Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2005 D 3 SLÓVENAR, sem leika með Íslend- ingum í riðli á heimsmeist- aramótinu í Túnis síðar í þessum mánuði, unnu öruggan sigur á Evr- ópumeisturum Þjóðverja, 27:19, í vináttulandsleik sem fram fór í slóvensku borginni Krsko í gær. Staðan í hálfleik var 14:10, Slóven- um í hag, og þeir völtuðu hreinlega yfir Þjóðverja í síðari hálfleik en munurinn var orðinn níu mörk um miðjan hálfleikinn. Gorazd Skof, markvörður Slóvena og einn af níu leikmönnum stórliðsins Celje Lasko í þeirra hópi, átti frábæran síðari hálfleik. Heiner Brand, þjálfari Þjóðverja, skellti skuldinni að mestu leyti á dómara leiksins, en þeir voru heimamenn sem komu í staðinn fyr- ir austurríska dómara, sem forföll- uðust á síðustu stundu. „Það voru tvær ástæður fyrir þessum ósigri, hræðileg nýting á dauðafærum og ótrúleg túlkun sannkallaðra heima- dómara á reglunum. En við eigum talsvert í land með að fínpússa okk- ar leik,“ sagði Brand eftir leikinn. Miladin Kozlina, Matjaz Brumen og Zoran Jovicic skoruðu fimm mörk hver fyrir Slóvena og Siarhei Rutenka skoraði fjögur. Frank Von Behren skoraði fimm mörk fyrir Þjóðverja, þar af fjögur úr vítaköstum, og þeir Oleg Velyky og Torsten Jansen gerðu þrjú mörk hvor. Þjóðirnar mætast aftur í dag. Slóvenar fóru létt með Evrópumeistarana FÓLK  BADMINTONKONURNAR Ragna Ingólfsdóttir og Sara Jóns- dóttir eru í 29. sæti á heimslistanum í tvíliðaleik, en nýr listi var gefinn út í fyrradag. Þær hafa hækkað um tvö sæti á listanum frá því um áramót. Ragna er í 56. sæti í einliðaleik og hefur hækkað um eitt sæti en Sara hefur hækkað um níu sæti og er komin í 74. sæti.  ATLI Sveinn Þórarinsson, knatt- spyrnumaður, sem samdi við Val fyrr í vetur, æfir þessa dagana með enska 2. deildar liðinu Chesterfield, samkvæmt frétt á Fótbolti.net í gær. Ekki náðist í Atla Svein í gær en sagt var að hann myndi æfa með fleiri enskum liðum í næstu viku.  ÞÓRARINN Kristjánsson, kefl- víski knattspyrnumaðurinn, er í leik- mannahópi Aberdeen í fyrsta skipti á morgun. Aberdeen tekur þá á móti skosku meisturunum Celtic í úrvals- deildinni á heimavelli sínum, Pitt- odrie. Þórarinn samdi á dögunum við Aberdeen til sex mánaða.  RENATE Götschl, skíðakona frá Austurríki sigraði í gær öðru sinni á þremur dögum á heimsbikarmóti í risasvigi. Hún var hlutskörpust í Cortina d’Anpezzo á Ítalíu 8/100 úr sekúndu á undan Lindsay Kildow frá Bandaríkjunum. Silvia Berger frá Austurríki varð þriðja og Carole Montillet frá Frakklandi fjórða.  BENJAMIN Raich frá Austurríki sigraði í alpatvíkeppni í heimsbikar- móti í Wengen í Sviss í gær. Hann tók forystuna í sviginu og tryggði sér síðan sigur með því að ná ellefta sæt- inu í bruni. Lasse Kjus frá Noregi varð annar og Didier Defago frá Sviss þriðji en Bode Miller, sem er efstur í heimsbikarkeppninni, heltist úr lestinni í sviginu.  