Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 27.01.1952, Qupperneq 4

Mánudagsblaðið - 27.01.1952, Qupperneq 4
MÁNUDAGSBL.AÐIÐ Mánudagur 27. janúar 1951. j MÁNUDAGSBLAÐIÐ BLAÐ FYRIR ALLA !; Ritatjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason. ; ;j Blaðið kemur út á mánudögum. — Verð 2 kr. í lausá- '• ;; sölu, en árgangurinn 100 kr. ;i ;; Afgreiðsla: Tjarnargötu 39. — Simar ritstjórnar: 3498 og 3978. ;j Auglýsingasímar: 6530 og 6947. ; i Prentsmiðja I>jóðviljan3. ; FararstjórafarganiS KABL ISFELD, rithöf.: Stúdent rykugra vega Frá því var nýlega skýrt hér í blöðunum, að einn bezti skíðamaður íslendinga mundi ekki fá að taka þátt í vetrar- olympíuleikunum í Noregi, vegna þess að íslenzka sveitin væri skipuð svo mörgum far- arstjórum, að fleiri íþrótta- menn kæmust ekki í hana. Þetta vakti megna gremju, enda mun nú svo hafa ráðizt, að þessi skíðamaður fái að keppa í Osló. En þetta atvik vekur menn til umhugsunar um það, hvílík óþolandi plága alls konar framhleypnir far- arstjórar hafa vei’ið hér um mörg undanfarin ár. Sjaldan eða aldrei hefur nokkur ís- lenzkur flokkur eða nefnd farið svo úr landi, að fleiri eða færri frekir og sjálfsglaðir fararstjórar þyrftu ekki að vera með í förinni. Ofttist munu þessir menn hafa verið kostaðir að mestu eða öllu leyti af einhverjum félags- samtökum, og alltaf hefur ver ið nóguf gjaldeyrir handa þess háttar herramönnum, jafnvel þegar gjaldeyrisskort- urinn hefur kreppt hvað harð- ast að þjóðinni, og aðrir gátu ekki fengið gjaldeyri til ut- anlandsferða, þó að brýn nauðsyn lægi við. Líklega hef- ur þetta fararstjórafargan hvergi náð sér eins niðri og í íþróttahreyfingunni. I hvert skipti, sem íslenzkir íþrótta- flokkar hafa farið til útlanda, jafnvel þótt um örfáa menn væri að ræða, hafa allskonar yfir- og undirfararstjórar þurft að slást í förina og stjórna öllu saman. Þessi plága byrjaði fyrir alvöru á Olympíuleikunum í Berlín 1936, en þá munu far- arstjórarnir og aðstoðarmenn þeirra hafa verið eins margir eða fleiri en keppendurnir. Og síðan hefur verið haldið á- fram á sömu braut. Það mætti kannski segja, að þess- um fuglum sé ekki ofgott að spóka sig á útlendum luxus- hótelum, ef þeir hefðu sig hæga og yrðu ekki landi og þjóð til skammar. En það er nú rétt svo sem, fararstjór- arnir eru ekki alveg á því, að setja ljós sitt undir mæliker. Það eru yfirleitt framhleypn- ir, rígmontnir og vitgrannir menn, sem trana sér fram til þess konar starfa, og þeir þurfa að láta Ijós sitt skína við öll möguleg og ómöguleg tækifæri. Hvergi má bjóða Joeim svo til bqrðs, að þeir séu ekki farnir að halda ræður. Márgir þessara mælsku farar- stjóra eru alkunn plága í ís- lenzkum samkvæmum, og það gerir kannski ekki svo mikið til, þó þeir ætli að pína lífið úr okkur hér heima með ræðu- höldum, ef þeir gætu setið á sér að skandalisera, þegar til útlanda kemur. En þeir halda uppteknum hætti, þó að þeir komi út fyrir landsteinana, og færast jafnvel allir í aukana. Tungumálakunnátta þessara manna er með þeim hætti, að útlendingar skilja að jafnaði ekki stakt orð í ræðum þeim, sem fararstjórarnir flytja með svo miklum umsigslætti og sjálfsgleði. Og kunnátta þeirra í almenmim mannasið- um er víst að öllum jafnaði eftir þessu. Það hefur verið sagt um suma fararstjóra ís- lenzkra íþróttamanna, að þeir sleiktu hnifinn og drykkju kaffið úr undirskálinni eða þá, að þeir blésu af miklum móði á kaffið, ef það er of heitt. IJt- lendingar hafa að vísu skemmt sér dátt við að horfa á tilburði og framkomu þess- ara íþróttafararstjóra, en hitt er spurning, hvort íslenzka þjóðin græðir mikið á þess konar landkynningu. Þetta er því leiðinlegra, sem íþrótta- mennirnir sjálfir eru yfirleitt prúðmenni og hafa verið þjóð sinni til sóma á erlendum vett