Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 02.02.1953, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 02.02.1953, Blaðsíða 4
 ^Márrádagfcir 2. ‘febíéar>^®53 Il'iUllJt'li >#»»»#»#»#»»<>»»»»#»»>*»»#»»»»»»*»»»»« BLAÐ FYRIR ALLA Ritstjóri og ábyrgáarmaður: Agnar Bogason. Blaðið kemur út á mánuclögum. — VerS 2 kr. í lausasölu. Afgreiðsla: Tjarnarg. 39. — Símar ritstj.: 3496 og 3975. Prentsmiðja ÞjóSviljans h.f. Ekki ráð nema í tíma sé tekið Að því sem bezt verður séð hefur hin leynilega styrjöld milli Eimskipafélags Islands h.f. og Sambands íslenzkra samvinnufélaga náð hámarki. Eins og Mánudagsblaðið hefur þráfaldiega skýrt frá hefur þessi styrjöld verið háð um langt bil þótt leynt færi. Stríð það, sem háð er milli þessara tveggja stórfyrirtækja er eitt hið harðvítugasta kaupsýslustríð, sem háð hefur verið hér á landi og má í mörgu líkja því við baráttu erlendra „hringa“ um einokun í ýmsum greinum viðskiptanna. Það er ekki neitt launungarmál hjá þeim, sem til þekkja, að SÍS hefur um árabil litið öfundarauga á uppgang Eim- skipafélags Islands, og haft fullan hug á að fá einhvem skerf af arðinum, eða allan ef möguleikar leyfa. Hefur Sam- bandið í þessum tilgangi gert menn út um landsbyggðina í þeim erindum, að kaupa upp þau bréf sem vera kunna til sölu. Hversu þessum sendiboðum Sambandsins hefur gengið skal ekki fullyrt, heldur aðeins sagt, að nú virðist sem Eimskipafélagið hafi skyndilega vaknað við vondan draum, og tekið til að auglýsa í blöðum að í óefni sé komið, og gert þær ráðstafanir sem félagið telur að koma muni í veg fyrir það, að smáhluthafar selji bréf sín. Það, sem virðist hafa vakið stjórn Eimskipafélagsins, er hin skyndilega sala Þorsteins Kjarvals á hlutabréfum sín- um, en eins og lesendum er kunnugt þá var hann með stærri hlutabréfaeigendum í félaginu. Það var fljótt sýnt að kaup- andi bréfanna var Andvaka h.f. eitt af dótturfyrirtækjum Sambandsins. En löngu áður en Kjarval seldi voru þegar komnar sögur á kreik um myrkraverk Sambandsins í þessum málum, og nokkur uggur var þá þegar hjá stjóm Eimskipa- félagsins. En þeir, sem þekkja til verzlimaraðferða Sam- bandsins, telja, að meðan Eimskipafélagið lætur ekki betur til skarar skríða um örlög félagsins, þá verður þessu leyni- stríði haldið áfram og alveg óvíst hverjir ráði þar lögum og lofum þegar ár líða fram. Landsmönnum er þegar kunnur árangur Sambands Is- lenzkra samvinnufélaga í verzlunarmálum. Hefur SÍS ráðizt inn á nákvæmlega hvert svið viðskiptamálanna og notað til þess stærstu útlánastofnun landsins, sem virðist eigi hafa efni á að neita Sambandinu um nokkurn hlut. Islenzka þjóð- in verður, áður en það er um seinan, að láta sér skiljast, að þegar einn aðili viðskiptalífs þjóðarinnar er orðinn svo sterkur að hann er raunverulega ríki innan ríkisins, þá er frjálst viðskiptalíf, og þar með heilbrigt viðskiptalíf, byggt að frjálsu framtaki einstaklingsins, í þeirri dauðahættu, sem riðið getur því að fullu. Eimskipafélag Islands h.f. er aðeins eitt fyrirtæki, en það er nefnt hér af því það er mikið fyrirtæki og sýnir gleggst hversu langt Sambandið ætlar sér, og jafnframt, að því vex nú ekki lengur í augum að reyna að seilast yfir stærstu fyrirtækin. Ef forráðamenn þjóðarinnar, sem við hverjar kosningar lýsa yfir fylgi sínu við frjálst athafna- líf, sjá ekki að hverju hér er stefnt, þá má svo fara áður en langt um líður að hér verður komin á sú tegund einokunar, sem gerir danska