Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.2005, Síða 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 5. nóvember 2005 | 13
Þegar Bruce Springsteen sendi frá sér sínaþriðju breiðskífu, plötuna Born to Run, áárinu 1975, áttu margir vart orð til aðlýsa hrifningu sinni. Platan vakti strax
mikla athygli og Springsteen komst á forsíðu
beggja vikuritanna Time og Newsweek á sama
tíma. Það var augljóst að þetta var eitthvað sem
skipti máli, og þeir höfðu svo sannarlega rétt fyrir
sem spáðu því að Springsteen myndi verða einn af
mikilvægari tónlist-
armönnum komandi ára.
Born to Run er án efa merk-
asta plata Springsteen og
jafnframt ein af allra bestu
plötum rokksins.
Fyrir rokkáhugamann eins og þann sem hér
skrifar jafnast fátt á við gott gítarstef sem gengur í
gegnum lag. Það var einmitt það sem vakti athygli
á Springsteen og þessari plötu hans síðla sumars
fyrir þrjátíu árum. Gítarstefið í titillaginu er þannig
að eftir því er tekið, það er einfalt, seiðandi og frá-
bærlega útfært með flottu sándi, sem minnir á viss-
an hátt á hljóðvegg Phil Spector, því þarna er fullt
af hljóðfærum. Enda kom á daginn að Springsteen
var þrjá og hálfan mánuð að taka upp þetta eina
lag.
Eitt af því skemmtilega við vínyl-plöturnar í
gamla daga var að það þurfti að snúa þeim við.
Hvernig skyldi seinni hliðin vera? Betri en sú fyrri?
Þetta er liðin tíð með geisladiskunum. Nú líður
hver plata bara áfram þangað til hún er búin. Þá er
gott að eiga Born to Run á vínyl, þrátt fyrir smá-
vægileg aukahljóð vegna mikillar spilunar.
Engin leið er að gera upp á milli hliða eitt og tvö
á Born to Run. Á hvorri um sig eru fjögur lög. Fyr-
ir utan að vera flott rokklög eru textarnir sér-
staklega sterkir, eins og einkennt hefur það sem
Springsteen hefur sent frá sér allar götur síðan.
Textarnir við lögin á Born to Run eru litlar sög-
ur. Þetta er allt eitthvað sem við þekkjum um sam-
skipti fólks, nokkuð sem oft hafði verið samið um
áður, en Springsteen gerir með sínum sérstaka
hætti. Þarna eru strákar sem krúsa um á amerísk-
um krómuðum köggum og bjóða stelpum far, róm-
antík, hættur næturinnar og væntingar um betra
líf. Og heiti laganna segja til um innihaldið; Thun-
der Road, Night, Backstreet, o.s.frv. Þetta minnir á
margt, svo sem James Dean, Bob Dylan og West
Side Story, en þó var eitthvað splunkunýtt við Born
to Run.
Plötuumslag Born to Run er sérstaklega
skemmtilegt. Springsteen með Telcaster-gítarinn,
sem hefur alla tíð verið hans einkenni, hallar sér
upp að öxlinni á manni og horfir út úr myndinni.
Þegar umslaginu er snúið við sést að það er saxó-
fónleikarinn Clarence Clemons sem Springsteen er
að halla sér upp að. Það er eins og hann sé að sýna
hvað hljómsveitin sem hann hefur lengst af starfað
með, The E Street Band, skiptir miklu máli.
Hinn 15. nóvember næstkomandi mun Col-
umbia-útgáfufyrirtækið gefa út sérstakan þriggja
diska kassa í tilefni af því að þrjátíu ár eru liðin frá
útgáfu Born to Run. Auk plötunnar sjálfrar verður
þar í DVD-diskur með tónleikum Springsteen og
The E Street Band í Hammersmith Odeon-
tónleikahöllinni í London frá árinu 1975. Þá verður
í kassanum annar DVD-diskur, heimildarmynd um
gerð plötunnar Born to Run. Það er alltaf svo gam-
an að hlakka til einhvers skemmtilegs sem er í
vændum.
Krúsað um með vindinn í hárið
Poppklassík
Eftir Grétar Júníus
Guðmundsson
gretar@mbl.is
RY Cooder hefur alla tíð einkum veriðþekktur á meðal pælara og það varekki fyrr en Buena Vista SocialClub-platan kom út árið 1997 að al-
menningur komst í tæri við nafn þessa fjölhæfa
gítarleikara. Og varla þá, þar sem nafninu er
ekki beint haldið á lofti heldur var Cooder í
bakgrunni eins og oft áður og gegndi þar hlut-
verki einsslags tónlistarstjóra. Enginn, síst
Cooder sjálfur, sá fyrir þær gríðarlegu vinsæld-
ir sem sú plata átti eftir
að njóta. Áhrif plötunnar
náðu út fyrir það að geta
einfaldlega af sér frábæra
tónlist, segja má að Cooder hafi stuðlað að mik-
ilvægri menningarsögulegri endurreisn og
-skoðun með plötunni og bullandi pólitík lá
leynt og ljóst undir niðri. Nýjasta plata Cooder,
Chavez Ravine, lýtur svipuðum lögmálum og í
fyrsta skipti í langan tíma stígur hann fram
fyrir tjöldin en á umslaginu stendur „Chavez
Ravine – A Record by Ry Cooder“. Síðasta
sólóplata Cooder var Get Rythm frá 1987 þar
sem þemað var rannsóknir á mismunandi tökt-
um og stemmum og allt virðist þetta bindast
saman því að Chavez Ravine er og þemaplata;
hugmyndafræðilegt, sögulegt og rammpólitískt
verk sem er glæsilega útfært af Cooder og
hans fólki.
