Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 13.07.1953, Side 5

Mánudagsblaðið - 13.07.1953, Side 5
Mánudagurinn 13. júlí 1953 MÁNUDAGSBLAÐIÐ 5 Áhugamál kvenna Kurleisi eða — ekki kurfeisi ii Eg gef nú ekki mikið fyrir yfirborðskurteisi barna, sagði Pétur. Þau eiga aðeins að vera náttúrleg, eða eins og þau eiga að sér. Eg sagði ekki neitt, en hugsaði margt. Þetta náttúr- lega hjá börnunum er ekki alltaf til góðs, og jafnvel þó nútíma uppeldisreglumar hafi haft nokkur áhrif til góðs, þá hafa þær vissulega gert illt líka. Þegar farið er með mann í búðum eða skrifstofum skeytingarlaust, þá skilur maður fljótt þetta unga fólk, sem er alið upp eftir nútíma uppeldisreglum, og að það rauninni getur alls ekki að því gert, að gamalt ávarp verkar sem löðrungur á það. Þetta er skólunum að kenna, sagði ég. / Vitleysa, sagði Pétur. Það kostar ekki mikið að níða skólana, veiztu ekki að það eru svo mörg börn í hverjum skólabekk, að það væri von- laust að kenna þeim kurteisi. Og nútíma barnakennarar, 'hélt hann áfram, kæra sig ekkert um að nemendur þeirra beri virðingu fyrir þeim. Já, einmitt, sagði ég, og hugsaði um frænku mína, sem liggur á taugalækningaspít- ala, því að börn, sem að hún kenndi í skólanum, höguðu sér eins og djöflar og villi- dýr. Sonur Péturs er alinn upp á nútímavísu. Hann gengur í frískóla, þar sem kennararnir eru þúaðir, og fer heim í miðj- um tíma, ef nokkuð það kynni að bera til, sem honum ekki geðjast að. Þegar strákur Pét- urs, stöku sinnum (sem betur fer), leikur sér við Önnu, dótt- ur mma, þá segir hann: Haltu kjafti, stelpuasni. Þetta er bara lítið brot af orðaforða hans. Hvað heldurðu að Anna fái fyrir að segja takk, fyrir eitt og annað? hélt Pétur áfram og ætlaði aldrei að geta fyrir- gefið mér að ég tók fram- ferði Önnu fram yfir allra hinnai Það getur verið að hún græði það á því að lokum, að fólk þoli hana, sagði ég og bætti svo við: Eg hef and- styggð á illa uppöldum börn- um. Rétt í þessu hringdi síminn. Pétur gekk inn í annað her- bergi til að tala í simann og um leið kom þessi þokkalegi erfingi hans inn, hlammaði sér niður í hægindastól, og spurði mig, hvort ég gæti ekki 'lánað honum nokkra aura fyr ir rjómaís. Setztu almennilega niður i stólinn, sagði ég gramur. Nei; en hvað þú ert vitlaus, sagði hann, alveg eins vitlaus og krakkinn þinn. I þessu kom Pétur inn með sama vitlausa krakkann við hönd sér. Það var svolítið sigurbros í augum hennar, þegar hún hneigði sig, og hvarf út um dyrnar. Út með þig héðan, stákur, sagði Pétur við son sinn. Anna fékk krónu fyrir is. Strákurinn rak upp öskur, hvarf út um dyrnar og skellti hurðinni á eftir sér. Hvernig fór hún að því? spurði ég og brosti lítið eitt. O, sagði hann og hristi höf- uðið, ég get ekki neitað henni þegar hún fer svona að, og spyr mig hvort ég sé eins blá- fátækur og mamma, eða hvort ég haldi að ég gæti gefið sér aura til kaupa tvö rjóma- íshorn. Þekkirðu söguna um Amer- íkumanninn, sem ávítaði Frakkann og landa hans fyrir alltof mikla kurteisi? Pétur hristi höfuðið. Ameríkumaðurinn sagði: Það er nú samt enginn sannur grundvöllur fyrir þessari kur- teisi, hún er ekkert annað en vindur og loft. Frakkinn brosti ofurlítið og sagði: Það getur vel verið — en loft getur verið nauðsyn- legt. Líttu nú t. d. á alla hina fallegu bíla ykkar, þeir aka á stórum, sterkum börðum, en það er bara loft innan í, en það hjálpar yður til að aka léttar í gegnum lífið heldur en ef barðarnir væru flatir. Hm, sagði Pétur. Og ég hélt áfram: Hugsazt getur, að sonur þinn missi af helzt til mörgum ískökum lífs- ins, ef hann ekur alltaf án lofts. En það sem er drengi- legast — já, það er önnur saga. L. þýtt. En þá dettur mér í hug, að það er ekki sama hver leikar- inn er, sem les upp. Eg var t. d. alveg undrandi, hvað illa var lesið upp kvæði, einmitt í gærkvöldi, af Gerði Hjör- leifsdóttur, leikkonu. Mér fannst upplesturinn hryllileg- ur. ' — ★ — En aftur var annað gott flutt í útvarpið í gærkvöldi, og það var erindi Finnboga Guðmundssonar, prófessors, sem var í senn fróðlegt, skemmtilegt og