Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 09.07.1951, Qupperneq 6

Mánudagsblaðið - 09.07.1951, Qupperneq 6
MÁNTIDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 9. júlí 1951 6 :! FRAMHALDSSAGAs Efhel M. Dell: NICK RATCLIFFE (THE WAY OF AN EAGLE) Nick byrjaði að ræða málið nánar .... „Þú ert ekki leið á mér — þó ég geti séð að pér dauðleiðist ég og þú mund- ir gráta nokkrum sönnum tárum, ef ég dæi ungur. Já,ég er ungur þó ég sé f jandanum Ijótari. Ég held, að þú trú- ir að ég sé skyldur hon- um. Er það þessvegna, að þú vilt ekki giftast mér?“ Hann spurði þessa svo skyndilega, að Muriel leit upp. Hann var ekki ægilegri í augnablikinu en brosandi skólapiltur. En samt var hþn ekki algörlega róleg hjá hon- um. Hún hafði einhvern kven- legan grun um, að hann væri að einhverju leyti að reyna hana. „Nei,“ svaraði hún eftir augnabilik“. Það var ekkert því líkt, „Ertu alveg viss um að til sé ástæða?“ spurði hann. Hún roðnaði skyndilega". „Já,“ auðvitað — en ég vildi helzt sleppa við að segja þér hana“. „Einmitt það“, sagði Nick. „Ég býst við, að það kallist líka „aðeins réttmætt““. Hún roðnaði enn meira. Hann gat látið hana skamm- ast sín svo voðalega. „Ég skal segja þér það, ef þú vilt“, sagði hún, „en ég vil helzt sleppa við það“. Nick bandaði með hendinni. „Ekki að tala um. Gáfnadeild- in mín er sérstaklega æfð í svona hlutum. Auk þess veit ég nákvæmlega, hvað hefur skeð. Það er eitthvað á þessa leið“. Hann strauk hendinni um andlitið svo nákvæmlega á sama hátt og Lady Bassett var vön að gera, að Muri- el var nær búin að skella upp úr. Hann þaggaði niður í henni með því að byrja að tala í lágum áherzlumiklum mál- rómi. „Þú veizt það, elsku Muriel, að ég hefi aldrei lit- ið á Nick Ratcliffe, sem þá tegund manna, sem gifta sig. Hahn er alltof * eirðarlaus (Hann rykkti til höfðinu). Ég hefi auk þess heyrt mína kæru frú Gybbon-Smythe lýsa honum, sem mesta kvennaflagara. Auk þess segja menn, að hann hafi gaman af að fá sér í staupinu, en við skulum vona, það séu ýkjur. Eg veit þá staðreynd að hann eruppstökkur og það kann að hafa komið orðrómn- um af stað. Ég fullvissa þig um það góða mín, að hann •’ér hræðilegur. En nú er nóg komið, ef ég segi þér meira um hann, þá gætir þú haldið, að ég væri á móti honum en raunverulega erum við vinir — ágætir vinir. Eg hélt aðeins, að það væri bezt að vara þig við að búast við of miklu. Það eru mistök svo margra stúlkna og ég vil að þú verðir eins hamingjusöm og þú getur, stúlka mín“. Muriel var skellihlæjandi, þegar hann lauk máli sínu. Eftirhermurnar og raddbrigð- in voru svo ekta ýkjulaus og blátt áfram. Nick hló ekki með henni. Bak við svip hans mátti sjá að hann rannsakaði hana ná- kvæmlega. Hann hafði klæðzt búningi fíflsins til þess að komast að sannleikanum. Ef til vill hefur henni dottið eitt- hvað þvílíkt í hug, þegar hún hætti að hlæja og svaraði honum. „Nei,“ Nick, hún hefur ekkert sagt af þessu. Mér hefði staðið á sama, þótt hún hefði gert það. Það var að- eins — aðeins. ... “ „Ég skil“, greip hann fram í „ef það hefur ekki verið þetta þá er það aðeins eitt, sem það hefur getað verið. Ég vil ekki að þú segir mér það. Það er deginum ljósara. Láttu mig heldur segja þér það. Það er allt vegna bless- aðs stoltsins í þér. Já — ég veit það. Þau hafa kastað aur að þér og hann hefur loð- að við. Þú vildir fremur deyja en giftast mér, er það ekki? En hvað ætlar þá að gera, ef ég neita að sleppa þér?