Niðurbrot
Chavez Ravine er heiti á litlu þorpi sem stóð í
útjaðri Los Angeles í eina tíð. Það var byggt
mexíkóskum innflytjendum og um 300 fjöl-
skyldur lifðu þar fram á miðja síðustu öld – eða
þar til borgaryfirvöld í L.A. straujuðu yfir
svæðið með jarðýtum svo hægt væri að koma
fyrir hafnarboltaleikvangi, heimavelli L.A. Dod-
gers (þá Brooklyn Dodgers, liðið flutti vestur
þegar því bauðst þessi líka fíni völlur). Hin öm-
urlega og klisjukennda setning „íþróttir eru af
hinu illa“, sem er vinsæl á meðal sjálfskipaðra
„antisportista“, fær aðra og óhugnanlegri
merkingu í þessu samhengi.
Chavez Ravine var sjálfbært samfélag, geitur
ráfuðu um strætin og íbúar framleiddu eigin
mat auk þess að sjá um rekstur á skólum,
kirkjum og þess háttar. Árið 1949 ákváðu borg-
aryfirvöld að tími væri kominn á byggingu
verkamannablokka og var Chavez Ravine-
svæðið, sem var álitið vera skítugt fátækra-
hverfi, m.a. ætlað undir þær. Íbúum var gert að
flytja í burtu en var lofað forkaupsrétti að nýju
íbúðunum. Þremur árum síðar voru allir farnir.
En íbúðirnar voru aldrei byggðar. Frank Wilk-
inson, yfirmaður verkefnisins, var dreginn fyrir
rétt (McCarthyisminn var á fullu um þetta
leyti) og kærður fyrir „óameríska“ hegðun.
Honum var óðar stungið í steininn en það að
ætla að bjóða fólki upp á ódýrt húsnæði var
álitið argasti kommúnismi. Eftir þetta fjaðrafok
læddu Dodgers sér svo inn á svæðið.
Cooder er fæddur og uppalinn í Los Angeles
og með plötunni grandskoðar hann þá tónlist
og menningu sem nærri honum lá í uppvext-
inum. Cooder hefur ferðast um allan heim sem
tónlistarmaður og lagt fyrir sig stíla frá Afríku,
Kúbu, Hawaii og Asíu en þetta er í fyrsta
skipti sem hann gefur bakgarðinum almenni-
lega auga (eyra). Vinna við plötuna tók allt í
allt þrjú ár og varð að þráhyggju hjá Cooder,
hann sökkti sér á kaf í rannsóknir á svæðinu og
sögu þess til að geta dregið upp sem nákvæm-
asta mynd á plötu. Cooder tekst listavel að
mála upp mynd af þorpsstemningu, reglugerða-
brölti, spillingu og sveittri klúbbastemningu,
allt innan þess ramma sem einn geisladiskur
leyfir. Það er í raun stórmerkilegt hversu vel
hann nær að fanga anda þessa tímabils og færa
hlustandanum hann svo gott sem ljóslifandi.
Platan rennur í gegn án þess að hiksta, er eins
og nokkurs konar ljúfur dagdraumur (með
stöku martraðarinnskotum). Chavez Ravine
einkennist af sorgbitinni eftirsjá og angurværð;
lífsgleði, fegurð og ískaldri mannvonsku, allt í
senn. Reynsla og hæfileikar Cooder stuðla að
þessari vel heppnuðu útkomu og platan virkar
á mörgum sviðum; er tilfinningaleg rennireið
auk þess að vera sögulegt plagg, pólitísk ádeila
og það sem kannski mestu máli skiptir á end-
anum, æði forvitnileg tónlistarlega.
Metnaður
Lögin fimmtán eru í bland tökulög og frum-
samin lög og er þeim haglega raðað saman svo
vel sé hægt að segja söguna. Sú tónlist sem
ríkjum réð í austurhluta L.A. fyrir fimmtíu ár-
um síðan var mexíkósk dægurtónlist á borð við
„conjunto“ og „corrido“ sem blandað var við
rytma og blús, sveifludjass, búggí vúggí og
fleira. Þessa stemningu laðar Cooder svo fram
með hjálp frá mönnum sem voru á staðnum.
