Morgunblaðið - 11.01.2005, Blaðsíða 1
2005 ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR BLAÐ B
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
NÝLIÐINN VILHJÁLMUR HALLDÓRSSON Á LEIÐ Á HM Í TÚNIS / B3
BJARNI Guðjónsson var besti maður Ply-
mouth í bikarleiknum gegn Everton á laug-
ardaginn, samkvæmt staðarblaðinu Plymouth
Evening Herald. Bjarni lék sem fremsti miðju-
maður og samvinna hans við sóknarmanninn
Mickey Evans þótti mjög góð, auk þess sem
hann skoraði laglegt mark.
Bjarni sagði við blaðið að liðsandinn hjá
Plymouth væri sá besti sem hann hefði kynnst
á sjö ára ferli sínum sem atvinnumaður. „Það
hefur verið mjög auðvelt að aðlagast liðinu og
ég er sannfærður um að við höldum sæti okk-
ar í 1. deildinni, sem er takmarkið í ár. Sjálf-
ur er ég fyrst og fremst ánægður með að
spila fótbolta á ný. Það eru forréttindi að
hafa atvinnu af því að leika knattspyrnu,“
sagði Bjarni, sem spilaði sinn sjötta leik eftir
að hann gekk til liðs við Plymouth frá Cov-
entry rétt fyrir jólin.
„Besti liðsandi sem
ég hef kynnst“
Garcia hélt til Kúbu á milli jóla ognýárs til að vera viðstaddur út-
för föður síns. Ekkert samband náð-
ist við hann á Kúbu til að fá á hreint
hvenær hann hygðist koma til móts
við íslenska landsliðið. Seint á
sunnudag náði Einar Þorvarðarson,
framkvæmdastjóri HSÍ, loks sam-
bandi við Garcia en þá var hann kom-
inn í frí á Púertó Ríkó í stað þess að
hraða sér til Íslands til æfinga strax
að lokinni jarðarför.
„Garcia þykist geta komið núna,
en það er bara of seint, það tekur
meira en einn dag að koma frá
Púertó Ríkó til Íslands,“ segir
Viggó, sem heldur með sveit sína til
Spánar í æfingabúðir á fimmtudag
þar sem leiknir verða þrír vináttu-
landsleikir. Þótt Garcia komi til
landsins um miðja vikuna hefur hann
misst af meira en viku af undirbún-
ingi landsliðsins og kæmi alveg
óundirbúinn í leikina á Spáni. Slíkt
er Viggó ekki tilbúinn að samþykkja.
Það lá fyrir viku áður en Garcia hélt
til Kúbu í jarðarförina að óskað væri
eftir kröftum hans í íslenska lands-
liðið á HM. „Því er það alveg hlægi-
legt hjá manninum að fara í þetta
frí,“ segir Viggó sem er afar ósáttur
við framkomu Garcia.
„Vilhjálmur kemur því endanlega
inn í HM-hópinn sem nú hefur tekið
á sig endanlega mynd. Það er mikið
nær fyrir okkur að taka með okkur
efnilegan leikmann á heimsmeist-
aramótið heldur en að vera með ein-
hvern sem ekki hefur áhuga á því
sem við erum að fást við í landsliðinu.
Metnaður og áhugi Garcia er ekki
mikill,“ segir Viggó.
Ekkert við Garcia að gera
„ÞAÐ náðist loks í Garcia seint á sunnudagskvöldið og þá gat hann
ekki gefið neinar skýringar á framkomu sinni, var bara með tuð. Ég
hef því ekkert við hann að gera,“ sagði Viggó Sigurðsson landsliðs-
þjálfari í handknattleik í gær eftir að hann ákvað að hætta við að
velja Jaliesky Garcia í landsliðið fyrir heimsmeistaramótið í hand-
knattleik. Vilhjálmur Halldórsson, Val, kemur í staðinn en hann hef-
ur æft með landsliðinu frá upphafi undirbúningsins þar sem óvissa
ríkti um þátttöku Garcia.
ÓLAFUR Stefánsson leikur á
heimavelli þegar íslenska
landsliðið í handknattleik tek-
ur þátt í fjögurra þjóða móti á
Spáni um næstu helgi. Mótið
fer fram í Ciudad Real, þar sem
Ólafur er búsettur og leikur
með samnefndu liði. Landsliðið
mætir Frökkum á föstudaginn,
Spánverjum á laugardaginn og
Egyptum á sunnudaginn. Þetta
eru þrír síðustu leikir landsliðs-
ins áður en það heldur á HM.
Ólafur á
heimavelli
FINNSKI skíðastökkvarinn Janne
Ahonen er óstöðvandi – vann sinn
ellefta sigur í heimsbikarkeppnni í
skíðastökki í Willingen í Þýskalandi
á sunnudaginn. Ahonen stökk 152
metra, sem er metstökk. Að loknum
þrettán mótum í heimsbikarkeppn-
inni er Ahonen langefstur – hefur
fagnað ellefu sigrum og tvisvar
orðið í öðru sæti. Hér á myndinni er
hann í keppni og á litlu myndinni til
hliðar er hann með son sinn Mico.
Reuters
Janne Ahonen er óstöðvandi
FYLKISMENN ætla að leita eftir
liðsstyrk að utan en talsverð
skakkaföll hafa orðið á leik-
mannahópi Árbæjarliðsins frá því
Íslandsmótinu lauk í haust. Fylk-
ismenn hafa misst þrjá leikmenn
til annarra liða, Þórhall Dan Jó-
hannsson í Fram, Ólaf Pál
Snorrason í FH og Þorbjörn Atla
Sveinsson í Fram og þá er fyr-
irséð að Ólafur Stígsson og
Haukur Ingi Guðnason verða
ekkert með í sumar vegna alvar-
lega meiðsla.
Aðeins einn nýr leikmaður hef-
ur bæst í hóp Fylkis, Viktor
Bjarki Arnarsson sem kom frá
Víkingi.
„Við eigum mikið af ungum og
efnilegum leikmönnum sem við
ætlum að treysta á í sumar en
því er ekki að neita að við höfum
verið
að líta út fyrir landsteinana
með liðsstyrk og ég reikna
fastlega með því að við tökum
allavega tvo útlendinga. Við telj-
um betra að leita erlendis enda
eru launakröfur þeirra íslensku
leikmanna sem við höfum spurst
fyrir um algjörlega komnar úr
böndum.
Við erum komnir með slatta af
nöfnum á blað en við erum helst
að skoða spilara frá Danmörku,
Svíþjóð og Englandi,“ sagði Ás-
geir Ásgeirsson, formaður meist-
araflokksráðs Fylkis, við Morg-
unblaðið.
Fylkis-
menn
leita
erlendis