Morgunblaðið - 11.01.2005, Qupperneq 4
BANDARÍSKAkörfuknatt-
leikskonan Reshea Bristol er
á förum frá meistaraliði
Keflavíkur. Bristol leikur
sinn síðasta leik með Kefla-
víkurliðinu í kvöld gegn
Haukum en hún heldur af
landi brott á miðvikudag.
Ástæða brottfarar Bristols
eru þær að foreldrar hennar
lentu í bílslysi fyrir skömmu
og er hennar þörf heima að
því er fram kemur á heima-
síðu Keflvíkinga.
Bristol hefur leikið sérlega
vel með Keflavíkurliðinu í
vetur sem trónar á toppi 1.
deildar með fullt hús stiga
eftir 11 umferðir. Hún hefur
skorað að jafnaði 21,3 stig í
leik og þá hefur hún látið
mikið til síns taka í varn-
arleiknum. Hennar skarð
verður vandfyllt en Keflvík-
ingar eru á höttunum eftir
nýjum erlendum leikmanni.
Bristol á
förum frá
Keflavík
FÓLK
JÓHANN Þórhallsson skoraði 5
mörk fyrir KA þegar lið hans vann
yfirburðasigur á Hvöt frá Blönduósi,
14:1, í fyrstu umferð Norðurlands-
mótsins í knattspyrnu í Boganum á
Akureyri á sunnudaginn. Hreinn
Hringsson og Pálmi Rafn Pálmason
gerðu sín þrjú mörkin hvor í leikn-
um.
VILMAR Freyr Sævarsson skor-
aði öll þrjú mörk Þórs sem sigraði
Leiftur/Dalvík, 3:0, á sunnudaginn.
GYLFI Þór Sigurðsson, 15 ára
knattspyrnumaður úr Breiðabliki,
hefur fengið boð um að fara með
unglingaliði enska 1. deildarfélags-
ins Preston á Dallas Cup í Banda-
ríkjunum í mars. Gylfi æfði með
Preston í haust og var ennfremur við
æfingar hjá Reading í Englandi í
desember. Samkvæmt vef Breiða-
bliks hefur honum verið boðið þang-
að aftur.
ALEXANDER Shamkuts, fyrr-
verandi leikmaður Hauka, skoraði
þrjú mörk þegar lið hans, Stralsund-
er HV, vann Fredenbeck, 32:26, í
norðurhluta þýsku 2. deildarinnar í
handknattleik á sunnudaginn. Stral-
sunder HV er í efsta sæti deildarinn-
ar nú þegar hlé hefur verið gert á
keppni í deildinni fram undir miðjan
febrúar vegna heimsmeistaramóts-
ins í handknattleik.
HRAFNHILDUR Skúladóttir
skoraði 3 mörk fyrir danska liðið År-
hus SK þegar liðið sigraði austur-
ríska liðið Wiener Neustadt á úti-
velli, 29:24, í 16-liða úrslitum í
Evrópukeppni bikarhafa í hand-
knattleik í fyrrakvöld.
GUÐLAUGUR Eyjólfsson leikur
ekki meira með Grindavík í úrvals-
deildinni í körfuknattleik í vetur
vegna meiðsla. Guðlaugur hefur
misst talsvert úr og aðeins spilað sjö
leiki með liðinu í deildinni og skorað
8,3 stig að meðaltali.
GARY Megson var í gær ráðinn
knattspyrnustjóri enska 1. deildar-
félagsins Nottingham Forest. Meg-
son var sagt upp störfum hjá úrvals-
deildarliðinu WBA í október en hann
hafði þá stýrt því í hálft fimmta ár.
Nottingham Forest, sem varð tví-
vegis Evrópumeistari í lok áttunda
áratugar síðustu aldar, er næstneðst
í 1. deild. Joe Kinnear var sagt upp
störfum fyrir jólin og Mick Harford
hefur stjórnað liðinu í undanförnum
sex leikjum.
Mótið markar upphaf nýs keppn-istímabils á PGA-mótaröðinni
og á þessu móti fá aðeins þeir að leika
sem sigruðu á PGA-móti á síðasta ári.
Aðeins Phil Mickelson lét sig vanta
að þessu sinni.
Appley var í næstsíðasta sæti að
loknum fyrsta keppnisdegi en á
næstu 54 holum gerði hann engin
mistök og fékk aðeins par eða fugl í
kjölfarið. Á öðrum og þriðja keppn-
isdegi lék Ástralinn á 9 og 7 höggum
undir pari og lagði grunninn að sigr-
inum, en hann er fyrsti kylfingurinn
sem ver titilinn á þessu móti í 23 ár. Í
raun er árangur Appleby á síðustu 54
holunum ótrúlegur því hann lék þær
á samtals 22 höggum undir pari, sem
er býsna gott, ef ekki einsdæmi.
