Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 08.06.1953, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 08.06.1953, Blaðsíða 4
MÁNUDAGSBLAÐIÐ- Mánudagurinn 8. júní 1953, MÁNUDAGSBLAÐIÐ BLAÐ FYRIR ALLA . Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason. Blaðið kemur út á mánudögum. — Verð 2 kr. í lausasölu. Afgreiðsla:.Tjarnarg. 39. — Símar ritstj.: 3496 og 3975. Prentsmiðja ÞjóSviljans b.f. /Uþmgiskosningarnar Framhald af 3. síðu. Ólafsfirði, sem ættaður er úr Döl- um. Aðstaða hans er mjög erfið, vegna hörkunnar í baráttu þeirra Ásgeirs og Friðjóns. Líklega fær hann liðlega meðmælendaatkvæð in. STKANDASÝSLA Framsókn. Hún þótti spennandi síðast, en nú minnist enginn maður á hana. Síðast héldu ýmsir, að Eggert Kristjánsson hefði möguleika á að fella Heonann Jónasson, þó að svo reyndist ekki, þegar á hólm- inn kom. Nú efast enginn um, að Hermann verði kosinn með mikl- um yfirburðum. Síðast lögðu Sjálfstæðismenn magnað hatur á Hermann, nú má heita, að þar sé gróið um heilt, og þeir beina fá- um skeytum og smáum að hon- um. Sjálfstæðisflokkiirinn. Nú senda þeir gegn honum Ragnar Lárusson fulltrúa úr Reykjavík, mann, sem ekki fær annað en tryggasta flokksfylgi í Strandasýslu. Ragnar er mein- leysismaður og sauðtryggur flokksmaður, en hann er ekki sig- urstranglegur í baráttunni við Hermann. Sennilega fær hann mun minna fylgi en Eggert síð- ast. Það bagar líka Sjálfstæðis- flokkinn í Strandasýslu, að fólki er alltaf að fækka í Árneshreppi, nyrzta hreppnum, en þar hefur verið aðalvígi þeirra. Alþýðuflokkurinn. Fyrir hann fer fram Steingrím- ur Pálsson símstjóri, ungur mað- ur, sem lítt hefur komið við sögu til þessa. Kommúnistar. Kommúnistar senda fram Gunn- ar Benedikísson, sem að undan- lörnu hefur verið boðinn fram í Árnessýslu. Það eru fleiri en ég, sem harma það, að þessi gáfaði, ritfæri og bráðskemmtilegi mað- ur skuli sóa mestallri orku sinni í lágkúrulegan pólitískan áróður. En þessi mikli maður er undar- lega samsettur. Fáir núlifandi ís- lendingar hafa til að bera jafn- mikla kímnigáfu og hann, og Jkínini hans getur bseði verið góð- látleg og sárbitur. Greinar hans Um útvarpið hafa verið ágætlega skrifaðar, þó áð auðvitað séu þær litaðar af pólitísku ofstæki. Gunn- ar sér manna bezt hið spaugilega við hlutina, allt nema kommún- ismann); þar íkemst ekkert að nema bláköld alvara, þegar komm únisminn er annarsvegar hverfur kímnigáfan eins og dögg fyrir sólu. Skýringin á þessu er sú, að sr. Gunnar er ekki bara húmör- isti, hann er líka móralisti. Móral- istinn í sr. Gunnari er eldri en kommúnistinn í honum. Það er engin tilviljun, að hann valdi sér prestskapinn að ævistarfi. Og í elztu skáldritum sr. Gunnars er hann alltaf að móralisera og betr- umbæta, þó að hann væri þá alls ekki eindreginn kommúnisti. Það er annars ákaflega sjaldgæft, að móralistarnir, mennirnii, sem alltaf vilja vera að kippa heimin- um í lag, bjarga mannkyninu, heimsmenningunni o. s. frv., eigi neina