Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 27.01.1952, Page 3

Mánudagsblaðið - 27.01.1952, Page 3
Mánudagur 27. janúar 1951. MANUDAGSBLAÐIÐ ESTLEY H J. P. Priestley, hinn frægi leikritahöfundur og útvarps- maður, tók á móti mér í klefa sínum á Mauritaniu í dag og sagði: „Eg myndi ekki lýsa sjálf- um mér eins og sósíalista leng ur.“ Hann reykti pípuna sína og sagði að hann hefði hætt ritstjórnar- stöðu sinni við vinstra blaðið „The New Statesman“ og ját- aði jafnframt: „Eg veit ekki, hvað ég myndi kalla mig núna pólitiskt". Priestley er nýkom inn úr heimsókn til Kanada og Bandaríkjanna. Það var í grein, sem birt var fyrir f jór- um árum í Bandaríkjunum, sem hann sagði: „Eg er sósíalisti af frjáls- lyndu, ensku gerðinni. Eg vil ekki neyða sósíalisma upp á Bandaríkjamenn, sem eru, í sannleika sagt, enn ekki til- búnir fyrir hann, en á hinn bóginn vil ég gera allt í mínu valdi til að varna því, að Bret- land hverfi frá sósíalisma, því hann einn getur bjargað því.“ Síðasta útvarpsræða Priest- leys vai-1950 fyrir sósíalista í brezku kosningunum. Hann hefur nýlega verið að skrifa greinar fyrir amerísk tímarit og vann m. a. við greinina „Styrjöld við Rúss- land,“ sem birtist í Colliers magazine. Þetta eintak var sérstak- lega gefið út til þess að lýsa ímynduðu s.tríði við Rússa og afleiðingum þess. „Mér virtist — ásamt öðr- um — að nokkrir af þeim heimsfrægu mönnum, sem unnu að þessari grein, hefðu það sjónarmið, að slík styrj- öld væri óumflýjanleg og væri vel þess verð og myndi í eitt skipti fyrir öll gera út af við Rússa. En þegar talað var um frið, sagði Priestley mér: „Eg verð að segja, að mér, sýnast engar líkur benda til þriðju heimsstyrjaldarinnar. Eg trúi því ekki, að styrjöld. geti hafizt. Það yrði engum til góðs.“ Hlutverk Priestleys var að lýsa því hvernig færi, ef rúss- neska leikhúsið yrði fyrir á- hrífum frá Bandaríkjunum. Leikhúsið í Moskvu var í greininni stæling af Broad- way-sýningu, sem heitir „Memi og dúkkur.“ Greinin í Collier vakti gagn- rýni báðum megin Atlants- hafsins. Skynsamt fólk áleit jhana dónalega, hættulega og ióhugsaða. t' Eg spurði Priestley, hvers vegna hann hefði lagt sinn skerf til hennar og hvemig honum hafi litizt á hana, þeg- ar heildin kom út, með mynd á Törsíðunni af bandarískum hermanni, sem stendur með Leikritaskáldið geíur furSulegar upplýsingar Effir Dougias Warth brugðinn byssusting yfir landakorti af Rússlandi. „Þú hefur engan rétt til þess að spyrja mig þess,“ svar aði hann. „Eg vil ekki tala um það. Eg er ekki í ritstjórn blaðsins, og mér er hún alveg óviðkomandi“. „Mér voru sögð nöfn hinna höfundanna eins og t. d. Ro- berts Sherwoods, sem ég dái. Mér var ekki gefið í skyn, né sagt, hvað ég átti að segja“. Eg.sagði Priestley, að marg ir Bretar hefðu þá skoðun, að Colier væri stríðsæsinga- blað, þrátt fyrir það að grein- in hafi heitið „Styrjöldin, sem við ekki viljum“. Svar hans var hið einkenni- legasta: „Þeir (Bretarnir) hefðu ekki átt að sjá það,“ sagði hann. „Greinin var ætluð ame- rískum lesendum — ekki til útflutnings“. Og síðan bætti hann við : „Það, sem Bretum þótti ó- hugnanlegast við greinina var óskammfeilnin. Eg held, að Rússarnir hafi gert eitthvað viðlíka, en ef til vill er það bara orðasveimur.