Mánudagsblaðið - 09.07.1951, Page 3
Mánudagur 9. júlí 1951
MÁNUDAGSBLAÐIÐ
1
SAMNORRÆNA SUND
KEPPNIN
Ráðleggingar ungs manns til þeirra, sem ekki vilja
lenda í hjónabands„sælunni“. Ráð þessi eiga að
Fylgdu engri reglu.
duga,
'' ii M
hvort
sem stólkan er IjóshærS eða dökkhærS
Á þriðjudaginn lýkur sam-
norrænu sundkeppninni.
Til þessa er eigi hægt að
segja annað en að keppnin
hafi gengið að óskum. Þjóð-
in hefur í heiid tekið henni
vel. Allir sundstaðir eru not-
aðir. Meira að segja hafa
gamlir sundstaðir veinð teknir
aftur í notkun og ein torflaug
byggð. Aðsókn til sundstað-
anna hefur verið meiri og al-
mennari en dæmi eru til hér
á landi. — Sérstaklega hef-
ur kvenfólkið aukið sókn sína
til sundstaðanna.
Margir sundstaðir hafa
komið á eða aukið sérstak-
lega kvennatíma, og hafa þeir
alls staðar yfirfyllzt.
Isfirðingar hafa sett sér að
ná 700 þátttakendum. Af
þeirri tölu átti kvenfólkið að
vera 300. Þær hafa náð 260.
Að Sundhöll Reykjavíkur
hefur aðsókn kvenna þrefald-
azt. — Einn daginn sóttu
2400 manns Sundlaugar
Reykjavíkur, 900 Sundhöllina
og 500 komu í Nauthólsvík-
ina.
Prá sundlaugarlausum
foyggðarlögum hefur fólk far-
ið í stórum hópum langan
veg til sundlauga. T.d. hafa
Eyrbekkingar farið margar
hópferðir til Hveragerðis og
70 íbúar þegar lokið keppn-
inni. I Höfn í Hornafirði, þar
sem synt er í kaldri tjöm,
hafa 25 tekið þátt 1 keppn-
inni.
Mörg samhljóða dæmi
mætti nefna frá öðmm
byggðalögum og sundstöðum.
Af einstökum hreppum er
þátttakan almennust, eða um
30 %, í Biskupstungum, Skeið-
um, Hrunamannahreppi og í
Mosfellssveit. — Árnessýzla
mun vera hæst af sýzlunum,
en Ólafsfjörður af kaupstöð-
um.
Hvað sem sigri í keppninni
líður, þá hefur þegar verið
unninn stór sigur af þjóð-
inni með þessari auknu að-
sókn.
Þing hins norræna sund-
sambands setti íslandi hæstu
jöfnunartöluna, þ.e. 10.000,
eða rúm 7% af íbúatölu þjóð-
ai’innar. Hinar Norðurlanda-
þjóðirnar hlutu jöfnunartölur
sem hér segir:
Svíþjóð 150.00 eða 2.14%
Ibúafjöldans. Finnl. 105.000
eða 2.63% íbúa. Noregur
35.000 eða 1.93% íbúa. Dan-
mörk 40.000 eða 0.95% íbúa.
Landssundnefndin hefur á-
ætlað þjóðinni aðra tölu. —
Eftir fyrstu 20 dagana náð-
ust 36.6% þeirrar tölu, en nú
að loknum 37 dögum 70%. —
Tekst þjóðinni á þeim 13 dög-
um, sem eftir eru, að fylla
mælinn ? Landsnefndin efar
ekki, að það takist. Hún veit,
»ð margir eru við sundiðkan-
ir, og þeim tekst flestum að
synda 200 metra. Hún treyst-
ir því, að hinir mörgu, sem
enn hafa dokað við með þátt-
töku, komi til keppninnar.
Nefndin hefur reynslu fyrir
því, að margir hafa efazt um
sundfærni sína og hafa beð-
ið með að gera tilraun þar
til þeir sjá hversu jafningj-
um tekst til. Hún treystir
því, að hinir yngri, sem eru
ofmargir eftir með þáttöku,
komi, er þeir sjá, hve vel
hinir eldri hafa lagt sig fram,
já, meira að segja blindir,
lamaðir og fatlaðir.
Æskunni er enn treyst, —
til þessa hefur hún látið bíða
um of eftir sér.
Vér vitum, að þessar síð-
ustu vikur muni aðsókn að
sundstöðunum enn aukast, og
því heitum við á alla starfs-
menn keppninnar að búa sem
bezt í haginn fyrir þá að-
sókn, sem í vændum er.