kimnigáfu. Þeir eru oft- ast húmörlausastir allra manna og alveg hundleiðinlegir. Það væri gaman að vita, hvernig þeim kemur saman í sál sr. Gunnars, móralistanum og húmöristanum. Eg gæti trúað, að það væri eitt- hvað skrýtin sambúð. Sjálfsagt kveður móralistinn, brynjaður marxistískri díalektik húmörist- ann alveg í kútinn, en það mætti segja mér, að húmöristinn gæfi móralistanum langt nef, svona endrum og eins. AKUREYRI Sjálfstæðisflokkurinn. Þar eru nú úrslitin viss, Jónas Rafnar verður endurkjörinn með talsverðum meirihluta. Jónas hef- ur reynzt sléttur og felldur á Al- þingi, svona þokkalega litlaus. En einmitt slíkir menn fá oft meira persónufylgi en hrjúfari og rismeiri persónuleikar. Framsókn. Dr. Kristinn Guðmundsson er aftur í kjöri fyrir Framsókn. Ein- hver ágreiningur varð urn fram- boð hans. í Framsóknarflokknum á Akur eyri hefur allt logað í ó- friði síðan í forsetakosningunum í fyrra. Þá studdi dr. Kristinn dr. Bjarna, en margir áhrifamenn flokksins voru með Ásgeiri, t. d. Þorsteinn M. Jónsson, Jóhann Frí- mann og Brynjólfur Sveinsspn. Lögðu sumir þessara Ásgeirs- manna, einkum Jóhann Frímann, hina mestu fæð á dr. Kristinn og reyndu að koma í veg fyrir fram- boð hans. Það tókst þó ekki, og' mun Jakob Frímannsson hafa komið í v.eg fyrir það. Margt er vel um dr. Kristin, hann er vel gefinn maður og glæsimenni. En ríkir skapsmunir búa í þessum manni, sem hversdagslega er svo rólegur, að hann má vara sig á því, að láta ekki andstæðingana hleypa sér upp á fundum. Alþýðuflokkurinn. Þar fer enn fram Steindór Steindórsson og fær sennilega svipað fylgi og síðast. Talið er, að eitthvað af óvinum dr. Krist- ins í Framsóknarflokknum kjósi Steindór, en á hinn bóginn má ætla, að Þjóðvarnarmenn geti dregið eitthvað út úr vinstra armi Alþýðuflokksins. Það verður þó sennilega erfiðara fýrir þá, vegna þess, að Steindór hefur alltaf ver- ið vinstra megin í Alþýðuflokkn- um. Konimúnistar. Steingrímur Aðalsteinsson býð- ur sig fram fyrir þá, þó að marg- ir í flokknum á Akureyri kysu einhvern annan frambjóðana. — ítök Steingríms þar nyrðra hafa rénað síðan hann fluttist suður. Litlar líkur eru á, að kommún- istar auki fylgi sitt á Akureyri,' meðfram vegna þess, að allmargt verkamanna hefur flutzt þaðan. Steingrímur er þó sennilega Ör- uggur um uppbótarsæti. Þjóðvarnarflokkurinn. Hann býður fram á Akureyri Bárð Daníelsson verkfræðing. — Hann þótti á námsárum sínum standa nærri kommúnistum, en hefur fjarlægzt þá upp á síðkast* ið. Ekki mun Bárður hafa önhur tengzl við Ákureyri en þau, að hann dvaldist þar við skólanám. Hann er annars glæsimenni og sagður vel viti borinn. Talið er, að Bárður fái eitthvað slangur at- kvæða á Akureyri, óánægða menn frá kommúnistum, Alþýðuflokkn- um og Framsókn. Akureyringur einn, sem ég talaði nýlega við, gizkaði á 200 atkvæði og kannski þau verði fleiri, þegar kvenfólkið sér Bárð. SUÐUR-ÞIN GE Y J ARSÝSLA Framsóku. Karl Kristjánsson verður auð- vitað kosinn með miklum