Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.2005, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.2005, Qupperneq 15
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 5. nóvember 2005 | 15 Kvikmyndir Borgarbíó, Akureyri In Her Shoes The Legend of Zorro  (SV) Doom Smárabíó The Legend of Zorro  (SV) Fever Pitch  (SV) Africa United  (SV) Transporter 2  (HJ) Red Eye  (SV) Óskar og Jósefína m. ísl. tali Regnboginn The Legend of Zorro  (SV) Africa United  (SV) A History of Violence  (HJ) Októberbíófest Laugarásbíó The Legend of Zorro  (SV) Doom Wallace og Gromit – Bölvun vígakanínunnar  (HJ) The Descent  (SV) Háskólabíó Doom Flight Plan  (SV) Cinderella Man  (HJ) Októberbíófest Sambíóin Reykjavík, Keflavík, Akureyri Two for the Money Kiss, Kiss, Bang, Bang Fever Pitch  (SV) Flight Plan  (SV) Wallace og Gromit – Bölvun vígakanínunnar  (HJ) Cinderella Man  (HJ) Goal  (SV) The 40 Year-old Virgin  (SV) Valiant m. ísl. tali Sky High Charlie and the Chocolate Factory  (HJ) Myndlist Artótek, Grófarhúsi: Bryndís Brynjarsdóttir til 6. nóv- ember. Aurum: Davíð Kristófer Young til 18. nóvember. Bananananas: Þorsteinn Otti Jónsson og Martin Dangraad. Byggðasafn Árnesinga: Á Washington-eyju og Gras- jurtir. Til nóvemberloka. Café Karólína: Aðalheiður S. Eysteinsdóttir til 2. desember. Gallerí 101: Haraldur Jónsson til 26. nóvember. Gallerí 100°: Bryndís Jóns- dóttir og Einar Marínó Magn- ússon til 25. nóvember. Gallerí +: Finnur Arnar Arn- arsson til 6. nóvember. Gallerí Húnoghún: Ása Ólafs- dóttir. Gallerí i8: Þór Vigfússon til 23. desember. Gallerí Sævars Karls: Guðrún Nielsen til 17. nóvember. Gallerí Turpentine: Arngunn- ur Ýr og Amanda Hughen til 14. nóvember. Gerðarsafn: Tími Romanov- ættarinnar. Til 4. desember. Gerðuberg: Einar Árnason til 6. nóvember. Þórdís Zoëga til 13. nóvember. GUK+: Hartmut Stockter til 16. janúar. Hafnarborg: Jón Laxdal til 31. desember. Hrafnista, Hafnarfirði: Guð- finna Eugenia Magnúsdóttir til 6. desember. Ís-café: Bjarney Sighvats- dóttir til 15. nóvember. Jónas Viðar Gallerí: Sigríður Ágústsdóttir til 13. nóvember. Karólína Restaurant: Óli G. til aprílloka 2006. Ketilhúsið: Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir til 6. nóvember. Listasafnið á Akureyri: Helgi Þorgils Friðjónsson til 23. des- ember. Listasafn ASÍ: Þorbjörg Þor- valdsdóttir, Karen Ósk Sig- urðardóttir. Til 6. nóvember. Listasafn Einars Jónssonar: Fastasýning. Listasafn Reykjanesbæjar: Húbert Nói til 4. desember. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn: Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning. Til 2006. Bernd Koberling. Listasafn Reykjavíkur, Hafn- arhús: Guðrún Vera Hjartar- dóttir til 30. desember. Erró til 23. apríl. Listasafn Reykjavíkur, Kjar- valsstaðir: Jóhannes Sveins- son Kjarval. Til 19. mars. Listasafn Sigurjóns Ólafs- sonar: Hraunblóm: Elsa Afelt, Carl-Henning Pedersen, Svavar Guðnason og Sigurjón Mannlíf á Eskifirði 1941–1961. Til 27. nóvember. Þrastalundur, Grímsnesi: Reynir Þorgrímsson fram í desember. Leiklist Austurbær: Annie, 13. nóv. Ávaxtakarfan, lokasýning sun. Borgarleikhúsið: Salka Valka, lau., fim. Woyzeck, lau., fim., fös. okt. Kalli á þakinu, sun. Id – Haust, sun. Lífsins tré, lau., fim., fös. Alveg