn tíma innbyrt eða melt fyllilega: því þurfum við að velja og hafna. Margir fjölmiðlar, sérstaklega prentmiðlar, hafa tekið upp á því að bjóða blöð sín endurgjaldslaust og byggja þeir þá tekjur sínar mestmegnis á auglýsingum. Það gefur þeim mikið forskot í baráttunni um athyglina. Fréttablaðið og Blaðið fljúga frítt inn um lúgur flestra heimila og nokkur dægurmálatímarit sem bjóðast ókeypis liggja í bunkum á opinber- um og fjölförnum stöðum. Brautryðjendur í út- gáfu ókeypis blaða voru útgefendur Undirtóna sem var frekar karlmiðað blað með áherslu á tónlist. Í kjölfarið fylgdi tónlistarblaðið Sánd og fleiri. Síðustu árin hafa þrjú ný ókeypis blöð komið fram á sjónarsviðið. Þau eru blaðið Orð- laus sem er „kvenkyns tímarit“, Vamm sem er blað fyrir unga fólkið og The Reykjavík Grape- vine sem er blað fyrir ferðamenn og aðra ensku- mælandi á landinu og það verður tekið sér- staklega til skoðunar hér. The Reykjavík Grapevine The Reykjavík Grapevine er helsta borgarblað Reykjavíkurborgar. Blaðið byggist á hefð borg- arblaða sem fyrirfinnast í mörgum stórborgum. Slík blöð innihalda yfirleitt hagnýtar upplýs- ingar og leiðbeiningar um viðkomandi borg á ensku. Í blöðunum birtast einnig oft listar yfir helstu veitingastaði, upplýsingar um menning- aratburði, skemmtilegar greinar um menningu borgarinnar og fleira. Fyrsta tölublað The Reykjavík Grapevine kom út í júní árið 2003 og það sumar voru gefin út sex tölublöð. Í upphafi var blaðið aðeins gefið út á sumrin, þar sem ferðamenn voru flestir hér yfir sumartímann og starfsfólk blaðsins hélt flest aftur til vinnu sinn- ar á haustin. Á síðasta ári ákvað ritstjórnin að halda útgáfu blaðsins úti á veturna líka, svo að nú kemur það út allan ársins hring. Þetta er þriðja útgáfuár blaðsins og forsvarsmenn þess hafa einnig komið upp öflugri heimasíðu á slóð- inni: www.grapevine.is. Valur Gunnarsson var upphaflega titlaður ritstjóri blaðsins og tuttugu blöð hafa komið út í umsjá hans. Valur hefur nú snúið sér að öðrum verkefnum en Bart Cameron hefur tekið við ritstjórn. Greina má ákveðnar áherslubreytingar í blaðinu eftir ritstjóraskipt- in, en þær virðast aðeins smávægilegar. Enda er það ágætis regla að vinna innan þess ramma sem fyrir er og leyfa lesendum að aðlagast breytingum (ef einhverjar eru í bígerð) hægt og rólega. Efni og innihald The Reykjavík Grapevine skiptist niður í nokkra flokka. Framarlega birtast bréf til blaðs- ins og svör við þeim, síðan kemur iðulega leiðari frá ritstjóra, í nýjasta tölublaðinu birtist þar einnig pistill frá ritstjóra netsíðunnar. Aðrir efnisflokkar eru svo á víð og dreif um blaðið. Til hliðar á síðunum má lesa nýlegar íslenskar fréttir sem eru teknar úr daglegri enskri frétta- birtingu á netsíðunni. Í blaðinu birtast greinar og annað efni á borð við ljóð og fróðleik, sumt tengist þema blaðsins þann mánuðinn, annað ekki. Þetta eru greinar sem taka á málum í ís- lenskum samtíma, hagnýtar eða upplýsandi greinar og greinar sem fjalla um ýmislegt milli íslensks himins og íslenskrar jarðar. Fastir liðir eru „List og menning“, „Kvikmyndir og leik- hús“, „Tónlist og næturlíf“, „Matur“, „Utan Reykjavíkur“ þar sem fjallað er um landsbyggð- ina og „Á ferðinni“ þar sem fjallað er um ferða- lög utan Íslands. Lengi vel var dálkur á næstöft- ustu síðu þar sem þjóðkunnir Íslendingar, sérfróðir á hverju sviði fyrir sig, voru beðnir um að velja átta af sínum uppáhalds íslensku bók- um, kvikmyndum eða lögum. Stundum voru nið- urstöðurnar teknar saman og þá voru birtir list- ar yfir átta kvikmyndir, bækur og lög sem höfðu fengið flest atkvæði á heildina litið. Þessi dálkur virðist hafa fallið niður í síðustu tölublöðum. Þetta var stórsniðugur dálkur en velta má því fyrir sér hvort þeir Grapevine-liðar hafi orðið uppiskroppa með þjóðkunna Íslendinga eða hvort það hafi verið úrval kvikmynda, bóka og tónlistar sem hafi verið of takmarkað fyrir dálk- inn. Það er ekki gott að segja. Ef eitthvað sér- stakt er á seyði í Reykjavík á borð við Menning- arnótt, Iceland Airwaves, Gay pride eða Vetrarhátíð, þá eru hátíðarhöldunum gerð góð skil í blaðinu, yfirleitt á heilsíðu eða á stærra svæði í blaðinu og sú hátíð sem er í gangi fær einnig eigin efnisflokk á heimasíðunni. Á mið- opnunni er „Leiðarvísir um miðborgina“ þar sem talin eru upp kaffihús, veitingastaðir og skemmtistaðir í miðborginni ásamt stuttum lýs- ingum. Þar er dálkur með hagnýtum símanúm- erum og þar stendur stórum stöfum að stræt- isvagnar borgarinnar gefi ekki til baka (ólíkt því sem tíðkast víða annars staðar). Ferðamönnum er ráðlagt að brjóta miðopnu blaðsins saman og stinga henni í vasann. Á heimasíðu blaðsins má lesa nýjasta blaðið og hægt er að velja öll útgefin tölublöð og skoða þau á sama hátt. Á síðunni birtast nýjustu ís- lensku fréttirnar á ensku. Þar má einnig lesa vikulega pistla Pauls Fontaines-Nikolovs, rit- stjóra netsíðunnar. Þarna eru tveir dálkar merktir „List og menning“ annars vegar og „Tónlist og næturlíf“ hins vegar, þar birtast til- kynningar um það sem er að gerast þann daginn eða um þær mundir. Á heimasíðunni birtast einnig ýmsar auglýsingar, netkönnun, rammi þar sem benda má á gagnlegar heimasíður á netinu, rammi þar sem hægt er að senda inn beiðni um að vera skráður eða skráð á póstlista Grapevine og einnig rammi þar sem panta má ársbirgðir af The Reykjavík Grapevine eða ger- ast áskrifandi að blaðinu, fólki hvaðanæva að úr heiminum býðst að fá blaðið inn um lúgu sína og kosta ársbirgðirnar 2.320 íslenskar krónur. Viðtökur og álitamál Flestir Íslendingar geta lesið blaðið því enska er mikið notuð í samfélagi okkar í dag. Íslendingar virðast almennt hafa tekið blaðinu vel. Í bréfum Íslendinga til blaðsins má sjá athugasemdir á borð við þessa: „...I just want to thank you and the others for publishing a great paper – the Reykjavík Grapevine – that’s doing good and very important things!!“ [Ég vildi bara þakka þér og hinum fyrir að gefa út frábært blað – The Reykjavík Grapevine – sem er að gera góða og mjög mikilvæga hluti](3. tölubl. 