Morgunblaðið - 07.01.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.01.2005, Blaðsíða 4
DAGUR Sigurðsson, fyrirliði landsliðsins í handknattleik, lék sinn 200. landsleik gegn Svíum í Skövde í gærkvöldi. Hann er leikreyndasti leik- maður liðsins ásamt Ólafi Stefánssyni, sem lék sinn 204. landsleik. Þeir félagar hófu að leika með landslið- inu 1992 og léku báðir sinn fyrsta landsleik gegn Egyptalandi, sem vannst 27:18. Íslenska landsliðið sem leik- ur í Svíþjóð hefur ekki yfir mikilli reynslu að ráða. Guð- jón Valur Sigurðsson er þriðji leikjahæsti leikmaðurinn, með 120 landsleiki, þá kemur Einar Örn Jónsson með 106 leiki. Einn leik gegn Svíum í Sví- þjóð féll af landsleikjalist- anum í blaðinu í gær. Það var tapleikur í Malmö í janúar 2004, 29:28. Dagur lék sinn 200. landsleik Dagur  JÓN Arnór Stefánsson og félagar í Dinamo St Petersborg lögðu gríska liðið Larissa 111:84 í Meistaradeild Evrópu í fyrrakvöld. Öruggur sigur og var þetta níundi sigur liðsins í röð í deildinni og er það efst í D-riðli með fullt hús stiga.  JÓN Arnor lék í 30 mínútur í leiknum og gerði 12 stig. Hitti úr 4 af 6 tilraunum sínum innan teigs, einu af 5 þriggja stiga skotum, öðru af tveimur vítaskotum, átti þrjár stoð- sendingar og stal boltanum tvívegis af mótherjum sínum auk þess sem hann fékk fjórar villur.  HRAFNHILDUR Skúladóttir skoraði þrjú mörk fyrir SK Århus þegar liðið tapaði 28:26, fyrir Es- bjerg í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í fyrrakvöld er keppni hófst á ný eftir nokkurt hlé. SK År- hus er sem fyrr í næst neðsta sæti deildarinnar.  ERNIE Cooksey, leikmaður enska knattspyrnuliðsins Rochdale, fór illa að ráði sínu á mánudaginn. Hann fékk rautt spjald í leik gegn Notts County í 3. deildinni og verður þar með í leikbanni þegar lið hans heim- sækir Hermann Hreiðarsson og fé- laga í Charlton í bikarkeppninni á laugardaginn. Cooksey er uppalinn hjá Charlton og lék þar með ung- lingaliðum í sjö ár, og fjölskylda hans og vinir höfðu keypt miða í einka- stúku á The Valley, velli Charlton, til að fylgjast með stráknum spila gegn sínu gamla félagi.  BIXENTE Lizarazu er á leið til Bayern München á nýjan leik eftir heldur snubbótta dvöl hjá Marseille frá því í sumar en þá sagði hann skil- ið við München-liðið eftir sjö ára veru. Lizarazu er 35 ára gamall og leikur með Bayern fram á vor.  RAFAEL Benitez, knatt- spyrnustjóri Liverpool, hefur gengið frá samningi við varnarmanninn Mauricio Pellegrino frá Valencia. Pellegrino hefur skrifað undir hálfs árs samning við félagið með mögu- leika á eins árs framlengingu. Pellegrino er 33 ára og hefur verið í herbúðum Valencia í fimm ár en var áður hjá Barcelona. FÓLK Liðin léku tvo vináttulandsleiki ogsigruðu Svíar naumlega í fyrri leiknum í Borås, 29:28, en bæði liðin eru að búa sig undir heimsmeistaramótið sem fram fer í Túnis síðar í þessum mán- uði. Bergsveinn Bergsveinsson, aðstoðarþjálfari ís- lenska landsliðsins, sagði að Viggó Sigurðsson hefði breytt um varnar- aðferð gegn Svíum frá því í leiknum á miðvikudag. „Við lékum flata 6/0 vörn frá upphafi til enda og að okkar mati gekk það mjög vel. En það sem fór með okkar möguleika var afleitur kafli sem stóð yfir í 10 mínútur í síðari hálfleik en þá vorum við yfir, 24:22, en Svíar skoruðu þá 8 mörk í röð og komust í 30:24. Sá munur hélst síðan það sem eftir lifði leiks,“ sagði Berg- sveinn. Hvað var það sem fór úrskeiðis? „Í raun gerðum við tæknileg mis- tök, missum knöttinn eftir slæmar sendingar, fengum dæmd á okkur skref eða ruðning. Og þegar slíkt ger- ist þá eru Svíarnir fljótir að refsa andstæðingum sínum með mörkum úr hraðaupphlaupum. En á heildina litið lékum við ágætlega, að undan- skildum þessum kafla þar sem Sví- arnir skoruðu átta mörk í röð.“ Einar Hólmgeirsson var að mati Bergsveins besti maður íslenska liðs- ins í gær en hann skoraði 10 mörk. „Einar lék mjög vel, klikkaði varla á skoti og var mjög ógnandi fyrir utan. Hann lék að mestu í stöðu hægri skyttu en Ólafur Stefánsson var meira inni á miðjunni, í hlutverki leik- stjórnanda. Alexander Petersson var í horninu og þetta var uppstilling sem þurfti að skoða nánar fyrir undirbún- ing okkar fyrir heimsmeistaramótið.