Mánudagsblaðið - 09.07.1951, Qupperneq 5
Mánudagur 9. júlí 1951
MÁNUDAGSBLAÐIÐ
6
BókmenntaviSburður:
Kvöldvaka — tímarit
Umtal vekur nú nýjasti bók-
menntaviðburðurinn í landinu,
en það er tímaritið Kvöldvaka,
sem helgar sig bókmenntum og
öðrum menningarmálum þjóðar-
innar. Umtalinu veldur það, að
þessu riti er talsvert nýjabragð,
fjörugur stíll og víða allskorinort
til orða tekið. Enda eiga menn
von á að svo sé, þareð útgefand-
inn er Snæbjörn Jónsson rithöf.
og skáld, sem þekktur er að því
að fara sínar eigin götur og að
vera hispurslaus í ræðu og riti.
Svo hefur hann í þetta sinn
fengið í lið með sér einn hinn
ritfærasta af prestum landsins
(•
sr. Benjamín Kristjánsson, er rit-
ar m.a. um „Kristindóminn og
þjóðina". Er það eirihver hin
þyngsta ádeila, sem sézt hefur
á efnishyggju og andkristni
kommúnista. En þá um leið verð-
ur þetta óbein órás á kirkju
landsins fyrir afstöðu sina gagn-
vart þessu geigvænlega tímanna
tákni, er vart getur orðið skilið
öðruvísi en meðhald með stefn-
unni undirniðri. Hér nægir tæp-
ast að bregða kirkjuyfirvöldunum
um þáð sama og sumum mót-
mælendakirkjum hefur verið
brugðið um, sem sé einskonar
„þegjandi samkomulagi við sjálf-
an höfuðóvininn“, því að þrátt
fyrir það munu kirkjurnar þykj-
ast hafá alít sitt á þurru landi.
En gö'muí þjóðsaga af þessu
samkomulagi er svona:
Þegar kirkja ICrists tók að
klofna í margar sjálfstæðar deild-
ir, sendi kölski deildunum svo-
látandi boðskap:
•— Hingað til hefur mér nægt
að hafa eitt sendiráð í Róm, en
að eiga að fara að kosta slíkar
nefndir í öllum þeim fjölda sjálf-
stæðra kirkjurikja, sem nú risa
upp og enginn veit hvað mörg
verða — það blöskrar mér, og
ég sé mig því neyddan til að
bjóða yður í staðinn óheyrt kosta-
boð í eitt skipti fyrir öll, svo-
liljóðandi: — Ég eftirlæt ykk-
ur að prédika, syngja og spila
Drottni til áýrðar án þess að
ég skipti mér af því, og jafnvel
megið þið breiða þennan mein-
lausa sið ykkar út meðal ein-
stakra sálna. En þar á móti
lieimta ég að þið blandið ykkur
ekki inn í stjórn mína á hinum
jarðneska synduga heimi með
neinum raunhæfum aðgerðum
eða fyrirkomulagsbreytingum. í
stuttu máii — þið reynið ekki
að hafa áhrif á skipulagsmál né
pólitík — það skulu vera min
sérmál. Minnist þess að meistari
ykkar sagði, að sitt ríki væri
ekki af þessum heimi. — Látið
því þennan heim sem mest af-
skiptalausann". — . Ekki er þess
getið að kirkjuhöfðingarnir hafi
skrifað undir neitt eða neinu
lofað. En hinu hafa menn tekið
eftir, að kirkjudeildir þær, sem
mesta áherzlu leggja á „réttlæt-
íngu vegna trúar“, séu tillögu
kölska ekki með öllu fráhverfar.
Blaðamaður hafði aftur á móti
spurt erkibiskup Grikkja Dam-
askínos, um það hvort hann teldi
að kirkjuvöldin, almennt talað,
ættu að skipta sér af pólitík.
„Ef ég skipti mér ekki af póli-
tík, gæti ég ekki talið mig krist-
inn!“ — hafði hann svarað. —
Já, kannske eru hinir katólsku
prestar kristnir í raunhæfara'
skilningi en hinir lútersku, sem
sýnast meta það mest að hafa
frið við allt og alla og djöfulinn
með. En hvað lengi gengur það?
Nú er upprisinn við hliðina á
séra Pétri í Vallarnesi annar
ófriðarseggurinn á kærleiksheim-
ili kirkjunnar, og hver veit hvað
margir þeir kunna að verða.
Varla mundi kommúnistum verða
skotaskuld úr því hér fremur
en annars staðar, að láta allan
klerkdóm vorn með tölu kannast
við það í heyranda hljóði, að
hann hefði jafnan haft ófrið í
huga og alltaf setið á svikráðum
við land sitt og þjóð!
Þessi útúrdúr spannst nú út af
reiðilestri sr. Benjamíns. En
klerkur leggur á fleira gjörva
hönd en trúmálin. Hann ritar
einnig í Kvöldvöku ágætis grein,
sem hann nefnir „Litið til gömlu
skáldanna". Og þegar svo bæt-
ast við greinar ritstjórans sjálfs
um „Nýjar bækur og gamlar",
„Um Fornritaútgáfuna“, „Stak-
steinar“ ofl. þá kennir þar svo
margra grasa, að maður á erf-
itt með að hugsa sér að þeir
menn geti talað með um bók-
menntir og ýms dagsins vanda-
mál, sem láta þessar greinar ó-
lesnar. — Svona spjall um einn
höfuðþáttinn í þjóðlífinu, — bók-
menntirnar, — er mjög nauðsyn-
legt, því að það vekur menn til
að lesa, og lesa með athygli, í
stað þess að ösla á hundavaði
yfir efnið eins og margir gera.