2005). Það vakti víst furðu ritstjórnar Grapevine hve margir Ís- lendingar lásu blaðið og hve ört sá lesendahópur hefur vaxið. Einnig virðist margt ungt fólk, sér- staklega innan háskólasamfélagsins og á mið- bæjarsvæðinu lesa blaðið reglulega. Í bréfum til blaðsins má oft lesa athugasemd- ir ferðamanna sem lýsa ánægju sinni með blað- ið. Oft virðast þeir hrifnir af því hve vitrænt sé tekið á málum í blaðinu, þeir virðast jafnvel hissa á því. Skoskur útvarpskynnir skrifaði: „whilst in town I picked up a copy of Grapevine wich I thought was very impressive; I thought the publication served me extremely well“ [Á meðan ég var í bænum greip ég eintak af Grape- vine sem mér fannst mjög áhugavert; mér fannst blaðið þjóna þörfum mínum einstaklega vel] (1. tölubl. 2005). Einn Bandaríkjamaður sagðist kunna betur við Grapevine en Village Voice sem er þekkt borgarblað í New York. (1. tölubl. 2005). Ritstjóri bandaríska tímaritsins Newsweek Budget Travel var svo hrifinn af Grapevine að hann fékk Val Gunnarsson, sem þá var enn ritstjóri blaðsins, til að skrifa grein um veitingastaði í Reykjavík. Í kjölfarið fylgdi svo netspjall þar sem Valur svaraði spurningum um Ísland á heimasíðu Newsweek. Hins vegar eru ekki allir jafn hrifnir af blaðinu. Samkvæmt samræðum mínum við lítt menntaða og lítt efnaða innflytjendur á Íslandi virðast þeir afskaplega lítinn áhuga hafa á blaðinu og er sem þeim finnist efni blaðsins lítið sem ekkert höfða til sín. Svo virðist sem efni blaðsins höfði einmitt frekar til efnaðra og lang- skólagenginna ferðamanna og Íslendinga jafnt aðfluttra sem innfæddra. Nemar í bókmennta- fræði við Háskóla Íslands fóru fyrr á árinu í vís- indaferð í bandaríska sendiráðið. Starfsmaður sendiráðsins sá um kynninguna og stóð fyrir svörum. Hún var spurð að því hvort hún læsi The Reykjavík Grapevine. Áður en hún fékk tækifæri til þess að svara fleygði einn bók- menntafræðineminn því fram að blaðið væri ein- mitt fínn miðill fyrir starfsmenn sendiráðsins, því þar gætu þeir kynnst hinum „raunverulegu“ skoðunum Íslendinga. Annar bókmennta- fræðinemi sagði að hann teldi blaðið reyndar eitt hið róttækasta á Íslandi. Starfskona sendi- ráðsins svaraði fyrirspurninni og viðurkenndi það að hún læsi blaðið helst ekki, hún vildi meina að það væru mestmegnis Bandaríkja- menn sem skrifuðu í blaðið og að það sem hún hefði út á það að setja væri ekki endilega rót- tækni þess, heldur taldi hún að margt sem skrif- að væri í blaðið væri beinlínis rangt. Þannig af- vopnaði hún blaðið sem róttæka rödd Íslendinga og afskrifaði það einfaldlega sem samastað rangra fullyrðinga samlanda hennar. Hverjir skrifa í The Reykjavík Grapevine? Eru það bara Bandaríkjamenn sem skrifa í blaðið? Ekki eru allir á því, samkvæmt þeim Grapevine-liðum voru pennar ritsins í upphafi nánast allir íslenskir. Ég tók fimm eintök af blaðinu; fjögur nýleg blöð og eitt aðeins eldra og framkvæmdi smávægilega könnun á því hve Pólitískt dreifirit dulbúið Tímaritið The Reykjavík Grapevine er borg- arblað ætlað ferðamönnum og erlendum íbú- um þessa lands. Blaðið hefur reyndar verið all- róttækt og pólitískt, til dæmis í umfjöllun um hitamál í samfélaginu og íslenska þjóðar- ímynd. Að mati fyrrverandi ritstjóra er blaðið pólitískt dreifirit dulbúið sem túristabækl- ingur en núverandi ritstjóri lítur ekki svo á. Hér er fjallað um þetta áhugaverða tímarit. Eftir Gretu Ósk Óskarsdóttur gretao@hi.is Fjallkonan „Framan á 2. tölublaði 2004 birtist mynd af blökkukonu í skautbúningi. Sú ímynd er frekar ólík hinni

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.