vangi. En af einhverju mein- leysi eða misskilinni góð- mennsku hafa þeir ekki tekið í taumana heldur leyft farar- stjórum sínum að skandali- sera æ ofan í æ. Mönnum eru enn i fersku minni regin- hneykslin í London: „How do you do Mr. King“ og annað álíka. Eftir Olympíuleikana 1948 skemmtu menn sér um hnöttinn þveran og endilang- an við að segja sögur af skandala framkomu ís- lenzku fararstjóranna í Lon- don. Og ekkert bendir til, að neitt eigi að gera til að koma í veg fyrir, að hið sama end- urtaki sig í Osló og Helsinki. Þangað fara víst áreiðanlega sömu fararstjórarnir, halda ræður á hrognamáli, sem eng- inn skilur og skandalisera í hverju spori með sömu sjálfs- gleðinnni og í London. En í alvöru talað, er ekki kominn tími til fyrir íslenzka íþróttamenn að taka hér í taumana ? .. - - Ajax, . AÐ SPA I SPIL Mörgum' þykir gaman að spá í spil, en til þess að geta spáð, þarf að vita, hvað hvert spil merkir. Hér kemur gömul og góð aðferð, hvernig á að spá i spil: Spilin, 52, eru stokkuð vel og vandlega. Sá, sem spáð er fyrir, dregur 5 spil, og er les- inn út úr þeim spádómurinn, ef tir því sem hér segir: HJARTA: Ásinn þýðir hús; tvisturinn giftingu, þristurinn friðsemi; > f jarkinn einhvern geðþekkan atburð, fimmið, ó- vænta fregn; sexið, að mikil gæfa sé í vændum; sjöið, veizlu; áttan, innilega vin- áttu; nían, heita ást, triian unnusta eða unnustu; gosinn, ungur laglegur maður leitar ráðahags við þig; drottning- in, falleg væn stúlka hefur lagzt á hugi við þig; lióngur- inn, einlægan vih. Tígull: Ásinn, þýðir bréf; tvisturinn, ánægjuefni, þrist- urinn, nýjan vin; f jarkinn, á- batasama verzlun; fimmið, að peningar séu í vændum; sex- ið, hamingjuvon; sjöið þýðir, að von sé á einhverju þægi- legu; áttan, að fyrirætlan eða fyrirtæki ráðist vel; nían, gjöf, ekki stóra; tían, mikla peninga; gosinn, gleðileg tíð- indi; drottningin, heldri kona gjörir þér eitthvað til gagns eða gleði; kóngurinn, heldri maður er þér innan handar. LAUF: Ásinn, þýðir stór- eflisgjöf; tvisturinn leyndar- mál; þristurinn, að ósk manns rætist; f jarkinn, frétt- ir; fimmið, ferð, ekki langa; sexið, gott embætti eða góðan hag yfir höfuð»; sjöið, að illa sé talað um mann; áttan, að maður verður fyrir álygum; nían, langferð, tían, sorgleg- an atburð; gosinn, þú bíður tjón af undirferli annarra f drottningin, ekkju eða gamla konu; kóngurinn, heimsókn, sem ekki er búizt við. SPAÐI: Ásinn, þýðir dán- arfregn; tvisturinn, að eitt- hvað mistakist; þristurinn, örðugleika, en ekki þó mikla; fjarkinn, að maður verði fyr- ir þjófnaði; fimmið, vesöld eða lasleik; Sexið, slæm tíð- indi; sjöið, að fals og flærð sé í vændum; áttan, hryggð; nían, öfund; tían, sótt eða mikil veikindi ;gosinn, vífinn mann; drotningin, óvandaða konu, kóngurinn, ágjarnan mann. Þar sem hvert spil hefur sína þýðingu, þá er hægt að f á talsverðan fróðleik með að skeyta það saman, sem þessi fimm spil segja. Spilin merkja það sama, þó aðrar aðferðir séu notaðar. Svo er hér ein aðferð fyrir pilt, að spyrja spilin, hvort stúlkan, sena hann hefur hug Bichard Halliburton: Furðuvegir ferðalangs. Hersteinn Pálsson ís- lenzkaði. Bókaútgáfan Setberg. Reykjavík. STÚDENT þeirra rykugu vega, sem liggja um veröld- ina, maður, sem hóf ferð sína út í heiminn með því að lesa blóm við klauftroðna kvía- götu heimahagans, mætti ef til vill, að ósekju, skreppa snöggvast með grasatínu sína inn í heim hugans og bótaní- sera stundarkorn á víðlendum gresjum sálarinnar. Honum er ljóst, að hugartún manns- ins er sprottið margvíslegum gróðri, og að þar eru til fög- ur blóm, ræktuð við yl heitra tilfinhinga, sólskin háleitra hugsjóna, eða vökvuð himin- dögg vængjaðs ímyndunarafls og frjórrar listsköpunar. En enginn rós er án þyrna og svo er um sum þessara. Þau