Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 04.09.1950, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 04.09.1950, Blaðsíða 4
MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 4. september 1950 MÁNUDAGSBLAÐIÐ BLAD FYRIR ALLA Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason Blaðið kemur út á mánudögum. — Verð kr. 1,50 í lausa- sölu, en árgangurinn, 52 blöð, 48 krónur Afgreiðsla: Tjarnargötu 39. Sími ritstjóra: 3975. Prentst ðja Þjóðviljans h.f. Miðaldamenning í Kjósinni Svo er sagt, að á miðöldum hafi aðalsmenn sett varðmenn við brýr og vegi, er þeir réðu yfir, og heimtað toll af hverj- um vegfaranda, sem um veg- inn eða brúna fór. Þótti þetta ærið hvimleiður. siður og varð til þess, að torvelda geysilega allar samgöngur og verzlun í þann tíð. Með vaxandi menn- ingu hvarf þessi skrælingja- bragur alls staðar úr sögunni og mun ekki hafa þekkzt í neinu siðuðu landi á 19. eða 20 öld. Það hlýtur því að valda mönnum nokkurri furðu að þessi siður skuli hafa verið tekinn upp á ný á Islandi á því herrans ári 1950. En þetta hefur verið gert. I Kjósinni sunnanverðri er jörð, sem Sandur heitir. — Þurfa menn að aka yfir lítinn skika af landi þessarar jarð- ar til að komast í berjaland annarra jarða þar um slóðir. Sandsbóndanum fannst ekki nóg að græða á því að selja rétt til berjatínslu í sínu eigin landi. Hann vildi einnig hafa tekjur af því fólki,. sem tíndi ber í landi annarra jarða. Tók hann það þá til bragðs að setja varðmenn við þennan vegarspotta, sem liggur um land hans og heimta 10 krónu vegargjald af hverjum bíl, sem um veginn færi. Fyrir- mynd hans eru auðsjáanlega ránriddarar miðalda. Svo virð ist sem margt fólk hafi í ein- feldni isinni borgað þennan skatt, sem bóndanum er auð-i vitað algerlega óheimilt að kref ja inn. Fyrir slíku er eng- in heimild í íslenzkum lögum fyrir nú utan það, að þetta ber vott um ótrúlegan lubba- hátt, fégræðgi og ómenning- arbrag. Réttast væri fyrir þá, sem í fljótfærni hafa greitt gjald þetta, að fara með málið til dómstólanna ogheimta féð endurgreitt. Ef ekkert er gert í þessu máli, er viðbúið, að bændur með sama innræti og Sandsbóndinn taki - upp á þessu víða um land. Allir sjá, hverjar afleiðingar þetta mundi hafa. Hvernig færi, ef hver bóndi á leiðinni milli Reykjavíkur og Akureyrar færi að heimta afgjald af sérhverjum bíl, sem um land hans færi. Það gæti þá orð- ið tafsamt að komast norður og lika talsvert dýrt, ef borga þyrfti hverjum bónda á leið- inni tíkall. — En í rauninni hafa bændur á þeirri leið al- veg sama rétt til að heimta vegatoll eins og Sandsbónd- inn. Hitt er annað mál, að sem betur fer, munu fáir íslenzkir bændur hafa slíkan hugsunar- hátt til að bera. Það hefur löngum verið mál manna, að Framhald á -8. síðu. Dóttirin: Ég og Helgi höfum verið að rífast í allan da^. Hann heldur fram sinni skoðun o<z éz minni, hvort okkar á að láta undan? A'lóðirin: Þú þangað til þið gift- ist, en hann eftir það. * Læknirinn: Þér hafið vatn í hnjá- liðnum, maður minn. Sjiíklingurinn: Vatn! YSur hlýt- ur að skjátlast læknir. Eg drekk aldrei vatn, en haldið þér ekki að það geti verið brennivín? * 4 Vtnnumaóurinn: Dýralæknirinn er kominn til að skoða nautið. Bóndinn: Já, ég kem strax. * Anna: Ég er að fara til lækn- isins. Sigga: Blessuð komstu að hvaða sjúkdómur er móðins í ár. * Kári: Heldurðu að þú vildir eiga mig, ef ég missti annan fótinn? Stína: Já, ég vildi þúsund sinn- um heldur eiga þig á einum fæti, en nokkurn annan, þó hann hefði fjóra fætur. * S'imskcyti: Af því að ekki er leyft að flytja svín með hraðlestinni, get ég ekki kontið fyrr en á morg- un. * Hans: Ég er nú kominn hérná til yðar til þes að biðja yður að lýsa með mér og henni Stínu. Presturinn: Ætlarðu að 'uiftasc O Stínu? Um daginn ætlaðir þú að biðja hennar Gunnu. * Konan: Ég ætla að kaupa tvo farseðla, annan fyrir barn en ‘hinn fyrir fullorðinn. Afgreiðslumaðurinn: Á barna- farseðillinn að vera fyrir langa drenginn þarna? Hann er í síðum buxum; það er ekki að tala um að hann geti fengið barnafarseðil íyrir hálft verð. Móðirin: Það eru líklega ekki bux urnar, sem ákveða fargjaldið, c£ svo væri ætti ég að fá farseðil fyrir bálft verð. « Kona (sem stendur á bak við)’ gellur þá við og segir: Og ég far- seðil fyrir ekki neitt. MANUDAGSBLABID BLAÐ FYRIR ALLA Lesenðum blaða hér á landi er nú Jiegar kunnugt, að hér er aðeins eitt blað, sem fjallar jafnt um þjóðmál sem önnur mál og heldur hlutleysi sínu. Öll þau mál, sem skipta hag almennings, eru rædd í Mánudagsblaðinu, og okkur er jafnan Ijúft að birta allar hliðar þeirra mála, sem mest eru rædd. Fastir dálkar í blaðinu hafa náð miklum vinsældum. Dálkar Jóns Reykvík- ings, sem birtir eru í nær hverju blaði, Kvennadálkur Clíós og greinaflokkur eftir Ajax um ýmis málefni hafa vakið umræður meðal Iesenda. Fyrir þá Iesendur, sem ekki fylgjast með stjórnmálum eða öðrum þjóðmai- um að staðaldri, er líka nóg efni. Nægir þar að bencia a KviKmynaagagnrym. spennanði sögur, fréttir og upplýsingar á sérstökum sviðum, og nú í haust heri- ast á ný leikarafréttir, sem áttu miklum vinsældum að fagna meðal yngri lescnaa. Mánudagsblaðið getur því sannarlega kallazt BLAÐ FYRIR ALLA. Nokkur eintök eru enn til af síðasta árgangi Mánudagsblaðsins, og verða þau send ykkur, ef þið óskið þess. Árgangurinn kostar 48 krónur. 8 Ef þið viljið verða áskrifendur blaðsins, þá gerið eitt af tvennu: Hringið í síma 3975 og gefið upp nafn og heimilisfang eða fyllið út eftirfarandi áskriftar- Kynnizt staðreyndunum

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.