Morgunblaðið - 11.01.2005, Page 3

Morgunblaðið - 11.01.2005, Page 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2005 B 3 ÞAÐ kemur í ljós í dag hverjir mótherjar Stjörnunnar verða í 16-liða úrslitum Áskorendabikarsins í hand- knattleik kvenna. Stjarnan og Nottwil frá Sviss komust áfram úr riðlinum sem leikinn var í Garðabænum. Þau lið sem geta orðið mótherjar Stjörnunnar eru Split Kaltenberg frá Króatíu, Fleury les Aubrais frá Frakk- landi, Buxtehude og Leverkusen frá Þýskalandi, Kum- anovo frá Makedóníu, Vitaral Jelfa frá Póllandi, Coleg- io de Gaia frá Portúgal og Oltchim Valcea frá Rúmeníu. Það koma sem sagt lið frá sjö löndum til greina og stysta ferðalagið væri til Þýskalands. Um leið eru líkurnar mestar á að mótherjarnir verði þaðan, eða 25 prósent, þar sem tvö þýsk lið eru í hópi átta mögulegra mótherja. Liðin sex sem komust áfram ásamt Stjörnunni og Nottwil voru Selmont Baia Mare frá Rúmeníu, Flor- garden og Teramo frá Ítalíu, Motor 2 Zaporoshje frá Úkraínu, Dijon Bourgogne frá Frakklandi og Ionias frá Grikklandi. Mætir Stjarnan þýsku liði? JUAN Carlos Pastor, landsliðsþjálfari Spánverja í handknattleik, er með fjóra samherja Ólafs Stef- ánssonar í Ciudad Real í landsliðshópi sínum sem hann valdi á dögunum vegna heimsmeistaramótsins í Túnis. Íslenska landsliðið mætir því spænska á laug- ardaginn á fjögurra landa móti sem fram fer á heimavelli Ciudad Real en einnig taka Egyptar og Frakkar þátt í mótinu. Hópur Pastors er skipaður eftirtöldum leikmönnum. Markverðir í HM-hóp Spánverja eru José Javier Hombrados, Ciudad Real og David Barrufet, Barce- lona, en aðrir leikmennm í hópnum, Alberto Entr- erríos, Mariano Ortega og Roland Urios frá Ciudad Real, Fernando Hernández og Iker Romero frá Barcelona, Mateo Garralda, Demetrio Lozano, Juan Pérez og Albert Rocas frá Portland San Antonio, David Davis, José María Rodríguez og Rubén Garab- aya frá Valladolid, Juan García og Raúl Entrerrios frá Ademar León. Fjórir samherjar Ólafs í liði Spánar RÚNAR Sigtrygsson og læri- sveinar hans í þýska 2. deild- arliðinu Eisenach skelltu lands- liði Alsír, 25:22, á æfingamóti í handknattleik um helgina. Als- ír leikur í riðli með íslenska landsliðinu á heimsmeist- aramótinu í Túnis síðar í þess- um mánuði. Alsírbúar stunda æfingar af miklum móð um þessar mundir í Þýskalandi undir stjórn þjálfara síns, Erw- in Kaldarasch, sem er þýskur. Eisenach hafði forystu í leiknum allan tímann, 12:7, upp úr miðjum fyrri hálfleik og 13:10, að loknum fyrri hálf- eik og gerði auk þess þrjú fyrstu mörk síðari hálfleiks. Alsírbúar náðu að minnka muninn í tvö mörk, 23:21, skömmu fyrir leikslok en kom- ust ekki lengra, til þess sáu Rúnar Sigtryggsson og Kriszt- iabn Szep-Kis með sitt hvoru markinu. Landslið Alsír náði síðan að merja sigur, 18:15, gegn 3. deildarliði Sonneberg en að- eins voru leiknar 2x20 mínútur í þeim í stað 2x30 mínútna í hefðbundnum handboltaleik. Fyrir helgina vann Alsír 3. deildarliðið HSG Vulkan Vog- elsberg, 28:25, sem Julian Duranona leikur með. Duranona tók ekki þátt í leikn- um þar sem hann var í leyfi á Kúbu. Síðasti leikur Íslands í riðla- keppni HM verður við Alsír 29. janúar. Rúnar og læri- sveinar skelltu Alsír  ÁSGRÍMUR Albertsson, knatt- spyrnumaður úr HK, er á leið til bikarmeistara Keflavíkur og geng- ur frá tveggja ára samningi við þá í vikunni. Ásgrímur er 23 ára varn- armaður og hefur leikið með HK undanfarin sex ár en hann missti mikið úr á síðasta ári vegna meiðsla og lék þá aðeins átta leiki með Kópavogsliðinu í 1. deild.  