Morgunblaðið - 11.01.2005, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 11.01.2005, Qupperneq 2
ÍÞRÓTTIR 2 B ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT Í KVÖLD KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla Breiðablik – Ármann/Þróttur ............110:47 Staðan: Stjarnan 10 8 2 811:749 16 Valur 10 8 2 907:778 16 Þór A. 9 8 1 841:631 16 Höttur 9 6 3 734:713 12 Breiðablik 10 5 5 835:770 10 Þór Þorl. 10 5 5 790:726 10 ÍS 9 4 5 685:743 8 Drangur 9 2 7 645:711 4 ÍA 10 1 9 683:891 2 Ármann/Þrótt. 10 1 9 704:923 2 NBA-deildin Úrslit í fyrrinótt: Toronto – Golden State...................... 109:87 New York – Portland ....................... 113:105 Phoenix – Indiana............................... 124:89 Seattle – Miami................................... 108:98 Denver – Houston .............................. 98:116 KNATTSPYRNA England - 2. deild Tranmere – Bristol City ...........................0:1 Staða efstu liða: Hull 26 18 2 6 52:32 56 Luton 26 16 6 4 48:27 54 Tranmere 27 14 7 6 42:34 49 Sheff. Wed. 27 13 7 7 50:33 46 Bristol City 27 11 10 6 47:34 43 Hartlepool 26 13 4 9 45:37 43 Bikarkeppnin: Dregið til 4. umferðar, 32 liða úrslit, í gær: Derby – Watford eða Fulham Manch.Utd eða Exeter – Middlesbrough Cardiff eða Blackburn – Colchester Chelsea – Birmingham West Ham – Sheffield United Oldham – Bolton Arsenal – Wolves Everton – Sunderland Nottingham Forest – Peterborough Brentford – Hartlepool eða Boston Reading/Swansea – Leicester/Blackpool Burnley eða Liverpool – Bournemouth Southampton – Portsmouth WBA – Tottenham Newcastle – Coventry Charlton – Yeovil  Leikirnir fara fram 29. og 30. janúar. HANDKNATTLEIKUR Undankeppni EM 2006 1. riðill: Hvíta-Rússland – Ungverjaland......... 27:33 Kýpur – Ítalía ....................................... 26:29  Ítalía 4 stig, Ungverjaland 4, Hvíta- Rússland 0, Kýpur 0. 2. riðill: Belgía – Makedónía.............................. 23:29 Tyrkland – Bosnía ................................ 34:28  Makedónía 4 stig, Bosnía 2, Tyrkland 2, Belgía 0. 3. riðill: Rúmenía – Úkraína .............................. 29:31 Lúxemborg – Eistland......................... 34:38  Eistland 4, Úkraína 4, Rúmenía 0, Lúx- emborg 0. 4. riðill: Pólland, Slóvakía, Holland og Aserbaíd- sjan. Keppni ekki hafin. 5. riðill: Finnland – Lettland ............................. 32:31 Ísrael – Austurríki................................ 30:29  Austurríki 2, Lettland 2, Finnland 2, Ísr- ael 2. 6. riðill: Litháen – Portúgal ............................... 32:18  Litháen 3, Portúgal 1, Búlgaría 0. GOLF Bandaríska mótaröðin, PGA, Mercedes- mótið á Hawaii, Plantekruvöllurinn, par 73. Lokastaðan og verðlaunafé: Stuart Appleby ................................271 (-21) (74-64-66-67) / 67,3 millj. kr. Jonathan Kaye.................................272 (-20) (68-67-66-71) / 38,1 millj. kr. Tiger Woods.....................................273 (-19) (68-68-69-68) / 22,2 millj. kr Ernie Els ..........................................273 (-19) (69-65-68-71) / 22,2 millj. kr. Adam Scott.......................................274 (-18) 69-72-68-65 / 16 millj. kr. Vijay Singh.......................................274 (-18) 66-65-69-74 / 16 millj. kr. Stewart Cink....................................274 (-18) 68-68-67-71 / 16 millj. kr. HANDKNATTLEIKUR 1. deild kvenna, DHL-deildin: Kaplakriki: FH – ÍBV...........................19.15 Hlíðarendi: Valur – Víkingur ...............19.15 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: DHL-höllin: KR - ÍS .............................19.15 BLAK 1. deild karla: Digranes: HK – Stjarnan.......................... 