Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.2005, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.2005, Page 12
12 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 5. nóvember 2005 Þegar við horfum á kvikmyndir birtistokkur heill heimur. Staðhæfing þessi ervarla ein af þeim sem valda fjaðrafoki ogdeilum. Þeir sem á annað borð fylgjast með kvikmyndum kinka kolli og hugsa með sér að myndir á borð við Hringadróttinssögu og Stjörnu- stríð einkennist einmitt öðru fremur af því að birta áhorfendum nýja heima. Um er að ræða sjónræna reynslu sem er að mörgu leyti einstök og stangast á við hversdags- lega upplifun um leið og hún vísar til þekkingar okkar á hversdaglegum veruleika. Í raun kæmi ekki á óvart ef þetta skyldu ein- mitt reynast dæmin sem fyrst koma upp í hugann, Stjörnustríð og Hringadróttinssaga. Þarna eru jú bókstaflega „nýir“ heimar skapaðir og sýndir. En það sama á náttúrlega við flestar aðrar leiknar kvikmyndir, jafnvel þótt þær gerist í þekkjanlegu umhverfi, nýti sér fræg kennileiti og kynni hvorki til sögunnar nýjar lífverur né framúrstefnuleg geimsamfélög. Mel Gibson skapaði heilan heim og sýndi okkur í Jesúmynd sinni, og þótt sá heimur eigi e.t.v. eitthvað skylt við sögulegan veruleika – ætla má til dæmis að eyðimerkurættbálkarnir hafi gengið um á sandölum – er kvikmyndaver- öldin fyrst og fremst uppfundin, þ.m.t. sú sem Gibson sýnir í þessari mynd. Sama má til dæmis segja um Með allt á hreinu, þessa hreinræktuðu íslensku klassík. Enda þótt ýmislegt hringi bjöllum og maður kannist við staði, kringumstæður og jafnvel hegðun, er heim- urinn sem þarna er sýndur framreiddur í boði Stuðmanna og Ágústs Guðmundssonar. Þess vegna, og þegar öllu er á botninn hvolft, reynist stuðheimurinn eiga sér sjálfstæða tilveru á hvítu tjaldi; tilveru sem er aðskilin frá þeim hversdags- lega veruleika sem við öll búum við. En hvað er það þá sem kvikmyndavélin sýnir okkur? Bílarnir sem Gibson keyrði í klessu áður en hann varð kvikmyndalegur predikari voru raunverulegir. Staðirnir sem Stuðmenn heim- sækja eru til. Landslagið sem þeir ferðast í gegn- um er hverjum Íslendingi sýnilegt. En heimurinn sem verður til er engu að síður uppfundinn. Kvik- myndavélin sýnir okkur hluti, að sjálfsögðu. En það sem gerir ofangreinda spurningu erfiða er að myndavélin sýnir svo margt og hlutir eru aðeins hluti af því sem hún sýnir. Kvikmyndir sýna hluti, og þær sýna hluti eins og þeir líta út, en þær gera líka meira. Hlutir eru stökkpallur kvikmyndarinnar í heimssköpun. Þetta er nokkuð sem verður áþreifanlegt þegar um frásagnarmyndir er að ræða. Frásagnar- myndir sýna ákveðna heimsmynd; mynd af heimi sem samanstendur af hlutum en myndar heild sem skírskotar handan hlutanna. Myndir af hlut- um sem hreyfast (til dæmis fólki) og hlutum sem hreyfast ekki (hlutum) sameinast í einhverju sem líkist heimsmynd og sannar þannig að heild getur verið meira en hlutirnir sem hún samanstendur af. Og ástæðan fyrir því að hlutir geta gegnt hlut- verki sínu sem stökkpallur er að við horfum, fylgj- umst með og leggjum út af því sem við