vel flutt. Eg hlakka til að heyra framhald- ið í næstu viku. — ★ — Eitt kvöld var skemmtilegt í útvarpinu. Það var kvöldið, sem Stokkhólms var minnzt. Mér fannst það sérstaklega vel lukkað. Erindin mátulega stutt og skefflmtilegir söngv- ar. -—• ★ — Kosningarnar settu sinn svip á útvarpið tvisvar sinn- um. Það var lítið spenna ndi að hlusta á þær. Maður vissi fyr- ir iþ’am, hvað hver mundi segja, svo ekkert kom manni á óvart nema ræða Jónasar. En einu tók ég samt eftir, sem ég hef ekki tekið eftir áður og það var hvað Bjarni Bene- diktsson talaði lang fallegasta íslenzkuna. \ * D R A U M U R : Vinkona mín kom askvað- andi inn til mín, einn morgun, og sagði óðamála: Eg er svo fokvond út í manninn minn að ég veit ekki hvað ég á að gera! Hversvegna ? í nótt sem leið, dreymdi mig, að einhver ljóshærð stelpa var að kjá framan í manninn minn, og hann mal- aði eins og köttur af ánægju. En, Helen, þetta er bara draumur, sagði ég- : Jæja, þú heldur það. En ef hann hagar sér svona í mín- urn draumum. Hvernig held- urðu þá að hann hagi sér í sínum draumum? — ★ — Eiginmaðurinn getur aðeins kennt sjálfum sér um, ef kon- an hans er ólagleg. Kona, sem veit að hún er elskuð, getur ekki verið ann- að en falleg. R. E. Renkel. Úlvarpið Á sumrinu er áreiðanlega hlustað minna á útvarpið, en veturna. Þessvegna var ég alveg hissa er Lofur Guð- mundsson rithöfundur tók að sér að lesa framhaldssögu, „svona um hábjargræðistím- ann“, eins og Fillipus hrepp- stjóri mundi orða það. Það má vera meir en lítið spennandi saga, sem fólk nennir að hlusta á, á sumrin. Eg man eftir að i fyrra sumar las Hersteinn Pálsson, ritstj. upp framhaldssögu, sem fór meira og minna fram hjá fólki (Les þó Hersteinn vel upp) vegna sumardreifingar- innar. Mér finnst að á sumrin ætti að lesa aðeins stuttar sögur, léttar skemmtilegar, eða þá stutt leikrit. En ef lesin eru leikrit, þá yrði það auðvitað að vera gert af leikurum, og gæti það orðið góð skemmtun. Sumarfolómin Úr bréfi: Ekki man ég eftir, að ég hafi séð sumarblómin eins ó- tætingsleg og nú, um hásum- arið. Austurvöllur, sem alltaf hefur verið svo fallegur um þetta leyti, og reyndar fyrr, með sitt angandi blómaskrúð, er ekki svipur hjá sjón. Tjarn arenda-garðurinn og í kring- um hljómskálann hefur sömu sögu að segja. Eg hef verið að spyrja hina og þessa, sem ég hélt að hefðu betra vit á þessu en ég, af hverju þetta stafaði, en enginn hefur get- að frætt mig á þessu. Getið þér sagt mér það? S. Svar: Eg hef ekki hugmynd um það, því miður. En ef einhver, sem les þetta og veit, af hverju það stafar og vildi segja okkur frá því, þá væri það mjög vel þegið. Hitt veit ég, að blómakerin eru komin á Lækjartorg og líta þar mjög ankannalega út. I þeim eru nokkur sumarblóm, sem drjúpa höfði að vegfar- endum, og er það ofurskilj- anlegt. Læknir, eftir að hafa at- hugað vandlega unga fallega konu. Frú, ég hef góðar fréttir að segja yður. Sjúklingurinn: Eg er ekki frú heldur Ungfrú. — Læknirinn: Ó, ég hef slæm- ar fréttir að segja yður. Trúiofunarhringar og guiisnúrur úr & skrautvörur ýmsar gerðir Franch Michelsen h.f. Laugavegi 39 Krossgáta M ánu dag sblað sin s I Nr. 57 SKÝRINGAR: Lárétt: 1. Afhenda — Sjó — 8. Stafa — 9. Hangs — 10. gjá — 11. Manna — 12. Dæld — 14. Peningur — 15. Hásum — 18. Sund — 20. Vot — 21. Keyr — 22. Verk — 24. Úr- gangi — 26. Mjög — 28. Sorg 29. Spólu — 30. Sannfæring. Lóðrétt: 1. Fleyta — 2. Bjóða við — 3. Vondur — 4. Upp- hafsstafir — 5. Hávaða 6. Ull — 7. Heiður — 9. ílát — 13. Dropar — 16. Feitmeti — 17. Lýstu — 19. Hanga — 21. Verkfæri —- 23. Þykkur reykur — 25. Hvíldist-27. Guð. KROSSGÁTA NR. 56. Ráðning. Lárétt: 1. Skýla — 5. Kát — 8. Pýla — 9. Masa — 10. Ála 11. Ber — 12. Niða — 14. R. R. R. — 15. Iðaði — 18. Er — 20. Aui — 21. S. A. — 22. Rée — 24 Snakk — 26. fagi — 28. Utar — 29. Arnar.— 30. Ali. Lóðrétt: 1. Spánverja — 2. Kýli — 3. Ýlaði — 4. La — 5. Karri — 6. Ás — 7. Taða — 9. Morðinu — 13. Aða — 16. Aus — 17. Vakri — 19. Róar — 21. Skal — 23. Agn — 25. Ata—- 27. Ia.

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.