Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 27.01.1952, Side 8

Mánudagsblaðið - 27.01.1952, Side 8
Um hið Framhald af 5. síðu. Álf ar eru full raunverulegir •— eins raunverulegir og bleiku fílarnir, sem drykkju- maðurinn sér. Þeir eru mis- munandi eftir því í hvaða sveit maður er. I Yorkshire líkjast þeir skandinaviskum tröllum, sem enn fá skál af mjólk á jólun- um, sem hjátrúarfullar fjöl- skyldur leggja á húsþök og vegi sína. Varúlfar. Varúlfasögurnar eru heims frægar. I Balkanlöndunum eru þær sömu og ganga um vampír- inn, þessar hræðilegu verur, sem eina stundina eru mann- ' legar verur, en aðra blóðsjúg- andi leðurblökur. Eg hef séð mynd frá Ung- verjalandi af ba'rni, sem hrifið var úr vöggu af leðurblöku. og síðan fundið dautt og blóð- laust með tannaförum kvik- indisins á hálsinum. Þessi vampíru-áhlaup hafa verið tíð. En lögreglan veit betur en að halda að þau séu óskiljanleg. Þeir leita að spilltum barna morðingja, sem hefur þá föstu trú, að ef hann drekkur barns blóð þá aukist kynorka hans. Tigrisdýramenn. I Austurlöndum eru heilar sveitir eða héruð á svo lágu menningarstigi, að fólkið held ur, að það geti farið úr líkama sínum og látið sálina fara í tigrisdýr. Slíkt fólk deyr, þegar það fréttir að dýrið, sem það taldi sig til, hefur verið skotið til bana. Doktorar eru þeirrar skoð- unar, að þessu sé einungis þannig háttað, að ímyndunar- ríkt fólk sef ji sig, annað ekki. Og gleymið því ekki, að áð- ur en menn skildu dáleiðslu til hlítar, þá var allt þetta skoð- að sem sönnun hins yfirnátt- úrlega. Með dáleiðslu má skýra ýmislegt furðulegt, sem enn er dularfullt fólki, sem ekkert þekkir til máttar hennar. JaínaSargeð Um einn af yngstu þingmönn- um okkar er sögð eftirfarandi saga: I boði var þessi þingmaður við skál ásamt öðrum. Stúlka ein í boðinu, sem var „hátt uppi“, eins og kallað er kom til hans og vildi skála. Svo óheppilega tókst til, að hún missti glas sitt og bleytti brækur þingmannsins að of- anverðu. Súlkan baðst afsökunar fyr- ir slysið. Þingmaðurinn brosti góð- látlega og sagði: „Þetta er allt í lagi ungfrú, ég ætlaði að pissa á mig, hvort sem var.“ yf irnáttúrlega Sjálfsdáleiðsla, sem verður ef til vill óafvitandi, skýrir margt vofufyrirbæri. Við skiljum ennþá eklci að fullu tækni hugans. En þegar við gerum það, getur það skýrt margt, sem fólki virðist nú yfirnáttúrlegt. Dávaldur getur nú snortið konu með spýtu, um leið og hann segir henni, að hún sé hvítglóandi og muni brenna hana. Og víst er um það, að upphlaupablöðrur myndast. Það virðist mjög líklegt, að æði margt fólk á öllum öld- um hafi verið óafvitandi hvernig það ætti að dáleiða sig. Þetta er meðal annars skýr ingin, sem læknar hallast að, að veita þessum trúuðu kon- um sem öðruhverju finna á sjálfum sér merki krossfest- ingar Krists á fótum sér og höndum. Fáfræði. Miskunnarlaust halda vís- indin áfram að takmarka um- ráðasvið hins óskýranlega eft ir því sem þau hrekja fáfræð- ina til baka. Villimanni mundi sýnast út- varpstæki vera hreinasta furðuverk, en þeir,- sem skilja þá hluti finnst þeir eðlilegir. Sá tími kann að koma, þeg- ar slíkir hlutir sem að vaða eldinn í Bombay, munu verða vísindalega skiljaníegir. Eg trúi að svo muni verða. En á þessu fyrsta stigi rannsókn- ar minnar á því yfirnáttúr- lega, játa ég, að ég á ýmis- Icgt óskilið. L. Þ. — SKRÍTLUR - Gyðingaf jölskylda bað mann að ná í konuefni handa syni sínum, um fram allt átti hún að vera rík. Nokkru seinná kom maðurinn með konuefn- ið, hræðilega Ijóta og subbu- ulega stúlku. „Hvern andskotann mein- arðu?“ hvíslaði tilvonandi brúðguminn. „Hún er helm- ingi eldri en ég, hún hefur húð eins og nashj'rningur, skögul- tönnur eins og rostungur og eyrun á henni eru eins og á Clark Gable“. „Þú þarft ekki að hvísla,“ sagði maðurinn, „hún er heyrnarlaus líka.“ - 0 - Hann kom seint í miðdegis- verðarboðið og settist í sætið, sem honum var ætlað nærri því efst við borðið, þar sem gæsasteikin var á borðinu. „Nú,“ sagði hann. „Svo ég á að sitja við hliðina á gæs- inni,“ en svo varð honum lit- ið á stúlkuna, sem sat við hlið hann, og hann flýtti sér og sagði afsakandi: „Það var auð vitað ekki þér, sem ég meinti, heldur steikta gæsin.