brilljant skiln- aður, sun. Manntafl, 12. nóv. Hafnarfjarðarleikhúsið: Himnaríki, lau., fös. Iðnó: Ég er mín eigin kona, upps. út nóv. Gestur – síðasta máltíðin, lau., sun., mið. Íslenska óperan: Kabarett, lau., fös. Tökin hert, sun. Leikfélag Akureyrar: Full- komið brúðkaup, lau., sun. Edith Piaf, fim., fös. Loftkastalinn: Blóðberg, lau., mið., fim. Þjóðleikhúsið: Halldór í Holly- wood, lau., fim., fös. Klaufar og kóngsdætur, sun. Edith Piaf, sun. Brim, sun., mið. Frelsi, lau., mið., fim. Ólafsson, til 27. nóvember. Listasmiðjan Þórsmörk, Nesk.: 10 listakonur, fram í janúar 2006. Ljósmyndasafn Reykjavíkur: Lars Tunbjörk til 20. nóvem- ber. Norræna húsið: Föðurmorð og nornatími. Til 1. nóvember. Nýlistasafnið: Grasrót. Til 6. nóvember. Næsti bar: Sýning um Gamla bíó. Til 12. nóvember. Safn: Ólafur Elíasson. Stefán Jónsson til 10. nóvember. Hörður Ágústsson til 10. nóv- ember. Salur Grafíkfélags Íslands: Svanhvít Sigurlinnadóttir til 13. nóvember. Smekkleysa plötubúð - Hum- ar eða frægð: Þorsteinn Otti Jónsson út nóvember. Svartfugl og Hvítspói: Björg Eiríksdóttir til 13. nóvember. Þjóðarbókhlaðan: Brynjólfur Sveinsson til áramóta. Þjóðmenningarhúsið: Hjörtur Hjartarson út nóvember. Ís- lenskt bókband. Þjóðminjasafn Íslands: Kon- ungsheimsóknin 1917 og HARMUR og tregi, brostnir draumar og eftirsjá blasa við á hverri síðu bókarinnar Eyðibýli, samvinnu áhugaljósmyndarans Nökkva Elíassonar og Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar sem skrifar ljóð við ljósmyndir Nökkva af eyði- býlum á Íslandi. Eyðibýli hafa verið vinsælt myndefni undanfarið en þau Katrín Elvarsdóttir og Orri Jónsson hafa einnig sýnt ljósmyndir af eyði- býlum. Nökkvi sýndi ljósmyndir af eyðibýlum á ljósmyndasafni Reykja- víkur fyrir fáeinum árum. Nökkvi Elíasson hefur verið heill- aður af möguleikum eyðibýlisins sem myndefni í um tuttugu ár og er hver mynd í bókinni þrungin inni- haldi og sögu. Hann velur að birta myndir sínar í svart-hvítu og gefur þeim þannig sterkari andblæ for- tíðar en ella, líkt og ekki séu aðeins býlin heldur líka ljósmyndirnar sjálfar frá fyrri tíð. Oftar en ekki styðst Nökkvi við aðferð við mynd- vinnslu sem fyrir nokkrum áratug- um var kölluð „la nuit américain“ í franskri kvikmyndagerð. Þá voru nætursenur teknar í sólskini og film- an síðan unnin eða framkölluð þann- ig að um næturbirtu eða tunglskin virtist vera að ræða. Oftast er blekk- ingin augljós rétt eins og á mörgum myndum Nökkva þar sem dökkur himinninn er augljóslega ekki næt- urhiminn og skapast við það óræð stemmning. Hann sækist einnig mjög eftir dökkum skýjum í bak- grunni eða yfirvofandi og skapar þannig aukið drama í myndum sín- um. Myndefnið sjálft er síðan mjög dramatískt í sjálfu sér, forvitnilegt og hlaðið sögu, óþekktri sögu ein- staklinga og sögu byggðarfars á Ís- landi, sögu sem við þekkjum betur. Þegar saman koma svo margir dramatískir þættir þarf að passa sig á melódramanu, en næmt auga og skýr myndbygging koma í veg fyrir það. Aðalstein Ásberg Sigurðsson þarf ekki að kynna, svo kunnur er hann fyrir ljóðabækur sínar og söngtexta auk fjölda barnabóka. Ljóð Aðal- steins auðga ljósmyndir Nökkva svo um munar, andblær þeirra fylgir í mestu þeim trega sem Nökkvi sæk- ist eftir, trega