Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 08.06.1953, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 08.06.1953, Blaðsíða 3
Mánudagurinn 8. júní 1953. V 3 Alþmguskosniiftgariiar Framhald af 1. síðu. meðal Sjálfstaeðismanna í Firð- inum síðan hann var þar í flokki. Magnús fær líklega litið annað en flokksfylgið. En ekki verður því neitað, að Magnús er um flest stórum frambærilegra þingmanns efni en Hérmahn. Magnús er harð gáfaður maður, og bezti drengur, en pólitískt ofstæki hans er lík- lega ólæknandi. Framsókn. Fyrir Framsókn fer nú fram Eiríkur Pálsson lögfræðingur. Ei- ríkur var áður bæjarstjóri í Hafn- arfirði, en hann og Emil Jónsson gátu ekki unnið saman, enda báð- ir skapmenn miklir. Eiríkur er enn búsettur í Hafnarfirði, þótt hann vinni nú í Reykjavík. Það er almenn skoðun, að Eiríkur muni auka fylgi Framsóknar í Hafnarfirði talsvert í þessum kosningum. Það hefur á undan- förnum árum verið þetta frá 40 upp undir 80 atkvæði. Nú telja ýmsir, að Eiríkur fái 150—200 at- kvæði, en iíklega gerir harkan í baráttu þeirra Émils og Flygen- rings honum erfiðara fyrir en ella mundi. Flestir ætla, að Þjóð- ’varnarmenn í Hafnarfirði, sem sagðir eru skipta nokkrum tug- uih, muni kjósa Eirík. BORGARFJAKÐABSÝSLA Sjálfstæðisflokkurinn. Þar verða úrslitin ekki spenn- andi frekar en fyrri daginn. Síð- an Pétur Ottesen var fyrst kosinn á þing 1916 hefur aldrei leikið minnsti vafi á um sigur hans, og svo er enn. Pétur er líka einn merkasti maður, sem sæti á á Al- þingi í dag, drengskaparmaður og skapfestumaður. í Borgarf jarð arsýslu fær Pétur atkvæði fjölda fólks, sem ánnars fylgir ekki Sjálf stæðisflokknum að málum. Sjálf- stæðismenn mega búast við all- miklu fylgistapi í sýslunni, þegar Pétur hættir þingmennsku, og slíkir menn sem hann .éru ekki á hverju strái. Framsókn. Haukur Jörundsson búfræði- kennari á Hvanneyri býður sig attur fram fyrir Framsóknarflokk inn. Meðal Framsóknarmanna í sýslunni voru mjög skiptar skoð- anir um þetta framboð. Haukur hefur bakað sér talsverðar óvin- sældir vegna afskipta af búnaðar- málum í sýslunni. Vildu margir Framsóknarmenn fá Þóri Stein- þórsson, skólastjóra í Reykholti, í stað Hauks. Líklegt er, að mörg atkvæði falli á landslista Fram- sóknar í Borgarfjarðarsýslu. Alþýðuflokkurinn. Benedikt Gröndal fer fram fyr- ir Alþýðuflokkinn. Gröndal á , mikið fylgi á Akranesi, og vera má, að hann fái einnig eitthvað í sveitunum vegna óánægjunnar með Hauk. Hann getur haft mögu leika á því að Vinna uppbótar- þingsæti. Kommúnistar. Fyrir kommúnista fer fram Haraldur Jóhannsson, ungur Ak- urnesingur, sem hefur nýlokið há- skólanámi í Englandi. — Eftir skrifum hans að dæma virðist hann vera sterkur á flokkslín- unni. '/l JÞjóðvarnarflokkurinn. Þá bjóða Þjóðvarnarmenn fram Pál Sigbjörnsson ráðunaut, aust- firzkan mann að ætt. Ekki er ó- hugsandi, að hann fái nokkur at- kvseði- óánægðra Framsóknar- manna. DALASÝSLA Framsókn. Hún verður geysispennandi. í síðustu kosningum sigraði Ásgeir Bjarnason í Ásgarði Þorstein Þor- steinsson sýslumann með 11 at- kvæða meirihluta. Ásgeir hefur reynzt dugandi þingmaður, en þó ekki atkvæðamikill. Enn í dag nýtur hann í ríkum mæli vin- sælda föður síns og Ásgarðsheim- ilisins. Sjálfstæðisflokkurinn. Þorsteinn sýslumaður dregur sig nú í hlé, enda kominn fast að sjötugu. í stað hans sendir Sjálf- stæðisflokkurinn fram Friðjón Þórðarson lögfræðing, sennilega glæsilegasta manninn í hópi yngri manna flokksins. Friðjón er Dala- maður að uppruna, frá Breiðaból- stað á Fellsströnd. Hann á að baki glæsilegan námsferil, og þykir hinn mesti efnismaður í hvívetna. Fullvíst er talið, að hann eigi að verða sýslumaður Dalamanna, er Þorsteinn lætur af störfum. Frið- jón er í hópi hinna frjálslyndustu Sjálfstæðismanna, laus við það ofstæki og