LILJA Dögg Valþórsdóttir knattspyrnukona er gengin til liðs við KR. Hún er 22 ára og lék seinni hluta síðasta sumars með Þór/KA/ KS en áður með Stjörnunni og Val og hefur leikið 26 leiki í efstu deild og skorað í þeim 2 mörk.  ANDRIUS Stelmokas, fyrrver- andi línumaður KA í handknattleik skoraði átta mörk í tveimur lands- leikjum fyrir Litháen á dögunum í forkeppni að undankeppni EM 2006 í handknattleik, fjögur mörk í hvorum leik. Litháen gerði jafntefli við Portúgal á útivelli, 25:25, en vann síðan stórsigur á heimavelli, 32:18. Í fyrri leiknum skoraði Gint- aras Savukynas, fyrrverandi leik- maður Aftueldingar og Gróttu/ KR, tíu af mörkum Litháa. Andrius Rackauskas, fyrrverandi leikmaður HK, sem nú leikur með Paris Handball, var markahæstur Litháa í síðari leiknum með tíu mörk.  VLADIMIR Radmanovic var maðurinn á bak við sigur Seattle SuperSonics gegn Miami Heat í NBA-deildinni í fyrrinótt, 108:98, en þetta er í annað sinn á sex dög- um sem Heat tapar fyrir Sonics, en á mánudag lauk 14 sigurleikja hrinu Heat er liðið tapaði gegn Sonics. Radmanovic skoraði 27 stig í nótt og þar af 11 stig í fjórða og síðasta leikhluta. Shaquille O’Neal, miðherji Heat, skoraði 28 stig, tók 11 fráköst og varði 5 skot í leikn- um.  SHAWN Marion skoraði 21 stig og Amare Stoudemire var með 20 stig og 14 fráköst er Phoenix Suns sigraði með yfirburðum gegn Ind- iana Pacers í NBA-deildinni í fyrrinótt, lokatölur 124:89. Þetta var sjötti sigurleikur Suns í röð og hefur félagið sigrað í 30 leikjum á leiktíðinni en þess má geta að á síðustu leiktíð vann liðið 29 leiki af alls 82. Suns hefur aðeins tapað fjórum leikjum á leiktíðinni og er til alls líklegt í vetur.  MAURICIO Pellegrino, argent- ínski varnarmaðurinn í knatt- spyrnu, sem genginn er í raðir leikmanna Liverpool frá Valencia, leikur ekki sinn fyrsta leik fyrir Liverpool í kvöld gegn Watford í deildabikarkeppninni eins og von- ast hafði verið eftir. Pellegrino mætti á sína fyrstu æfingu í gær og þarf nokkrar æfingar til við- bótar til að vera leikfær. FÓLK ilhjálmur er 22 ára gamall Garðbæ- ingur og lék með Stjörninni upp alla ri flokkana og alveg þar til síðasta sumar að hann ákvað að söðla um og gekk til liðs við Val. „Ég lék með öllum flokkum Stjörnunnar, alveg frá ég var sex ára, en í fyrrasumar gekk l liðs við Val.“ Kom bakdyramegin inn ann segist mjög ánægður með að a í landsliðinu þó svo hann hafi komið dyramegin inn ef svo má að orði kom- „Já, það má eiginlega segja að ég komið bakdyramegin inn í liðið. Ég kannski ekki von á að vera valinn í nn, en neita því ekki að áður en hóp- n var tilkynntur vonaðist ég auðvitað t inni að verða valinn. En svo þegar urinn var tilkynntur og ég ekki í hon- þá hætti maður að láta sig dreyma og i ekkert hugsað um það þangað til ð kom,“ sagði Vilhjálmur í samtali Morgunblaðið eftir landsliðsæfingu í gærkvöldi. Vilhjálmur er samt ekki óvanur því að klæðast landsliðsbúningn- um því hann hefur leikið með öllum yngri landsliðunum. „Mér líst rosalega vel á að vera að fara til Túnis og er ótrúlega spenntur fyrir þessu.