sjáum. Það erum við, áhorfendurnir, sem gerum hluta, eða hluti, að heild og þess vegna eigum við, í skýrt skilgreindu hlutverki okkar, fullan rétt á að fyllast ákveðinni valdatilfinningu. Gallinn við þessa valdatilfinningu er hins vegar sá að í flestum til- vikum á hún ekki rétt á sér, þetta er tilfinning sem verður til í ímynduðu húsi sem er reist á raun- verulegum sandi. En sú staðreynd að kvikmyndin lætur okkur í té þessar tilfinningar, alveg út á krít, er einn af helstu kostum formsins. Myndavélinni fylgir ákveðið sjónarhorn og um stundarsakir kemur þetta sjónarhorn í stað okkar eigin. Að vísu hefur verið deilt um eðli þessa sjón- arhorns, hvort það sé saklaus gluggi að veru- leika(num), að myndavélin sýni okkur veruleikann betur og réttar en við erum sjálf fær um að skynja hann, eða hvort sjónarhornið sjálft sé hlaðið skila- boðum og merkingu. Að sjálfsögðu skiptir máli að hvaða leyti miðlunin sjálf kemur á milli og hefur áhrif á það sem fram fer í samskiptum áhorfenda við ímyndir. Spyrja má þó hvort þetta séu einu tveir möguleikarnir. Það að myndavélin sé annað hvort hlutlaus eða hlaðin hugmyndafræði. Í þessu samhengi þarf að vísu ekki að spyrja að því að sjónmál áhorfandans er skilgreint fyr- irfram og því stýrt að ákveðnu leyti. Þrátt fyrir þetta finnst okkur að við séum, a.m.k. að hluta til, við stjórnvölinn þegar við horfum. Það eru jú svo margir hlutir sem við okkur blasa. Við ráðum hvort við horfum og, innan marka myndrammans, hvert við horfum. Í bakgrunni er sætur strákur og athyglin hverfur um stundarsakir frá samræðum aðalpersónanna. Og þangað snýr maður aftur ánægður en að sumu leyti ringlaður vegna þess að með færslu athyglinnar frá frásagnarmiðju að svokallaðri sviðsetningu eiga söguleg kennileiti á hættu að tapast. Þetta frelsi, sem getur einvörð- ungu kallast frelsi innan ákveðinna takmarkana, getur reynst vandamál fyrir frásagnarmyndir. Vandamálinu má gefa nafn: flöktandi augnaráð. Eins og þekkt er í stjórnmálafræðum getur ring- ulreið fylgt of miklu frelsi. Þjóðarlíkamann þarf að binda í ákveðinn farveg og sama á við um kvik- myndahúsgestinn: líkami hans er þegar stað- settur en augnaráð hans þarf að binda í ákveðinn farveg. Vissulega er ekki hægt að stjórna því hve- nær áhorfandi blikkar augunum, bregður sér fram í anddyri til að kaupa sér meira popp, eða hversu illa sýningarstjórinn splæsir saman ákveðnu atriði fyrir og eftir hlé, en áhrif má hafa á flest annað. Ef því er tekið sem gefnu, enda þótt það sé ómeðvitað, að sjónarhorn myndavélarinnar stjórnar skynjun áhorfandans liggur næsta skref beint við. Og það kallast myndmál. Það sem myndavélin sýnir Sjónarhorn Eftir Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson@wisc.edu ’Í bakgrunni er sætur strákur og athyglin hverfur umstundarsakir frá samræðum aðalpersónanna.