20 Leiðrétting Jóhannes B. Jóhannesson sigraði Peter Pace frá Möltu, 4:0, í leiknum um 3. sætið á bikarmótinu í snóker sem lauk á sunnudag- inn. Úrslit í leiknum um þriðja sætið misrit- uðust í blaðinu í gær. MARGIR af reyndustu leikmönnum 1. deildarliðs Breiðabliks í knatt- spyrnu eru hættir og verða ekki með Kópavogsliðinu á komandi tímabili. Þar á meðal eru Kristófer Sigurgeirsson, fyrirliði liðsins í fyrra, sem ætl- ar að leita fyrir sér annars staðar, Sverrir Sverrisson, Hákon Sverrisson og Kjartan Antonsson sem væntanlega leggja allir skóna á hilluna. „Það er ljóst að Kristófer og Hákon verða ekki með okkur og það eru mestar líkur á að Sverrir og Kjartan hætti líka, ég reikna ekki með þeim. Það eru samtals farnir tólf leikmenn úr okkar hópi síðan ég tók við liðinu fyrir síðasta tímabil,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Breiðabliks, við Morgunblaðið í gær. Meðal annarra sem farnir eru frá Breiðabliki er Pétur Ó. Sigurðsson, sem var í láni frá FH í fyrra og skor- aði 8 mörk í 1. deild, og þeir Þorsteinn Sveinsson og Ívar Jónsson sem eru farnir til HK. „Ég er með ungan hóp sem stendur, marga efnilega stráka, en það hafa staðið yfir breytingar á rekstri meistaraflokksins og við öndum ró- lega á meðan. Ég reikna með því að við leitum fyrir okkur með liðsstyrk erlendis áður en tímabilið byrjar,“ sagði Bjarni Jóhannsson. Hann tók við Breiðabliki fyrir síðasta tímabil og liðið endaði í fjórða sæti 1. deild- ar. Margir reyndir hættir hjá Breiðabliki CHELSEA er efst á blaði hjá veðbönk- um í London – þegar er veðjað er um sigurvegara í bikarkeppninni, með 5-2. Liðið mætir Birmingham á heimavelli í fjórðu umferð, 32 liða úrslitum, en dreg- ið var í gær í bikarkeppninni – dráttinn má sjá í úrslitadálknum. Arsenal, sem mætir Úlfunum heima, er í öðru sæti með 9-2. Manchester United, sem þarf að leggja Exeter að velli í aukaleik, til að tryggja sér rétt til að leika heima gegn Middlesbrough, er í þriðja sæti hjá veðbönkum með 11-2. Einn af stórleikj- unum í fjórðu umferð er viðureign Southampton og Portsmouth. Harry Redknapp, sem stjórnar nú Dýrling- unum frá Southampton, var látinn taka poka sinn hjá Portsmouth á dögunum. Hjá veðbönkum standa liðin jöfn, 50-1. Flestir veðja á Chelsea Á leið sinni í undanúrslitin slóWatford út tvö úrvalsdeildarlið, Southampton og Portsmouth, og var Heiðar á skotskónum gegn báðum liðunum. Heiðar skoraði tvívegis í 3:0 sigri á Portsmouth og eitt í 5:2 sigri á Southampton. Heiðar skoraði á laugardaginn gegn Fulham í ensku bikarkeppninni svo hann hefur skor- að í öllum þremur leikjum Watford gegn liðum úr úrvalsdeildinni í vetur og spurningin hvort hann heldur sínu striki gegn Liverpool í kvöld. Ray Lewington, knattspyrnu- stjóri Watford, á ekki góðar minn- ingar frá síðustu heimsókn sinni til Anfield. Hann var þá þjálfari og leik- maður hjá Fulham sem lék þá í 3. deild en liðið sótti Liverpool heim í deildabikarnum og tapaði 10:0. „Við gerum okkur alveg grein fyr- ir því að við erum litla liðið og ég geri fastlega ráð fyrir því að Rafael Benítez tefli fram sterkara liði gegn okkur heldur en á fyrri stigum keppninnar. Það er hins vegar eng- inn beygur í mínum mönnum. Þó svo að okkur hafi ekki gengið sem skyldi upp á síðkastið þá sýndi liðið í leikn- um við Fulham í bikarkeppninni á laugardaginn að það getur staðið uppi í hárinu á góðu úrvalsdeildar- liði. Við viljum ná hagstæðum úrslit- um og koma okkur þannig í góða stöðu fyrir heimaleikinn,“ segir Lewington. Lið Liverpool hefur lent í talsverð- um hremmingum hvað varðar meiðsli á leiktíðinni. Markvörðurinn Chris Kirkland, Xabi Alonso, Djibril Cisse, Harry Kewell og Milan