Við sögu kemur Little Willie G., sem leiddi
sveitina The Midniters á sjöunda áratugnum en
hún var ígildi Bítlanna í austurhluta L.A. á
þeim tíma. Þá syngur Lalo Guerrero, faðir chic-
ano-tónlistarinnar, nokkur lög og annar frum-
kvöðull, Don Tosti (pachuco-tónlist), kemur
einnig við sögu. Inni á milli eru svo tilrauna-
kenndari lög, sveimkennd og löng stykki þar
sem meðal annars má greina túvískan barka-
söng! Cooder er með allar klær úti svo að þessi
metnaðarfulla plata megi ganga vel upp.
Þegar rætt er um hugmyndafræðileg verk
(„concept“) í tengslum við popp fer iðulega um
fólk. Chavez Ravine er hins vegar skínandi
skært dæmi um að ef kórrétt er haldið á spöð-
um eiga slík vinnubrögð fyllilega rétt á sér.
Íþróttir eru af hinu illa
Ferill gítarleikarans Ry Cooder spannar yfir
fjörutíu ár og á þeim tíma hefur hann sinnt æði
fjölbreyttum störfum, bæði sem sólólistamaður
og verktaki. Eftir að hafa sinnt baktjaldavinnu
um átján ára skeið sneri hann aftur í sumar með
„Ry Cooder“-plötu sem fengið hefur einróma lof
gagnrýnenda.
Eftir Arnar Eggert
Thoroddsen
arnart@mbl.is
Ry Cooder „Chavez Ravine er og þemaplata; hugmyndafræðilegt, sögulegt og rammpólitískt verk sem er glæsi-
lega útfært af Cooder og hans fólki.“
Vestur í Bandaríkjunum hefurallsérstök þróun átt sér stað
sem margir eru að velta fyrir sér
þessa dagana.
Snýst hún í
megindráttum
um aðdrátt-
arafl eldri tón-
listarmanna og
yngri þegar
kemur að tón-
leikum en und-
anfarin ár hef-
ur það gerst
að á sama tíma
og ungir lista-
menn á borð við Aliciu Keys, Nick-
elback og Black Eyed Peas sitja
einir á toppi vinsælda- og plötulista
eru það hinir eldri og reyndari tón-
listarmenn sem ríkja
sem ókrýndir kóngar
tónleikahallanna.
Uppselt hefur verið á alla tón-
leika McCartney og Stones und-
anfarna mánuði, jafnvel á þeim
tónleikum þar sem miðaverð í sæti
slagaði hátt í 500 dali, og nú gerð-
ist það á dögunum í fyrsta skipti í
bandarískri tónlistarsögu að hljóm-
sveitin Eagles spilaði fyrir fullum
leikvangi í Los Angeles, tólf kvöld í
röð.
Á sama tíma og yngri tónlist-armenn eiga að meðaltali þrjú
topplög sem þeir geta spilað á tón-
leikum, þá eigum við um… úff…
þrjú hundruð,“ sagði McCartney
nýlega að-
spurður um
ástæðuna.
„Það krefst
nokkurrar
hæfni að
leika fyrir
framan mik-
inn fjölda og
þessi hæfni
verður ekki
numin á einni
nóttu. Sú
kvöl og sú pína, sem við höfum
gengið í gegnum til að komast á
þann stall sem við erum á í dag,
borgaði sig á endanum.“
Margir þeirra sem vinna í tón-
listariðnaðinum eru þegar orðnir
áhyggjufullir vegna þessarar þró-
unar því að ef fer sem horfir gæti
tónleikaiðnaðurinn kolfallið eftir tíu
til tuttugu ár þegar þessir öld-
ungar ákveða að leggja skóna á
hilluna.
Yngri sveitum á borð við GreenDay, Dave Matthews Band og
Coldplay hefur að vísu gengið
mjög vel á tónleikaferðum sínum á
þessu ári miðað við hið magra ár
2004 en
jafnvel
þessi bönd
og önnur,
sem reyna
eftir
fremsta
megni að
stilla miða-
verði í hóf,
blikna í
samanburði
við þau
eldri.
Sam-
kvæmt spá Billboard-listans um
tekjur tónlistarmanna af tónleika-
haldi mun hljómsveitin Dave Matt-
hews Band fá meira en 64 milljónir
dala í heildartekjur af 73 tón-
leikum. Paul McCartney mun á
hinn bóginn hala inn rúmar 80
milljónir dala á einungis þrjátíu og
sjö tónleikum.
Ef litið er aftur til ársins 2000
hafa tónleikavinsældalistar verið
einokaðir af eldri tónlistarmönnum
á borð við Bruce Springsteen, Tinu
Turner, U2, McCartney, Eagles,
Fleetwood Mac og Rolling Stones.
„Þessir listamenn eiga margar
kynslóðir aðdáenda,“ segir Alex
Hodges, einn stjórnenda House of
Blues-tónleikakeðjunnar. „Eins
lengi og fólk heldur áfram að
kaupa Dark Side of the Moon,
Legend Bob Marleys eða Jimi
Hendrix-plötur, þá eiga þessir
listamenn eftir að vera stórir. Og
þegar þeir koma fram, þá eru þeir
líka tilbúnir að vinna.“
Erlend
tónlist
Alicia Keys
Coldplay
Paul McCartney