meiri- hluta, en ýmsir Þingeyingar full- yrða, að fylgi hans verði minna en síðast. Afskipti hans af togara- málum Húsvíkinga hafa ekki auk- ið á vinsældir hans, Frá upphafi hefur það verið svo, að margir þingeyskir Framsóknarmenn hafa verið óánægðir með Karl. Það eru sér í lagi hinir gömlu fylgismenn Björns á Brún, sem eru sterkastir í Reykjadal og Mývatnssveit. — Grunur lék á því við síðustu kosningar, að menn eins og Jón á Gautlöndum og Sigfús í Vogum hefðu kosið landslista Framsókn- ar, en ekki Karl persónulega. En Karl er sleipur eins og áll, og ef- laust verður hann þingmaður Suður-Þingeyinga, þar til hann leggst í kör. Það er heldur eng- inn sem frýr Karli vits, þótt menn hafi ýmislegt annað út á hann að setja. Hann er hagmæltur og fróð- ur vel um alþýðukveðskap, og getur á því sviði nokkuö fyllt skarð Bjarna Ásgeirssonar á Al- þingi. Sjálfstæðisflokkoriim. Gegn Karli tefla Sjálfstæðis- menn Guxmari Bjarnasyni, er við undanfarnar kosningar hefur ver- ið í kjöri í Austur-Skaftafells- sýslu. Þar eystra gat Gunnar gert sér nokkrar vonir um sigur, en nú er hann sendur í eitt allra von- lausasta kjördæmi Sjálfstæðis- flokksins. Líklega er þetta refsing fyrir óþægð við flokksstjórnina. Bæði er það, að hann var stuðn- ingsmaður Ásgeirs í forsetakosn- ingunum, þó hann hefði sig lítt í frammi, og svo hitt, að hann hefur að undanförnu þótt óþarf- lega krítiskur á stjórnarstefnuna og of bersögull um ýmislegt í sam bandi við hana. Annars getur vel verið, að Gunnar auki fylgi flokks ins í sýslunni eitthvað dálítið. Hann á sjálfsagt eitthvað per- sónulegt fylgi á Húsavík, þar sem foreldrar hans eru mjög vinsælir. Alþýðuflokkurinn. Þar er í framboði Axel Bene- diktsson skólastjóri á Húsavík, í stað Braga Sigurjónssonar, sem er sendur fram í Eyjafirði. Axel mun vera frekar vinsæll á Húsa- vík og í átthögum sínum, Grýtu- bakkahreppi og á Svalbarðs- strönd. Koimnúnistar. Jónas Ámason fer nú fram í Suður-Þingeyjarsýslu, en sleppir Seyðisfirði. Hann er frændmargur á þessum slóðum, hve mikið sem hann græðii- á því. Ekki er alveg útilokað, að Jónas geti orðið upp- bótarþingmaður, en sigurvonir hans eru stórum minni en á Seyð- isfirði. — Framboð Þjóðvarnar- manna dregur líka úr þeim mögu- leika. Þjóðvarnarflokkurinn. Þar fer fram Ingi Tryggvason kennari, lítt þekktur maður utan héraðsins. En talið er, að Þjóð- varnarflokkurinn eigi nokkuð fylgi í sýslunni, líklega hið mesta í sveitakjördæmi. Ekki er ólík- legt, að hann fái eitthvað af át- kvæðum þeirra Framsóknar- manna, sem óánægðastir hafa ver ið með Karl Kristjánsson. Sagt er að hann fái talsverðan reyting at- kvæða í Mývatnssveit, Reykja- dal og Aðaldal. VESTUR-SKAFTAFELLS- SÝSLA Hún verður spennandi eins og fyrri daginn. Jónarnir eigast nú við í þriðja sinn. í fyrsta skipti var meirihluti Jóns Gíslasonar 6 atkvæði, í annað skipti 5 atkvæði. Og enn segja Skaftfellingar, að það myndi líklega ráða úrslitum, ef ein fjölskylda skipti um skoð- un. Þessi kosning