“ DÆMALAÖS SKÝRSLA Framhald af 1. síðu. ið skipulögð, ekki ósennilegt, að þefað hafi verið á manna- mótum, legið á gluggum til að sannprófa, hvort ekki sæist flaska á borðum nágrann- anna, en nokkuð er víst, flokk unin nær til allra bæjarbúa, þar sem þeir eru flokkaðir eft- ir áfengisneyzlu og hefst skýrslan með 1. fl. a. og b., en það eru svokallaðir „templ- arar“ og stuðzt við félagsskrá stúkunnar, það ber víst svo að skilja, að þar hafi njósnir ver- ið óþarfar, rétt eins og þar sé aldrei bragðað vín. Slíkar eru heimildirnar fyr- ir sannleiksgildi og áreiðan- leik þessarar skýrslu. Flestir munu líta svo á, að áfengisneyzla að vissu marki sé algert einkamál og telja sig ekki hafa gefið tilefni til að vera flokkaðir í opinberu blaði sem fólk, sem beri að hafa eftirlit með, hvað varð- ar þess einkamál. Mörgum verður á að spyrja. — Hvaða verk er hér verið að vinna? Hefur nefndinni verið falið að haga starfsemi sinni á þessa lund? Hverju er verið að þjóna? Er þetta verk unn- ið í þágu áfengismálanna í landinu ? Er það virkilega svo, að framkoma almennings hér í bænum, gefi tilefni þvílíkra skrifa ? Fólki verður á að spyrja: Megum við eiga von á fleiri siðf erðisnefndum ? Kannske launuðum! Þá hlýtur næsta skrefið að vera skýrslusöfnun um hjúskaparmál, siðferði, skilvísi, áreiðanleik og sann- sögli. Ef til vill verður þessari nefnd falið starfið, ef henni finnst ekki of nærri sér höggvið. Ekki ófróðleg skýrsla það. Það mega höfundar þessar- ar ritsmíðar vita, að almennt er litið svo á, að skýrsla þessi sé brot á persónufrelsi manna og í alla staði órökstuddur slefburður, sem beri að láta sæta ábyrgð fyrir, ef borgar- arnir eiga að geta verið óá- reittir ■ fyrir getsökum og hnýsni óvalinna manna. Það mun mörgum finnast furðulegt, hve þessir menn telja sig kunnuga einkalífi manna. Maður skyldi þó ætla, að þeir væru heima hjá sér á nóttunum. Þeir tala um „van- kvæði hjúskaparlífsins, svo og hrasanir. Uppleyst heimili. Unglinga, sem séu á hættu- legri braut vegna einkalífs sins. Fólk, sem sé hreinir aum ingjar andlega og líkamlega.“ Skárri er það nú reiðilestur- inn. Mörgum mun nú finnast, að þessir siðferðispostular hefðu verið menn að meiri, þótt þeir hefðu setið við skál, en látið skýrslugerðina eiga sig. MánudagsblaiIS BURT MEÐ DÖNSKU LODDARANA Truxa, ásamt einu skippundi af öðru drasli, kom til Reykja víkur í s.l. viku. Trúður þessi hefur tjáð blaðamönnum, að hann muni halda hér sýningar á vegum Sjómannadagsráðs, en fram- kvæmdastjórinn er nýkominn úr langri reisu um Evrópu til þess að fá aðra listamenn til hópsýninganna. Tekjur af öllu þessu renna í sjóð Sjó- mannadagsráðsins, sem verja mun þeim á göfugmannleg- an hátt. Þó ekkert sé nema gott um það að segja og sjálfsagt að veita slíku fyrirtæki allan Munnmæli . segja: Maður nokkur haltraði tiK Vest- mannaeyja til að afla slúður- sagna um náunga sinn, hann varð burt rækur við smán mikla og á ekki þangað aftur- kvæmt. Væri ekki þessi saga heil- ræði handa höfundum, hafi þeir ekki heyrt hana áður. Hr. ritstjóri! Það eru til- mæli okkar, að þér takið skýrslu þessa til meðferðar í blaði yðar og birtið upplýsing- ar um, hvaða stoð slíkar einka mála skýrslur eiga í lögum. Fylgja hér með tvö eintök af Bæjarblaðinu til athugunar fyrir yður. Virðingarfyllst. Þrír sorteraðir. þann stuðning, sem það þarfn ast, þá er óneitanlega helber óþarfi að fá hingað miðlungs loddara, sem þiggur of fjár í laun til þess að leika annars flokks listir. Nú er svo komið, að sam- keppni sú, sem svona skemmti kraftar veita innlendum skemmtiflokkum, er að eyði- leggja starfsemi íslenzkra leikflokka. Sjómannadagsráð fær undanþágu frá öllu, skött- um og skyldum hins opinbera, en innlendir leikflokkar eru þrautpíndir með alls konar út- gjöldum. Ef svo mikil nauð- syn er á fé handa þessu fyrir- tæki, og það skal ekki efað, þótt enn hafi engar opinberar skýrslur verið gefnar ut um tekjur Sjómannadagsráðs á skemmtununum í haust, hvers vegna ekki að veita þeim viss- ar tekjur allt áárið um kring ? Bezta ráðið til þess er það, að láta allan þann skatt og gjöld, sem tekin eru af inn- lendum skemmtiflokkum, t. d. Bláu stjörnunni og öðrum fyr irtækjum, renna beint til styrktar Sjómannadagsráð- inu milliliðalaust. Þá þyrfti ekki að láta af hendi gjald- eyri, hafa framkvæmdastjóra á launum, né í siglingum, og loku yrði fyrir það skotið, að danskir loddarar kæmu hing- að til þess að féfletta lands- menn. B. S. Hvað eru margir fararsfjórar með skíðamönnunum til Horegsl

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.