verzlunarsögu á Islandi að sætum draumi í því sambandi. Samvinnuhugmynd sú, sem einu sinni var hampað af SlS hefur fyrir löngu síðan verið lögð á hilluna. Það, sem í staðinn er komið, er hryllimynd harðvítugs yfirgangs, sem aðeins stefnir að yfirráðum allrar frjálsrar verzlunar á Is- landi, í hverri mynd, sem hún er. Islenzkir kaupsýslumenn ættu allir að standa saman gegn þessum ófögnuði. Ef misklíð kaupsýslumanna og sífelld innbyrðis baráttu víkur ekki fyrir því hagsmunamáli, sem öll stéttin verður að berjast fyrir, til þess að halda lífi, þá er lífsskeið frjálsrar verzlunar seim á enda runnið. Ajax skrifar: Maður, líttu þér nær Mildar umræður hafa orðið, bæði í blöðum og manna á meðal um þá ákvörðun stjórn- arvaldanna að kref jast þess, að þeir útlendingar, sem fá íslenzkan ríkisborgararétt, taki upp íslenzk nöfn. Sumir útlendinganna hafa unað þessu illa, og ýmsir Islending- ar hafa tekið svari þeirra. En þó að sumum útlendingunum þyki í bil leitt að skipta um nafn, verður varla annað sagt en að þessi ákvörðun sé í að- alatriðum skynsamleg. Nú fá oftast tugir útlendinga ís- lenzkan ríkisborgararétt á ári hverju, og eftir nokkra ára- tugi geta afkomendur þeirra skipt þúsundum. Munu þeir allir í karleggnum bera útlend ættamöfn af hinum sundur- lausasta uppnma, ef ekki værí að gert. Bjöm Sveinsson — Byron Swanson Þessi nafnaskipti em hvort sem er ekki annað en það, sem átt hefur sér stað í Banda- ríkjunum og Kanada síðan þangað fóru að f lytjast menn, sem ekki voru af engilsaxnesk um uppruna. . Allur þorri þeirra Islendinga, sem vestur fluttist, breyttu þannig nöfn- um sínum á enska vísu og skrumskældu þau allavega, svo að hin upprunalegu ís- lenzku nöfn urðu oft óþekkj- anleg. Þannig varð Bjöm Sveinsson í Ameríku, Byron Swanson o. s. frv. Okkur þyk- ir þetta hjákátíegt, en frá amerísku sjónarmiði er það í alla staði eðlilegt, að nafngift- ir séu í samræmi við þá tungu, sem töluð er í landinu. Forn nafnvenja Hin foma nafnavenja Is- lendinga, að kenna sig við föðurinn, er algerlega sam- gróin eðli íslenzkrar tungu og íslenzks hugsunarháttar. Ætt arnöfn verka alltaf eins og aðskotadýr í íslenzku og mörg þeirra láta illa að íslenzkum beygingarreglum. Þau hafa þegar átt sinn þátt i að koma ruglingi á beygingarkerfið al- mennt. Þannig hafa sumir þeirra manna, sem bera ætt- arnöfn, er enda á son þann sið að beygja alls ekki ætt- arnafnið og segja t. d. Jón Björnsson, til Jóns Bjömsson o. s. frv. Allir sjá, hvernig slíkur ófögnuður hlýtur að smita út frá sér og spilla mál- i inu almennt. Bjami Jónsson' frá Vógi fékk samþykkt lög, sem lögðu bann við notkun ættarnafna á íslandi. Þessi lög vora frá upphafi saboter- uð og einskis virt af þeim, sem hlut áttu að máli. Sumar af þeim ættum, sem ættamöfn bera, era fullar af ættar- hroka og finnst, að ættar- nöfnin séu einskonar aðals- merki til aðgi-einingar frá sauðsvörtum almúganum. Stundum hefur það ekki ver- ið látið nægja, að láta ættar- nöfnin ganga í karllegginn einan, heldur hafa þau verið notuð í kvenleggnum líka. Það, sem einum . . . Það er full von, að þeir út- lendingar, sem skyldaðir hafa verið til að leggja niður ætt- amöfn sín, bendi á hin ís- lenzku ættarnöfn, sem engum dettur í hug að hrófla við, þó að það sé lögbrot að nota þau. Hinir ný ju ríkisborgarar gætu með sanni sagt: „QUOD LICET JOVI NON LICET BOVI“. Hér virðist vera um tvennskonar rétt að ræða gagnvart lögunum, það sem einum leyfist, er öðram ó- leyfilegt. Hr. Ærbæk