Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.2005, Page 11
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 5. nóvember 2005 | 11
EINSTAKT skopskyn og innsæi KurtsVonneguts hefur gert hann að einumfremsta rithöfundi Bandaríkjanna áseinni hluta liðinnar aldar, þótt segja
megi að hann hafi ekki verið metinn að verðleikum.
Skopskyn hans er beitt, en þó manneskjulegt og
minnir iðulega á Mark Twain,
sem hann vísar enda iðulega til.
Bók hans um sprengjuárásir
bandamanna á Dresden í
heimsstyrjöldinni síðari, Slát-
urhús fimm, er sennilega hans þekktasta bók, en
Morgunverður meistaranna er skammt undan.
Vonnegut hefur beitt ýmsum óvæntum stíl-
brögðum í bókum sínum, á það til dæmis til að
koma fram sjálfur og í eitt skipti bregður hann á
það ráð að láta símann hringja til að dreifa athygli
sögupersónu, sem honum finnst horfa undarlega á
sig.
Vonnegut hafði lýst yfir því að hann væri hættur
að skrifa bækur, en fyrr á þessu ári gerði hann þau
orð að engu með nýrri bók, sem nefnist Landlaus
maður, A Man Without a Country. Í bókinni setur
hann fram skoðanir sínar innan um minningabrot
og hefur margt af því reyndar heyrst áður. Meira
að segja munu þeir, sem heyrðu Vonnegut tala í
Gamla bíói á bókmenntahátíð 1987 kannast við
hugmyndir í bókinni. Vonnegut er lítt hrifinn af
því, sem blasir við honum í Bandaríkjunum um
þessar mundir og lítur reyndar svo á að maðurinn
sé vel á veg kominn með að rústa plánetuna jörð:
„Helsti sannleikurinn, sem nú þarf að horfast í
augu við – og mun sennilega gera mig ófyndinn það
sem eftir er af ævi minni – er að ég held að fólki
gæti ekki staðið meira á sama um það hvort plán-
etan ferst eða ekki. Mér virðist sem allir lifi eins og
félagar í AA-samtökunum, einn dag í senn. Og
nokkrir dagar í viðbót eru nóg. Ég þekki afar fátt
fólk, sem dreymir um heim fyrir barnabörnin sín.“
Vonnegut aðhyllist mannúðarstefnu, sem í hans
huga felst í því að „hegða sér með eins miklum
sóma, sanngirni og heiðursmennsku og við getum
án þess að búast við verðlaunum eða refsingu eftir
dauðann“. En hann gerir sér ekki miklar vonir um
að mannúðarstefna geti átt upp á pallborðið um
þessar mundir: „Fyrir mörgum árum var ég svo
saklaus að ég hélt enn að það væri mögulegt að við
gætum orðið hin mannúðlega og sanngjarna Am-
eríka, sem svo margir af minni kynslóð létu sig
dreyma um. Við létum okkur dreyma um slíka Am-
eríku í kreppunni miklu þegar enga atvinnu var að
hafa. Og síðan börðumst við og margir dóu fyrir
þennan draum í síðari heimsstyrjöldinni þegar
enginn friður var.
En ég veit að það er með öllu útilokað að Am-
eríka verði mannúðleg og sanngjörn. Vegna þess
að vald spillir okkur og algert vald spillir okkur al-
gerlega. Maðurinn er simpansi sem verður ofurölvi
af valdi. Með því að segja að leiðtogar okkar séu of-
urölvi simpansar, á ég þá á hættu að eyðileggja
baráttuanda hermannanna okkar, sem berjast og
deyja í Mið-Austurlöndum? Baráttuandi þeirra
hefur eins og svo margir lífvana líkamar verið skot-
inn í tætlur. Það er farið með þá eins og aldrei var
farið með mig, sem leikföng, sem ríkur strákur
fékk í jólagjöf.“
Þótt undirtónn bókarinnar sé alvarlegur er
skopskynið aldrei langt undan. Hann hótar til
dæmis að höfða mál á hendur tóbaksfyrirtækjum
fyrir að hafa ekki staðið við þrotlausar hótanir um
skjótan dauðdaga á sígarettupökkum. Hann hafi
reykt frá barnsaldri og tórir enn þótt hann sé orð-
inn 82 ára gamall (verður 83 ára 11. nóvember).
Óvild hans í garð núverandi stjórnvalda í Banda-
ríkjunum þarf ekki að koma á óvart, en innsæi
hans og stíll gera gagnrýni hans mun læsilegri – og
skemmtilegri – en síbylju helstu hatursmanna
Bush-stjórnarinnar.