belging, sem einkennir marga Heimdellinga. Friðjón verð ur Ásgeiri skeinuhættur andstæð- ingur. Hann á mikið frændafylgi og persónufylgi á Fellsströnd og í vestanverðri Hvammssveit, en í þeim byggðarlögum átti Ásgeir mikið fylgi síðast. Þó hefur Ás- geir ýmis tromp á hendinni. Alþýðuflokkurinn. Alþýðuflokkurinn býður nú ekki fram í Dalasýslu, en fékk þar síðast rúm 30 atkvæði. Talið er, að Ásgeir fái mikið af þessum atkvæðum. í öðru lagi getur Ás- geir bent á það, að mildar líkur séu á þvi, að Friðjón verði upp- bótarþingmaður, ef hann vinnur ekki kjördæmið. Hann færi þá inn á prósentutölu sem annar upp bótarmaður Sj álfstæðisflokksins, eins og Þorsteinn sýslumaður síð- ast. Með þessu móti mundi Dala- sýsla hafa ófram tvo fulltrúa á þingi. Ef Ásgeir hinsvegar fellur fær hann ekkert uppbótarþing- sæti, því að útilokað er, að það falli í hlut Framsóknarflokksins. Fengi því sýslan aðeins einn full- trúa, ef Friðjón sigraði. Úrslitin í Dalasýslu velta áreiðanlega á sár- fáum atkvæðum, á hvorn veginn sem þau falla. Kommúnistar. Fyrir kommúnista fer frarh Ragnar Þorsteinsson kennari á Framhald á. 4. síðu. S jómannadagshátíðahöldm 19 53 16. Sjómannadagiir Sunnudagur 7. júní, Sjómannadagur: 14.00 Guðmundur Jónsson óperusöngvariri syngur: Þrútið var loft, með undirleik Lúðrasveitar Reykjavíkur. Biskup Islands, lir. Sigurgeir Sigurðsson minnist drukknaðra sjómanna. — Þögn í eina mínútu — Blómsveigur lagður á leiði óþekkta sjómannsins í Fossvogskirkjugarði. Guðmundur Jóhssön syngur: Al- faðir ræður með undirl. Lúðrasveitar Reykjavíkur. Ávörp: — Fulltrúi rikisstjórnarinnar, Ólafur Thors siglingamálaráð- herra. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur: Island ögrum skorið. Fulltrúi útgerðarm., Guðm. Guðmundssor. framkvstj., Akureyri. Lúðrasv. Rvíkur leikur: Gnoð úr hafi skrautleg skreið. Fulltrúi sjómatina, Garðar Jónsson form. Sjómannafélags Reykjavíkur. Lúðrasv. Rvíkur leikur: íslands Hrafnistumenn. Afhending verðiauna og heiðursmerkja: Henrý Hálfdánsson form. Sjó- mannadagsráðs. Lúðrasv. ‘Rvíkur leikur. Ó guð vors lands. Kl. 17.00 Á íþróttavellinum: Knattspymukappleikur milli skipshafna á e.s. Lagarfossi og v.s. Ægi. Reiptog milli Kvennadeildar Slysavarnarfélags Islands og Sjómannadagsráðs. Reiptog milli karla frá fiskverkunarstöð Bæjarútgerðar Reykjavikur og h. f. Júpiters og h. f. Marz. Reiptog milli kvenna frá sömu fyrirtækjum. Kynnir á Iþróttavellinum verður Haraldur Á. Sigurðsson. KvöWskemmtanir á vegum Sjómaimaclagsms: Kl. 20.00 Iðnó, Leikfélag Reykjavíkur sýnir: Góðir eiginmenn sofa heima. Aðgöngumiða- (i. sala í Iðnó í dag kl. 16.00-19.00 og eftir kl. 14.00 á morgun. Kl. 21.00 Sjálfstæðishúsið. Dansleikur með skemmtiatriðum. — Norska kabarettsöngkonan Jeanita Melan; Alfreð Andrésson, Haraldur Á. Sigurðsson og Carl Billicþ. skemmta. — Aðgöngumiðasala í S jálfstæðishúsinu í dag kl. 18.00-20.00 og á morgun kl. 16.00-18.00 (Almennir dansleikir). Kl. 21.00 Dansleikir í Þórseafé og Ingólfscafé. (Görnlu dansarnir). Breiðfirðingabúð (Gömlu og nýju dansarnir). Tjarnarcafé og Samkomusalnum á Laugaveg 162 Allar kvöldskemmtanir á vegnm Sjómannadagsins standa yfir til klukkan 2 eftir miðnætti. Kl. 14.00-19.00 á sunnudag framreiða sjómannakonur eftirmiðdagskaffi í Sjálfstæðishús- inu. Drekkið eftirmiðdagskaffið í Sjálfstæðishúsinu. Allur ágóðinn rennur til Dvalarheimilis aldraðra sjómanna. Börn, sem ætla að selja blöð ogmerki Sjómannadagsins, mæti við Verka- inannaskýlið. í'pfmmrv**?-— —— KHICK INJECTÓR Einasta rakvélin með automat- iskri blaðskiptingu. — Aðeins þrýst á hleðsluna og gamla blað'ið losnar, nýtt blað kemur í staðinn — fingurnir snerta aldrei blaðið. KAUPIÐ Eversharp Schick í DAG Einkaumboðsmenn: SVEINN BJORNSSON & A5GEIRSS0N

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.