‘ E nn eina ferðina hyggjast kvik- myndagerðarmenn dusta rykið af illviðráðanlegum meistara- verkum F. Scott Fitzgerald, en slíkar hugmyndir hafa legið niðri um árabil. Fyrri tilraunir til að flytja ljóðræna, fyrirfram dauðadæmda rómantík skáldsins á tjaldið hafa brugðist en nú vona menn að það lukkist. Kvikmyndaverið 20th Century Fox er með í smíðum endurgerð Tender is the Night (Nóttin blíð, eins og hún heitir í ís- lenskri þýðingu), gallaðs meistaraverks um Dick Diver, sálfræðing á uppleið, sem giftist Nicole Warren, geðklofa- sjúklingi sem hann annast. Á sama tíma eru tvö kvikmyndaver, Warner og Paramount, að undirbúa í sameiningu kvik- myndagerð smásögunnar The Curious Case of Benjamin Button, sem segir af manni sem snýr við gangverki lífsins og tekur að yngjast. Leik- stjórinn David Fincher mun stjórna verkinu og aðalleikararnir verða, ef allt gengur eftir, Cate Blanchett og Brad Pitt. Þá hefur dánarbú Fitzgerald gengið frá sölu á rétti á nokkrum verka hans, bæði stórum og smáum, þ. á m. A Short Trip to Home, sem er eina draugasaga skáldsins. Til þessa hafa rösklega tuttugu myndir verið byggðar á bókum eftir Fitzgerald og á storma- sömu lífi hans og hafa flestar mislukkast, líkt og handritaskrif hans sjálfs í kvikmyndaborg- inni. Jennifer Jones og Jason Robards voru á fimmtugsaldri er þau fóru með aðalhlutverkin í Tender is the Night, sem þótti alltof hár aldur og aðalgalli kvikmyndagerðarinnar árið 1962. Tólf árum síðar reyndist Robert Redford tré- hestur í titilhlutverki þriðju tilraunar Para- mount til að flytja The Great Gatsby yfir á tjaldið. Við getum aðeins gert okkur í hug- arlund hvernig Matt Damon hefði spjarað sig sem Amory Blaine í klassíkinni This Side of Paradise, þar sem verkið komst aldrei af stað hjá Miramax, sem nú hefur lagt upp laupana í sinni gömlu mynd. Árið 1937, eftir tvær mislukkaðar tilraunir, sneri Fitzgerald til Hollywood í þriðja og síð- asta skiptið. Þrátt fyrir þúsund dala laun á viku tókst honum ekki að endurskapa töfra sína í handritsgerð fyrir MGM. Hin sanna Hollywood-arfleifð Fitzgerald er þó hann sjálfur, þessi magnaða persóna sem kvikmyndaframleiðendur og -forkólfar höfðu af svo varasöm kynni. Þó stjarna hans hafi ver- ið tekin að fölna þegar hann dó 1940, aðeins 44 ára að aldri, hafði Fitzgerald áunnið sér mikla frægð þegar á þriðja ára- tugnum. Áfengismengaður fyr- irgangurinn sem einkenndi líf- erni þeirra Zeldu, konu hans, var fyrirboði eirðarleysisins sem einkenndi síðari tíma sam- bönd hliðstæðra dægurstjarna á borð við Mick Jagger og Marianne Faithful, Kurt Cobain og Courtney Love. Jafnvel í útliti minnti skáldið á átrúnaðargoð unglinganna og fór í prufutökur vegna aðal- hlutverks þegar hann kom fyrst til Hollywood árið 1927. Við það tækifæri kynntist hann leikkonunni Lois Mora, fyrirmynd Rosemary Hoyt í Tender is the Night. Aftur til samtímans. Jesse Wigutow, rithöf- undur sem Fox hefur ráðið til að annast kvik- myndagerð Tender is the Night, segir að erf- iðasta vandamálið sé að endurskapa orkuna og ljóðræna þáttinn í verkinu. Hann fléttar þeim Ernest Hemingway og Dorothy Parker inn í söguþráð lokaútgáfunnar til að undirstrika hið sögulega samband sem raunverulega ríkti á milli útlaganna, bandarísku listamannaklík- unnar sem Fitzgerald-hjónin umgengust á Frakklandsárunum – og er mikið til umfjöll- unar. Þrátt fyrir þessar