Athugasemdir landlauss manns
Erindi
Eftir Karl Blöndal
kbl@mbl.is
’Hann hótar til dæmis að höfða mál á hendur tóbaksfyr-irtækjum fyrir að hafa ekki staðið við þrotlausar hótanir um
skjótan dauðdaga á sígarettupökum.‘
Íraksstríðið er viðfangsefni GeorgePacker í nýjustu bók hans, The
Assassins’ Gate. Þar segir frá Drew
Erdmann, ungum bandarískum
embættismanni sem starfar í Bag-
dad. Eftir komuna til Írak fer Erd-
mann að endurlesa frásögn Marc
Bloch af falli Frakklands í síðari
heimsstyrjöldinni og finnst ekkert
hafa breyst. Stríðið í Írak byggi á
sömu abstrakt hugmyndafræðinni,
sem oft stangist á við blákaldan
veruleikann, og heimsstyrjöldin síð-
ari gerði. Í skrifum sínum vekur Pac-
ker, að sögn gagnrýnanda New York
Times, upp margar áhugaverðar
hugmyndir í
tengslum við Íraks-
stríðið, þar sem hann
segir m.a. að alltaf
hafi mátt vinna stríðið og því sé þeim
mun erfiðara að fyrirgefa þeim sem
standi að baki þeim ákvörðunum
sem teknar hafa verið.
Breski rithöfundurinn MarkHaddon, sem vakti mikla at-
hygli fyrir bók sína Furðulegt hátta-
lag hunds um nótt, hefur nú sent frá
sér sína fyrstu ljóðabók. Bókin nefn-
ist The Talking Horse and the Sad
Girl and the Village Under the Sea
og segir í umfjöllun Daily Telegraph
að ljóðin byggi mörg hver á sama
húmor og nýttist höfundinum svo vel
við skrif metsölubókar hans. Ljóða-
bókin sé að sama skapi laus við alla
tilgerð og hressandi lesning sem nái
utan um bæði gleði og sorg.
Bandarísk-kínverkski rithöfund-urinn Amy Tan, sem ritað hef-
ur metsölubækur á borð við The Joy
Luck Club þar sem kínverskt ætt-
erni hennar hefur leikið stórt hlut-
verk, sendir frá sér nýja skáldsögu
sem gerist í Búrma. Sagan, sem
nefnist Saving Fish from Drowning,
er sögð í gegnum
Bibi Chen, sem
verslar með as-
íska fornmuni og
er vel þekkt í
samkvæmislífi
San Francisco.
Chen er á leið
með hóp ferða-
manna, sem ætla
að fylgja slóð
Búdda frá Suð-
vestur-Kína og suður eftir Búrmal-
eiðinni, þegar hún deyr í óvæntu
slysi og getur lítið annað gert eftir
það en að fylgjast með mislánlegum
ferðatilburðum félaga sinna handan
grafarinnar.
Miles O’Malley, aðalsöguhetjafyrstu skáldsögu Jim Lynch,
trúir því að skilningur á hafinu sé
okkur nauðsynlegur ætlum við að
skilja alheiminn. Sjálfur mætir hann
hins vegar ekki skilningi margra og
leitar því skjóls í bókum um hafið. Að
mati gagnrýnanda Daily Telegraph
er The Highest Tide einkar heillandi
frumraun sem nær að fjalla um mót-
unarár ungs manns án þess að leggj-
ast í klisjur og vekja samstundis
löngun með lesandanum til að búa
yfir sömu eldheitu trúnni og O’Mall-
ey.
Síðasta ljóðasafn Klavs Bonde-bjerg, Søndag efter midnat,
vekur sanna gleði með lesandanum
að sögn gagn-
rýnanda In-
formation, en
Bondebjerg
náði að ljúka við
gerð ljóðasafns-
ins áður en
hann lést sl.
sumar. Segir í
umfjöllun
blaðsins að
þetta loka-
framlag Bonde-
bjerg til danskra bókmennta ein-
kennist af sömu forvitninni gagnvart
heiminum í kring og hans fyrri verk.
Í Søndag efter midnat fjalli höfund-
urinn jafnvel um það allra smæsta og
það sem við tökum fyrir sjálfsagðan
hlut – veðrið, fuglana og vöxt plantna
– sem eigi eftir að skjóta rótum í
huga lesandans og ósjálfrátt hafa á
hann róandi áhrif.
Erlendar
bækur
Amy Tan
Klavs Bondebjerg
Andrej Kúrkov fæddist St. Pétursborg,sem þá hét Leníngrad, en ólst upp íKænugarði. Hann hefur skrifað þrettánbækur fyrir börn og fullorðna, en einnig
hefur hann getið sér orð fyrir kvikmyndahandrit og
var meðal annars tilnefndur til evrópsku kvik-
myndaverðlaunanna fyrir handritið að Vinur hins
látna.