Það eina, sem skyggt hef-
ur á framkvæmd keppninnar
er, að ekki hefur verið unnt
að afgreiða þau sundmerki,
sem þátttakendur hafa ósk-
að eftir að kaupa. — Sumir
telja, að fólk fari ekki til þátt-
töku vegna þess, að það fái
eigi keypt merki. Treystum
vér því, að fáir hugsi þannig,
en landsnefndin mun leitast
við að útvega merkin og
dreifa þeim þá daga, sem
eftir eru af keppnistímanum.
Þér, sem eigið eftir að taka
þátt í sundkeppninni, en get-
ið það, komið sem fyrst til
þáttöku, svo að sundstaðirn-
ir yfirfyllist ekki síðustu dag-
ana. Ekki er að vita, nema
fyrstu tilraunimar mistakist.
Frændþjóðirnar gerðu oss
stóran hlut að keppa að, vér
höfum sjálf sett oss enn
stærri hlut. Stöndum einhuga,
svo að hlutur Islands megi
verða enn meiri en hann var
oss gerður.
Landsnefnd samnorrænu
sundkeppninnar
Þá er betri sagan af kon-
unni, sem arfleiddi manninn
sinn að 10000 sterlingspund-
um, en með því skilyrði, þó
að hann byði elskhuga sín-
um þrisvar í viku út að borða
í sama veitingahúsinu, sem
þau voru vön að finnast.
Ég veit, að hringrásarkerf-
ið felur í sér mikla vinnu, og
stundum gleymirðu með
hvaða tækni þú vinnur. En
letinginn, sem gerir sér það
að venju að vera alltaf með
sömu stelpunni, er þegar kom-
inn með annan fótinn í snör-
una .
Vertu ekki góður við
börn eða dýr.
Ég á ekki við það, að þú
-gerir þér far um að sparka
í bömin eða binda blikkdós
í rófuna á dýrunum. En ef
það er nokkuð til, sem kveik-
ir ástareld í brjósti ungrar
stúlku, þá er það, er stór og
sterkur maður hossar hvolpi,
eða kitlar litlu barni undir
hökuna.
Segðu að f járhagur þinn
sé ömurlegur.
I návist föður stúlkunnar
skaltu kvarta mjög yfir því,
að þú verðir að vinna eins
og þræll, en fáir sama og
ekkert kaup. Krosslegðu fæt-
urna af tilviljun, til þess að
sýna honum götin á sólanum.
Fáðu lánuð naglaskærin móð-
ur hennar til þess að klippa
trosnuðu druslurnar af
skyrtukraganum þínum. Svo
skaltu öðru hvoru biðja hana
að lána þér 5 krónur og
gleyma að borga henni þær
aftur. Ef hún þá leyfir þér
að gleyma því.
Vertu ekki nærgætinn eða
stimamjúkur við móður stúlk-
unnar, sem þú ert með.
Margur ungur maður, sem
gætinn er og varfærinn, hef-
ur flaskað á því að vera of
stimamjúkur við konuna, sem
hann brátt sér, að verður
tengdamóðir hans. Smá hug-
ulsemi eins og sú að færa
mömmu blómvönd, og segja
mömmu, hver snilldar mat-
reiðslukona hún er, og fara
með henni í bíó, svona öðru
hverju, hefur vakið hjá
mörgum dætrum þá hugmynd
að þú verðir fyrirmyndar
eiginmaður.
Sigraðu föður hennar í
leikjum.
Þegar karlinn fer með þig
út og býður þér í golf, þá
reyndu að vinna, og hafðu
rangt við í laumi, ef það er
nauðsynlegt. Ef þetta sann-
færir hann ekki um, að þú
sért tuddamenni, þá skal' u
narra hann í annan leik,
leika hann upp á peninga og
gjörsigra hann. En ef hann
skyldi vinna, „þá getur þú
hlegið og sagt: „Þetta er á-
gætt, en gleymdu að borga
honum.
Komdu þér útundan lijá
vinum hennar.
Fyrr eða síðar er hún viss
með-að kynna þig vinum sín-
um, til þess að kveða upp
dóm um þig. Þetta er hættu-
stund, jafnvel þó einhver einn
víki henni afsíðis og hvísli:
„Andskoti er hann sniðugur,
hvar náðirðu í hann?“ — En
þá er úti um þig, bróðir!