“ Hún roðnaði í framan „Þú — mundir ekki gera það Nick. Þú gætir það ekki. Þú hefur ekki rétt til þess“. „Ekki það?“ spurði Nick og brosti einkennilega“. Það hélt ég nú samt.“ Hann leit niður á hana.og um augnablik kom einhver illur glampi í augu haris'en hvarf samstundis. „Ég hélt það einmitt", sagði hann aftur en með öðrum rómi. „En við skulum ekki rífast um það. Segðu mér heldur, hvað þú ætlast fyrir“. Hún svaraði með miklu of- offorsi, að hann jafnvel bjóst ekki við því. „Ég vil komast burt. Ég vil fara heim. Ég — Ég hata þennan stað“. „Og alla hér?“ spurði Nick. „Næstum því,“ svaraði Muriel kæruleysislega. Hann kinkaði kolli. „Eina undantekningin er fru Mus- grave. Veiztu það að frú Mus- grave er að fara heim. Myndi þig langa að verða henni sam- ferða ?“ Muriel leit á hann með von í augum. „Ein með henni?“ spurði hún. „O, ég ætla ekki að fara, svaraði Nick. „Ég ætla til Khatmundu í brúðkaups- ferð mína.“ Vonin hvarf úr augum Muriels. „Skopastu ekki að mér, Nick“, sagði liún með grátstaf í röddinni. „Eg þoli „Skopast", sagði Nick. ,Eg‘! Hringurinn, sem hann hafði gefið henni glitraði í sólskin- inu, þegar hann hreyfði hönd hennar. „Ég ætla að biðja þig að taka hann aftur,“ sagði hún. Hann leit ekki upp. „Og ég ætla að neita því,“ svar- aði hann skjótt. „Ég segi ekki, að þú verðir að bera hann, en ég segi, að þú verð- ir að halda honum — ekki sem trúlofunarhring — en aðeins til minnis um loforð, sem þú verður að gefa mér“. „Loforð —“ stamaði hún. Hann leit ekki upp enn. Hann var að horfa á stein- ana í hringnum. ,, Já,“ sagði hann eftir augn- blik. „Ég leysi þig frá heiti þínu á þann hátt einan, að þú lofir þessu“. Hún varð dálítið hrædd. „Hvað er það?“ spurði hún. Hann leit á hana augna- blik en augnaráð hans var óskiljanlegt. Henni fannst eins og hann starði á eitt- hvað langt í burtu. „Aðeins þetta“, sagði hann. „Þú munt hlæja býst ég við? en ef þú getur hlegið þá tek- ur þú þér ekki nærri að lofa því. Eg vil fá l>Jorð þitt upp á það, að ef þér einhvern- tíma myndi breytast hugur um að giftast mér, þá komir þú til mín og segir mér það eins og hugdjarfri konu sæm- ir“. Það varð löng þögn. Svo undarlega varð henni við þetta óvænta skilyrði að henni féllust svör. Hann virt- ist ekki hafa sérstakan á- huga á svarinu. „Ertu þessu sammála,“ spurði hann að lokum. „Nei Nick. Hvernig gæti ég lofað þér þessu. Þú veizt, að ég skipti aldrei um skoð- un á því“. Hann lifti augnbrúnunum aðeins litið eitt: „Það er ekki það, sem til umræðu er hér. Ef skildaginn er ómögulegur því betra fyrir þig að lofa honum.“ „Nick“, sagði hún „Ég vil helzt ekki lofa þessu“. „Þú vilt heldur giftast mér s'trax?“ spurði hann og henni varð þá ljóst, að með þessu ætlaði hann að neyða hana. Hún stóð á fætur óttaslegin og hann stóð einnig á fætur, en hélt enn um hönd hennar. Andlit hans var eins og höggvið í stein. „Verður það — verður það að vera á annanhvorn þennan hátt,“ spurði hún. Hann leit beint í augun á henni. „Ég hefi sagt það“, sagði hann. Mótstöðuafl hennar hvarf, kom aftur, jókgt en hvarf svo alveg að lokum. Þegar á allt var litið, af hverju ætti hún að hika? Hvað var það sem jók hjartslátt hennar í jafn einföldu máli og þessu? „Jæja þá“, sagði hún hljóð- lega að lokum. „Ég lofa því. En ég mun aldrei skipta um skoðun, Nick. Aldrei.