“ Íslenskur kokkur og íslenskur fiskur „Það er ekki laust við að maður sé að- eins farinn að fá fiðring í magann – og þá aðallega yfir matnum þarna. Það er í um- ræðunni að taka með sér kokk og það væri æðislega fínt. Það væri æðislegt að fá íslenskan kokk sem gæti þá eldað handa okkur íslenskan fisk þannig að maður þurfi ekki alltaf að borða pasta og kjöt. Við spurðum um þetta þegar við héld- um fund í kringum leikina í Svíþjóð um daginn og það var ekki langt liðið á fund- inn þegar spurningin um matinn og ís- lenskan kokk kom upp. Ég held að menn séu ekkert kvíðnir vegna matarins, það er nú yfirleitt svip- aður matur í svona mótum. Kjöt á þriðju- degi og síðan kássa úr sama kjötinu dag- inn eftir,“ segir Vilhjálmur. Fullt lið af nýliðum Níu leikmenn landsliðsins hafa ekki tekið þátt í stórmóti með A-landsliðinu áður, en þar sem Vilhjálmur kom síðast- ur inn í hópinn má segja að hann sé nýj- asti nýliðinn. „Já, það má eiginlega segja það! Það eru margir strákar í hópnum sem hafa ekki keppt á stórmóti áður – ekki með A-landsliðinu, en þeir eru samt með mikla reynslu. Þeir spila erlendis og svo höfum við flestir spilað upp öll lands- liðin. Það er auðvitað ekki það sama að vera í unglingalandsliði og A-landsliðinu, en engu að síður ákveðin reynsla. Ég held að næstu vikur eigi eftir að verða spennandi. Það er auðvitað þróun þannig að menn eldast og detta út úr liðum og yngri menn taka við. Auðvitað vantar samt lyk- ilmenn í liðið sem hefðu verið með ef allt hefði verið eðlilegt og þá er ég að hugsa um Fúsa og Patta. Breytingin er talsvert meiri núna en oft áður því oftast hafa verið teknir einn til tveir nýliðar og þeir lagaðir að hópn- um en nú kemur alveg heilt lið af strákum sem eru nýir. Við tökum bara Dag og Óla og kennum þeim hvernig á að hafa þetta,“ segir Vilhjálmur og hlær. „Ég hef engar áhyggjur af því að við séum ungir því flestir eru með ágæta reynslu og við erum ungir og hungraðir í að sýna okkur. Miðað við hvernig leik- irnir í Svíþjóð voru þá skiptum við tím- anum nokkuð jafnt á milli okkar í skytt- unni. En það voru auðvitað 16 leikmenn á skýrslu þar. Vonandi fær maður að spila sem mest í Túnis, en það verður að koma í ljós. Þó svo maður spili ef til vill ekki mikið þá er það ákveðin reynsla að taka þátt í svona móti. Annars sýnist mér Viggó vera þannig að hann skiptir mikið og hikar ekkert við að gera breytingar ef menn standa sig ekki. Það kunna allir leikkerfin og ég held við séum allir meira en tilbúnir í þetta verkefni,“ segir skyttan úr Garða- bænum. Algjör jeppakarl Vilhjálmur var í Háskólanum en hætti þar og er „hálfatvinnumaður hér heima“, segir hann og segist hafa nóg að gera þar sem hann detti inn í ýmis verkefni stöku sinnum. „Ég er algjör jeppakall – fíkill í þeim efnum. Ég er núna að breyta bíln- um mínum. Ég á Toyota Land Cruiser, 44 tommu, og og er að breyta honum meira. Hann stendur á búkkum inni í bíl- skúr og maður notar hvert færi sem gefst til að grúska í honum. Núna er ég að skipta um hásingar og fleira. Þetta er annað hobbíið mitt og svo veiðin á sumr- in. Ég er mikill útivistarmaður og það heldur mér gangandi yfir sumartímann.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg lhjálmur Halldórsson, nýjasti nýliðinn í handboltalandsliðinu, ásamt Viggó Sigurðssyni landsliðsþjálfara fyrir síðari æfinguna í gær. Vonaði innst inni að vera valinn HJÁLMUR Halldórsson, handknattleiksmaður úr Val, er nýjasti nýlið- í landsliðshópi Viggós Sigurðssonar. Vilhjálmur var ekki valinn í upp- alega hópinn, en þegar Jaliesky Garcia mætti ekki til leiks ákvað gó að taka Vilhjálm í hópinn og hefur hann æft með honum allan tím- þar sem óvíst var hvort Garcia kæmi til landsins eður ei. Í gær ákvað gó að hann hefði ekki þörf fyrir Garcia og Vilhjálmur verður því í dsliðinu sem keppir á HM í Túnis síðar í mánuðinum. a Unnar nsson Vilhjálmur Halldórsson kallaður í HM-hópinn á elleftu stundu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.