Svo að hvenær sem vin-
ir hennar eni að dandalast
í kring um þig, og drauma-
dís þín hverfur fram í eld-
húsið, til að búa til eitthvað
góðgæti, þá skaltu sýna stelp-
unum spilagaldra, vera ósam-
mála strákunum um stjórn-
mál, og spyrja þá, hvort nokk-
ur þeirra viti, hvort faðir
stúlkunnar þinnar sé ríkur.
Vertu ekki of örlátur né
alltof kurteis.
Ég á ekki við það, að þú
gefir henni ekki jólagjöf, ef
þér hefur ekki tekizt að gera
hana illa út í þig um jóla-
Ieytið. En láttu það ekki
bregðast að hafa verðmiðann
á gjöfinni, og mundu, að verð-
ið á miðanum fari ekki fram
úr fimm krónum.
Vertu heldur ekki of ör-
látur á kurteisina, eins og t.d.
þá að hjálpa henni að fara
í kápuna, kveikja í sigarett-
unni fyrir hana og opna bíl-
dyrnar fyrir hana. Þegar
stúlka fær þá hugmynd, að
hún fái þessa þjónustu kostn-
aðarlaust, það sem eftir er
ævinnar, bara með því að
narra þig í kirkju nokkrar
mínútur, þá getur hún gert
sig fallegri en fallegasta sól-
arlag á vorkveldi.
Reyitdu að vera óaðlaðandi
I augum annarra stúlkna.
Eitt af því, sem sannfær-
ir stúlkuna um, að þú sért
rétti maðurinn handa henni,
er að koma því inn hjá henni,
að önnur stúlka sé á eftir
þér. Þess vegna skaltu minn-
ast á það við hana, hve fáar
stúlkur séu í bænum og hve
önnum kafnar þær alltaf virð-
ist vera. — Þegar hún segir,
að hún hafi stefnumót, þá
skaltu láta sem þú verðir
hræddur, er þú hugsar til þess
að missa af henni eitt augna-
blik. Ef hún gengst upp við
þetta, þá láttu hana skilja,
að þetta komi til af því að
þú sért orðinn of gamall til
þess að fara að svipast um
eftir öðrum stúlkum.
Ef þú hlýðir þeim bending-
um, sem hér eru greindar, og
horfi hún samt sem áður í
augu þér þannig að hjartað
hoppi í brjóstinu á þér og þú
segir að þú viljir heldur sitja
hjá henni einni en spila pók-
er, eins og þú annars gerir á
þriðjudagskvöldum, þá getur
ekkert ráð bjargað þér í svip-
inn en að giftast henni, — og
það gerirðu bráðlega.
Ungu hjónin höfðu rifizt
í fyrsta sinn. Allt kveldið
mælti hvorugt þeirra orð frá
vörum. Loks ákvað eiginmað-
urinn að láta undan og sagði:
„Talaðu við mig elskan mín,
ég skal játa að ég hafði rangt
fyrir mér, en þú rétt“. „Það
er ekki til neins“, svaraði
unga konan með grátstafinn
í kverkunum, „ég er búin að
skipta um skoðun“.
Skritlur !;
Frambjóðandi var að smála
atkvæðum og gekk hús úr
húsi. Einar dyr opnuðust og
gribbuleg kona kom til dyra.
„Hvaða flokki fylgir mað-
urinn yðar frú?“ spurði fram-
bjóðandinn smeðjulega.
„Flokki", svaraði gribban.
Ég er flokkurinn og hann fylg
ir mér.“
□
Verkakonum í vopnasmiðju
í Kingsburg í Indíana (USA)j
hefur verið skipað að vera í
buxum, með brjósthaldara og
í nærpilsi úr bómullardúk, af
því að eftirlitsmennimir kom-
ust að því, að þegar verið var
að ferma sprengikúlur, urðu
oft miklar sprengingar, sem
orsökuðust af rafmagni í
silkinærfötum stúlknanna.
Yfirlit um Nóbelsverð-
launamenn, sem prentað er í
Stokkhólmi, sýnir að 45 af
hundraði þeirra, sem verðlaun
hafa fengið fyrir afrek síu
í læknisfræði, eðlisfr. bók-
menntum og ritum um frið*
hafa nauðulega staðizt lög-«
skipuð próf.
□ ..J
ISfoppuð húsgögn
Alstoppuð sett, mikið úrval. Svefnsófar og einstakir !j
stólar. margar teg. Ennfremur ódýrir borðstofustólar jj
Húsgagnaverzlun Guðmundar Guðmundssonar jj
Laugavegi 166 — Sími 81055. ! j