Fyrir sigurinn fékk Appleby rúm-
lega 60 millj. kr. en hann var tvístíg-
andi fyrir mótið hvort hann gæti tek-
ið þátt þar sem eiginkona hans á von
á þeirra fyrsta barni í næstu viku.
„Satt besta að segja hélt ég að mögu-
leikar mínir væru úr sögunni eftir
fyrsta hringinn. Það gæti kannski
dugað að leika slíkt golf á Opna
bandaríska meistaramótinu en það
voru gríðarleg vonbrigði að vera átta
höggum á eftir efsta manni, Vijay
Singh,“ sagði Appleby en hann var
lengi að ákveða sig hvort hann myndi
taka þátt. „Það var góð ákvörðun að
koma til Hawaii en ég fór ekki af stað
fyrr en ég hafði rætt við eiginkonu
mína enda benti allt til þess að frum-
burður okkar myndi ekki koma fyrir
áætlaðan tíma í heiminn,“ sagði
Appleby en hann hefur tileinkað sér
einfalda hluti er kemur að því að und-
irbúa sig fyrir golfmót. „Golfið er í
eðli sínu mjög einföld íþrótt og ég
reyni að nálgast golfið með þeim
hætti. Mér líður vel á vellinum og
reyni að einbeita mér að fáum hlutum
í stuttann tíma í einu,“ sagði Appleby.
Fyrir lokadaginn var Appleby fjór-
um höggum á eftir Singh og lék Ástr-
alinn best allra á lokasprettinum eða
á sex höggum undir pari. En þess má
geta að hann hitti 50 af 54 flötum í til-
ætluðum höggafjölda síðustu þrjá
keppnisdagana.
Veðrið á síðasta keppnisdeginum
var afleitt og þurfti að flýta rástímum
til þess að ná að ljúka leik áður en
veðrið yrði enn verra. En gríðarleg
rigning var á síðasta keppnisdegin-
um og fór svo að fresta þurfti leik í
allt að fimm tíma á meðan úrhellið
gekk yfir eyjuna enda fylgdi því mik-
ið þrumuveður.
Bandaríkjamaðurinn Jonathan
Kaye endaði í öðru sæti en hann var
einn af fimm nýliðum á PGA sem
sigraði á móti á síðasta ári og var Ka-
ye að leika í fyrsta sinn á þessu móti.
Kaye átti ágæta möguleika á að jafna
við Appleby en átti slæmt vipp á 18.
holu og skildi eftir langt pútt sem fór
ekki ofaní.
Ernie Els frá Suður-Afríku endaði
í þriðja sæti ásamt Tiger Woods en
Els klúðraði upphafshögginu á 18.
braut og lék hana á skolla og endaði 2
höggum á eftir Appleby. Tiger
Woods þokaði sér upp um fjögur sæti
á síðasta keppnisdeginum og endaði
á 19 undir pari. Woods sagði eftir
mótið að hann myndi taka þátt í
Buick mótinu sem hefst eftir tvær
vikur en síðan ætlar hann að taka sér
frí í fjórar vikur til þess að geta eytt
tíma með eiginkonu sinni, Elin Nord-
green. „Ég hef ekki haft tíma til þess
að taka frí en nú gefst ágætt tækifæri
til þess og það ætlum við að nýta okk-
ur,“ sagði Woods eftir mótið á
Hawaii.
Vijay Singh sem er efstur á heims-
listanum í golfi virtist vera með
fyrsta sætið í hendi sér eftir frábæra
þrjá hringi þar sem hann fékk aðeins
par, fugl eða örn. En á lokadeginum
fataðist Singh flugið og endaði á 18
höggum undir pari eftir 74 högg á
lokadeginum.
Stuart Appleby er 33 ára gamall og
hefur sigrað á 6 atvinnumannamót-
um á sínum ferli á PGA mótaröðinni.
AP
Stuart Appleby frá Ástralíu sýndi mikla keppnishörku á lokahringnum á Mercedes-meistaramótinu á Hawaii.
Vijay Singh fataðist flugið en Stuart Appleby gerði engin mistök
Appleby
lék frá-
bærlega AP
Vijay Singh gaf eftir.
ÞAÐ benti fátt til þess að Ástr-
alinn Stuart Appleby myndi
verja titilinn á Mercedes golf-
mótinu eftir fyrsta keppnisdag á
Hawaii þar sem Appleby lék á
einu höggi yfir pari, 74 höggum.
Og var Ástralinn langt á eftir
Vijay Singh sem lék best fyrstu
þrjá keppnisdagana á Plant-
ekruvellinum í Kapalua á Haw-
aii. En Appleby lék best allra
þegar mest á reyndi á lokadeg-
inum en aðrir keppendur náðu
sér ekki á strik. Appleby endaði
á 21 höggi undir en annar varð
Bandaríkjamaðurinn Jonathan
Kaye sem var samtals á 20 und-
ir pari. En Vijay Singh varð að
láta sér lynda fimmta sætið eftir
að hafa verið í efsta sæti fyrstu
þrjá keppnisdagana.