og eftirsjá sem er svo sterk að gagnrýnandi þurfti að þerra augun oftar en einu sinni. En Aðalsteinn dregur einnig upp lif- andi, lífsglaðar og fjölbreyttar myndir í ljóðum sínum, ekki síst þegar hann leyfir ímyndunaraflinu að ráða för. Ljóð hans eru aldrei takmarkandi heldur opna mynd- irnar og þennan horfna heim fyrir lesandanum. Hann skrifar líka um eyðibýlin eins og þau koma vegfar- anda eða áhorfanda ljósmyndanna fyrir sjónir í dag, en ekki aðeins um ímyndaða liðna tíð og eykur þannig á styrk ljóðanna í heild. Hér er um afar heilladrjúgt samstarf að ræða, fallegt samspil ljósmynda og mynda í orðum skapast í bókinni. Nökkvi hefur unnið ákveðið þrekvirki með því að leita uppi öll þessi yfirgefnu býli og hann hefur gefið þeim og um- hverfi þeirra líf sem eftir nokkra áratugi verður að mestu horfið, þeg- ar býlin verða hrunin, rifin eða búið að byggja sumarbústaði í þeirra stað. Verksummerki liðins tíma eru ákaflega fallega varðveitt í þessari tregafullu bók, eins og stundum er sagt um bíómyndir þá þarf hér án efa þrjá vasaklúta við lesturinn. Þriggja vasa- klúta bók BÆKUR Ljósmyndir og ljóð Nökkvi Elíasson Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson Mál og Menning 2005 EYÐIBÝLI Ragna Sigurðardóttir Ljósmynd/Nökkvi Elíasson Forvitnilegt og hlaðið sögu „Myndefnið sjálft er síðan mjög dramatískt í sjálfu sér,“ segir Ragna Sigurðardóttir um Eyðibýli. Mynd: Hreppsendaá í Ólafsfirði. 2001. UNDANFARNA áratugi hefur áhugi fræði- manna beinst að samspili fornra bókmennta- texta við þau handrit sem varðveita þá – frem- ur en að skoða einstök handrit sem heimild um ólíka bókmenntatexta í þeim tilgangi að varpa ljósi á eldri og „upprunalegri“ gerðir textanna. Þessi algjöri viðsnúningur kallar á endurútgáfu flestra hinna klassísku forntexta – og þar með endurnýjun í bókahillum landsmanna. Í stað þess að prenta einstakar sögur og þætti, jafn- vel ritraðir tiltekinna bókmenntagreina sem fræðimenn á síðari öldum hafa fundið upp, er nú kominn upp áhugi á að gefa út heilu hand- ritin í þeim tilgangi að við lesum textana sem þar eru í sínu upprunalega samhengi og notum það samhengi við túlkun okkar. Hér á landi þekkjum við þennan mun af tveimur síðustu útgáfum Sturlunga sögu. Árið 1946 var stefnan sú að endurgera einstakar sögur sem voru notaðar við gerð Sturlungu- samsteypunnar á miðöldum. Þegar Sturlunga kom næst út, hjá Svörtu á hvítu árið 1988, var fylgt þeirri framsetningu sem er í handritunum og þótti sumum það gróflega róttæk breyting og skelltu hurðum. En sú breyting endurspegl- aði tíðaranda fræðanna þótt hún ætti sér vissu- lega fordæmi. Til dæmis hafði það handrit sem Elizabeth Ashman Rowe steypir sér yfir í rann- sókn sinni, Flateyjarbók, bæði komið út í fræði- legri útgáfu á 7. áratug 19. aldar og í lesvænni útgáfu handa almenningi um það leyti sem lýð- veldi var stofnað á Íslandi. Flateyjarbók er einstök meðal íslenskra mið- aldahandrita. Bæði er hún stærri og glæsilegri en önnur handrit veraldlegra sagnatexta – enda líklega ætluð sem gjöf til Noregskonungs þegar hafist var handa við gerð hennar – og eins vitum við meira um tilurð hennar en ann- arra bóka. Við vitum að Jón Hákonarson í Víði- dalstungu fékk prestinn Jón Þórðarson til vinnu við bókina