Kvöldvaka getur átt eftir að
vekja til vitundar marga bók-
menntavini, sem ekki vissu að
þeir voru það.
Skritlur
□
Klúbbur einn í París, þar
sem í eru einungis sköllóttir
menn, bað kvenfólkið að
svara eftirfarandi spurningu:
„Því geðjast ykkur ekki að
sköllóttum mönnum, jafnvel
þótt þeir séu rikir og lagleg-
ir?“ %
Verðlaunasvar kom frá
18 ára stúlku og hljóðaði á
þessa leið: „Af því að þeir
eru sköllóttir“.
□
Glerbrot, er fannst í kart-
öflupoka, sem afhentur var á
heimili einu í Gangkofen í
Þýzkalancli, reyndist vera
demantur 150 sterlingspunda
virði.
Ungur verkfræðingur kynnir sér
málningarframleiðslu á vegum Etna-
Ungur íslenzkur námsmað-
ur, Hannes B. Kristjánsson,
hefur nýlega lokið prófi í
efnaverkfræði við Massachus-
etts tækniháskólann í Banda-
ríkjunum, og mun hann inn-
an skamms hefja verklegt
framhaldsnám hjá málningar-
verksmiðju í Baltimore,
Maryland, þar sem hann mun
kynna sér framleiðslu á máln-
ingu og lökkum.
Nám Hannesar, sem er lið-
ur í áætlun efnahagssam-
vinnustjórnarinnar mn tækni
lega aðstoð til handa með-
limalöndunum, mun taka um
það bil f jóra mánuði, og jafn-
framt því, sem hann leggur
stund á, að kynnast nýjustu
tækni í málningarframleiðslu,
mun hann stunda efnarann-
sóknir í sambandi við fram-
leiðsluna.
'PasM the Ammun'Uion’
Prom the daily newspapor THE ATIAKTA CONSTITUTICN,
Atlanta, Georgia, U. S. A.
Láttu skotfæiin ganga Mao
Á s.l. sumri starfaði Hann-
es hjá Málningarverksmiðj-
unni Hörpu h.f. í Rvk., og er
hann kemur heim að námi
loknu, tekur hann við stjórn
á rannsóknarstofu verksmiðj-
unnar, en hún framleiðir nú
um 1.000 tonn af málningu
árlega og fullnægir þar með
um 2/3 hlutum af árlegri
málningarþörf íslands. Nokk-
ur hluti þess hráefnis, er
verksmiðjan hefur þurft til
framleiðslunnar undanfarin
ár, hefur verið fluttur inn
fyrir fé frá efnahagssam-
vinnustjórninni.
Þess er vænzt, að þetta
sérnám Hannesar muni hafa
töluverða þýðingu fyrir verk-
smið juna i sambándi við vöru-
vöndun og gæði framleiðsl-
unnar.
* 1
Hollenskur liermaður kennir nýliðum í Abyssiniu
vopnameðferð
Flugáætlun
frá 1/7 1951
(Innanlandsflug)
FRÁ REYKJAVlK:
; Sunnudaga:
Til Akureyrar f.h.
— Vestmannaeyja
-— Sauðárkróks
— Akureyrar e.h.
“Mánudaga:
Til Akureyrar f.h.
— Vestmannaeyja
— Ólafsfjarðar
-— Norðfjarðar
— Seyðisfjarðar
—• Kirkjubæjarklausturs
— Hornafjarðar
— Siglufjarðar
— Kópaskers
— Akureyrar e.h.
Þriðjudaga:
Til Akureyrar f.h.
— Vestmannaeyja
— Blönduóss
— Sauðárkróks
— Siglufjarðar
•— Akureyrar e.h.
j* r
Miðvikudaga:
; Til Akureyrar f.h.
! — Vestmannaeyja
; — Egilsstaða
! — Hellisands
— ísafjarðar
— Hólmavíkur
— Siglufjarðar
'— Akureyrar e.h.
Fimmtudaga:
Til Akureyrar f.h.
— Vestmannaeyja
— Ólafsfjarðar
— Reyðarf jarðar
— Fáskrúðsfjarðar
— Blönduóss !
— Sauðárkróks ;
<— Siglufjarðar :
— Kópaskers i
— Akureyrar e.h.
Föstudaga: ;
Til Akureyrar f.h. ;
— Vestmannaeyja
— Kirkjubæjarklausturs !
— Fagurhólsmýrar ;
— Hornafjarðar
— Siglufjarðar
— Akureyrar e.h. ;
Laugardaga:
Til Akureyrar f.h.
— Vestmannaeyja
— Blönduóss
— Sauðárkróks
—fsafjarðar
— Egilsstaða
— Siglufjarðar
— Akureyrar e.h.
Frá Akureyri:
Til Reykjavíkur: 2 ferðir
daglega.
Til Siglufjarðar — Alla
virka daga.
; Til Ólafsf jarðar, mánudaga
og fimmtudaga.
í'il Kópaskers: Mánudaga og
fimmtudaga.
Til Austfjarða föstudaga.
FLUGFÉLAG ÍSLANDS h.f.