verður álíka spennandi og í Dalasýslu og á ísafirði. Framsókn. Jón Gislason hefur að mörgu leyti reynzt gegn þingmaður, þótt lítill sé hann skÖrungur. Sumir halda, að hann hafi grætt eitt- hvað á því, hve ötullega hann bárðist fyrir Gísla Sveinssyni í forsetakosningunum í fyrra; eitt- hvað af nánasta vinaliði Gísla í sýslunni muni launa honum það með því að kjósa hann nú. Þetta verður þó að teljast hæpið. Sjálfstæðisflokkurimt. Jón Kjartansson er heiðursmað- ur og Ijúfmenni, én hörkumaður engu meiri en nafni hans. Kosn- ingabaráttan verður því eflaust háð af prúðmennsku, þrátt fyrir spenninginn. Mig grunar, að harð ar verði barizt í Dalasýslu, svo ég nefni nú ekki ísafjörð. ‘ i Alþýðuflokkurinn. Hann býður nú ekki fram í sýslunni, enda hefur fylgi hans þar oftast nær verið sáralítið. Þó má vera, að þessi fáu atkvæði nægi til þess að fleyta Jóni Gísla- syni á þing, ef þau fara þá yfir á hann. Kommúnistar. Runólfur Björnsson frá Holti fer fram fyrir þá. Hann er alinn upp á mögnuðu Sjálfstæðisheim- ili og er náfrændi Jóns Kjartans- sonar. Ef menn á annað borð gera uppreisn gegn slíku umhverfi, leiðir það þá oftast yfir í réttlinukommúnisma, og svo hefur farið um Runólf. — Kommúnistar hafa að undanförnu átt 50—60 atkvæði í Vestyr- Skaftafellssýslu, en vel má vera, að fylgi þeirra minnki eitthvað nú, vegna framboðs Þjóðvarnar- manna. Þjóðvarnarflokkurinn. Fyrir hann fer Björn Sigfússon háskólabókavörður fram. Hann hefur síðan í æsku haft mikinn áhuga á stjórnmálum. í fyrstu var hann auðvitað Framsóknar- máður, eins og flest allir Þing- eyingar. Síðan gekk hann í Al- þýðuflokkinn, én fór úr honum með Héðni Valdimarssyni, og hef- ur síðan verið fylgdarmaður kommúnista, þar til hann gekk úr flokkknum í fyrra. Nú var Björn einn af stofendum Þjóðvarnar- flokksins, og nú eru kommúnistar farnir að tala um hann með lítils- virðingu, hvað þeir aldrei gerðu, meðan hann var í flokki með þeim. „Hann Björn,“ segja þeir og yppta öxlum glottandi. Björn Sigfússon er stórgáfaður maður, eins og mörgum er kunn- ugt, þótt hann sé að mörgu leyti einkennilegur í hátterni. Og eitt yfirgefur Björn aldrei, hversu oft sem hann skiptir um flokk, og það er idealisminn. Hann er typ- iskur fulltrúi þeirra bjartsýnu idealista, sem mótuðust í ung- mennafélögunum, ekki sízt hin- um þingeysku, á tveimur- þrem- ur fyrstu áratugum þessarar ald- ar. Hversu oft sem Björn rekur sig á, mun hann aldrei missa trúna á mennina, og vissulega er það mikil guðs gjöf. Fram í rauðan dauðann munu augu Björns ljóma af idealisma og um- bótaáhuga. Manni finnst furðu- legt, að slíkir menn skuli erui vera til, en vist er það gott. — Fylgi Björns getur tæplega orðið mikið í þessum kosningum. Hann fær kannski nokkur atkvæði ó- ánægðra kommúnista og ef til vill örfá Framsóknaratkvæði, þó að það verði erfitt, eins og á stendur þarna. Vera- má þó, að framboð Björns verði til þess að fella Jón' Gíslason.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.