HOUSTON Rockets og New Jers- ey Nets eru með marga fræga körfu- boltamenn í sínum röðum en hinn til- tölulega lítt þekkti Bob Sura stal samt senunni þegar liðin mættust í NBA-deildinni í fyrrinótt. Sura skoraði 35 stig fyrir Houston sem sigraði í framlengdum leik, 94:85, en það er besta skor hans á ferlinum í deildinni. Tracy McGrady bætti við 18 stigum fyrir Houston en Vince Carter skoraði 17 stig fyrir New Jersey og Jason Kidd 16. ÍSLENSKI landsliðshópurinn í handknattleik leikur sinn síð- asta leik á Spánarmótinu gegn Egyptum á morgun kl. 12.15 að staðartíma. Síðasti leikur móts- ins, Spánn – Frakkland, fer fram kl. 16. Leikmenn íslenska liðsins ætla ekki að sjá þann leik, heldur halda þeir frá Ciudad Real strax eftir leikinn gegn Egyptum – til Madrid. Ástæðan fyrir því er að lands- liðsmennirnir ætla að bregða sér á knattspyrnuleik á Sant- iago Bernabeu í Madrid, og horfa á stjörnulið Real Madrid taka á móti leikmönnum Real Zaragoza kl. 21 annað kvöld. Bregða sér á Santiago Bernabeu a við ættu agði ar á ulagi ekki sem það menn liðið seg- nstu menn rður afur sson, dlit í um. ang, Þeg- at- kum iggó hef Sig- ssari keppni. Nú fær hann loks að ein- beita sér að því hlutverki sem hann þekkir best, það er að vera leik- stjórnandi. Hann hefur verið settur í alls kyns reddingar undanfarin ár og skilað því á misjafnan hátt. Nú verður hann leikstjórnandi númer eitt. Það kæmi mér því ekki á óvart þótt Dagur eigi eftir að fara á kost- um og leika eins sá sem valdið hef- ur. Þannig getur hann hugsanlega lokið sínum landsliðsferli með mikl- um stæl,“ segir Guðjón sem þekkir vel til hlutverks og ábyrgðar leik- stjórnanda. Markús og Arnór skila skyttustöðunni með sóma Margir hafa sett spurningar- merki við styrkleika landsliðsins þegar kemur að stöðu skyttunnar vinstra megin í sókninni, en þá stöðu hefur misjafnlega gengið að manna síðustu ár. Eftir að Jaliesky Garcia datt út úr myndinni veðja flestir á að mest eigi eftir að mæða á Markúsi Mána Michaelssyni í þeirri stöðu, en hann hefur ekki mikla reynslu af alþjóðlegum hand- knattleik. Guðjón telur að Markús eigi eftir standa undir væntingum en einnig langar Guðjón til að sjá Arnór Atlason spreyta sig í þeirri stöðu á móti Markúsi. „Ég hef rosa- lega trú á Arnóri og vil sjá hann fá gott tækifæri í stöðu skyttunnar á vinstri vængnum. Hann og Markús eru rosalega flottir á meðan þeim gengur allt í haginn og það á bara að leyfa þeim að skjóta sig í stuð. Ef illa gengur á bara skipta þeim út, leyfa þeim að skipta stöðunni á milli sín. Viggó er þannig þjálfari að hann gefur þeim nokkra möguleika, segir við þá; farðu inn á og vertu óhræddur við að skjóta. Hann sýnir þeim fullt traust og leyfir þeim að skjóta nokkrum sinnum, kallar þá ekki strax af velli eftir eitt mis- heppnað skot til þess eins jafnvel að brjóta niður sjálfstraustið,“ segir Guðjón Árnason, sem telur að ungu mennirnir í liðinu eigi eftir blómstra undir handleiðslu Viggós Sigurðssonar á heimsmeistara- mótinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ungu leikmennirnir sem taka þátt í sínu fyrsta stórmóti undir stjórn Viggós Sigurðssonar lands- liðsþjálfara. Vilhjálmur Halldórsson, Arnór Atlason, Vignir Svavarsson, Hreiðar Guðmundsson, Ingimundur Ingimundarson, Markús Máni Mikaelsson, Einar Hólmgeirsson, Logi Geirsson og Al- exander Petersson. Þeir eru nú á ferðinni á fjögurra landa móti í Ciudad Real á Spáni. Morgunblaðið/Árni Torfason Guðjón Árnason, fyrrverandi fyrirliði FH-liðsins og landsliðs- maður í handknattleik, hefur trú á ungu mönnunum í liðinu. ra m eg- að ar iben@mbl.is „Verða tilbúnir að vaða eld og brennistein“ Á MORGUN f ÍÞRÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.