Morgunblaðið - 07.01.2005, Blaðsíða 1
2005 FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR BLAÐ B
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
BERGSVEINN ÁNÆGÐUR MEÐ SÆNSKU MARKVARÐAÞJÁLFARANA / B4
VIGGÓ Sigurðsson, þjálfari íslenska landsliðsins
í handknattleik, ætlar að bíða með það fram yfir
helgi að taka ákvörðun um hvort Jaliesku Garcia
Padron verði í landsliðshópnum sem fer á heims-
meistaramótið í Túnis. Garcia hefur verið á
Kúbu undanfarna daga vegna andláts föður síns
en ekkert hefur heyrst frá skyttunni sem leikur
með þýska liðinu Göppingen. „Ég ætla að bíða
aðeins með að taka ákvörðun, Garcia er sterkur
leikmaður sem er betra að hafa með í liðinu ef
hann er heill heilsu. En það þarf að sjálfsögðu að
ná tali af manninum og fá það upp gefið hvernig
staðan er hjá honum. Ef hann er ekki klár í slag-
inn og ef við heyrum ekkert frá honum um
helgina þá fer Vilhjálmur Halldórsson með okk-
ur til Túnis – málið er svo einfalt,“ sagði Viggó.
Garcia fær
gálgafrest
fram yfir helgi
KSÍ hefur veitt Víkingi
úr Reykjavík áminningu
fyrir að ræða við samn-
ingsbundinn leikmann
annars félags, án leyfis.
Leiknir úr Reykjavík
kærði Víkinga til KSÍ á
þeim forsendum að Sig-
urður Jónsson, þjálfari
Víkings, hefði rætt við
Pétur Örn Svansson,
samningsbundinn leik-
mann Leiknis, um fé-
lagaskipti. Kröfðust
Leiknismenn þess að fá
350 þúsund krónur í
skaðabætur vegna
þessa. Víkingar kröfðust
þess að málinu væri vís-
að frá. Í úrskurði samn-
inga- og félagaskipta-
nefndar KSÍ segir að
ljóst sé að þjálfari Vík-
ings hafi haft samband
við leikmanninn án leyf-
is frá Leikni. Þar sem
ekki séu ákvæði um
skaðabætur í reglum
nefndarinnar var ekki
fjallað um þær en hæfi-
legt talið að áminna Vík-
inga þar sem um fyrsta
brot hefði verið að ræða.
Víkingar
áminntir
af KSÍ
AFREKSSJÓÐUR Íþróttabanda-
lags Hafnarfjaðar hefur gert samn-
ing við Þóreyju Eddu Elísdóttir,
stangarstökkvara úr FH, um að
styðja við bakið á henni með mán-
aðarlegum greiðslum næsta árið.
Þessi samningur er tímamótasamn-
ingur þar sem íþróttasamtök, önnur
en ÍSÍ, hafa ekki gert slíkan samning
við einstakling áður.
Alls nema greiðslur sjóðsins til
Þóreyjar 480.000 krónur næsta árið.
Samningurinn er gerður á grundvelli
reglugerðar Afreksmannasjóðs frá
1. janúar 2005. Reglugerð Afreks-
mannasjóðs, sem stofnaður var 1988
af Íþróttabandalagi Hafnarfjarðar
og Hafnarfjarðarbæ, var breytt 1996
og svo aftur nú, gerir það mögulegt
að sérstakur samningur sé gerður
um stuðning við einstakling. Samn-
ingurinn hefur það að markmiði að
bæta aðstöðu og möguleika Þóreyjar
til þess að ná sem lengst í íþrótta-
grein sinni. Á samningstímanum æf-
ir Þórey og keppir samkvæmt fyrir-
liggjandi þjálfunar- og keppnis-
áætlun sem allir aðilar hafa sam-
þykkt. Í þjálfunaráætluninni kemur
fram langtímamarkmið og áfanga-
skipt skammtímamarkmið.
Samningurinn gildir í eitt ár og
verður þá metið hvort honum verði
haldið áfram.
Við lékum góða 6/0 vörn fyrrihálfleik í gær og vorum yfir um
tíma 12:7 og vorum 24:22 er 13 mín-
útur voru liðnar af síðari hálfleik.
En þá brást sóknarleikur okkar, við
misstum þá frá okkur eftir að hafa
fengið á okkur átta mörk í röð,“
sagði Viggó en hann lét Einar
Hólmgeirsson hefja leikinn í skyttu-
stöðunni í stað Ólafs Stefánssonar
sem komst ekki á blað í gær en Ein-
ar skoraði 10 mörk.
„Ef það er einhver tímapunktur
sem Ólafi leyfist að vera slakur þá
var það í þessum leikjum og hann
náði sér alls ekki á strik. Hann lék á
miðjunni um tíma í gær en annars
var hann langt frá sínu besta og
Guðjón Valur Sigurðsson einnig. Al-
exander Petersson, Einar Hólm-
geirsson, Róbert Gunnarsson og
Dagur Sigurðsson báru sóknarleik
liðsins uppi í gær. En það kom lítið
út úr skyttunum vinstra megin og
það hefði verið gott að hafa Jaliesky
Garcia í gær – því get ekki neitað,“
sagði Viggó sem var sérstaklega
ánægður með innkomu Alexanders í
hægra hornið. „Hann sýndi hvað í
honum býr og var einn besti leik-
maður liðsins í þessum tveimur
leikjum.“
Íslenska liði mun æfa stíft í Mýr-
inni í Garðabæ næstu vikuna og ætl-
ar Viggó að skerpa aðeins á leik-
mönnum liðsins. „Það verða æfingar
í ætt við það sem við þekkjum frá
tíð Bogdans Kowalczyck,“ sagði
Viggó í léttum tón. „Ég mun ekki
ofgera leikmönnum liðsins en við
munum aðeins taka á því næstu vik-
una og létta síðan álagið eftir því
sem nær dregur heimsmeistara-
keppninni.
Berndt Wennebrink
Ólafur Stefánsson náði sér ekki á strik gegn Svíum í Skövde í gær en til varnar er Pelle Linders.
„Erum á réttri
leið til Túnis“
„AÐ mínu mati er staðan á liðinu nokkuð góð ef miðað er við úrslitin
úr þessum tveimur leikjum gegn Svíum. Það var margt gott í okkar
leik, við áttum að vinna fyrri leikinn og slæmur tíu mínútna kafli í
þeim síðari gerði út um vonir okkar um sigur í þeim síðari. En ég tel
að við séum á réttri leið til Túnis,“ sagði Viggó Sigurðsson, lands-
liðsþjálfari í handknattleik, eftir tap gegn Svíum í Skövde, 36:31.
Framundan er heimsmeistarakeppnin í Túnis 23. janúar.
Tímamóta-
samningur við
Þóreyju Eddu