“ Engar sannanir um rúss- neska blaðamennsku af þessu tagi liggja enn fyrir hendi hér. Priestley sagði mér, að hann hefði móttekið mörg bréf, sem gagnrýndu grein hans. „En ég stend með skrif- um mínum,“ bætti hann >jrið. „Eg hef ekkert gagn af rúss- neskri stjórn, en ég geri mitt ýtrasta til að sýna fram á, að Rússar eru eins ágætir og aðrar þjóðir, ef þeir fá tæki- færi til þess að vera frjálsir. Eg fékk mótmæli frá höfunda félagi (m. a. frá Christopher Fry, ljóða- og leikritaskáld- inu), en þeir kalla sig friðar- sinna, svo að ég vantreysti þeim.“ Prlestley hefur um sína daga heimsótt Rússland og Banda- ríkin. Eru nú sjónarmið hans öðruvísi en þau voru fyrir fimm árum síðan. Þá reit hann: „Algengasta hugmyndin um það, að Rússar séu hinn mesti óaldarlýður, sem stjórn- að er af tækifærissimium, er algjörlega röng.“ Og hann fullvissaði lesend- ur síná, á'Ö Rússar vilji frið, og að þeir séu aðeins að líta eftir eigin hagsmunum og að Bretar og Bandaríkjamenn hefðu líka stóru hlutverki að gegna í því að gera hina þrjá stóru að miklum vinum. Ekki miklu seinna reit Priestley mn Bandaríkin. Hann kvaðst hafa komizt að þvi, að Bandaríkin væru sirk- us. „Hvar nema í einstaka ræð- um, er bandarísk ábyrgðartil- finning?“ spurði hann. „Stundum finnst manni eins og framtíð okkar hvíli á á- kvörðunum, sem koma frá fjölleikahúsi.“ Ameríkumaðurinn verður annað hvort að vera frá sér numin eða vonleysið sjálft og hefur enga von til annars en Fyrirspurn Reykjavík 18.1.1952. Heiðraði ritstjóri, mig lang- ar til að biðja yður, að koma á framfæri máli, sem margt skólafólk langar til að fá upp- lýsingar mn. 1 fimm ár hefi ég setið á skólabekk og alltaf borgað mína tryggingu og kirkjugarðsgjald, eins og ég áleit, að góðum borgara sæmdi. Hvað mér viðvíkur, hafa tekju- og eignaskattur aldrei komið til greina, því eignir á ég engar, sjálfur hef ég kostað skólagöngu mína að mestu og peningar fyrir sum- arvinnuna jafnan hrokkið skammt. Svo var það um dag- inn, að skattamál bárust í tal milli bekkjarsystkina minna. Og hvað kemur upp úr kaf- inu? Bærinn á að 'borga tryggingú þeirra nemenda, sem engan tekju- og eigna- skatt hafa. Flest okkar höfðu aldrei heyrt þessa getið og höfðu borgað okkar tryggingu úr eigin vasa. Þeir á tollstjóra skrifstofunni höfðu jafnan tekið við þessum peningum, án þess að hafa orð á því, að neitt væri öðruvísi en það ætti að vera. Á skattreikning- um og skattskrám, er yfirleitt skammstafað hver staða hvers manns er, hjá nemend- um stendur t. d. nem. Vita þessir háu herrar ekki, hvað það þýðir, eða