Baros eru allir meiddir og verða fjarri góðu gamni í kvöld og það ætti að gefa Watford aukna möguleika á að velgja úrvalsdeildarliðinu undir ugg- um. Í hinni undanúrslitaviðureigninni eigast við Chelsea og Manchester United á Stamford Bridge annað kvöld. Tekst Heiðari að skora á Anfield? Heiðar Helguson hefur skorað grimmt að undanförnu. HEIÐAR Helguson og Brynjar Björn Gunnarsson verða í eld- línunni með Watford í kvöld þegar 1. deildarliðið mætir Liv- erpool á Anfield í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum deilda- bikarkeppninnar. Síðari leik- urinn verður á Vicarage Road, heimavelli Watford, hinn 25. þessa mánaðar og sigurveg- arinn úr leikjunum tveimur mætir annaðhvort Chelsea eða Manchester United í úrslitum á Þúsaldarvellinum í Cardiff. KRISTJÁN Andrésson, fyrirliði sænska handknattleiksliðsins GUIF, segir að samstaða hafi náðst meðal flestra leikmanna liðsins um að spila áfram með því út þetta tímabil þrátt fyrir að samningum þeirra hafi verið sagt upp vegna fjárhagsvandræða félagsins. „Það var ekki stórmál að ná sam- stöðu um þetta, það vildu allir leggja sig fram fyrir hönd félagsins. Við viljum ekki að það sé okkur að kenna að félagið fari í gjaldþrot. Nú erum við lausir við þetta vandamál í bili og getum einbeitt okkur að handbolt- anum,“ sagði Kristján við dagblaðið Eskilstuna-Kurieren um fund leik- manna með stjórn GUIF á laugar- daginn. Kristján, sem lék með ís- lenska landsliðinu á Ólympíu- leikunum í Aþenu, hefur ekkert getað spilað með liðinu það sem af er vetri þar sem hann sleit krossband í haust, en gegnir samt stöðu fyrirliða í leikmannahópnum. Allir sænsku leikmennirnir hjá fé- laginu ætla að spila með út tímabilið. Þrír erlendir leikmenn GUIF eru spurningarmerki en Kristján sagði við blaðið að hann hefði rætt við serbneska leikmanninn Dane Sijan í síma og hann færi hvergi. „Þetta er vendipunktur í okkar vandræðum. Ég er snortinn af vel- vilja strákanna,“ sagði fram- kvæmdastjóri GUIF, Anders Krafft, við blaðið. GUIF er í sjötta sæti af fjórtán lið- um í sænsku úrvalsdeildinni en hlé er á deildinni til 9. febrúar vegna heimsmeistaramótsins í Túnis sem hefst 23. janúar. Samstaða hjá leikmönnum GUIF Kristján Andrésson PAUL Jones, markvörður ut- andeildarliðs Exeter City, hefur varað liðsmenn Manchester United við þegar liðin mætast á heima- velli Exeter í endurteknum bik- arleik hinn 19. þessa mánaðar. Leikurinn fer fram á St. James Park, ekki heimavelli Newcastle, heldur ber nafn heimavallar Ex- eter sama nafn og tekur 9.000 manns. Jones átti frábæran leik á milli stanganna á Old Trafford á laug- ardaginn þegar utandeildarliðið náði markalausu jafntefli gegn varaliði Manchester-liðsins og eft- ir leikinn varð Sir Alex Ferguson ævareiður og húðskammaði leik- menn sína. „Við eigum alla vega helmings- möguleika á að slá United út. Heimavöllurinn hefur mikla þýð- ingu í keppni sem þessari og ég er viss um að leikmenn United eru skíthræddir,“ segir Jones í viðtali við Daily Star. Fjárhagnum bjargað Leikirnir gegn Manchester Unit- ed koma til með að bjarga fjárhag Exeter en liðið hefur staðið höllum fæti peningalega eins og mörg önnur félög á Bretlandseyjum. Nú hefur BBC ákveðið að sýna leikinn í beinni útsendingu og gefur sjón- varpsrétturinn félaginu 150.000 pund, eða um 18 milljónir króna, og koma tekjur utandeildarliðsins út úr leikjunum til með að verða 750.000 pund, sem samsvarar um 90 milljónum króna. Exeter malar gull Vi yngr því é ég ti H vera bakd ast. hafi átti k hópi urinn innst hópu um þ hafð kalli við M Vil VILH inn í runa Vigg ann Vigg land Eftir Skúla Svein

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.