sögulegu tengingar og tímaskeið fyrri hluta síðustu aldar er ætlun Fox að nýja myndin nái til allra aldurshópa. Með það markmið í huga eru leikkonurnar Scarlett Johansson, Natalie Portman og Evan Rachel Woods undir smásjánni en þær koma til greina í hlutverk Rosemary, unga sakleysingjans sem Dick á í ástasambandi við. Johnny Depp, Leon- ardo Di Caprio og Russell Crowe og Nicole Kidman, Naomi Watts og Charlize Theron koma til greina í hlutverk Divers-hjónanna. Kvikmyndagerð hinnar vandmeðförnu sögu um Benjamin Button er skemur á veg komin. Robin Swicord (Practical Magic), Charlie Kauf- man (Eternal Sunshine of the Spotless Mind) og Jim Taylor (Sideways) hafa gefist upp, en Eric Roth (Forrest Gump, Munich), enn eitt stóra nafnið í handritsgerð, er tek- inn við og lætur engan bilbug á sér finna. Ef Roth kemur verkinu í höfn þá markar það endi aldarfjórð- ungsferils Benjamins Button í Hollywood. Framleiðandinn Ray Stark var kominn með myndina í startholurnar eftir að hafa gengið með hugmyndina í maganum í áratugi. Leikstjórarnir sem gælt hafa við Button seinni árin eru menn á borð við Steven Spielberg, Spike Jonze og Alexander Payne. Framleiðandi Benjamin Button, sem verður nafn myndarinnar, er Kathleen Kennedy, sem um þess- ar mundir er stödd í Þýskalandi við gerð Spielberg-myndarinnar Munich. Sem fyrr segir er það hinn góð- kunni Fincher (Seven, Fight Club) sem mun leikstýra Benjamin Butt- on, en A Short Trip to Home verð- ur í höndum hins lítt þekkta Stuarts Cooper. Eftirtektarverðasta myndin á hans ferli er vafa- laust Overlord (‘74), stríðsmynd sem náð hefur költfylgi á síðari árum. Auk A Short Trip to Home er eitt kvik- myndaveranna með ævisögulega mynd um Fitz- gerald í undirbúningi og nokkur risaveranna eru á vappi í kring um The Last Tycoon, eftir að kvikmyndarétturinn hvarf aftur til dán- arbúsins er framleiðandinn Sam Spiegel féll frá. Goðsögnin Spiegel, sem m.a. framleiddi Law- rence of Arabia og The African Queen, barðist við The Last Tycoon árið 1976. Hún er síðasta kvikmyndaða Fitzgerald-sagan og jafnframt svanasöngur leikstjórans Elia Kazan. Þrátt fyr- ir valinn mann í hverju rúmi, m.a. Robert De Niro í hlutverki kvikmyndaforkólfsins Irwings Thalberg, og kvikmyndagerð nýkrýnds Nób- elsverðlaunahafa, Harolds Pinter, var myndin andvana fædd. Að áliti Spiegels skorti De Niro reisnina sem einkenndi stórmennið Thalberg. Robert Evans, sem stjórnaði Paramount á tímum Tycoon, minnist þess í ævisögu sinni að Spielberg hafi hvíslað að sér þegar þeir sátu að kvöldverði ásamt De Niro: „Líttu á Irving Thal- berg, hann veit ekki einu sinni hvernig á að halda á hnífapörum.“ Sjálfur lenti Evans í raunum í sambandi við Fitzgerald. Hann var að undirbúa kvikmyndina The Great Gatsby með eiginkonu sína, Ali McGraw í huga, þegar hún yfirgaf hann fyrir Steve McQueen. Endurkoma F. Scott Fitzgerald Tvær myndir eru í burðarliðnum byggðar á sög- um skáldsins sem kvikmyndaheimurinn dáir en hefur jafnan átt erfitt með að meðhöndla. Eftir Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is F. Scott Fitzgerald „Fyrri til- raunir að flytja ljóðræna, fyrirfram dauðadæmda róm- antík skáldsins á tjaldið hafa hingað til brugðist en nú vona menn að það lukkist.