hvað veldur því, að þeir taka á móti pen- ingum, sem þeir vita, að skóla f ólki ber ekki að greiða ? Hvað kemur þeim til að senda fólki reikninga, sem það á ekki að greiða, í trausti þess að það þekki ekki landslög ? Virðingarfyllst, „Eiiui blásnauður“. að vera ljós eða þá öðrum til örvílnunar." Nú virðist hann trúa því, að Bandaríkjamenn séu von heimsins, því hann sagði mér: „Þessi síðasta ferð mín til Bandaríkjanna hefur gefið mér þá tilfinningu, að þeir séu rólegri og ákveðnari en áður. Eg var þar, þegar þeir (Bandaríkjamenn) höfðu loft varnaæfingu, og ég get sagt ykkur, að þeir vilja ekki styrjöld.“ Það var, þegar ég hafði þaulspurt hann um þátttök- una í Colliers-greininni, áð hann sagði: „Eg held, að þetta samtal sé orðið nógu langt.“ En hann hélt áf ram að tala um leikrit sín og leikhúsið í tuttugu mínútur í viðbót. Þá þakkaði hann mér boð mitt um að hjálpa honum með farangur sinn. Og þegar við gengum til London járnbrautarinnar, þá virtist mér aðeins sem eitt máliefn væri bannað, — stjórnmál. (Daily Mirror). Auglýsið Mánudagsblaðinu Tízkublaðið CLIP Vetrarhefti 1951—’52 er komið út. EFNISMEBRA og FJÖLBREYTTARA EN FYRR, og nú fyllilega sambærilegt samskonar blöðum, er- lendum. Af efni blaðsins má nefna: rúmlega FIMMTÍU KJÓLA, HEIMILIS-, SPORT- og BARNAFATNAÐ o. þ. h„ með meðfylgjandi SNIÐUM og LEIÐBEIN- INGUM um saumaskap. Ennfremur snið með tilsögn af TÖSKU, sem sérhver kona getur saumað. — Upp- skrift af PEYSU, prjónuð út í eitt. — Snið af UT- STOPPUÐUM LEIKFÖNGUM, hentug til tækifæris- gjafa. — Auk þess er í (þlaðinu margvíslegur lestur til fróðleiks og skemmtunar, og fylgir því f jölmargar myndir. — VERÐLAUNAKEPPNI.-Myndír af FEGURÐARDROTTNINGU REYKJAVÍKUR 1951, í SUNDHÖLLINNI, o. m. fl. KONUR! Saumið fatnaðinn á yður og börn yðar eftir sniðum og leiðbeiningum CLIP. Blaðið fæst í flestum bókaverzlunum, — og á af- greiðslu blaðsins LAUGAVEGI 10. Tízkublaðið (LIP ■H“M-M..M“l"M”M“W-H“M“M-M“M"M-n-H“H“H-H“M"M"H-H“H' MÁNUDAGSBLAÐIÐ fæst á eftirtöldu-a stöðum úti á landi: Keflavik: Verzlun Helga S. Jónssonar. Hveragerði: Verzlunin Reykjaíoss, Hveragerði. Selfossi: S. Ó. Ólafsson & Co. Siglufirði: Bókaverzlun Lárusar Blöndal. Bókaverz!. un Hannesar Jónssonar. Akureyri: Verzlun Axels Kristjánssonar. Bókaverz un Pálma H. Jónssonar. Akranes: Bókaverzlun Andrésar Níelssonar. ísafirði: Bókaverzlun Jónasar Tómassonar. Vestmannáeyjum: Verzlun Björns Guðmundsse ” rr. Blönduós: Verzlun Þuríðar Sæmundssen. Hvalfirði: Olíustöðin. Gunnar Jónsson. Bolungavlk: Kristinn G. Árnason. Borgames: Ingólfur Pétursson. Neskaupstaður: Ölafur Jónsson. Sandgerði: Bókav. S. Stefánssonar Hafnarfirði: StrandgÖtu 33. Húsavík: Valdimar H. Hallstað. ; ÍI Vi ‘ • . 1 *• • .w»H-1mH"1 1 I"1 '1' H-l"l"l»I"i"l"H"H"i"l"i-I"l"i"H“l"l"li,H"Hl-H"H-H"H: H-H-H-H-H-H-H-H-H-H-H-H-H-HrtH-H-H-HrtH-HrtM-H-H-H-H-H-H-

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.