Eftir hrun Sovétríkjanna varð Úkraína sjálf-
stætt ríki, en var áður eitt sovétlýðveldanna svo-
nefndu. Í kjölfarið þrengdist hagur rithöfunda og
Kúrkov sneri sér þá að því að
skrifa kvikmyndahandrit. Það hef-
ur reyndar verið haft á orði að
frelsið sem fylgdi breyttu stjórn-
arfari hafi farið illa með skáld og rithöfunda framan
af, því allir opinberir sjóðir og stofnanir sem studdu
við listsköpun hurfu eins og dögg fyrir sólu og það
gekk mörgum illa að fóta sig, sérstaklega þó þeim
sem notið höfðu mestrar velþóknunar hjá stjórn-
völdum.
Kúrkov segir að þeir sem gáfu út utan við kerfið
á tímum alræðis kommúnistaflokks Sovétríkjanna,
neðanjarðarlistamenn eins og hann kallar það, hafi
margir átt auðveldara með að bjarga sér, en býsna
margir þeirra nutu stuðnings mafíunnar eftir að
kommúnistastjórnin hrökklaðist frá völdum. „Það
er ekki langt síðan kunningi minn, sem er rokk-
tónlistarmaður og býr í St. Pétursborg, kvartaði
sáran yfir því að mafíuforingjarnir væru allir að
flytja til Moskvu og fyrir vikið finnur hann engan til
að fjármagna næsta geisladisk sinn,“ segir Kúrkov
og bætir við að ein þeirra kvikmynda sem hann hef-
ur komið að sem handritshöfundur hafi einmitt ver-
ið gerð fyrir mafíufé, „en framleiðandinn var drep-
inn vegna þess að hann stal peningum frá mafíunni
og það er ekki hollt að gera,“ segir hann og kímir.
Endurreisn í óháðri útgáfu
Samizdat-útgáfa kallaðist neðanjarðarútgáfa í Sov-
étríkunum, þegar rithöfundar fjölfölduðu sjálfir
bækur sínar og dreifðu til vina og kunningja, stund-
um í örfáum eintökum, en þar var helst að finna
vaxtarbrodd í rússneskum bókmenntum, því obb-
inn af því sem gefinn var út opinberlega laut
ströngum flokksreglum um form og inntak.
Þó gróska og tilraunamennska hafi verið í sam-
izdat-útgáfunni lengst af segir Kúrkov að þegar
Sovétríkin leystust upp hafi slík útgáfa verið á fall-
andi fæti, en aftur á móti hafi óháðum útgefendum
farið fjölgandi sem tóku þá áhættu að gefa út bók-
menntir sem þeim fannst spennandi. Því megi
segja að um líkt leyti og kommúnistakerfið hrundi
hafi verið hafin endurreisn í óháðri útgáfu. „Í Rúss-
landi var hefð fyrir því að skrifa tilraunakenndar
bókmenntir og margir þeirra sem kommúnista-
flokkurinn hafði dálæti á fengu að skrifa sínar til-
raunabókmenntir í friði og voru launaðir af ríkinu. Í
dag eru þeir svo enn á framfæri hins opinbera því
nú eru þeir allir föðurlandsvinir. Í Rússlandi Pútíns
þarf ekki annað til.“
Að sögn Kúrkovs voru og eru margir af þeim rit-
höfundum sem voru á framfæri hins opinbera í Sov-
étlýðveldinu Rússlandi prýðilegir höfundar, en hins
vegar hafi ekki verið til neinir almennilegir úkra-
ínskir rithöfundar. „Það er vitanlega hið besta mál
fyrir unga úkraínska rithöfunda, höfunda sem eru
nú á þrítugsaldri, því það má segja að saga úkra-
ínskra nútímabókmennta hefjist með þeim,“ segir
Kúrkov og bætir við að fyrrum gæðingar sovéska
kommúnistaflokksins haldi enn völdum sínum í
rússnesku menningarlífi og geri yngri rithöfundum
erfitt fyrir, komi í veg fyrir að þeir fái að njóta sín.
Fyrir vikið sé mikið um áhugaverða úkraínska rit-
höfunda á þrítugsaldri, en frambærilegir rúss-
neskir rithöfundar af yngri kynslóðinni séu sjald-
séðir.