árið 1387. Hann skrifaði sögur af Eiríki víðförla, Ólafi Tryggvasyni og Ólafi helga en fékk brauð í Noregi árið eftir og annar prestur, Magnús Þórhallsson, tók þá við, prjón- aði inn ýmsa texta og lýsti nær allt handritið. Myndir hans og upphafsstafir eru nú með þekktustu myndum úr íslenskum miðalda- handritum, hver síða er listaverk eins og gestir á handritasýningu í Þjóðmenningarhúsi geta virt fyrir sér. Við vitum líka að Jón Hákonarson var af ný- ríkum ættum, afi hans Gissur galli hafði komist í náðina hjá Noregskonungi og nú vildi Jón sjálfur gera lukku með því að senda ungum konungi, Ólafi Hákonarsyni, fallega bók með sögum af nöfnum hans – eins og Ólafur Hall- dórsson hefur getið sér til og Elisabeth vinnur út frá. Vorið 1388 bárust tíðindi af andláti hins unga konungs og þá hafa allar ráðagerðir farið út um þúfur enda tók nú við atburðarás sem leiddi til Kalmarsambands og breytinga á sam- bandi íslenskra höfðingja við konung sinn. Elisabeth Rowe les Flateyjarbók með hlið- sjón af þessum ytri aðstæðum við tilurð hennar og breytingum sem hljóta að hafa orðið um það leyti sem Magnús kom að verkinu og tíðindi höfðu borist af andláti Ólafs unga. Hún sýnir fram á áhrif einstaklinga og atburða á efni og framsetningu bókarinnar. Hún nýtir sér að sjálfsögðu vel þær grunnrannsóknir sem unnar hafa verið af hinum ýmsu fræðimönnum en heildarsýn hennar og mjög skýr og greinargóð framsetning á flóknu efni gerir verk hennar að frábærum lykli að þessu glæsilega handriti og hugmyndum um það. Nýlegt dæmi um sams konar fagurfræðilega nálgun að fornu safnriti er bók Ármanns Jakobssonar um Morkin- skinnu en Ármann sýnir rækilega fram á að margt af því sem var talið innskot verður nú að teljast óaðskiljanlegur hluti af þeim texta sem það er varðveitt með. Svipuðu máli gegnir um Flateyjarbók. Áður en við byrjum að nota hana sem heimild um heimildir sínar er heillavæn- legra að líta á hana sem heimild um sjálfa sig, um þá listrænu sýn sem að baki henni bjó og um þær hugmyndir sem aðstandendur hennar höfðu um hlutverk hennar og merkingu. Með rannsókn sinni hefur Elisabeth fest það viðhorf mjög í sessi. Undir lokin rekur Elisabeth feril Flateyj- arbókar fram á okkar daga og í handritamálinu sérstaklega. Brynjólfur biskup Sveinsson fékk bókina að gjöf í Flatey á Breiðafirði árið 1647 eftir að eigandinn, Jón Finnsson, hafði fyrst neitað að selja honum hana. Brynjólfur sendi hana svo til Danmerkur árið 1656. Þar var hún í Konungsbókhlöðu til ársins 1971 að hún kom aftur til Íslands ásamt Konungsbók eddu- kvæða. Það var engin tilviljun að þessi tvö handrit skyldu verða fyrir valinu sem fyrstu handritin heim, svo mikilvæg og glæsileg sem þau eru að efni og útliti. Og það skyldi engan undra þótt við getum ennþá brotið heilann um tilurð og merkingu svo mikils bókmenntaverks sem gerði tilkall til lífs 113 kálfa áður en hægt var að byrja að skrifa, teikna og lita. Um Konungsgersemi sem varð innlyksa Bækur Íslensk fræði Elizabeth Ashman RoweThe Viking Collection: Studies in Northern civilization 15 The University Press of Southern Denmark 2005. THE DEVELOPMENT OF FLATEYJARBÓK: ICELAND AND THE NORWEGIAN DYNASTIC CRISIS OF 1389 Gísli Sigurðsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.