og frú Söderkrog Hið eina, sem vit er í að gera, er að láta lögin ganga jafnt yfir alla og banna öll ættamöfn á Islandi. Þau hafa allatíð hvort sem er verið leið- inlegur blettur á íslenzku máli. Mikill hluti þeirra er annaðhvort hrein danska eða þau minna á prentsmiðju dönsku. Islenzk bæja- og sveitanöfn eru brengluð á hinn hlálegasta hátt og skeytt við þau dönskum endingum eða föðumöfn skrumskæld, Sigurðsson breytt í Sivertsen, Ólafsson í Olsen o. s. frv. Það er hrein tilviljun að hér skuli ekki vera til ættamöfn eins og Ærbæk ( af Evrarbakki) og Söderkrog (af Sauðárkrók). Slík nöfn myndu sjálfsagt þykja fín og aristokratisk í dag, ef þau hefðu verið tekin upp á fyrri hluta 19. aldar. Ekkert tillit til monts En í þessu máli má ekki taka nokkurt tillit til monts eða snobberís einstakra ætta. Ættanöfn eiga að hverfa úr íslenzkri tungu, öll sem eitt. I j þessu sambandi er rétt aðj minnast á ættarnöfn ástands-1 bamanna, sem flest era al- gerlega órímanleg íslenzku máli, enda brengluð á hina Verzlunarmenn geta enn, ef vilji og dugnaður er fýrir hendi, spomað við óvininum og keyrt hann niður. Aðeins róttækar ráðstafanir verzlunarstéttarinnar geta veitt yfir- gangi Sambandsins það banasár, seni takmarkalaus ágangur og baktjaldamakk verðskuldar. margvíslegustu vegu. Þannig hef ég sð að aðstandendur ástandsbams rita ættarnafn þess Justeddsi, sém sennilega. er brenglun úr nafninu Eustace. Eðlilegast væri, áð þessi böm notuðu nafn móð- urafa síns sem föðurnafn í stað ættarnafns. Þarmeð væra þau sett í flokk með öðrum Islendingum og nafn þeirra minnti ekki sífellt á uppruna þeirra, en það gætí valdið þeim ýmisskonar leið- indum, er þau vaxa upp. Nafngiftir Æska og Minning IJr því að ég fór að tala um ættarnöfn, væri ekki úr vegi að minnast á það, að þess væri þörf, að hið opinbera skærist einnig í leikinn um nafngiftír, að því er skímarnöfnin snert- ir. Prestum mun að vísu vera uppálagt að skíra ekki skrípa- nöfnum, en meirihluti þeirra hefur algerlega bragðizt þessu hlutverki sínu. Flestir þeirra skíra börnin hvaða skrípanöfnum, sem foreldrar f ai-a fram á, og munu Reykja- víkurprestar ekki vera barn- anna beztir. Að minnsta kosti sagði mér prestur úti á landi, að hann hefði neitað að skíra stúlkubam Carmen, en bamið var þá bara skírt þessu nafni í Reykjavík. Og ég hefi fyrir satt, að nöfn eins og Betty, Betzy, Gloria, Víola og önnur álíka séu að verða hreint ekki svo sjaldgæf hér á landi. Slík- ur er auðvitað smekkur fólks- ins, sem á sér það æðst and- legra markmiða að sækja kvik myndir af lélegustu tegund. Og þó nöfnin séu íslenzk, era. það stundmn hrein skrípa- nöfn. Þannig hef ég fyrir satt, að stúlkubörn hér í Reykjg- vík beri nöfnin ÆSKA og MINNING. Og þessum nöfn- um klína prestarnir á blessuð börnin án þess að blikna eða blána. Það verður að ganga ríkt eftir því, að prestamir bregðist ekki skyldu sinni í þessu efni, og ef þeir halda því áfram, þarf að setja á stofn opinbera nefnd, sem skráset- ur öll skírnarnöfn og sker skrípanöfnin niður vægðar- laust. Bæjarnöfn Og ekki væri ástæðulaust að taka bæjamöfnin sömu tökum, en þó að það sé vist skylda að þinglýsa nýjum bæjarnöfnum, virðist ekkert eftirlit vera með þessu, sem gagn sé í. Verúllegur hluti þeirra nýbýla, sem reist hafa verið á síðustu áratugum, hafa hlotið nöfn, sem lykta svo af sykursætri og væminni ungmennafélagsrómantík, að Framh. á 7. síðví

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.