Eins og getið er er vinsælasta bók Kúrkovs á
Vesturlöndum Dauðinn og mörgæsin, sem segir frá
rithöfundinum Viktor sem tekur mörgæsina Misha
í fóstur. Margir hafa bent á það að mörgæsin Misha
sé táknmynd sovétkerfisins, enda eru mörgæsir
hópsálir sem eigi mjög erfitt utan hópsins. Kúrkov
tekur undir það, bendir á að einstaklingurinn hafi
eiginlega ekki verið til í Sovétríkjunum og eftir fall
þeirra hafi margir sovétborgarar átt erfitt, verið
ráðvilltir, enda var nú enginn til að segja þeim hvað
þeir ættu að gera, hvað þeir ættu að læra, hvar þeir
ættu að vinna og hvar þeir ættu að búa.
Utangarðsmaður fyrir móðurmálið
Viktor er rússneskumælandi og því að vissu leyti
utangarðsmaður í Úkraínu eftir fall kommúnism-
ans og uppgang þjóðernissinna þar í landi. Kúrkov
skrifar á rússnesku og aðspurður hvort hann sé líka
utangarðs í heimalandi sínu svarar hann því til að
ekki séu nema þrjú til fjögur ár síðan hann var tek-
inn í sátt sem úkraínskur rithöfundur. „Fram að
því var ég í ónáð hjá þjóðernissinnum sem litu svo á
að ekkert væri úkraínskar bókmenntir nema það
sem samið var á úkraínsku. Það hve bækur mínar
voru gefnar út víða og þýddar á mörg tungumál
leiddi aftur á móti til þess á endanum að ég var við-
urkenndur sem úkraínskur rithöfundur,“ segir
Kúrkov og bætir við að móðurmálið sé mjög mik-
ilvægt enda grundvöllur þess að skilja heiminn.
„Ég geri tilraunir með rússnesku í skrifum mín-
um, en gæti ekki gert slíkt með annað tungumál.
Ég tala úkraínsku reiprennandi, en ég lærði hana
ekki fyrr en ég var táningur og fyrir mér er hún því
erlent tungumál. Það má ekki gleyma því að helm-
ingur úkraínsku þjóðarinnar hefur rússnesku að
móðurmáli sínu og því verður ekki breytt með
stjórnvaldsákvörðun. Þjóðernissinnar unnu úkra-
ínskri menningu mikinn skaða í byrjun tíunda ára-
tugarins þegar þeir börðust fyrir því að úkraínska
yrði eina ríkismál Úkraínu. Þeir eru raunsærri í
dag, enda fengu þeir áminningu í síðustu kosn-
ingum þegar í ljós kom að helmingur þjóðarinnar
vildi ekki tilheyra henni – gefur augaleið að ef
áhrifamiklir menn hamra á því að stór hluti þjóð-
arinnar sé í raun ekki hluti af henni á það ekki að
koma þeim á óvart að hann vilji ekki vera hluti af
henni.“
Atburðarásin í Dauðanum og mörgæsinni er
býsna ævintýraleg, súrrealískar uppákomum á
hverju strái og sagan gegnsýrð hráslagalegri
kímni. Kúrkov segir að hann taki gjarnan fyrir súr-
realískar uppákomur í úkraínsku þjóðlífi, ýki þær
og noti síðan í bókum sínum. „Það er svo segin saga
að þegar bækurnar koma út er lífið í Úkraínu búið
að ná mér, ef svo má segja, og er orðið enn súrreal-
ískara en ég lýsi í viðkomandi bók.“
Dauðinn og mörgæsin er skrifuð 1994–96 og
Kúrkov segir að þó hún lýsi ágætlega ástandinu
eins og það var sé allt annað upp á teningnum nú.
Þegar bókin var skrifuð má segja að Úkraína hafi
verið eins og Chicago á fjórða áratugnum, það kom
daglega til skotbardaga á götum úti og maður las
lista í dagblöðunum yfir þá sem drepnir höfðu verið
daginn áður, ekki bara til að sjá hverjir það voru,
heldur líka í von um það hefðu verið einhverjir
óþokkar. Það er allt annað upp á teningnum í dag,
það er allt orðið svo ráðsett, stundum svolítið leið-
inlegt,“ segir Kúrkov og skellir upp úr.
Móðurmálið grundvöllurinn
Úkraínski rithöfundurinn Andrej Kúrkov, sem
var meðal gesta á bókmenntahátíð í haust, er sá
rithöfundur úkraínskur sem mestri hylli hefur
náð utan heimalandsins, en bækur hans, þá helst
Dauðinn og mörgæsin, sem kom út á íslensku
fyrir stuttu, hafa selst einkar vel.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Andrei Kourkov „Ég geri tilraunir með rússnesku í skrifum mínum, en gæti ekki gert slíkt með annað tungumál.“
Eftir Árna
Matthíasson
arnim@mbl.is