“ Hann horfði enn á hana ó- ræðum augum, skeytti ekkert um mótmæli hennar, og því var líkast sem hann hefði ekki einu sinni heyrt þau. „Þú hefur gert þinn hluta,“ sagði hann. „Hlustaðu nú á minn hluta. Eg sver þér fyr- ir augliti guðs, að ég skal aldrei kvongast þér, nema þú biðjir mín. Hann hneigði höfuðið, er hann sagði þessi orð og há- tíðlegur og með lotningu kyssti hanp á höndina, sem hann hélt í. Muriel beið, enn hálfskelk- uð. Hún þekkti ekki Nick í þessu skapi. En þegar hann rétti úr sér aftur, lék gamla skrítna brosið um andlit hans, og henni varð lettara um and- ardráttinn. Hann tók fljótt og vingjarnlega um axlirnar á henni. „Þá er þetta búið, sagði hann, léttur í máli. „Nú skal- tu snúa við blaðinu og byrja nýtt líf. Farðu aftur til Eng- lands, gakktu aftur í skóla, og lá^tu þá kenna þér að verða ung aftur.“ Þetta voru síðustu orðin, sem hann sagði við hana. Samt beið hann augnablik lengur. Innst í hjarta sínu, fann hún eitthvað bærást og titra eins og blint dýr, sem hreyfist, þegar sólin skín á það. Það vakti óljósa kvöl í hjarta hennar — það var allt og sumt. Á næsta augnabliki hafði Nick snúizt á hæli *og var að fara. Hún heyrði, að hann blístr- aði vals í hálfum hljóðum, er hann fór í burtu með þess- um venjulega brezka vængja- slætti, og hún vissi, þó það gladdi hana ekki nokkra vit- und, að hún hafði unnið mál sitt. Til góðs eða ills hafði hann farið frá hennh Og hann mundi ekki koma aftur. 17. KAFLI 0 ■ m v „Hana!“ sagði Daisy og staðnæddist nokkuð frá borð- inu til þess að skoða handa- verk sín, og hallaði lítið eitt undir flatt. Það kann að vera ósköp barnalegt, en ef hon- um Blake lízt ekki á þetta meistaraverk mitt, þá ætla ég að úthýsa honum og láta hann eyða nóttinni á tröpp- unum“. Muriel hnipraði sig í gluggakistunni, leit við og hló lágt. „Það snjóar voðalega“, sagði hún. Daisy skeytti ekkert um hana. „Komdu og skoðaðu það“, sagði hún. Meistarastykkið, sem hér var um að ræða, var órastórt rautt blað, sem á voru rituð þessi orð með hvítu letri: „Velkomin hetja“. „Mér hafði aldrei fyrr dott- ið í hug að Blake væri hetja, sagði Daisy. „Hann er svo feiminn og hæverskur. Ég get varla hugsað mér, að ég eigl hér að hafa stórhetju í boði. Hann ætti nú að fara að fara koma. Viðskað koma. Við skulum koma og hengja þetta Hún tók undir hönd Mur- els og leit fast á hana, er hún fann að hún titraði. „Það verður gaman að sjá hann aftur, finnst þér ekki?“ sagði hún. „Já“, svaraði Muriel, en röddin titraði lítið eitt um leið . Hún mundi mjög vel, hvernig hún hafði séð hann síðast, nóttina þá Átta mán- uðir, sem voru eins langir og átta ár, lágu þessarar hryggi- legu stundar og þessa tíma, en gamla ti’yllingslega skelf- ingin gat ennþá látið blóðið frjósa í æðum hennar, og enn- þá sveið í gamla sárinu. Margt hafði gert hana að fullorðinni stúlku fyrir aldur fram, en þó var hún ekki eins og aðr- ar konur. Það var eins og það ætluðu að verða örlög hennar alla æfi að búa ein sér og horfa á gleði annarra. Gleð- in laðaði hana ekki að sér, og hún hafði engan hug á skemmtunum. En þó var hún ekki köld, því að annars hefði Daisy ekki fundizt hún svo aðlaðandi lagskona. En jafn- vel Daisy hafði ekki komizt inn úr dulleik hennar, sem vazið hafði um hið unga hjarta stúlkunnar. Þær voru miklar vinkonur, en vinátta þeirra var einkum fólgin í því, sem þær létu ósagt. Og þótt Daisy væri hlý í sér, átti hún samt innra helgidóm, stað svo vel geymdan, að hún skyggnd ist þangað aldrei nema í laumi, að kalla mátti. Auglýsið í Mánudagsblaðinu

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.