valda sársauka, sífelldum óróleika og stöðugri þrá. Eitt þessara sálarblóma heitir Farþrá og hefur staðið föstum rótum i brjósti mannkindarinnar allt frá dögum Sindbaðs, hins mikla sæfara úr bók ævin- týranna, Þúsund og einni nótt. Þessi eirðarlausa farþrá veldur því, að við opnum með eftirvæntingu allar ferðabæk- ur, sem berast okkur í hend- ur. Ein slík kom út á íslenzku rétt fyrir jólin, „Furðuvegir ferðalangs,“ eftir Richard á, vill hann, ef hann biður hennar; hún er svona: Hann tekur spil, leggur þau á borð, hvert eftir annað, og hefur yfir vissan formála, hverja línu við sitt spil, en for málinn breytist, eftir því hvort spilin, sem verða fyrir honum, eru hjarta, tígull, spaði eða lauf, því þá er tígul- leg(ur), hjartanleg(ur), lyg- in(n) og spotzk(ur) skeytt framan við állar Íínurnar í forrnálanum, nema þá fyrstu. Formálinn er þessi. Fyrst leggur hann af stað, kemur hann að. ber hann að dyrum, kemur hún til dyra, býður hún honum til sætis, ber hann upp bónorðið, svarar hún honum. En svarið er já eða nei, eftir því hvort seinasta spilið er rautt eða svart. Ef það er rautt, þá fellur all í Ijúfa löð með hjónaleysunum, en ef það er svart, þá má búast við hryggbroti. Aðrir segja, að svarið fari a.lvcg eftir því, hvort hún svarar biðlinum hjartanleg, tíguleg, spotzk eða lýgin. Ef hún svari lygih þá sé öll von úti, en aftur geti svarið brugðist til beggja vona, ef hún svari spotzkt o. s. frv„ Halliburton, í ágætrí þýðingu Hersteins Pálssonari’--' Richard Halliburton var frægur ferðalangur, haldinn sams konar eirðarleysi og Sindbað. Hann var einnig frægur ferðasöguhöfundur, og hefur áður komið út eftir hann á íslenzku ferðabókin „Sjö mílna skórnir,“ en þessi, sem hér verður lítillega getíð, heitir. á frummálinu, „Thé Flying Carpet,“ eða „Klæðið fljúgandi.“ I bók þessari fer höfundur- inn með lesandann á „klæðinu fljúgandi,“ sem raunar er flug vél, suður um hin sólbrenndu lönd Afríku, á vit sérkenni- legra, þeldökkra þjóðflokka, undarlegra í háttum, sem ald- ir eru upp við óm af ljóns- öskri og tígrisorgi út úr leynd ardómsfullum fenskógum á húmuðum síðkvöldum. Af „Klæðinu fljúgandi,“ fáum við að líta hrikaleik Atlasfjalla, válega örfoksauðn Sah^ra- eyðimerkurinnar og gistum í einni af frumstæðustu borg- um heimsins, Timbuktu. Það- an bregður höfundurinn sér til hinnar frægu gimsteina- smyglaraborgar, Oran, hnýs- ist í leyndardóma Tyrkjaveld- is, lítur inn í gröfina helgu, en þar er löngu búið að velta steininum frá, reikar um götur ævintýraborgar Harun-al- Raschids, kalífa af Bagdad, gistir persneskt fangelsi, þræðir slóð Alexanders mikla, stingur stafni við á Borneo og gistir hörundsgula ská- eygða Kinabúa með tvírætt mandarínbros á þykkum vörum. Richard Halliburton er á- gætur ferðasöguhöfundm’. Og þótt honum takist ekki það, sem einungis snillingum er léð: að ná eilífðinni út úr augnablikinu, er svo mikið ferðafjör í stíl hans, að hann töfrar lesandann með sér yfir fjöll og firnindi á sjö mílna skóm stílhraðans og seiðir hann með sér yfir láð og lög á fljúgandi klæði svífandi hug- myndaflugs. Þessi mikli stúd- ent hinna rykugu vega, á í hugartúni sínu sálarblómið Farþrá, ræktað við yl heitra tilfinninga hins eirðarlausa leitanda og vökváð himindögg frjórrar frásagnarlistar og vfengjaðs ímyndunarafls. En nú er þessari eirðar- lausu leit lokið. Richard Halli- burton hafði líkt og Sindbad, skolazt lengi um ygldan sjá, en síðasta skipbrotið beið liann einhvers staðar á hafinu milli Honkong og San Fran- cisco. Maðurinn, sem hafði hlúð að sálarblómi sínu, fékk engan krans að lokum, ekki svo mikið sem fátæklegt blóm, lesið við klauftroðna kvíaslóð heimahagans. I votri maq sæng blakir honum þari of hnakka. ; .

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.