“ Bergsveinn segir að sænska liðið sé eitt það sterkasta í heiminum í dag og leikirnir tveir hafi gefið íslenska liðinu ágætt viðmið. „Við vorum að prófa ýmislegt og gerðum mikið af mistökum. En á heildina litið erum við á réttri leið. Svíarnir voru með sitt sterkasta lið og flengdu okkur ekkert í þessum leikjum.“ Bergsveinn segir að mikil sam- keppni verði um stöðu aðalmarkvarð- ar fyrir heimsmeistaramótið en Birk- ir Ívar Guðmundsson lék í fyrri hálfleik í gær og Hreiðar Guðmunds- son í þeim síðari. „Roland Eradze varði 19 skot í fyrri leiknum en Birkir og Hreiðar 14 skot í síðari leiknum og þar af 3 vítaköst. Að mínu mati léku þeir ágætlega en við verðum að verja um og yfir 20 skot í hverjum leik,“ sagði Bergsveinn. Svíagrýlan lifir enn eftir tap í Skövde ÍSLENSKA landsliðið í hand- knattleik karla beið lægri hlut gegn Svíum í gær í Skövde þar sem Svíar skoruðu 36 mörk gegn 31 marki Íslendinga. Í hálf- leik var íslenska liðið yfir, 17:16, en afleitur kafli um miðjan síð- ari hálfleik varð íslenska liðinu að falli auk þess sem markverð- ir sænska landsliðsins vörðu samtals 27 skot. Svíagrýlan er því enn á lífi en íslenska lands- liðið hefur ekki unnið það sænska á útivelli í 19 viður- eignum – eða frá árinu 1950. Berndt Wennebrink Sænski landsliðsmaðurinn Sebastian Seifert brýtur á Degi Sigurðssyni, fyrirliða íslenska liðsins. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson Ég get ekki annað sagt en að þeirséu að gera gríðarlega góða hluti fyrir okkar markverði og ég sjálfur hef fengið mikið út úr því að sjá þá vinna með okkar markverði. Ramón verður með okkur á Íslandi þar til að við förum til Spánar þann 14. janúar. Og munum við nota tímann vel á æfingum,“ sagði Berg- sveinn sem var sjálfur markvörður íslenska landsliðsins til margra ára og þekkir því fagið vel. Ramón er markvarðaþjálfari hjá sænska liðinu Ystad, en liðið er eitt af fjórum þeim bestu í Svíþjóð. Auk þess er hann þjálfari piltalandsliðs Svía er skipað er leikmönnum sem eru fæddir árið 1986 eða síðar. „Þessi þáttur leiksins er alltaf að verða mikilvægari með hverju ári sem líður enda er leikurinn mun hraðari. Færin sem markverðir eru að glíma við eru því erfiðari, leik- menn í opnum færum eftir hraða- upphlaup en Svíar hafa sýnt það í gegnum tíðina að þeir kunna að búa til markverði. En þar hefur Ramón komið við sögu, enda er hann mað- urinn á bak við Fredrik Ohlander sem leikur með Minden í þýsku 1. deildinni. Ohlander er framtíðar- markvörður sænska liðsins og því er margt sem ég og strákarnir í liðinu getum lært af þessum þjálfurum – við eigum margt eftir ólært á milli stanganna.“ Íslenska landsliðið mun æfa á sama staðnum á meðan liðið dvelur á Íslandi fyrir för sína til Spánar en æft verður í nýju íþróttahúsi í Garða- bæ, Mýrinni. „Við lögðum mikla áherslu á að fá æfingahús þar sem við gætum æft alla daga og þyrftum því ekki að vera að þeysast um allt höfuðborgarsvæðið á æfingar. Það skapar vinnufrið að vera á sama staðnum enda æfum við tvívegis á dag og markverðirnir verða auk þess á séræfingum. En þetta er törn sem við þurfum að taka og síðan er það undir okkur komið að vinna úr þeim upplýsingum sem við fáum frá Ramón. Enda veit hann hvernig sænska liðið undirbýr sína mark- verði fyrir stórmót – og það er ekk- ert að því að leita í smiðju þeirra, enda hefur það starf skilað góðum árangri,“ sagði Bergsveinn. „Himnasending að fá sænska þjálfara fyrir markverðina,“ segir Bergsveinn Bergsveinsson aðstoðarlandsliðsþjálfari „Margt eftir ólært á milli stanganna“ BERGSVEINN Bergsveinsson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðs- ins í handknattleik, segir að það sé himnasending fyrir sig og ís- lenska landsliðið að fá aðstoð frá þeim Ramón Lauren og Peter Kanht við þjálfun markvarða íslenska liðsins en þeir hafa verið ís- lenska liðinu innan handar í Svíþjóð undanfarna daga. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.