“ Leikararnir Jared Leto ogLindsay Lohan hafa tekið að sér hlutverk í óháðri kvikmynd sem fjallar um morðið á Bítilnum John Lennon. Leto mun fara með hlutverk Mark Chapman, mannsins sem skaut Lennon til bana fyrir utan Dakota- bygginguna í New York hinn 8. desember árið 1980. Myndin hefur hlotið heitið Chapter 27 (Kafli 27) en ekki hefur verið gefið upp hver leikstjóri myndarinnar er né hver kemur til með að leika Lennon. Lohan hefur hingað til ekki leikið í svokölluðum óháðum kvikmyndum en hún lék síð- ast í sumarsmellinum Herbie: Fully Loaded. Leto er þekktastur fyrir leik sinn í myndunum Alexander og Requiem for a Dream.    Leikstjórinn Oliver Stone hefurheitið því að fara mjúkum hönd- um um efniviðinn í nýjustu kvikmynd sinni sem fjallar um hryðjuverka- árásirnar á Bandaríkin árið 2001. Myndin segir sögu tveggja lög- reglumanna, John McLoughlin og William J. Jimeno, sem var bjargað úr rústum tvíburaturnanna 22 klukkustundum eftir að þeir hrundu. Eru þeir taldir tveir af síðustu fórn- arlömbum árásarinnar sem fundust á lífi í rústunum. Það eru þeir Nicolas Cage (Leaving Las Vegas, 8 mm) og Michael Pena (Million Dollar Baby) sem fara með hlutverk tvímenning- anna. „Við ætlum að einbeita okkur að sögu þessarra tveggja manna þennan afdrifaríka dag,“ sagði með- framleiðandinn Michael Shamberg í viðtali á dögunum. Haldnir voru fundir með fjölda að- standenda fórnarlamba árásanna sem margir hverjir óttuðust hvernig farið yrði með staðreyndir í mynd Stones, sem þekktur er fyrir að fara ótroðnar slóðir í kvikmyndagerð sinni. Að sögn Shambergs hafa að- standendurnir þó ekkert að óttast. „Þetta verður ekki yfirgengilegt „Titanic-drama“ með eldglæringum og djöfulgangi,“ lofaði hann. Myndin verður frumsýnd hinn 11. ágúst á næsta ári, þegar mánuður er í að fimm ár verði liðin frá hryðju- verkaárásunum. Í apríl á næsta ári kemur einnig út mynd sem byggð er á atburðunum 11. september en hún nefnist Flight 93 og fjallar um farþegar flugvél- arinnar sem brotlenti í Pennsylvaníu.    Leikstjórinn Peter Jackson virðistætla að halda sig við gerð langra bíómynda en tilkynnt hefur verið að hans nýjasta afurð, King Kong, verði ekki undir þremur klukkustundum að lengd. Myndin er endurgerð sam- nefndrar myndar frá árinu 1933 en sú var ekki nema 90 mínútur. Með aukinni tækni og áhuga fyrir við- fangsefninu hefur Jackson hins veg- ar tekist að lengja myndina um helming. Kvikmyndirnar í þríleiknum Hringadróttinssögu, í leikstjórn Jacksons, voru einnig tals- vert lengri en gengur og gerist í kvik- myndaheiminum. Sú síðasta í röðinni fór yfir fjórar klukkustundir að lengd í lokaútgáfu leikstjórans. Með aðalhlutverk í hinni nýju King Kong fara Naomi Watts (21 Grams), Jack Black (School of Rock), Adrien Brody (The Pianist), Andy Serkis (Lord of the Rings) og Jamie Bell (Billie Elliot). Erlendar kvikmyndir Lindsay Lohan Nicolas Cage og Oliver Stone. Peter Jackson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.